Morgunblaðið - 16.11.1999, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913
261. TBL. 87. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐINS
Bandaríkin
Samið um
skuldirnar
við SÞ
Ankara. AP.
MADELEINE AJbright, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, sagði í
gær að bandaríska stjórnin hefði
náð bráðabirgðasamkomulagi við
þingið sem myndi gera henni kleift
að greiða skuldir Bandaríkjanna
við Sameinuðu þjóðimar.
Albright sagði að samkomulagið
myndi auka trúverðugleika og áhrif
Bandaríkjanna innan samtakanna.
Hún lagði þó áherslu á að sam-
komulagið væri ekki endanlegt og
Joe Lockhart, fjölmiðlafulltrúi
Bandaríkjaforseta, sagði að enn
væri eftir að semja um orðalag
þess.
Skuldir Bandaríkjanna við Sam-
einuðu þjóðirnar nema tæpum
milljarði dala, 72 milljörðum króna,
og repúblikanar hafa komið í veg
fyrir greiðslu þeirra með kröfum
um að dregið verði úr fjárstuðningi
SÞ við fóstureyðingar erlendis.
Friðarviðræður norður-írsku
flokkanna í Belfast
George Mitchell
bjartsýnn á
samkomulag
Belfast. Reuters, AP.
GEORGE Mitchell, sáttasemjari
Bandaríkjastjómar á Norður-ír-
landi, kvaðst í gær vera bjartsýnn á
að flokkar kaþ-
ólikka og mót-
mælenda næðu
bráðlega sam-
komulagi í deil-
unni um afvopn-
un Irska
lýðveldishersins
(IRA) og stofn-
un heimastjóm-
ar.
George „Ég hygg að
Mitchell báðir aðilamir
skilji nú sjónar-
mið og kröfur viðsemjandans miklu
betur en áður og við erum stað-
ráðnir í að binda enda á þráteflið.
Eg er æ bjartsýnni á að hægt verði
að finna leið tO þess,“ sagði Mitch-
ell.
Hann bætti við að norður-írsku
flokkarnir væm sammála um að
stofna ætti heimastjómina og hefja
afvopnun IRA „eins fljótt og auðið
er“.
Yfirlýsingunni fagnað
Mitchell hefur reynt í ellefu vik-
ur að leysa deilu stærsta flokks
mótmælenda, UUP, og Sinn Fein,
stjórnmálaarms IRA, sem hefur
orðið til þess að friðarsamningur-
inn frá síðasta ári hefur ekki komist
í framkvæmd. UUP hefur neitað að
mynda heimastjórn með Sinn Fein
íýrr en IRA hefji afvopnunina.
Leiðtogar Sinn Fein hafa hins veg-
ar sagt að í friðarsamningnum séu
engin ákvæði um að aðild flokksins
að heimastjórninni sé háð því að
IRA hefji strax afvopnun.
Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein,
sagði í gær að yfirlýsing Mitchells
væri „uppörvandi“ og kvaðst vera
sammála mati hans. Sir Reg Emp-
ey, einn af samningamönnum UUP,
fagnaði einnig yfirlýsingunni og
skoraði á Sinn Fein og IRA að gefa
skýi' loforð um afvopnun.
Fjölmiðlar á Norður-írlandi
sögðu um helgina að í málamiðlun-
artillögum Mitchells væri gert ráð
fyrir því að IRA hæfi afvopnunina í
janúar en leiðtogar Sinn Fein
sögðu í gær að ekkert væri hæft í
þeim fréttum.
Samningamenn, sem vOdu ekki
láta nafns síns getið, sögðu að sam-
kvæmt tillögunum yrði deilan leyst
í áföngum og fyrsta skrefið yrði að
UUP samþykkti tvo fulltrúa Sinn
Fein í stjórnina, sem verður skipuð
tólf ráðherrum. Sinn Fein ætti síð-
an að gefa út yfirlýsingu þar sem
flokkm-inn myndi lofa fullum stuðn-
ingi við að vopnaðri baráttu IRA
gegn breskum yfin-áðum yrði hætt.
IRA ætti einnig að tOnefna fulltrúa
í afvopnunarnefndina, sem er undir
stjórn kanadíska hershöfðingjans
Johns de Chasterlains.
Gert er ráð fyrir því að heima-
stjórnin verði mynduð í desember
en norður-írsku flokkarnir deila
enn um þá kröfu UUP að ráðherr-
um Sinn Fein verði vísað úr heima-
stjórninni ef IRA neitar að hefja af-
vopnunina á tilsettum tíma. Breska
stjórnin hefur hins vegar lagt til að
allri stjórninni verði þá vikið frá um
stundarsakir.
EgyptAir-þotan
Tekur
FBI við
rannsókn-
inni?
Newport. AP, Reuters.
JIM Hall, formaður sam-
gönguöryggisnefndar Banda-
ríkjanna, NTSB, sem annast
rannsóknir á flugslysum, vakti
í gærkvöld máls á þeim mögu-
leika að bandarísku alríkislög-
reglunni FBI yrði falið að hafa
yfirumsjón með rannsókninni á
hrapi farþegaþotu EgyptAir í
Atlantshafið 31. október. Sam-
kvæmt bandarískum reglum
getur FBI ekki annast slíkar
rannsóknir nema gi'unur leiki á
að glæpur hafi verið framinn.
Hall sagði á blaðamanna-
fundi að hann gerði sér grein
fyrir því að „sögusagnir og
kenningar" væru á kreiki um
að þotan hefði farist vegna ein-
hvers konar glæpsamlegs at-
hæfis. „Við einbeitum okkur nú
að því að meta með hliðsjón af
upplýsingum okkar hvort
rannsóknin eigi að vera áfram
undir stjóm NTSB," bætti
hann við.
Hall kvaðst þó vera vongóð-
ur um að hægt yrði að upplýsa
hvað gerðist í þotunni áður en
hún fórst. Leitarmönnum í
Massachusetts tókst að ná upp
svarta kassanum með hljóð-
upptökum úr stjórnklefa þot-
unnar á laugardag en þær hafa
ekki enn varpað miklu ljósi á
það sem gerðist. Að sögn Halls
hefur það tafið rannsóknina að
hægt hefur gengið að þýða
samtöl flugmannanna, sem töl-
uðu arabísku.
■ Litlar vísbendingar/28
Haldið upp á
sj álfstæðisdaginn
ISRAELAR frestuðu því í gær að
afhenda Palestínumönnum 5%
Vesturbakkans til viðbótar eftir
að Ehud Barak, forsætis-
ráðherra ísraels, og Yasser Ara-
fat, leiðtoga Palestínumanna,
tókst ekki að leysa deilu þeirra
um hvaða landsvæði ísraelar
ættu að láta af hendi á fundi
sem haldinn var í fyrrakvöld.
Palestínumenn kröfðust þess að
þeir fengju yfirráð yfir þéttbýlli
svæðum en Israelar höfðu lagt
til. Dennis Ross, sáttasemjari
Bandaríkjastjórnar, hélt til Mið-
austurlanda í gær til að freista
þess að leysa deiluna.
Töfin á afhendingu landsvæð-
anna varpaði skugga á hátíða-
höld Palestínumanna í tilefni af
því að í gær voru ellefu ár liðin
frá því Palestínska þjóðarráðið
lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis.
Palestínskir skátar halda hér á
stórum palestínskum fána í
skrúðgöngu í tilefni sjálfstæðis-
dagsins í bænum Ramallah á
V esturbakkanum.
Timamótasamningur Kína og Bandaríkjanna um viðskipti
Aðild Kínverja að
WTO ekki í höfn
Genf, Peking. AP, Reuters.
UNDIRRITAÐUR var í gær tíma-
mótasamningur milli Kína og
Bandaríkjanna um viðskipti en
ráðamenn í öðrum ríkjum sögðu að
Kínverjar þyrftu að yfirstíga ýms-
ar hindranir áður en þeir gætu
fengið aðild að Heimsviðskiptast-
ofnuninni (WTO).
Mike More, framkvæmdastjóri
WTO, sagði að samningur Kína og
Bandaríkjanna væri „stór áfangi“ í
tilraunum Kínverja til að fá aðild
að stofnuninni. Hann bætti hins
vegar við að þeir ættu mörgum
samningum ólokið við önnur ríki og
ljúka þyrfti „mikilvægum viðræð-
um“ við stofnunina áður en af aðild
þeirra gæti orðið.
Haft var eftir vestrænum emb-
ættismönnum, að Kína gæti ekki
orðið aðili að Heimsviðskiptastofn-
uninni á fundi aðildarríkja hennar
um næstu mánaðamót.
Samkomulagi Kína og Banda-
ríkjanna hefur verið fagnað í báð-
um ríkjunum en með því er opnað
fyrir aukinn markaðsaðgang
bandarískra fyrirtækja í Kína.
Kínverjar eiga hins vegar enn eftir
að semja við Evrópusambandið
(ESB), Kanada og fleiri ríki og úti-
lokað er, að það takist fyrir 30. nóv.
nk. þegar fulltrúar WTO-ríkjanna
134 koma saman í Seattle í Banda-
ríkjunum. Charlene Barshefsky,
viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna,
sagði að af aðild þeirra ætti þó að
geta orðið snemma á næsta ári.
Ráðamenn í ríkjum Evrópu-
sambandsins sögðu í gær að samn-
ingurinn ætti að auðvelda samn-
ingaviðræður Kínverja við ESB en
lögðu áherslu á að þeir ættu eftir
að semja við ESB um mjög erfið
úrlausnarefni.
„Við erum hlynntir því í megin-
atriðum að Kína fái aðild að WTO
en mikilvægt er að kröfur Evrópu-
sambandsins hafi sama vægi og
kröfur Bandaríkjanna," sagði
Hans Eichel, utanríkisráðherra
Þýskalands.
Christian Sautter, fjármálaráð-
herra Frakklands, fagnaði samn-
ingnum en sagði að þótt Kínverjar
hefðu rétt til að fá aðild að Heims-
viðskiptastofnuninni yrðu þeir að
uppfylla „ýmis skilyrði“ áður en af
henni gæti orðið.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
lýsti samningnum sem „stóru
skrefi“ í þá átt að Kína fengi aðild
að WTO og „mikilvægum áfanga“ í
samskiptum ríkjanna tveggja.
„Hann er lyftistöng fyrir Banda-
ríkin og Kína og alla heimsbyggð-
ina.“
■ Kínamarkaður/30