Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 27 ERLENT Michele Alliot-Marie nýr leiðtogi RPR Fyrsta konan er gegnir flokks- formennsku í Frakklandi MICHELE Alliot-Marie, fyrrver- andi íþróttamálaráðherra, hefur verið kjörin nýr leiðtogi RPR, flokks nýgaullista. Bar hún sigur- orð af öldungadeildarþinginannin- um Jean-Paul Delevoye á þingi flokksins um helgina. Alliot-Marie er fyrsta konan er velst til for- mennsku í frönskum sijórnmála- flokki. AIls hlaut Alliot-Marie 62,71% at- kvæða á flokksþinginu og er sigur hennar talinn nokkur ósigur fyrir Jacques Chirac Frakklandsforseta er hafði stutt Delevoye opinber- lega. RPR, sem lengi vel var einn mik- ilvægasti flokkur franskra stjórn- mála hefur gengið í gengum mjög erfitt tfmabil að undanförnu og ver- ið án formanns sfðastliðna átta mánuði. Hafa innanflokksátök og ásakanir um spillingu valdið flokknum erfiðleikum. Veikir stöðu Chiracs Franskir stjórnmálaskýrendur telja að sigur Alliot-Marie ógni stöðu Chiracs enda hafi hann nú misst persónuleg ítök sín í flokks- forystunni. Þar með hafi Iikurnar aukist á því að reynt verði að velta honum úr sessi fyrir næstu for- setakosningar, er fram eiga að fara árið 2002. Alliot-Marie sótti ekki síst stuðn- höllinni i' Parfs á mánudag. ing til þeirra afla í flokknum er vilja breytingar og snúa vörn í sókn. Hefur til að mynda verið bent á að félögum í RPR hefur fækkað úr 151 þúsund er Chirac var kjör- inn forseti árið 1995 í um 80 þús- und. Þetta fylgishrun er ekki síst rakið til þeirrar ákvörðunar Chir- acs að leysa upp þingið árið 1997 og boða til kosninga. Þar með misstu hægrimenn meirihluta sinn á þingi og athafnarými forsetans skertist verulega. Þá hefur það einnig grafið undan flokknum að einn af helstu leiðtog- um RPR, Charles Pasqua, stofnaði nýlega sinn eigin gaullistaflokk, RPF, er berst gegn samrunaþróun- inni í Evrópu. Tilheyrir engri fylkingu Þrátt fyrir að Alliot-Marie hafi ekki notið stuðnings Chirac er hún sögð líkleg til að reyna að halda góðum tengslum við foi’setahöllina. Hún hefur einnig lýst því yfir að hún muni styðja Chirac sækist hann eftir endurkjöri árið 2002. Hún hef- ur státað sig af því í gegnum árin að tilheyra engri sérstakri „fylk- ingu“ innan flokksins og gegndi hún hlutverki sáttasemjara er deil- urnar voru hvað mestar á milli þeirra Edouards Balladurs, þáver- andi forsætisráðherra, og Chiracs fyrir forsetakosningarnar 1995. Hún segir að það verði eitt af si'num helstu verkefnum að auka vægi kvenna innan flokksins og leyfa rödd herskárra ungmenna að heyr- ast. Hún fer hins vegar ekki í felur með andúð sína á sljóm sósfalista og Lionel Jospin forsætisráðherra: „Eg þoli hann ekki og þannig hefur það verið lengi,“ sagði hún nýlega. S £ £ íslenska á skjá íslenskar merkingar 5, 10, 50 og 100 kr. mynt FÆR í FLESTAN SNJÓ... Volvo V70 Cross Country er sniðinn fyrir ísland. Margir samverkandi þættir tryggja einstaka aksturseiginleika við ólíkar og erfiðar aðstæður, hvort sem er á leyndum hálkublettum í borginni eða þungri vetrarfærð á fjallvegum. Volvo V70 Cross Country hefur lágan þyngdarpunkt og góða þyngdardreifingu, en jafnframt næga veghæð sem haldið er stöðugri með sjálfvirkri hleðslujöfnun. Lágþrýst bensínvél með forþjöppu og millikæli skilar 193 hestöflum og hefur mikinn togkraft á öllu snúningssviðinu. Sjálfvirkur aldrifsbúnaður með seigju- tengslum deilir vélaraflinu milli hjólanna, í samræmi við breytilegar aðstæður. Fjölliðaöxull með fullri driflæsingu og háþróuð TRACS spólvörn tryggja ávallt besta mögulegt veggrip. Fullkomið hemlakerfi með ABS læsivöm og EBD afldreifingu lágmarkar hemlunarvegalengd. aldrifinn o g albúinn VOLVO V70 XC AWD CROSS COUNTRY Upplifðu hann í reynsluakstri Brimborg Akureyri Tiyggvrabraut 5 • Akureyri Si'mi 462 2700 B r i m b o r g <> brimborg Bliey Búðareyri 33 • Reyðarfirði Sími 474 1453 Bfldshöfða 6 Betri bllasalan Hrísmýri 2a • Selfossi Sími 482 3100 I • S I m i 5 15 Bllasalan Bllavlk Holtsgötu 54 • Reykjanesbæ Sími 421 7800 Tvisturinn 7000 • www.brimborg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.