Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 ÞRIÐJUDÁGIÍR 2. NÓVÉMBER 1999 4-------------------------------- MORGUNSÉAÐIÐ „íslendingar eru ekki umhverfissoðar“ FORSÆTISRÁÐ- HERRA hélt því fram í stefnuræðu sinni við setningu Alþingis að Islendingar væru ekki umhverfíssóðar. Sú staðhæfing stenst hvað varðar megin- þorra þjóðarinnar. En það verður því miður að undanskilja ríkis- stjóm og starfskrafta hennar, Landsvirkjun, og verktaka þess fyr- irtækis. Það hafa aldrei verið slíkir um- hverfissóðar hér á landi allt frá upphafi íslenskrar sögu. Um- gengni þeirra við þetta land og þá sérstaklega hálendi Islands sannar fyllilega þessa staðhæfingu. Stjórn sem stjórnar kaffæringu Hágöngu- svæðisins og uppistöðulónum víðar á hálendinu er umhverfissóðar og það verður enn augljósara þegar þessi lón fyllast af jökulleir eftir nokkra áratugi. Kaffæringin er ekki aðeins með vatni heldur með jökulleir. Hvað snertir draumana um kaffæringu Eyjabakka og Miklugljúfra mun jökulleirinn fylla það víðlenda svæði, jafnvel fyrr, verði mikil jökulhlaup. Það er nokkuð langt seilst af ríkisstjórn og stjórnendum Landsvirkjunar að standa fyrir slíkum framkvæmdum í rauninni með það að höfuðmarkm- iði að auka atvinnutækifæri þeirra sjálfra og er um leið þáttur í fyrir- greiðslupólitík „guðföður“ kvótans. Auk þess verður Fljótsdalsvirkjun sama marki brennd og aðrar vatnsvirkjanir, fjárhagslegur baggi á landsmönnum. Þar að auki verður þessi Framsóknar- og Landsvirkjunarstefna til þess að eyðileggja annan arðmesta at- vinnuveg landsmanna í gjaldeyrisöflun, ferðaþjónustuna. Það hljóta að verða undar- legir náttúruskoðarar sem ferðast um út- svínað hálendi Islands Umhveifismál Sjötíu til áttatíu prósent aðspurðra telja, segir Siglaugur Brynleifsson, að lögformlegt mat stöðvi sóðaskapinn norðan Vatnajökuls. til þess að góna á ríkisstjórnar- og Landsvirkjunarlónin, ef nokkrir verða. Það er viðurkennd staðreynd að sóðalag umgengni borgar sig aldrei og að sóða út síðustu ósnortnu víð- erni Vestur-Evrópu, ævintýra- heima hálendis Islands, getur ekki annað en vakið fyrirlitningu allra siðmenntaðra manna hér á landi og erlendis. Allt þetta virkjanatrúboð nú, auglýsingaherferð hinnar svo- nefndu „Landverndar", sem er dótturfyrirtæki Landsvirkjunar, stjórnað af Framsóknarmönnum, um „sættir" um sóðaskapinn er því undarlegra sem almenn atvinna er meira en nægjanleg og „góðæri" ríkir samkvæmt staðhæfingum for- sætisráðherra. Það er ekki verið að færa neinum „vinnufúsum hönd- um“ verkefni, þær hafa nóg að starfa. Eins og hefur verið sýnt fram á eru vatnsvirkjanir Landsvirkjunar arðlausar, nema fyrir þá stofnun sem komist hefur upp með það að afla stjórnendum sínum og starfs- liði ásamt verktökum og vinnuvéla- eigendum talsverðs ágóða fyrir sjálfa sig á kostnað þjóðarinnar um leið. En starfsemi þessara hags- munasamtaka er eins og er tryggð með stefnu ríkisstjórnarinnar, sem vinnur dyggilega að framhaldi „sóðaskaparins". En það er rétt sem forsætisráðherra sagði, að Is- lendingar væru ekki umhverfissóð- ar, sem vottast best m.a. með tveimur skoðanakönnunum um réttmæti lögformlegs umhverfis- mats á Fljótsdalsvirkjun. Sjötíu til áttatíu prósent aðspurðra telja að lögformlegt mati stöðvi sóðaskap- inn norðan Vatnajökuls. Höfundur er rithöfundur. Siglaugur Brynleifsson Æfingabekkir Hreyfingar Ármúla 24, sími 568 0677 Getur eldrafólk notíð góðs afþessum bekkjum? Já, þessi ieið við að hreyfa li'kamann er þægiieg, liðkar og gefur góða slökun. Og er þess vegna kjörin fyrir eldra fólk. „Ég er með slitgigt og beinþynningu. Ég tel að æfingabekkirnir hafi haft mjög góð áhrif á þessa sjúkdóma. Ráðlegg ég öllum sem eru með gigt að reyna þá.“ Guðrún Þorsteinsdóttir „Fyrir 8 árum var ég svo slæm í baki að ég varð að vera í bakbelti og gat ekki verið í leikfimi. Æfingabekkirnir hafa hjálpað mér mikið.“ Vigdís Guðmundsdóttir Opið mánudaga og miðvikudaga frá kl. 9-12 og 15- þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 9-18 -20, Cffrír kynningartínuf^ Reynslant hefúr sýnt að þetta æfingakerfi hentar ena vel fólki á öllum m ekki hefur einhverja líkants- I langan tíma. Sjö efingakerfið liðkar, eykur blóð- vöðvanna. Hver á góðri slökun. einnig og tvo nuddbekki. • Er vöðvabólga að hrjá þig í baki, öxlum eða handleggjunt? • Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum? • Vantar þig aukið b streymi • Þá hentar okkar þér Tilboð: l6 tímar kr. 8.000 Munu lögmál markaðarins gjöreyða lands- bygg’ðinni? EITT sinn var sagt um mætan fyrrver- andi stjórnmálamann, að þegar hann hæfi að ræða nauðsyn á stöð- ugu gengi krónunnar væri jafnan stutt í gengisfellingu. Mér kemur þetta stundum í hug, þegar „svokall- aðir vinir“ lands- byggðarinnar hefja upp raust sína um að stöðva beri fólksflótt- ann til höfuðborgar- svæðisins. Þá er eins og við manninn mælt - fólksflóttinn eykst sem aldrei fyrr. Eldræða biskups En fyrir skömmu las biskup ís- lands þegnum sínum pistOinn í þessum málum. Þjóðflutningar á suðvesturhornið legðu í rúst mann- Byggð Eiga fjárfestingar, spyr Reynir Ingibjartsson, að ráðast út frá markaðsaðstæðum einum saman? líf og menningu í öðrum landshlut- um, sem engir högnuðust á nema óheft markaðsöflin. Þetta var kjarninn í máli biskups. Og margir lögðu við hlustir. Um svipað leyti var Iþrótta- og ólympíusamband Islands að opna sérstaka skrifstofu á Akureyri til að dreifa starfi og ábyrgð og efla íþróttastarfið á landsbyggðinni. Fyrir þessu mælti forseti sam- bandsins með góðum og gildum rökum. Þessi tvö dæmi sýna að ýmsir sem kallaðir hafa verið til mikillar ábyrgðar í hinum félagslegu hreyf- ingum þjóðfélagsins skynja að hjól- inu verður að snúa við ef þjóðfé- lagsgerð okkar á ekki að riðlast. Réttur til búsetu Á þessari öld hefur það lengstum verið skilningur stjórnvalda, að þegnarnir ættu rétt á búsetu sem víðast í byggðum landsins og upp- bygging þjónustu og atvinnulífs að miðast við það. Nú hefur orðið slík byggðaröskun að skattgreiðendur sitja flestir á höfuðborgarsvæðinu og finnst ekkert sjálfgefið, að leggja fé í vegi, heilsugæslu og skóla hvar sem er. Á sama tíma hefur svokölluð markaðshyggja orðið ráðandi í hugsun og athöfnum á flestum sviðum, þar sem lykilorðin eru: hagnaður, hagræðing og sem stærstar rekstrareiningar. Sam- þjöppun fólks á sem minnstu svæði gefur aukin sóknarfæri í viðskipta- lífinu, enda byggð Kringla eftir Kringlu út á fleiri væntanlega við- skiptavini. Sveitarfélögin á suð- vesturhorninu hafa líka hellt sér út í samkeppnina mörg hver og bjóða lóðir og þjónustu í kapp hvert við annað. Þessi óhefta þróun, sem best sýndi sig í 40 nýjum verslunum í Kringlunni, byggðum með erlendu Eucerin vinnuafli að hluta, mun að óbreyttu að- eins enda á einn veg - borgi-íki við Faxaflóa. Markaðsöflin hafa leyst félagshyggjuna endanlega af hólmi. Kántríbæir um allt land Fyrir stuttu ók ég í gegnum Húnavatns- sýslurnar og stillti tækið í bílnum að sjálfsögðu á útvarpið hans Hallbjörns Hjartarsonar kántrík- óngs á Skagaströnd. Og þvílík tilbreyting frá allri ljósvakaflórunni í henni Reykjavík. Kannski vantar menn á borð við Hallbjörn í hverja vík; menn sem hafa til að bera bjartsýni, trú og framtak til að sýna að allt er hægt hvar sem er. En meira þarf til. Hér hafa verið nefndir til sögu biskup Islands og forseti Iþrótta- og ólympíusambandsins. Hvernig væri að forsvarsmenn helstu al- mannasamtaka og félaga í landinu tækju sig til, stilltu saman strengi sína og leituðust við að svara spurningunni: viljum við varðveita gi’óandi mannlíf um landið allt eða aðeins á hluta þess? Hvað geta hin ýmsu samtök og stofnanir gert til að stöðva núverandi þróun og jafn- vel snúa henni við? Eg nefni hér einnig til sögunnar aðila s.s. ASI, UMFÍ, Landsbjörg, Neytenda- samtökin, Ferðafélag íslands, Nor- ræna félagið og hina mörgu klúbba og hagsmunasamtök af ýmsu tagi sem starfa um landið allt. Höfuðborgarsvæðið Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu verða líka að takast á við þessar spurningar. Er það íbúum þessa svæðis í hag að þenja stöðugt út byggðina, auka vegalengdir, fjölga stöðugt þjónustustofnunum og draga til sín alla þætti mannlífs- ins í þessu landi? Þeir sem ráða skipulagsmálum á þessu svæði verða að svara þessum spurningum - annars halda menn áfram að skipuleggja götu þar fyrir alla Bol- víkinga og götu hér fyrir alla Seyð- firðinga. Hvernig væri að samtök sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu legðu um sinn til hliðar þras um götur og stíga og leituðu þess í stað leiða til bjargar Vestfjörðum og Austfjörð- um svo dæmi séu tekin? Það gæti verið góð byrjun að leggja til að flytja innanlandsflug frá Reykjavík t.d. til Keflavíkur. Flugfélag ís- lands gæti svo flutt höfuðstöðvar sínar til Akureyrar og Islandsflug til Egilsstaða. Að óbreyttu mun núverandi þjóðfélagsþróun, með talsmenn markaðshyggju í fararbroddi, leiða til landauðnar fyrir vestan, norðan og austan á mun styttri tíma en margur hyggur. Allir, hvar sem þeir búa, verða að horfast í augu við þessa þróun. Aðeins samstarf og samvinna höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar getur snúið þessari þróun við. Viljum við heilsa nýrri öld með því að fórna uppbyggingu þessarar aldar hringinn í kringum landið? Viljum við gera réttinn til búsetu sem víðast á landinu að myllusteini fyrir hvern þann sem vill nýta sér hann? Eiga allar íjár- festingar að ráðast út frá markað- saðstæðum einum saman? Svörum nú hvert og eitt. Reynir Ingibjartsson Höfundur er framkvæmdastjóri Búseta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.