Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 UMRÆÐAN Steiktir kjúklingavængir með gráðostasósu. Fást í byggingavöruverslunum um land allt TCnGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089 mora I<Sg>KIUUMTna Örugg blöndunartæki með brunavörn AUSTljRSTRÆTI. BARÓNSSTÍG « GLÆSIBÆ• GRÍMSIBÆ . LAUGALÆK . LÁGMÚLA. ARNARBAKKA SPORHÖMRUM SELASBRAUT• LANGARIMA ENGIHJALLA HJALLABREKKU • SETBERGSHVERFI • FIRÐl . OG HOLTI HAFNARFIRÐl Hitastilltu Mora Mega blöndunartækin fyrir bað og sturtu tryggja öryggi og þægindi. Mora Mega er árangur margra ára vöruþróunar og betrumbóta. Mora - Sænsk gæðavara Mesti byggða- styrkur aldarinnar NU LIGGUR það ljóst fyrir. Lands- virkjun hefur lagt fram mat sitt á um- hverfisáhrifum Fljóts: dalsvirkjunar. I skýrslunni kemur frafn að virkjunin mun hafa gífurlega neikvæð áhrif á hið einstaka votlendis- svæði Eyjabakka. Neikvæðu áhrifin fel- ast aðalega i því að öllu svæðinu verður sökkt undir gruggugt vatn um aldur og ævi og verður aldrei end- urheimt. Svo einfalt er það. Um önnur áhrif, svo sem á gróðurfar og dýralíf kjósa þeir að tjá sig sem minnst því að haldbær- ar langtíma rannsóknir liggja ekki fyrir um áhrif umhverfiskaða af þvílíki-i stærðargráðu. Sérfræðing- ar sem fengið hafa að kíkja á skýrsluna segja að það vanti mikið upp á að hún svari þeim spurning- um sem helst brenni á fólki svo sem hvað verði um 7% af heiða- gæsastofninum sem hafði þarna sumardvöl, hvar hreindýrin eigi að fá beitarland í stað þess sem sekk- ur og hvar annarsstaðar í heimin- um sé sambærilegt votlendisvæði sem vernda megi í stað þess sem eyðilagt verður? Svo reyna skýrsluhöfundar að gefa í skyn að ferðamannastraumur aukist á svæðinu vegna bætts vegakerfis. En til hvers ætti fólk að vera að keyra um svæði sem hefði ekki upp á neitt að bjóða? Helsta aðdrátta- rafl íslands er óspillt náttúra. Til þess að gera hana aðgengilega er rétt að leggja nothæfa vegi og það má vegagerðin sjá um. Landsvirkj- un á ekki að sjá um vegagerð á há- lendinu því að í því fellst að fórna verður aðdráttarafli svæðisins sem Snævar Sigurðsson eru óspillt náttúru- svæðin. Þeir sem vilja aka eftir fínum vegum og skoða verksmiðjur geta gert það hvar sem er í Evrópu og þurfa ekki að leggja á sig ferðalag til íslands til þess. Reynslan af virkjanasvæðinu í Þjórsárdal styður þetta. Fólk nýtir sér vegina en enginn vill stoppa og skoða land- skemmdir Landsvirkj- unar. En stærsta spurn- ingin er enn eftir! Af hverju á að virkja þarna? Svörin frá ráðherrum Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks eru þau að þetta sé stærsta byggðamál aldarinnar. Þeir eiga þá við álverið sem reisa skal í kjölfar virkjunar. Hvernig geta þeir sagt svona um eina verksmiðju sem mun lítið gera til að draga úr ein- hæfu atvinnulífi landsbyggðarinn- ar? Eina verksmiðju sem veita mun færri atvinnu en vinna núna í síldarvinnslunni. Eina verksmiðju sem býður upp á óþrifalegt iðnað- arstarf líkt og fólk er að flýja frá úr frystihúsunum. Jú, það geta þeir gert því þeir vita að virkjunin mun aldrei borga sig ef rafmagnið verður nýtt til álframleiðslu. Það hefur verið reiknað út af öllum Bókin MIKILVÆGUSTU TUNGUMÁL JARÐAR svarar: Hvemig er kínverskt lyklaborð? www.tunga.is Náttúruvernd Sérfræðingar sem feng- ið hafa að kíkja á skýrsl- una segja að það vanti mikið upp á, segir Snævar Sigurðsson, að hún svari þeim spurningum sem helst brenni á fólki öðrum en Landsvirkjun að miðað við þær forsendur sem uppgefnar eru í umræddri skýrslu verði að minnsta kosti 13 milijarða tap á Fljótsdalsvirkjun. Forsendur út- reikninganna eru þær tölur sem Landsvirkjun sjálf gefur upp í árs- skýrslum sínum. Svo lengi sem Landsvirkjun getur ekki með sannfærandi útreikningum sýnt fram á annað verður að taka þessa tölu sem lágmarkstap. Aðrir hafa reiknað að tapið verði meira. Þessir 13 milljarðar eru því hreinn og beinn byggðastyrkur til 7935 íbúa Mið-Austurlands. Af hverju ekki að viðurkenna það og hætta að tala um að álver og virkj- un séu nauðsynleg og einfaldlega gefa þeim peningana. Þá lægi þetta ljóst í bókhaldi ríkisins að Austfirðingar eru að fá stærsta byggðastyrk aldarinnar. Ég og margir aðrir myndu styðja þessa leið að kaupa frið fyrir eymdarvæli Austfirðinganna með þessari upp- hæð sem þeir eru hvort eð er að fá af peningum skattborgaranna. I staðinn fengjum við hin að vernda hið alþjóðlega mikilvæga votlendis- svæði á Eyjabökkum. Ef þetta nægir ekki mætti hjálpa þeim til að fá ríkistryggð lán líkt og Landsvirkjun fær á góðum kjörum til að fjárfesta fyrir. Austfirðingarnir hljóta að geta gert eitthvað gáfulegt fyrir þessa upphæð eins og að laða að erlent fjármagn í iðnað sem krefst ekki mikillar raforku. Líftækniiðnaður, tölvuiðnaður, alþjóðleg viðskipti eða til dæmis úrvinnsla úr hinu dýrmæta sjávarfangi sem þeir eru vanir að senda óunnið til vinnslu erlendis. Ef þeir geta ekki bjargað sér sjálfir fyrir þessa peningupp- hæð þá er þeim bara ekki viðbjarg- andi og það að sökkva Eyjabökk- um mun ekki breyta því. Vert er að taka fram að ég elL*. alls ekki á móti iðnaði og rafork- uframleiðslu sem slíkri. En ef það gilda lög í landinu um að vernda eigi ákveðin svæði sem eru mikil- væg fyrir lífríkið og náttúrfar landsins þá ber að fara eftir lögun- um. Við höfum leikreglur til þess að meta hverja framkvæmd með lögformlegu mati á umhverfisáhrif- um. Það mat á að segja af eða á hvort fórna megi ákveðnum svæð- um. Slíkt mat þarf að gera á þeim virkjanakostum sem til eru og for- gangsraða þeim með tilliti til hag- kvæmni og fórnarkostnaðar fyri#S* umhverfíð. Ef farið verður eftir leikreglunum þá verður sátt um framkvæmdirnar. Eina ástæðan sem þeir hafa fyrir að vilja ekki fara í lögformlegt mat á áhrifunum er sú að þeir óttast að virkjunin standist ekki matið og skipulag- sstjóri muni leggjast gegn virkjun- inni. Ef það gerist þá hlýtur að vera góð og gild ástæða fyrir því. Stjórnarþingmenn ætla að þröngva þingsályktunartillögu í gegn um þingið og láta virkja án þess að fara eftir leikreglunum. Með þeim yfirgangi mun aldrei ríkja sátt um málið. Höfundur er nemi í Háskóla /sLizk/.s.'**' Grillaour MOA kjuklingur. Borðist kaldur eða hitist í OfnL ...nrfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.