Morgunblaðið - 02.11.1999, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 02.11.1999, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 23 Den norske Bank selur sjóði ACM Komið í veg fyrir banka- samruna í Noregi Ósló. Reuters. NORSKA stjómin hefur í raun kom- ið í veg fyrir 3 milljarða dollara til- boð í Kreditkassen og tekið fram að hún muni halda eftir að minnsta kosti þriðjungshlut í stærstu bönk- um landsins. Sænsk-finnski bankinn Merita- Nordbankenhefur um nokkurt skeið leitað hófanna hjá Kredittkassen, sem er annar stærsti banki Noregs. MeritaNordbanken hefur haft for- göngu um fjármálasamninga þvert yfir landamæri á Norðurlöndum. Norska stjómin hefur reynt að koma í veg fyrir slíka samninga einu sinni áður á þessu ári. Fyrr í ár studdi hún innlent tilboð í Saga Petr- oleumog kom í veg fyrir að gengið yrði að tilboði frá Elf Aquitaine í Frakklandi. Saga, sem er næstærsta olíufélag á meginlandi Evrópu, var síðan seld rödsfyrirtækinu Norsk Hydro. Samkvæmt síðustu tillögum norsku ríldsstjómarinnar mun hún halda að minnsta kosti 33% hlut í Kreditkassen og Den norske Bank, stærsta banka landsins, sem gerði sjálfur tilboð í Kreditkassen fyrr á þessu ári. Stjómin á sem stendur 35% í Kreditkassen og 52% í DnB. Tilboð MeritaNordbanken nær til 12. nóvember og sérfræðingar telja það dauðadæmt nema því aðeins að minnihlutastjómin í Noregi verði felld. Til að draga úr gagnrýni jók norska stjómin hlut þann, sem Svíar og Finnar mega eiga í innlendum bönkum úr 10 í 25%, með því skilyrði að ríkisstjómin verði aðili að sam- komulagi um slíkt. Einnig er gert ráð fyrir að slíkt gerist með heildarsamstarfi, til dæmis með þátttöku norskra banka. Hvort MeritaNordbanken eða aðrir hafa áhuga á eftir að koma í ljós. New York. Dow Jones. STÆRSTA sjóðafélag heims, All- iance Capital Management Ltd. (ACM) hefur komizt að samkomu- lagi við Den norske Bank í Ósló um að bankinn fái einkarétt til að selja fjárfestingasjóði félagsins á norskum markaði. Fyrst í stað mun Den norska Bank selja fimm sjóði í Luxem- borg undir nafni ACM í Noregi í nóvember. Háttsettur fulltrúi DnB, stærsta banka Noregs, sagði að sparnaður færðist í vöxt í Noregi og að búizt væri við að sú þróun héldi áfram Alliance hefur bækistöð í New York og hefur gert svipaða dreif- ingarsamninga við fyrirtæki í Jap- an og á evrópskum mörkuðum, en ekki á Norðurlöndum fyrr en nú. ACM hefur umsjón með 321 milljarði dollara í verðbréfum víða um heim. Fyrirtækið selur sjóði sína með hjálp banka, verðbréfa- sala og tryggingafélaga og á eigin vegum víða um heim Nýr sloður Fyrir notoða bílo Deutsche selur hlut í Allianz Frankfurt. Reuters. DEUTSCHE Bank hefur selt 5 milljónir hlutabréfa í tryggingafé- laginu Allianz og gefið í skyn að fleiri bréf verði seld síðar. Deutsche, stærsti banki heims, aflaði 1,374 milljarða evra með því að selja bréfin alþjóðlegum fjárfest- um“ fyrir 275 evrur hvert að meðal- tali og á enn 7% í Allianz, öðru stærsta tryggingafélagi Evrópu. Deutsche hefur átt stóran hlut í iðnaðarfyrirtækjum og fjármála- stofnunum Þýzkalands síðan heims- styrjöldinni lauk. Upp á síðkastið hefur bankinn sagt að hann ætli að hafa betri umsjón með hlutabréfum sínum til að tryggja hluthöfum meiri arðsemi. Allianz og Deutsche hafa unnið saman í mörg ár og ekkert bendir til þess að salan leiði til þess að sam- band þeirra slitni. Deutsche vill ekki gera uppskátt í hvað söluhagnaðinum verði varið. Sérfræðingar telja að hluta hans verði varið til að fjármagna kaup Deutsche á hlut í Formula One Holdings og tilboð í hluta af hluta kapalsjónvarpskerfi Deutsche Tele- kom. Bertels- mann nær fótfestu í Japan Tókýó. Reuters, ÞÝZKI fjölmiðillinn Bertels- mann AG kveðst hafa í hyggju að kaupa hlut í japanska stór- útgefandanum Kadokawa Shoten Publishing Co. Fyrii-tækin ætla að koma á fót bandalagi á breiðum grundvelli, sem mun gera Bertelsmann kleift á sækja inn á hinn ábatasama útgáfu- og fjölmiðlamarkað Japans. Bertelsmann mun kaupa 3% hlut í japanska fyrirtækinu fyrir marz nk. og fyrirtækin munu hafa með sér samvinnu í útgáfustarfsemi, á tölvuvædd- um fjölmiðlamarkaði og á fleiri á sviðum í Japan og Asíu. Þýzka fyrirtækið á banda- rísku útgáfuna Random Hou- se Inc og 40% í bandarískri bóksölu á netinu, barnesand- noble.com. Nýlega harðnaði viðskiptastríð Bertelsmanns og Amazon.com.inc. þegar bæði fyrirtæki boðuðu sölu á tónlist frá evrópskum vefsetr- um. Bílaland B&L er ein stærsta bílasala landsins meó notaóa bíla af öllum stærðum gerðum. Bílaland er í nýja B&L húsinu við Grjótháls 1 (rétt ofan við Select við Vesturlandsveg) og þú gengur inn frá Fosshálsi. MMC Calant GLSi ^ Toyota Corolla XLI, árg. 05/97, 1300, 5 g., ^ 5 d., silfurgrár, ek. 71 þ. km. rLand Rover Discovery XS, árg.11/96, 2500, ssk.,i 5 d., v-rauóur, rím'n ek. 60 þ. km. Veró 2.690 þús. Veró 690 þús, Veró 990 þús. Landrover Freelander Xi+, árg. g^. 05/99, 1800, 5 g., 5 d., I3É|k hvítur, ek. 13 þ. km. Hyundai Accent Lsi, árg. 07/95, 1300, 5 g., 5 d., blár, g ek. 47 þ. km. Fiat Marea Weekend HLX, árg. 06/98, 2000, 5 g., 5 d., brons, ek. 24 þ. km. jÉtjjk Veró 2.320 þús, Veró 690 þús Mercedes Benz A-140, árg. 05/98, 1600, 5 g., 5 d., hvítur, ek. 7 þ. km. Renault Laguna Wagon, árg. 08/98, 1600, 5 g., 5 d., ^ v-rauður, ek. 48 þ. km. Veró 1.790 þús Peugeot 306 Symbio NÝR BÍLL, árg. 10/99, 1600, 5 g., 4 d., blár, . ek. 1 þ. km. Veró 1.650 þús, Veró1.590 þús Toyota Avensis Sol, árg. 03/99, 2000, ssk., 4 d., silfurgrár, - ek. 9 þ. km. Hyundai Sonata GLSi, árg. 07/94, 2000, ssk., 4 d., Ijósblár, . ek. 92 þ. km. Veró 1.290 þús Renault Megané Berline RN, árg. 03/96, 1400, 5 g., 5 d., blár, iSjMp ek. 92 þ. km. Veró 850 þús, Grjóthálsi 1, sími 575 1230 notaóir bilar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.