Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 19
Starengi
Arnarsmári
Nýtt hótel í smíð-
um á Hellissandi
Hellissandi - Nýlega var tekin
fyrsta skóflustunga að nýju og veg-
legu hóteli sem byrjað er að reisa á
Hellissandi. Erla Kristinsdóttir
framkvæmdastjóri tók fyrstu
skóflustunguna að nýja hótelinu en
svo vill til að Erla er fyrsta mann-
eskjan sem reynir fyrir sér með
hótelrekstur á Hellissandi svo vit-
að sé. Hóf hún á námsárum að reka
Gistiheimilið Gimli og hefur það
verið rekið síðan.
Það er hlutafélagið Hótel Hellis-
sandur ehf. sem stendur að þessum
framkvæmdum en stjórn félagsins
skipa; Skúli Alexandersson for-
maður, Ólafur Rögnvaldsson og
Sigurður Páll Harðarson.
Hótel Hellissandur rís við
Klcttsbúð þar sem gatan mætir
Utnesvegi svo það mun verða í al-
faraleið. Strax eftir að fyrsta
skóflustungan hafði verið tekin var
hafist handa við að ganga frá
grunni hússins sem verður á tveim-
ur hæðum. í hótelinu verða 20
tveggja manna herbergi, eldhús,
borð- og setustofa. Hótelið mun
uppfylla ýtrustu kröfur eins og
Morgunblaðið/Egill Egilsson
Skíðað
af kappi
í snjóleysi
Flateyri - Þó enginn sé snjórinn
enn sem komið er lætur hann
Jakob Árnason það lítið á sig fá
og skíðar af kappi tvisvar til
þrisvar í viku á hjólaskíðum sín-
um. Hann leggur yfirleitt upp
frá heimili sínu að Vöðlum í
innanverðum Önundarfirði og
skíðar upp að gangamunna
Vestfjarðaganganna. Þess á
milli hleypur hann og syndir
reglulega. Allt er þetta hluti af
stífu æfingakerfi, en Jakob er í
Landsliði SKÍ, en fjórir úr
hópnum, þar með talinn Jakob,
munu senn halda til Lil-
lehammer á næstunni og dvelj-
ast þar við æfingar fram yfir
áramót.
gerðar eru til nýtísku hótela í dag.
Það var Verkfræðiþjónusta Akra-
ness/Bjarni Vésteinsson sem teikn-
aði hótelið en verkfræðiþjónustu
annast Verkfræðiþjónusta Sigurð-
ar Thoroddsen ehf. í Borgarnesi.
Aætlað er að smíði hótelsins
verði lokið um mánaðamótin
mars/apríl á næsta ári og Hótel
Hellissandur taki til starfa strax á
næsta sumri. Vaxandi umferð
ferðamanna sem óska eftir fyrsta
flokks þjónustu kallar á að þjón-
usta af þessu tagi verði sem fyrst
til reiðu.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Framkvæmdir við nýju sýsluskrifstofuna í Stykkishólmi eru í fullum
gangi og er áætlað að taka bygginguna í notkun 1. júní á næsta ári.
Ný sýslu-
skrifstofa
í Stykkishólmi
í smíðum
Stykkishólmi -1 vor var hafin bygg-
ing á nýrri sýsluskrifstofu í Stykkis-
hólmi. Byggingin er við Aðalgötuna
við hlið íþróttamiðstöðvarinnar. Auk
sýsluskrifstofu verður þarna til húsa
aðsetur lögreglunnar. Framkvæmdir
ganga vel og á dögunum var verið að
steypa upp veggina. Áætlað er að
húsið verði fokhelt fyrir áramót og
seinni hluti vetrar verði notaður til
að innrétta bygginguna, en verktaki
á að skila henni tilbúinni 1. júní á
næsta ári. Verktaki er Trésmiðja
Pálmars í Grundarfirði, sem átti
lægsta tilboð í verkið.
ÓóB cr lika í Borgarnesil
■
Snorrabraut
í Grafarvogi
¥* m
*
»
jf »'B'
Áning í Kópavogi
(opnar í nóvember)
waml
S'fy-,
Kópavogi
;. “
”i»
II
við Fjarðarkaup
í Hafnarfirði
• *****
* m ■•#. f
Hottanesti
Hafnarfirði
Finndu sparnaðarleiðina þína
Það munar um sparnaðinn hjá ÓB. Þegar verðið á bensíni er hátt
Jakkapeysurnar
fást í Glugganum
uf /V ~
• feS ífy-;
2 ,' ut m
* 5 «k/2 w'
Glugginn
Laugavegi 60, simi 551 2854
er gott að vita af 7 sparnaðarleiðum til að komast lengra á þúsundkallinum.
Finndu stystu sparnaðarleiðina þína og sparaðu á ÓB.
7 stöðvar - opnar allan sólarhringinn!