Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 280. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússar seg;iast hafa opnað örugga flóttaleið fyrir íbúa Grosní Fáir íbúanna hafa þorað að flvja veg’na árásanna Katyr-Yurt, Moskvu. Reuters, AP, AFP. RUSSNESK stjórnvöld sögðust í gær hafa opnað örugga flóttaleið fyiir íbúa Grosní, höfuðstaðai’ Tsjetsjníu, en fáir íbúanna voru tilbúnir að flýja borgina vegna látlausra loft- og flugskeytaárása Rússa. Stjórnin í Moskvu tilkynnti að flóttaleiðin hefði verið opnuð eftir að rússneskar herflugvélar höfðu varpað dreifimiðum yfir Grosní til að vara íbúana við því að þeir yrðu drepnir ef þeir flýðu ekki úr borginni eigi síðar en á laugardaginn kemur. Leiðtogar Vesturlanda gagnrýndu viðvör- unina harkalega en Rússar virtu gagnrýnina að vettugi og héldu áfram hörðum árásum á borgina. Viktor Kazantsev, yfirmaður rússnesku her- sveitanna í Tsjetsjníu, neitaði því í gær að borg- arbúum hefðu verið settir úrslitakostir. Dreifi- miðarnir væru aðeins „viðvörun" til að koma í veg fyrir að saklausir borgarar féllu í loft- og stór- skotaliðsárásum Rússa. í dreifimiðunum sagði þó að öllum þeim sem færu ekki úr borginni yrði „tortímt" og litið yrði á alla sem yrðu þar eftir sem „hryðjuverkamenn og glæpamenn". Rússneska fréttastofan Itar-Tass sagði að tsjetsjneskir skæruliðar í Grosní notuðu borgar- búa sem skildi til að verjast árásum Rússa og meinuðu þeim að flýja borgina. íbúar borgar- innar sögðu hins vegar að þeir þyrðu ekki að flýja vegna hættunnar á að þeir yrðu fyrir sprengjum Rússa. Innanríkisráðherra Rússlands sagði í gær- kvöldi að flóttaleiðinni yrði haldið opinni lengur en til laugardags. Nokkrir þeirra sem komust út úr borginni höfðu þá beðið Rússa um að fram- lengja frestinn til að flýja borgina og sögðu að margir íbúanna hefðu ekki séð dreifimiðana þar sem þeir hefðu fokið í burtu. Flóttamennirnir sögðu einnig að flestir borgarbúanna hefðu ekki séð dreifimiðana vegna þess að þeir dveldu allan sólarhringinn í kjöllurum og loftvarnabyrgjum og þyrðu ekki út vegna árásanna. Rúslan Aushev, leiðtogi nágrannahéraðsins Ingúshetíu, sagði að allt að 40.000 manns væru enn í Grosní, þeirra á meðal aldrað fólk og konur með börn sem gætu ekki flúið úr borginni. Árásirnar gagnrýndar harðlega Bill Clinton Bandaríkjaforseti gagnrýndi áform Rússa um að herða árásirnar á Grosní og sagði að þær yrðu þeim „mjög dýrkeyptar". Evrópusam- bandið hótaði að hætta að veita Rússum aðstoð ef þeir þyrmdu ekki íbúum Grosní og ráðamenn í mörgum Evrópuríkjum fordæmdu árásirnar á borgina í gær. Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, lét þessa gagnrýni sem vind um eyru þjóta og sagði að í stað þess að setja „aðeins þiýsting á leiðtoga Rússa“ ættu ráðamenn á Vesturlöndum að beita áhrifum sínum til að fá tsjetsjnesku skæruliðana til að leysa gísla sína úr haldi og framselja leiðtoga sína til Rússlands. Kínverjar styðja Rússa Kínversk stjórnvöld sögðust í gær styðja af- stöðu Rússa og tilraunir þeirra til að koma í veg fyrír upplausn Rússlands. Borís Jeltsín Rússlandsforseti, sem var útskrif- aður af sjúkrahúsi á mánudag, fer í dag í tveggja daga heimsókn til Kína eftir að hafa frestað fundi með Jacques Chirac Frakklandsforseta og Ger- hard Schröder kanslara Þýskalands, sem halda átti í París 21. þessa mánaðar. Rússnesk dagblöð sögðu að með þessu vildi Jeltsín sýna leiðtogum Vesturlanda lítilsvirðingu vegna gagnrýni þeirra en utanríkisráðuneytið í Moskvu neitaði því. Krefst 7 00 milljóna vegna handtoku Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÞEGAR dönsk kona var sett í tveggja daga fangelsi í New York í fyrra fyrir að hafa látið barnið sitt vera í vagni úti á gangstétt varð það að stórfrétt í dönskum fjölmiðlum. Danir áttu ekki orð yfir bandarísku réttarkerfi. Nú beinist undrunin að málaferlum í New York, þar sem konan hefur stefnt borgaryfirvöld- um fyrir meðferðina og fer fram á 10 milljónir Bandaríkjadala í skaða- bætur, rúmlega 700 milljónir ís- lenskra króna. Annette Sorensen sat á kaffihúsi í New York og hafði látið 14 mán- aða gamla dóttur sína sofa í vagni úti á gangstétt við kaffihússglugg- ann. I Kaupmannahöfn hefði eng- inn undrast, en í augum lögreglunn- ar í New York líktist þetta grófri vanrækslu. Verðir laganna mættu á staðinn, móðirin var handtekin og barnið sett í umsjá félagsmálayfirvalda. Móðirin var í kvennafangelsi í tvo daga, en það var ekki fyrr en eftir fjögurra daga aðskilnað að móðir og dóttir voru saman á ný og þá fyr- ir tilstilli danska ræðismannsins í borginni. Þær voru þá fljótar að koma sér heim aftur til Danmerkur. Síðan bárust fréttir um að móðir- in hygðist stefna borgaryfírvöldum og hefur hún nú látið verða af því. Frumkvæðið kom frá bandarískum lögfræðingi, sem rekur málið þann- ig að hann fær hluta skaðabótanna vinni hann málið, en annars ekki neitt. Búist er við dómi í málinu fyr- ir jól. Erkifjendum att saman Barak gefur eftir Jerúsalem. Reuters. JAPANSKI sumöglímumaðurinn Konishiki, sem fæddist á Hawaii- eyjum, klappar saman höndunum eftir að hafa dregið Iandslið Þýska- lands í riðil með Englandi í undan- keppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu fyrir úrslitakeppnina sem fer fram í Japan og Suður- Kóreu árið 2002. Þjóðverjar hafa lengi verið erkiíjendur Englend- inga í knattspyrnu og viðureignir þjóðanna hafa oft verið sögulegar og æsispennandi. Island verður í riðli með Tékklandi, Danmörku, Búlgaríu, Norður-Irlandi og Möltu. ■ íslendingar geta/Cl EHUD Barak, forsætisráðherra ísraels, kvaðst í gær hafa ákveðið að fresta áformum um að reisa 1.800 ný hús fyrir gyðinga á hernumdu svæð- unum til að greiða fyrir friðarvið- ræðum við Palestínumenn. Barak kvaðst telja það tilgangs- laust að hefja byggingarfram- kvæmdir á hernumdu svæðunum sem ekki yrði hægt að ljúka áður en friðarviðræðunum við Palestínu- menn lyki. Daginn áður höfðu Palestínumenn hótað að slíta viðræðunum við ísra- ela ef Barak hætti ekki við áformin um að stækka byggðir gyðinga á hernumdu svæðunum. Barak kvaðst vongóður um að deilan yrði leyst á næstu dögum og gaf til kynna að hægt yrði að ljúka friðarviðræðun- um innan nokkurra mánaða. Madeleine Albright, utanríkisráð- hen-a Bandaríkjanna, hyggst ræða við Barak og Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í dag til að freista þess að koma skriði á viðræðurnar. Hún ræddi í gær við Hafez al-Assad, forseta Sýrlands, í þrjár klukku- stundir í Damaskus og kvaðst vera „miklu bjartsýnni" en áður á að ísra- elar og Sýrlendingar hæfu friðarvið- ræður að nýju. Viðræðunum var slit- ið fyrir rúmum þrem árum vegna deilunnar um Golan-hæðirnar. AP Skotárás í hollenskum skóla 17 ÁRA framhaldsskólanemi hóf skothríð í skóla sínum í bænum Veghel í Hollandi í gær og særði kennslukonu og þrjá nemendur. Þetta er fyrsta skotárásin sem gerð hefur verið í hollenskum skóla, en lög um byssueign eru mjög ströng í Hollandi. Tveir nemendanna særðust al- varlega en voru úr lífshættu í gær- kvöld. Árásarmaðurinn flúði úr skólan- um en gaf sig síðar fram við lög- regluna. Að sögn skólasystkina hans var hann reiður vegna mis- heppnaðs ástarsambands. Hér má sjá blóðflekkaðan fatnað í tölvu- stofu skólans þar sem árásin var gerð. Netteng- ing án skrefa- talningar STÆRSTA símafyrirtæki í Bretlandi, BT, hyggst nú bjóða viðskiptavinum að fá netteng- ingu án skrefatalningar og verður þess í stað greitt fast mánaðargjald, að sögn BBC. Þrýst hefur verið á fyrirtæk- ið um að lækka kostnaðinn við tengingu til að ýta undir net- væðingu í landinu. I Bandaríkj- unum, þar sem netvæðing er lengra komin en í Bretlandi, er víða notast við fastagjald í stað skrefatalningar þegar um net- tengingu er að ræða. BT hyggst bjóða mismun- andi verð á tengingu eftir því hvort um álagstíma er að ræða eins og um helgar, þá greiða menn hærra gjald en á virkum dögum. MORGUNBLAÐIÐ 8. DESEMBER 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.