Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 35
LISTIR
Nýjar bækur
• SPOR, greinar um heilbrigðis-
máler eftir Guðrúnu Marteinsdótt-
ur. Ritstjórar útgáfunnar eru Sóley
S. Bender og Marga Thome. Verkið
hefur að geyma greinar sem Guð-
rún, samdi á árunum 1981-1994.
Þar er fjallað um margvísleg heil-
brigðismál einkum heilsugæslu.
Guðrún
Marteins-
dóttir var
fædd árið
1952. Hún
lauk BS-prófi
í hjúkrunar-
fræði frá Há-
skólaíslands
árið 1977 og
MS-prófi frá
Guðrún háskólanum í
Marteinsdóttir Boston í
Bandaríkjunum árið 1980 með
áherslu á heilsugæslu. Hún var að
ljúka doktorsnámi við háskólann á
Rhode Islandi í Bandaríkjunum
þegar hún lést árið 1994. Guðrún
kenndi við námsbraut í hjúkrunar-
fræði frá 1980 og til dauðadags og
markaði mikilsverð spor í þróun
hjúkrunarmenntunar og hjúkrun-
arfræði. Hún var farsæll kennari og
var það einkar lagið að glæða áhuga
nemenda á viðfangsefninu hverju
sinni, segir í fréttatilkynningu.
IJtgefandi er Háskólaútgáfan og
Námsbraut í hjúkrunarfræði ogsér
Háskólaútgáfan um dreifingu.
Verð: 980 kr.
Allur ágóði afsölu þessa rits
rennur til minningarsjóðs Guðrún-
ar Marteinsdóttur.
Verk Þóru Einarsdóttur í Listahorninu á Akranesi.
Málverk á
horninu
NÚ stendur yfir sýning á verkum
Þóru Einarsdóttur í Listahominu,
Kirkjubraut 3 á Akranesi. Þóra
sýnir málverk sem unnin eru á
silki og eru þau öll unnin á þessu
ári.
Þóra stundaði nám við Mynd-
listaskólann í Reykjavík á árunum
1991-95 í teikningu og olíumálun.
Hún hefur einnig sótt námskeið í
silkimálun. Þóra hefur haldið tvær
einkasýningar og einnig er hún
með myndir sínar til sýnis og sölu
í Gallery Hnoss, Skólavörðustíg 22
silki í Lista-
áAkranesi
í Reykjavík, ásamt fimm öðrum
lista- og handverksmönnum.
Sýningin stendur til 22. nóvem-
ber og er opin virka daga frá kl.
11:00-17:00.
♦ ♦ ♦
Sungið
á Suðurnesjum
LEIKLIST
F r u m I e i k h ií s i ö
K e I' I a v í k
Leikfélag Keflavíkur
OLIVER
Höfundur leikgerðar, söngtexta og
tónlistar: Lionel Bart. Leikstjóri,
leikmynd: Þröstur Guðbjartsson.
Tónlistarstjóri og undirleikari: Ein-
ar Örn Einarsson. Búningar: Svein-
dís Valdemarsdóttir. Helstu leik-
endur: Tinna Kristjánsdóttir, Jón
Marinó Sigurðsson, Guðmundur
Hreinsson, Halla Sverrisdóttir,
Freydís Kneif Kolbeinsdóttir, Einar
Lars Jónsson, Sólrún Steinarsdótt-
ir, Sigurður Arnar Sigurþórsson,
Anna Þóra Þórhallsdóttir.
Frumsýning í Frumleikhúsinu,
Kefiavík, 27. október.
FYRIR áhugaleikhús á borð við
Leikfélag Keflavíkur hefur söng-
leikurinn Oliver þann ótvíræða
kost að fjölmenni þarf til að setja
hann á svið svo bragð sé að, og
þar af margt ungt fólk. Hér fá
mörg áhugasöm ungmenni tæki-
færi til að stíga sín fyrstu skref á
sviði undir leiðsögn reyndra leik-
ara og leikstjóra. Þetta er hið
besta mál og undirstrikar svo
ekki verður um villst félagslegt
mikilvægi áhugaleikhússins. Þessi
sýning á veraldargengi Olivers,
hnokkans úr sögu Charles
Dickens, er því öðrum þræði fé-
lagsleg uppákoma ekki síður en
leiklistarleg og ber að skoða hana
sem slíka. Búningar og gervi voru
góð og setja hæfilega framandleg-
an blæ á sýninguna, og leikmynd
leikstjórans hentaði margvísleg-
um kröfum verksins nokkuð vel.
Tónlistarstjórinn, Einar Örn Ein-
arsson, spilaði næmlega undir. Af
unga fólkinu mæddi hvað mest á
Tinnu Kristjánsdóttur, Einari
Lars Jónssyni, Sigurði A. Sigur-
þórssyni og Sólrúnu Steinarsdótt-
ur, og stóðu þau sig öll vel í hlut-
verkum sínum og Einar Lars
afbragðsvel sem hr. Sowerberry.
Guðmundur Hreinsson og Halla
Sverrisdóttir áttu góða spretti
sem Bumble og frú Corney, enda
sviðsvön bæði. Þó er það stjarna
þeirra Keflvíkinga, Jón Marinó
Sigurðsson, sem vinnur hug og
hjörtu áhorfenda sem Fagin. Jón
Marinó er bæði skemmtilegur og
flinkur leikari, og taktar hans og
tilburðir eru eitt af því sem gerir
þessa sýningu vel þess virði að
sækja hana. Gleymið bara ekki að
taka unga fólkið með!
Guðbrandur Gíslason
Hestar í
Galleríi
Lundi
ANNA Sigga og Hadda opna sýn-
ingu í Galleríi Lundi, Varmahlíð
annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl.
20. Þema sýningarinnar eru hestar
og verkin eru ísaumaður vefnaður
úr hör, rakuleir, steinleir og mál-
verk.
Sýningin er opin virka daga frá
kl. 11-18, nema miðvikudaga, frá
kl. 11-22 og stendur til föstudags-
ins 19. nóvember.
Fyrirsjáan-
legt mannát
KVIKMYNDIR
Bfóhöllin, KringIu-
b f ó, Stjörnubfó,
Bnrgarbfó Akureyri,
IV'.v j a bíó Kcflavfk
THE RUNAWAY BRIDE
★ ★Vfe
Leikstjóri Garry Marshall. Hand-
ritshöfundar Josann McGibbon og
Sarah Parriott. Kvikmyndatökust-
jóri Stuart Dryburgh. Tónskáld Ja-
mes Newton Howard. Aðal-
leikendur Julia Roberts, Richard
Gere, Joan Cusack, Hector Elizon-
do, Paul Dooley, Rita Wilson,
Christopher Meloni. 110 mín.
Bandarísk.Paramount, 1999.
FÁTT hefur breyst síðan á dög-
um Pretty Woman, (’90), annað en
að nú er Julia Roberts ofar
Richerd Gere á kreditlistanum (at-
riði sem varðar bæði laun og metn-
að í kvikmyndaheiminum); mellan
hennar orðin mannætan Maggí og
iðnjöfurinn hans Gere, blaðamað-
urinn Ike. Strokubrúðurinni er
greinilega ætlað að hagnast á vin-
sældum forvera síns og þó afrakst-
urinn sé ekki uppá marga fiska þá
sleppur hann fyrir horn. Roberts
er orðinn geysivinsæl rómantísk
gamanmyndaleikkona, frauðið á
vel við hana og það sem bjargar
Strokubrúðurinni frá að sökkva
uppfyrir haus í Hollívúddklisjur, er
neistinn sem skapast á milli þess-
ara viðkunnanlegu stjama. I síð-
asta léttmeti leikkonurnnar, Nott-
ing Hill, lék hún hinsvegar á móti
Hugh Grant, sem illmögulegt er að
taka í fullri alvöru og aukaleikar-
arnir björguðu því sem bjargað
varð.
Pétur Gunn-
arsson verð-
launaður í Caen
PÉTUR Gunnarsson
hlýtur bókmennta-
verðlaun norrænu
bókmenntahátíðar-
innar í Caen í Nonn-
andí sem kennd er
við Norðurljós, Les
Boréales de Nor-
mandie. Verðlaunin
hlýtur hann fyrir
bók sína Punktur
punktur komma
strik, sem kom út í
Frakklandi í vor í
þýðingu Régis
Boyer. Er þetta í
þriðja sinn sem verð-
launin eru veitt en
þau nema 20.000
Upphaf þeirra kynna er í þeim
dúr að Ike, blaðamaður USA
Today, fréttir á ölstofu (!), eftir
einni barflugunni, að í hans heima-
bæ sé kvensniftin Maggí, sem hafi
karlpening staðarins að háði og
spotti. Teymi þá uppað altarinu og
taki svo til fótanna. Þeir séu orðnir
einir sex, sjö sem hafi gengið í
gegnum þetta helvíti. Ike grípur
söguna á lofti, hún er umsvifalaust
birt, þó hann hafi ekki kynnt sér
málið, kalli Maggí mannætu, ofl.
miður gott. Eftirköstin vond.
Maggí kærir, hún hefur aðeins
teymt þá þrjá á eymnum og bendir
á fjölda annarra missagna. Ike fær
pokann sinn og heldur til bæjarins
hennar Maggíar þar sem hann
hyggst ná sér niðri á henni, hefur
fregnað að hún sé vel á veg komin
með að hafa enn einn sakleysingj-
ann að ginningarfífli.
Fólk þarf ekki að hafa doktors-
gráðu til að fara nærri um endalok
þessa ævintýris. Sagan er búin til í
kringum stjömumar úr Pretty
Woman, framleiðendurnir treyst
því að eitthvað væri eftir í kusu, og
hitta naglann á höfuðið. Stærsti
gallinn er hversu sögufléttan er
fyrirsjáanleg, þetta getur ekki
endað nema á einn veg og tilraunir
til að bæta úr em vandræðalegar.
Samtölin eru á köflum ótrúlega
slöpp, persónugerð lítilfjörleg og
bærinn hennar Maggíar ekki beint
af þessum heimi. Hvaða máli skipt-
ir það í stjörnum prýddri róman-
tískri gamanafþreyingu frá Hollí-
vúdd? Gettu tvisvar. Myndin tekur
að vísu fáeinar, ískyggilegar dýfur
undir lokin, en sjarmi stjamanna
leiðir okkur brosandi í gegnum
moðsuðuna. Geri aðrir betur.
Sæbjörn Valdimarsson
Pétur
Gunnarsson
frönkum eða rúm-
lega 200.000 íslensk-
um krónum.
Norðurljósahátíð-
in hefst 16. nóvem-
ber næstkomandi en
á henni em kynntar
norrænar bókmenn-
tir. I þetta skipti
verða bama- og
unglingabókmenntir
í brennidepli hátíð-
arinnar. Verðlauna-
hafi hverrar hátíðar
hlýtur sérstaka at-
hygli og því má
vænta að Pétur
muni hljóta góða
kynningu á hátíðinni.
Jmginti lœtur sér detta í
hueoðégsémeðamuið
Sérfræðingurinn, Júrn Petersen,
verður til viðtals dagana 4.-7. nóvember nk.
Persónuleg þjónusta í tullum trúnaði.
Apollo Hdrstúdw
Hringbraut 119 • 107 Reykjavík.
Sími: 552 2099 • Fax: 562 2037
Alfa 156 2.0 T.S BMW 320i Audi A4 Turbo M-Benz C200
Loftpúðar 4 6 4 4
ABS hemlar Já Já Já Já
Vél / hestöfl 2.0 16v /155 hö 2.0 12v/ 150 hö 1.8 20V/150 hö 2.0 16v /136 hö
4 diskahemlar Já Já Já Já
Stærð LxB 4.43x1.75 4.47x1.73 4.48x1.73 4.52 x 1.72
0-100 km/klst 8.3 sek. 9.9 sek. 8.5 sek. 11.0 sek.
Gelslaspilari Já Nei Nei Nei
Verð í Bretlandi 2.384.000 2.596.000 2.572.000 2.624.000
Verð á íslandi 2.180.000 3.150.000 2.620.000 3.165.000
Opiö á laugardögum kl 13-17
Istraktor ?°
BlLAR FYRIR ALLA
SUIÐSBÚD 2 6ARÐABÆ SlMI 5 400 800
ALFA ROMEO 156
“Nýr konungur 1 milliklassa” (Autocari.ssi Þessi margverðlaunaði og frábæri bill hefur fengið
frábærar viðtökur í Evrópu og á íslandi. Eigum nú nokkra bíla til afgrelðslu strax.
1.6 lítra 16 ventla vélin skilar heilum 120 hestöflum og kostar aðeins 1.790.000.