Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 63 , FRÉTTIR Aðalfundur Hússtjórnarkennarafélags Islands Viðmiðunarstundaskrá verði framkvæmd Ný stjórn Hússtjórnarkennarafélags fslands: Fremri röð f.v. Hjördís Stefánsdóttir, Guðný Jóhannsdóttir, Ásrún G. Ólafsdóttir. Aftari röð f.v. Ingibjörg Þorkelsdóttir, Hjördís Edda Broddadóttir, Katrín Leifsdóttir og Anna M. Þorsteinsdóttir. Á myndinni er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, Halldór Gunnarsson og Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroska- hjálpar, að afhenda Karli Sigurbjörnssyni, biskupi íslands, eintak almanaksins nr. 1000. Almanak Þroska- hjálpar helgað kristniafmæli AÐALFUNDUR Hússtjórnarkenn- arafélags Islands var haldinn í Hús- stjómarskóla Reykjavíkur við Sól- vallagötu 23. október 1999. Fráfarandi formaður félagsins Guð- rún M. Jónsdóttir setti fundinn og las ársskýrslu, þar kom fram að nefnd á vegum félagsins sá um aðal- fund Norræna samstarfsins um hús- stjórnarfræðslu ( Nordisk samar- beidskomite for Husstellundervisning ) sem haldinn var að Hrafnagili í Eyjafirði síðast- liðið sumar. í tengslum við fundinn var haldið námskeið með yfirskriftinni Hafið - lífríkið - matvælabúr og miðlun þekkingar. Fyrirlesarar voru allir af Eyjafjarðai’svæðinu nema einn. Fundinn sóttu um 90 manns frá öll- um Norðurlöndunum. Bókin Matk- ultur I Norden, samstarfsverkefni allra Norðurlandanna, kom út í sum- ar í tilefni af 90 ára afmæli Nomænu samtakanna. Steinunn Ingimundar- dóttir sá um þátt Islands í bókinni. Bókin er hafsjór af fróðleik um mat- armenningu Norðurlandanna, segir í fréttatilkynningu Á vegum Námsgagnastofnunar starfar nú starfshópur sem gerir til- lögur að nýju námsefni í heimilis- fræði fyiár grunnskóla. Nú þegar ný aðalnámsskrá grunnskóla hefur litið dagsins ljós er eitt af stærstu barátt- umálum félagsins, eins og hingað til, að fá skólastjórnendur til að fram- kvæma setta viðmiðunarstundaskrá. Einnig er nauðsynlegt að efla náms- framboð í hússtjórnargreinum á framhaldsskólastigi og byggja það markvisst upp. Vinna þarf að aukn- um skilningi á mikilvægi hússtjórn- argreina fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið. Mikilvægt er að kennar- ar í heimilisfræði kynni fyrir nem- endum sínum notagildi námsins fyrh’ þá sjálfa og í framhaldsnámi. Fáir kennarar menntaðir í heimilisfræðum I hagsmunanefnd félagsins voru: Bryndís Steinþórsdóttir, Guðný Jó- hannsdóttir og Sigríðui- Sigurðar- dóttir. Á vegum nefndarinnar var gerð könnun á stöðu hússtjórnar- greina í grunn- og framhaldsskólum landsins. Þar kom fram meðal ann- ars: Að menntaðir heimilisfræðikenn- arar eru ekki nema 21,6 % af þeim sem kenna heimilisfræði í grunn- skólum. Að aðbúnaður til kennslu í heimil- isfræði er víða ekki nægjanlega góð- ur. Að mjög brýnt er að endurskoða og gefa út nýtt námsefni. Að efla þarf heimilisfræðikennslu í yngstu bekkjum grunnskólans, sam- anber viðmiðunarstundaskrá. Félagið opnaði heimasíðu á árinu: www.snertill.is/hki LISTAVERKAALMANAK Landssamtakanna Þroskahjálpar er komið út. Eins og fyrri ár prýða almanakið myndir eftir íslenska grafíklistamenn. Almanakið í ár er sérstakt að því leyti að allar mynd- irnar eru tileinkaðar 1000 ára kristni á íslandi. Af því tilefni færðu samtökin biskupi Islands, Karli Sigurbjörns- syni, eintak almanaksins nr. 1000. Almanakið er sem fyrr einnig happdrætti. Dregið er einu sinni í mánuði út árið og vinningar eru 55 grafíklistaverk eftir íslenska lista- menn, m.a. þrjár myndir eftir Er- ró sem fært hefur samtökunum fjölmörg listaverk að gjöf, Karó- línu Lárusdóttur og fleiri af fremstu listamönnum þjóðarinnar. Listaverkaalmanakið er og hef- ur verið um árabil aðal fjáröflun- arleið Landssamtakanna Þroska- hjálpar. Verð almanaksins er sem fyi-r 1.200 kr. Um leið og samtökin þakka landsmönnum stuðninginn undanfarin ár vænta þau þess að sölumönnum almanaksins verði vel tekið, segir í fréttatilkynningu. Almanakið fæst einnig í bóka- búðum á höfuðborgarsvæðinu og skrifstofu samtakanna Suðurlands- braut 22, Reykjavík. Sigurveig Friðgeirsdóttir, annar eigandi verslunarinnar ásamt Margréti Gunnlaugsdóttur. Götusmiðj- an opnar fræðslu- og fjölskyldu- deild í TENGSLUM við flutninga meðferðarheimilis Götusmið- junnar í húsakynni á Kjalarnesi hefur Götusmiðjan opnað fræðslu- og fjölskyldudeiid í Stórhöfða 15, Reykjavík. Þangað geta unglingar og aðstandendur leitað eftir að- stoð, fræðslu um vímuefna- vandann og hvað sé til ráða. Götusmiðjan leggur einnig ríkulega áhersiu á fjölskyldun- álgun og er foreldrum og aðst- andendum boðið að sækja viku- lega fundi meðforeldraráðgjafa Götusmiðjunnar. Klúbbar, fé- lagasamtök og aðrir aðilar geta óskað eftir að fá starfsfólk í heimsókn. Allir krakk- ar flutt í Kópavoginn ALLIR krakkar, barnavöruversl- un, er flutt í nýtt húsnæði að Hlíð- arsmára 17, Kópavogi. Mikil upp- bygging og fólksfjölgun hefur verið í Kópavogi og er verslunin mjög vel staðsett miðsvæðis á höf- uðborgarsvæðinu, segir í fréttatil- kynningu. Allir krakkar, barnavöruversl- un, býður upp á mikið úrval af barnavögnum, barnarúmum, bíl- stólum, matar- og þrcpastólum, svanadúnskerrupokum og leik- föngum. Helstu vörumerki eru Bé- bécar, Trama, Wegner, ARO, Mer- tens, Eden og Tommee Tippee. Verslunin er opin virka daga frá kl. 9-18 og á laugardögum frá kl. 11-16. Eigendur verslunarinnar eru Jón Pétur Sveinsson og Sigurveig Friðgeirsdóttir. Allir krakkar, barnavöruverslun, var áður til húsa að Rauðarárstíg 16, Reykja- vík. Jólakort kristniboðs- félaga SAMBAND íslenskra kristniboðsfé- laga hefur gefið út 10 ný jólakort fyrir þessi jól. Þau er af mismunandi stærðum með fallegum myndum tengdum jólunum. Innan í flestum þeirra eru sálmavers með jólaboð- skap auk jóla- og nýársóska. Jólakortin eru gefin út til styrktar starfi SÍk en samtökin reka kristni- boðsstarf í Eþíópíu, Kenýu og Kína, auk kynningarstarfs á íslandi. Kort- in eni seld fimm í pakka á 300 og 450 krónur. Þau fást á aðalskrifstofu KFUM og K og SÍK, Holtavegi 28. Þjóðbúninganám- skeið í Búðardal I LOK nóvember lauk þjóðbún- inganámskeiði í Búðardal þar sem saumaðir voru fjórir fullorðinsupp- hlutsbúningar og tveir barnaupp- hlutsbúningar. Þátttakendur voru fimm. tuttug- asta. aldar upphlut saumaði Elín Guðlaugsdóttir á Bergþóru Jóns- dóttur, tengdadóttur sína, einnig saumuðu Jóhann Einarsdóttir og Erla Ólafsdóttir á sig 20. aldar upphlut. Guðrún Guðmundsdóttir saumaði á sig 19. aldar upphlut og Melkorka Benediktsdóttir saumaði barnabúninga á dótturdætur sínar, 20. aldar upphlut á Melkorku Rún og 19. aldar upphlut á Rakel Hrönn. Kennari á námskeiðinu var Jófríður Benediktsdóttir, klæð- skera- og kjólameistari. Fyrirhugað er að halda annað námskeið eftir áramót í Búðardal. Bæklingur um barnið og skóla- töskuna HEILSUGÆSLAN í Reykjavík hef- ur gefð út bæklinginn „Barnið og skólataskan" sem er unninn af sjúkraþjálfurum og iðjuþjálfa í í Heilsugæslunni í Reykjavík. Hann er gefinn út sem liður í starfi að for- vörnum gegn stoðkerfisvandamálum fyrir nemendur grunnskóla. Það er von höfunda að bæklingur- inn megi verða til þess að vekja meiri athygli á mikilvægi þess að barnið hafi góða skólatösku sem minnkar álag á bak þeirra við töskuburðinn til og frá skóla. Vitað er að fjölmargar töskur sem nemendur nota eru all- sendis ófullnægjandi vegna þess að þær valda óheppilegu álagi á líka- mann og líkamsburður verður afleit- ur, segir í fréttatilkynningu. Þeir sem standa að bæklingnum hafa leitað til Neytendasamtakanna um að gerð verði úttekt á þeim skóla- töskum sem eru á markaðnum hér. Refírnir á Hornströndum á kvöldvöku ferðafélagsins KVÖLDVAKA og myndasýning verður miðvikudagskvöldið 8. des- ember á vegum Ferðafélags íslands í FÍ salnum í Mörkinni 6 og hefst hún kl. 20:30. Páll Hersteinsson fjallar í máli og myndum um lífsbaráttu og afdrif ref- anna á Hornströndum en hann hefur undanfarin ár stundað rannsóknir á þeim ásamt samstarfsfólki sínu. Páll sýnir litskyggnur af refum og lands- lagi Hornstranda, en rétt er að minna á að nýlega kom út bók Páls um þetta efni er hefur að geyma fjölda litmynda. Kvöldvakan er öll- um opin og kaffiveitingar eru í hléi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.