Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 29 Boeing 767-300ER Boeing 767-300 vélin er fórst á sunnu- dag hefur mikið flugþol og er mest notaða flugvélagerðin í Afhent flugfélaginu í september 1989. Hefur flogið 30 þúsund flugstundir í rúmlega 6.900 flugum. Flugþol: Rúmlega 12 þúsund kílómetrar. Farþegafjöldi: Allt að 218 farþegar á þremur farrýmum. Max. gross weight: 300,000 pounds for the basic 767. Reynslan af 767: Talið er að þotur af þessari gerð hafi flutt 813 milljón farþega í rúmlega 3 milljón flugum frá því vélin var fyrst tekin í notkun árið 1982. 767-300: Tekin i notkun í september 1989. Lengri en fyrri gerðir og tekur 20% fleiri farþega. AP Algengasta þotan í Atl- antshafsflugi BOEING 767-farþegaþoturnar eru almennt taldar með þeim áreiðan- legustu og öruggustu, sem nú eru í notkun í farþegaflugi. Engin önnur tegund er notuð jafnmikið í Atl- antshafsflugi og mánaðarlega fljúga 767-vélar um ellefu þúsund sinnum milli Bandaríkjanna og Evrópu. Alls hafa verið framleiddar 746 Boeing 767-vélar og eru tveir þriðju þeirra af gerðinni Boeing 767-300. Vélar af gerðinni 300ER, líkt og Egypt Air-vélin er fórst undan strönd Bandaríkjanna á sunnudag, geta tekið 218 farþega á þremur farrýmum eða 269 farþega á tveimur farrýmum. Þota EygptAir var afhent flugfé- laginu í september árið 1989 og hefur frá þeim tíma flogið um 30 þúsund flugstundir í rúmlega 6.900 flugum. 767-þota fórst í Taílandi 1991 Fyi'ir átta árum, nánar tiltekið 26. maí 1991, fórst Boeing 767-þota flugfélagsins LaudaAir skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Bangkok í Taílandi. 45 mínútum eftir að vélin hafði tekið á loft var hún búin að ná 10 þúsund feta hæð en þá gáfu viðvörunarljós í mæla- borði skyndilega til kynna að kný- vendar annars hreyfilsins hefðu farið í gang. Knývendum er beitt til að stöðva þotur eftir lendingu og gerði þetta að verkum að hreyflar vélarinnar snerust hvor í sína átt- ina. Flugmennimir misstu stjórn á vélinni og hún hrapaði niður í frumskóga Taílands. Allir um borð, 233 manns, létu lífið í slysinu. I kjölfar slyssins var búnaðurinn endurhannaður og rekstraraðilum 757 og 767-véla ráðlagt að skipta yfir í nýja búnaðinn. Þota Eyg- yptAir var búin samskonar hreyfl- um og LaudaAir-vélin frá framleið- andanum Pratt&Whitney. I gær var greint frá því að vél- arnar tvær hefðu verið framleiddar um svipað leyti í verksmiðju Boeing í Everett í Washington-ríki og var EygyptAir-vélin tUbúin tveimur vikum á undan LaudaAir- vélinni. Mikil spenna ríkti í Boeing-verk- smiðjunum á þessum tíma og ein- ungis nokkrum dögum síðar fóru starfsmenn verksmiðjanna í verk- fall til að mótmæla aðstæðum á vinnustað. Kvörtuðu þeir undan of miklu álagi vegna gífurlegrar yfir- vinnu er þeir urðu að vinna tU að hægt væri að sinna metpöntunum á farþegaþotum. Deilan leiddi tU mikillar endurskipulagningar á öllu framleiðsluferli Boeing. Talsmaður Boeing sagði ekkert gefa til kynna að slysin tvö væru tengd með einhverjum hætti en að allir hugsanlegir möguleikar yrðu kannaðir. Lögreglan með mikinn öryggisviðbúnað í Ósló vegna komu Clintons Ibúunum þykir öryggis- gæslan keyra um þverbak Reuters Norsk lögreglukona, vopnuð byssu, á verði í miðborg Oslóar. Flestar götur borgarinnar voru lokaðar í gær vegna heimsóknar Bills Clintons Bandaríkjaforseta og fleiri þjóðarleiðtoga. NORSKA lögreglan var með mikinn öryggisviðbúnað í Ósló í gær vegna komu BUls Clintons Bandaríkjaforseta og leiðtoga Israela og Palest- ínumanna til borgarinnar. Að sögn Aftenposten þótti mörgum borgarbúum um- stangið keyra um þverbak. Vopnaðir lögreglumenn lokuðu vegum umhverfis hótel þjóðarleiðtoganna í Ósló og þyrlur sveimuðu yfir borginni. Talsmaður lögregl- unnar sagði að þetta væri mesti öryggisviðbúnaður í Ósló frá útför Ólafs Noregs- konungs sem margir þjóðar- leiðtogar voru viðstaddir ár- ið 1991. Clinton, Ehud Barak, for- sætisráðherra Israels, og Yasser Arafat, leiðtogi Pa- lestínumanna, voru á meðal leiðtoganna sem komu til borgarinnar vegna minning- arathafnar um Yitzhak Ra- bin, íyrrverandi forsætisráð- herra Israels, sem var myrt- ur fyrir fjórum árum. Lögreglan lokaði meðal annars öllum holræsisopum miðborgarinnar með logsuðutækjum til að koma í veg fyrir hugsanlegar árásir hermdar- verkamanna og holræsisgöngum sem opnast í Óslóarfirði var lokað með þykkum vírum. „Alltof mikið brambolt“ Lögreglumenn Óslóar bera yfir- leitt ekki vopn og Haraldur kon- ungur og Sonja drottning segjast geta gengið um götur borgarinnar án lífvarða. Vegatálmar, vélbyssur og hundruð lögi'eglumanna blöstu þó við Óslóarbúum sem starfa í miðborginni þegar þeir mættu til vinnu í gærmorgun. Vopnaðir lög- reglumenn voru á varðbergi á göt- unum og við opinberar byggingar og borgarbúarnir virtust dolfallnir yfir öllu tilstandinu. „Þetta er alltof mikið brambolt," hafði Aftenposten eftir einum borgarbúanna. „Ég skil að vernda þurfi mann eins og Clinton, en nú tekur steininn úr.“ Anne Rose Gorset smeygði sér framhjá lög- reglumönnum, vegatálmum og lögreglubílum á leið til vinnu sinnar í þinghúsinu. „Öll þessi öryggisgæsla er alveg yfirgengileg," sagði hún. „En er það aðeins Clinton sem er í heimsókn?" Að sögn Aftenposten sáust aðeins fánar Noregs og Bandaríkjanna í miðborg- inni. „Þar sáust hvergi ísra- elski, palestínski, rússneski eða finnski fáninn. Samt eru það ekki aðeins Bandaríkja- menn sem taka þátt í friðar- viðræðunum.“ Fólkið nam staðar og tvísteig áður en það tók sveig framhjá hindrununum. Nokkrir voru þarna aðeins til að forvitnast. Nokkrir hjólreiðamenn reyndu að komast í gegnum hindran- irnar en lögreglumenn stöðvuðu þá og vísuðu þeim í burtu. „Það er út í hött að eyða svona miklum peningum í öryggisgæslu," sagði einn þeirra. „Þegar þeir eru farnir að loka holræsunum til að vernda manninn er mér nóg boðið. Þetta er alltof mikið um- stang.“ Bannað vai' að leggja bílum á mörgum stöðum í miðborginni og lögreglan fjarlægði um 50 bíla úr miðborginni kvöldið og nóttina fyr- ir komu Clintons, sem er fyrsti sitj- andi forseti Bandaríkjanna sem heimsækir Noreg. Norska umferð- arráðið ráðlagði borgarbúum að skilja bíla sína eftir heima ef þeir ættu erindi í miðborgina. Afvopnunardeilan á Norður-Irlandi Mitchell reynir enn að miðla niáluni London. Reuter. GEORGE Mitchell, fynver- andi þingmaður í öldungadeild Bandaríkjaþings, er talinn hafa lagt fram nýjar tillögur til lausnar deilunni milli sam- bandssinna og lýðveldissinna á Norður-írlandi á fundi með fulltrúum þeirra í gær. Sambandsinnar hafa neitað að taka sæti í nýrri héraðs- stjóm fyrir Norður-írland nema Irski -lýðveldisherinn (IRA) leggi fyrst niður vopn. Afvopnunardeilan svokallaða hefur teflt friðarsamkomulag- inu frá 1998, sem meðal annars fól í sér takmarkaða heima- stjórn, í tvísýnu. Fulltrúar hinna andstæðu hópa voru þó hóflega bjartsýnir í gær á að viðræðumar bæru árangur. Michell hefur í um tvo mán- uði reynt að miðla málum milli aðila og að beiðni írskra og breskra stjómvalda. Sam- kvæmt friðarsamkomulaginu áttu sambandssinnar og lýð- veldissinnar að mynda héraðs- stjórn á síðasta ári og afvopn- un IRA átti að ljúka í maí á næsta ári. Að sögn kunnugra var sá galli á samkomulaginu að þar var ekki að finna ákvæði um hvenær afvopnun ætti að hefjast, aðeins hvenær henni ætti að vera lokið. Friðartillögur Israelsstjórnar Palestínumenn stofni eigið ríki Jerúsalem. AFP. ÍSRAELSSTJÓRN hyggst bjóða Palest- ínumönnum að stofna sjálfstætt ríki á palestínsku sjálf- stjórnarsvæðunum í viðræðunum um rammasamkomulag, sem ráðgert er að ná fyrir miðjan febrúar, að sögn ísraelska dag- blaðsins Haaretz í gær. Að sögn blaðsins vill stjórnin að palest- ínska ríkið verði stofnað daginn áður Ehud Barak en lokasamningur ráðherra ísraela og Palestínu- manna verður undirritaður. Stefnt er að því að samningurinn verði undirritaður ekki síðar en í september á næsta ári en margir telja það óraunhæft markmið. Jerúsalem verði óskipt höfuðborg Israels Blaðið hefur eftir ísraelskum embættismönnum að stjórnin vilji undirrita samning við viðurkennt ríki fremur en Frelsissamtök Pa- lestínumanna (PLO) eins og í fyrri friðarsamningum þjóðanna. Pa- lestínsku sjálfstjórnarsvæðin ná nú yfir 10% Vesturbakkans og 60% Gaza-svæðisins. Að sögn Haaretz vill Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, forsætis- Israels að rammasamkomu- lagið kveði á um að vesturhluti Jerúsal- em verði höfuðborg ísraels og borgin verði áfram óskipt. Israelar hafa lýst því yfir að Jerúsalem sé ,;eilífðarhöfuðborg“ Israels en Palestínu- menn vilja að austur- hluti ^ borgarinnar, sem Israelar her- námu 1967, verði höf- uðborg palestínska ríkisins. Samningaviðræð- urnar um stöðu Jer- úsalem og önnur óút- kljáð deilumál, svo sem endanlega stöðu sjálfstjórnarsvæðanna, framtíð palestínskra flóttamanna og byggðir gyðinga á hernumdu svæðunum, eiga að hefjast í bæn- um Ramallah á Vesturbakkanum á mánudaginn kemur. Haaretz segir að Barak ljái ekki máls á því að ísraelar láti öll hernumdu svæðin af hendi og sé einnig andvígur því að Palestínu- ríkið fái að stofna eigin her. Þá segir blaðið að Barak vilji hann að Palestínumönnum, sem flúðu af hernumdu svæðunum eftir 1967, verði leyft að snúa þangað aftur. Palestínumönnum, sem flúðu af svæðunum eftir 1948, verði greidd- ar skaðabætur. Musharraf ætlar að flýta mála- ferlum PERVAIZ Musharraf, leið- togi valdaránsmanna í Pakist- an, lýsti því yfír í gær að stofnað hefði verið sérstök skrifstofa saksóknara til að annast lögsókn gegn fyrrum valdhöfum í landinu, sem valdaránsmenn hafa sakað um spillingu og fjárdrátt. Hann sagði að sérstökum dómstólum yrði komið á fót til að dæma í málum hinna ákærðu og að málaferlum yrði flýtt eins og kostur væri. Hann sagði einnig að tjáning- arfrelsi yrði tryggt í landinu og að valdi yrði dreift út til lægri stjórnsýslustiga. Forseta- kosningar í Makedóníu FRAMBJÓÐANDI jafnaðar- manna, Tito Petkovski, hlaut sigur í fyrri umferð forseta- kosninganna í Makedóníu sem haldnar voru á sunnudag. Hann mun etja kappi við frambjóðanda stærsta stjóm- málaflokks landsins, Boris Trajkovski, í seinni umferð kosninganna sem fer fram eft- ir tvær vikur. Sigur Pet- kovskis er áfall fyrir ríkis- stjórn mið-hægrimanna í land- inu og stefnu hennar í málefn- um íbúa af albönskum upp- runa, en slavneski meirihlut- inn í landinu er talinn andvíg- ur því að íbúar af albönskum uppruna fái aukin réttindi, og vegna hættu á klofningi milli þjóðernishópa í landinu. Shevardnadze sigrar í Georgíu EDUARD Shevardnadze, for- seti Georgíu, lýsti í gær yfir sigri flokks síns í þingkosning- um sem haldnar voru í land- inu. Flokkurinn hlaut rúm 44% atkvæða í kosningunum en stærsti flokkur stjórnar- andstöðunnar hlaut rúm 25%. Shervardnadze sagði í út- varpsávarpi til þjóðarinnar að sigur flokksins fæli í sér stuðning við viðleitni forsetans að efla tengsl Georgíumanna við Vesturlönd. Shevardnadze hefur meðal annars sóst eftir því að landið fái inngöngu í NATO. Leiðtogi stjómarand- stöðunnar, Aslan Abashidze, sakaði sigurvegarana hins vegar um kosningasvik. Morðóður unglingur í Þýskalandi MEIRA en 150 lögreglumenn réðust í gær til inngöngu í íbúð í smábæ í Suður-Þýska- landi þar sem unglingur vopn- aður byssu hafðist við. Piltur- inn hafði skotið á gangandi vegfarendur úr íbúðinni, drepið tvo þeirra og sært sjö til viðbótar. Lögreglan fann lík piltsins og systur hans í íbúðinni. Ekki er vitað hvað olli árásinni en lögreglan telur að áfengissýki hafi átt þar hlut að máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.