Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 70
§ÉP ÞRIÐJUDAtíUR 2. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Á byrjunarreit Sykurmolanna, Jóhann Jóhannsson úr Lhooq, Roland Orzabal áður for- sprakki bresku sveitarinnar Tears for Fears o.fl. Lögin ellefu eru á ró- legum nótum, og heildarbragurinn er bláleitur, hljóðgervlar og nýmóð- ins hljómur eru áberandi, ólíkt fyrri verkum Emilíönu. Tónlistin er nát- engd trip-hoppi á stundum en er annars ómþýtt rafpopp frekar en raftónlist beinlínis. Emilíana var afar ung þegar hún vakti fyrst athygli, íyrir rödd sína. Hún varð strax þekkt fyrir hana og lagvísi og út á það gerði Emilíana til að byrja með, m.a. með geislaplöt- um sínum tveimur. Báðar voru þær, einkum sú fyrri, safnplötur með skemmtilegum lögum sem afgreidd voru með sóma en litlum persónu- einkennum. Það fór hins vegar lítið fyrir tónlistarmanninum, hún samdi lítið og það sem frá henni kom var ekki ýkja merkilegt, vafalaust hefur sá langi tími sem liðið hefur frá síð- ustu útgáfu verið nýttur í að bæta þetta. Lögin á Love in the Time of Science eru ftest öll fyrirmyndar- popp alit frá fyrsta laginu To be Free sem vænlegt ætti að vera til vinsælda, tveimur lögum upptökust- jórans Orzabal og að síðasta lagi plötunnar Sea People. Nokkur lög standa upp úr, geis- laplatan nær hápunkti um miðbik sitt. Lagið Dead Things er seiðandi lag sem minnir örlítið á Björk með kraftmiklum millikafla. A eftir því hljómar lagið Unemployed in the Summertime, kannski besta lag geisladisksins með kæruleysisleg- um texta og góðri bassalínu. Þá er lagið Easy skemmtilegt. Önnur lög eru ágæt, vert er að minnast á lögin Summerbreeze og Telepathy, sem var einnig á plötu Dip og er undir greinilegum áhrifum frá John Barry sem samið hefur titillög í James Bond-myndimar þekktu. Einnig eru á plötunni lög eins og Tuna Fish og Baby Blue sem ekki ná að rísa upp yfir meðalmennskuna, einkum er það fyrra óspennandi. Bresk áhrif eru áberandi á plöt- unni, í hljómi og lagasmíðum, og textar allir á ensku, kannski ekki furða þar sem hún er gerð í Bret; landi og gerð fyrir þann markað. I heildina er Love in the Time of Science ágæt plata, ekki síst ef litið er á fyrri verk Emilíönu. Tónlistin er mun betri og njóta söngur og hljóðfæraleikur sín betur saman en áður. GreinOegt er að það er hæfi- leikafólk sem vinnur með Emilíönu Torrini og einkum virðist Eg White eiga stóran þátt í geislaplötunni. Hún á sér reyndar ekki hátt ris, hvergi er að finna áberandi hápunkt en á móti kemur að hvergi er heldur að finna virkilega slæmar hliðar á henni. En það sem kannski er mark- verðast við Love in the Time of Scienee er að EmUíana virðist vera komin aftur á byrjunarreit. I þetta sinn er vakin athygli á tónlistar- manninum en ekki söngkonunni líkt og fyrir fimm árum. Emilíana viður- kennir sjálf í blaðaviðtali fyrir fáum mánuðum að tónlist hennar og stíll sé enn að mótast og ef tekið er mið af því að þetta sé hennar fyrsta verk er afraksturinn nokkuð góður. Gísli Árnason TOIVLIST SKÓLAVÖRÐUSTÍGURR 3 LISTHÚS REKIN 15 LISTAMÖNNUM INGA ELIN ÓFEIGUR MEISTARIJAKOB ló&t Geisladiskur LOVE IN THE TIME OF SCIENCE Love in the Time of Science er geislaplata Emilíönu Torrini. Á henni koma fram ásamt Emilíönu Sigtryggur Baldursson, Jóhann G. Jóhannsson, Roland Orzabal, Alan Griffiths, Eg White, Mark O’Donoughue og Mark Abis. Lög og texta eiga á plötunni Emilíana Torrini, Eg White, Siglrj ggur Baldursson, Rolan Orzabal, Alan Griffiths, Jóhann G. Jóhannsson og Mark Abis. Upptökustjórn var í höndum Rolands Orzabals og Alans Griffiths. One Little Indian gefur út en Japis dreifir. EMILIANA Torrini er enginn nýgræðingur í íslenskri tónlist. Hún vakti fyrst athygli fyrir um fimm ár- um m.a. með hljómsveitinni Spoon, hefur gefið út tvær breiðskífur í eig- in nafni og varð önnur þeirra ein söluhæsta breiðskífa ársins 1996. Síðan þá hefur lítið borið á Emilíönu en hún fluttist til Lundúna fyrir nokkru og gerir þaðan út síðan. Ný geislaplata hennar, Love in the Ti- me of Science er nú komin út og inniheldur ellefu lög, flest eftir Emi- líönu og samstarfsmenn hennar. Það eru engir aukvisar sem leggja henni lið, Sigtryggur Bald- ursson, fyrrverandi trommuleikari La Voix Humaine Mannsröddin Lýrískur harmleikur í einum þætti. Tónlist eftir Francis Poulenc ' Texti eftir Jean Cocteau * Listviðburður í hádeginu Signý Sæmundsdóttir, sópran. Gerrit Schuil, píanó. r Leikstjóri: Ingunn Asdísardóttir. „... MikiU söng- og leiksigur ... snilldaruppfærsla...44 [Jón Ásgeirsson, Mbl.] „... Signý pottþétt ... Gerrít Schuil var hér í essinu sínu ... bara snillingur og guð getur galdrað fram svona mörg blæbrígði úr slaghörpunni [Jónas Sen, DV.] Næstu sýningar: 2. sýning: 3. sýning: •Sýningar á miðvikudögum kl. 12:15. Léttur hádegisverður á undan sýningu frá kl. 11:30 innifalinn í miðaverði. 3. nóvember kl. 12:15* 10. nóvember kl.12:15* tSLENSKA OPERAN ^ Sími miðasölu: 551 1475 S í M I N N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.