Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Aukin skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli
Hættumat og séráætlun
fyrir nágrannasvcitir
VEGNA aukinnar skjálftavirkni í
Eyjafjallajökli undanfarna mánuði
hefur verið ákveðið að gert verði
hættumat og vinna hafin við sér-
áætlun fyrir sveitirnar undir Eyja-
fjöllum, Fljótshlíð og Landeyjar
vegna hugsanlegra eldsumbrota
undir jöklinum.
„Þetta aukna landris kom í ljós í
síðustu viku þegar vísindamenn
voru búnir að fara yfir mælingar
sem gerðar voru í október,“ sagði
Anna Birna Þráinsdóttir, settur
sýslumaður í Rangárvallasýslu.
„Landris hafði átt sér stað á
stuttum tíma sunnan í jöklinum frá
mælipunkti sem færst hafði út við
Seljavelli undir Eyjafjallajökli."
Samvinna almannavarna-
nefnda
Sagði Anna Birna að í framhaldi
hafi verið ákveðið að gera sjónrænt
hættumat og hefja vinnu við sér-
áætlun fyrir sveitirnar sunnan við
Eyjafjallajökul, Fljótshlíð og
Landeyjar. Áætlunin verður unnin
af almannavarnanefnd Rangár-
vallasýslu í samvinnu við almanna-
varnir ríkisins og almannavarna-
nefnd Mýrdalshrepps.
„Ef gýs sunnanvert í jöklinum er
hætta á skyndilegum vatnsflóðum
sunnan til og yfir bæina sem þar
eru á sléttunni
en vísindamenn segja að kviku-
innskot, sem virðist vera að ryðjast
fram sunnan í jöklinum gæti komið
fram annars staðar,“ sagði hún.
„Meðal annars í toppgígnum og þá
er hætta á hlaupi undan Gígjökli í
jöklinum norðanverðum og
flóði í Markarfljóti. Þá gætu
varnargarðar við Markarfljót
brostið og flætt yfir Fljótshlíðina,
bæina á Markarfljótsaurum og í
Landeyjum.“
Borgarafundur
Ráðgert er að halda borgarafund
nk. þriðjudag 14. desember, þar
sem séráætlunin verður kynnt íbú-
um nærsveitanna. „Fundurinn er
haldinn til þess að íbúar verði við-
búnir en vel að merkja, vísinda-
menn segja að gjóskutapinn gæti
allt eins stöðvast eins og að koma
upp," sagði Anna Birna.
Morgunblaðið/Julíus
Meiddist
á fingri í
rúllustiga
BETUR fór en á horfðist í gær
þegar ung stúlka festi fingur í
rúilustiga í Kringlunni.
Foreldrar telpunnar voru
með í för en að sögn öryggis-
varðar var ekki ljóst hvernig
óhappið varð. Hann sagði að
stúlkan hefði fest fingur hægri
handar á hliðinni í stiganum,
ekki í tönnunum sjálfum sem
leggjast síðan saman þegar tvö
þrej) verða að einu.
Ohappið varð síðari hluta
dags og var sjúkrabíll kallaður
til og farið með stúlkuna á
slysadeild.
Utanríkisráðherra um kæru vegna
forstjdrastöðu í Leifsstöð
Umboðsmaður fær
upplýsingarnar
Hækkun útgjalda frá fjárlögum gagnrýnd við aðra um-
ræðu um frumvarp til fjáraukalaga
80 breytingatillögur og
2,4 milljarða hækkun
„ÞAÐ er ekkert nýmæli að aðili í
þjóðfélaginu leiti til umboðsmanns
um mál,“ sagði Halldór Ásgríms-
Gjöld net-
veitna lækka
LANDSSÍMINN hefur ákveðið að
bjóða svonefndum netveitum í við-
skiptum hjá fyrirtækinu samninga
um hlutdeild í símagjöldum vegna
netnotkunar.
Þannig gefst netveitunum færi á
að lækka mánaðargjöld sín fyrir
aðgang að netinu. Gert er ráð fyrir
að samningarnir geti tekið gildi
innan tveggja vikna.
Fram kemur í fréttatilkynningu
frá Landssímanum að þessar
breytingar eru þáttur í „heildar-
endurskoðun á verðskrám“ og
jafnframt aðlögun að nýju laga- og
samkeppnisumhverfi.
son, þegar álits hans á beiðni um-
boðsmanns Alþingis um skýringar
á þeirri ákvörðun að falla frá að
skipa í stöðu forstjóra Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar en framlengja
þess í stað setningu setts forstjóra
um eitt ár.
„I framhaldi af öllum slíkum
málum leitar umboðsmaður til við-
komandi ráðuneytis,“ sagði Hall-
dór. „Því máli verður lokið með
þeim hætti, sem gert er ráð fyrir,
þannig að ég sé ekki þessa miklu
frétt í þessu máli. Þetta er það sem
ráðuneytin eru alltaf að gera."
Löngu búið mál
Halldór sagði að þetta mál væri
löngu búið. „Ég gerði grein fyrir
því þá og það eina sem hefur gerst
er að einn umsækjenda kvartar til
umboðsmanns og umboðsmaður
biður um upplýsingar og hann mun
að sjálfsögðu fá þær. Meira er ekki
um það að segja á þessu stigi,“
sagði Halldór Asgrímsson.
STJÓRNARANDSTÆÐINGAR á
Alþingi gagnrýndu við aðra umræðu
um frumvarp til fjáraukalaga í gær
þá miklu hækkun útgjalda frá fjár-
lögum 1999, sem ráð er fyrir gert í
frumvarpi til fjáraukaiaga fyrir árið
1999.
Jón Kristjánsson, þingmaður
Framsóknarflokksins og formaður
fjárlaganefndar Alþingis, gerði við
upphaf umræðunnar í gær grein fyr-
ir nefndaráliti meh-ihluta fjárlagan-
efndar um fjáraukalagafrumvarpið.
Nefndin hefur lagt fram 80 breyting-
artillögur við frumvarpið og fela þær
alls í sér rúmlega 2,4 milljarða
hækkun á því. Þar af er gert ráð fyrir
tæplega tveggja milljarða króna
hækkun á framlögum til sjúkrastofn-
ana og kemur sú fjárhæð til viðbótar
tæplega tveimur milljörðum sem
þegar hafa verið lagðir til í frum-
varpinu.
Er jafnframt lagt til að rúmar 23
milljónir renni til embættis ríkis-
lögreglustjóra og lögreglunnar í
Reykjavík vegna rannsókna á um-
fangsmiklum fikniefnamálum.
f andsvari við ræðu Jóns gerði
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, að umtalsefni ábyrgð
forsvarsmanna þeirra heilbrigðis-
stofnana sem farið hefðu jafn mikið
fram úr áætlun, sem sett væri fram í
fjárlögum 1999, og raun bæri vitni.
Svaraði Jón því til að hann myndi
sannarlega ekki leiða neinar líkur að
því í þessari umræðu hvort einhver
yrði rekinn.
Össur Skarphéðinsson, þingmað-
ur Samfylkingar, tók í ræðu sinni
upp þráðinn þar sem frá var horfið
og ræddi í alllöngu máli um ábyrgð
forsvarsmanna þeirra stofnana sem
fram úr áætlun færu. Gagnrýndi
hann að á meðan hver einasti hag-
fræðingur, sem um málið fjallaði,
mælti með að stigið væri á bremsuna
til að varna ofþenslu í hagkerfinu
væri formaður fjái’laganefndar á
sama tíma að mæla fyrir fjárauka-
lagafrumvarpi sem gerði ráð fyrir
7,9 milljarða aukningu frá því sem
áætlað var í fjárlögum.
Vísaði Össur því næst í álit minni-
hluta fjárlaganefndar við fjárauka-
lagafrumvarpið þar sem lögð væri
áhersla á þær reglur sem fjárreiðu-
lögin frá 1997 settu um fjáraukalög.
Sagði hann að stjórnvöld féllu á því
prófi sem þau sjálf hefðu sett er þau
beittu sér fyrir þessum nýju fjár-
reiðulögum.
Verið að umbuna skussum?
Össur sagði agaleysi einkenna
fjáraukalagafrumvarpið, þar væri
verið að umbuna skussum, þ.e. þeim
forsvarsmönnum stofnana sem farið
hefðu fram úr áætlun, enda hlypi rík-
ið til og borgaði mismuninn. Þetta
gæfi ekki heillavænleg skilaboð því
þau segðu forsvarsmönnum stofnana
að engin ástæða væri til að fara að
fjárlögum.
Jón Bjarnason, þingmaður Vin-
strihreyfingarinnar - græns fram-
boðs, tók í sama streng og Össur og
mæltist til þess að fyrir fjárlagagerð
á næsta ári lægju fyrir skýrari áætl-
anii' um það hvernig forsvarsmenn
FLUTNINGABÍLL frá Slátur-
félagi Suðurlands, sem flutt getur
400 kindur, valt við bæinn
Pétursey í Mýrdal í óveðrinu á
mánudag. Bflsljórinn slapp
ómeiddur og bfllinn, sem var
ríkisstofnana ættu að halda sig innan
ramma fjárlaganna.
Einar Oddur Ki-istjánsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, tók undir
þau orð að það væri alvarleg þróun
þegar svo langt væri farið fram úr
fjárlögum. Sagði hann að annað
hvort ýrði mönnum að takast að
koma málum þannig fyrir að allir
forsvarsmenn stofnana hlýttu þeim
ramma sem fjárlögin settu, og þá án
undantekninga, eða hverfa þyrfti
aftur til mjög miðstýrðrar samninga-
gerðar á vegum hins opinbera.
Fleiri þingmenn gerðu ábyrgð
stjórnenda stofnana að umtalsefni
en Þuríður Backmann, þingmaður
Vinstri grænna, velti því hins vegar
fyrir sér hvort verið væri að setja
hengingaról um háls forstjóra heil-
brigðisstofnana að ósekju. Sagði hún
vanda þeirra mikinn, þeir væru sett-
ir í stöðu sem þeir gætu ekki ráðið
við nema segja upp starfsfólki eða
skerða þjónustu.
tómur, skemmdist ótrúlega lítið.
Þegar veðrinu slotaði var farið
ineð öfiug tæki til að koma bfln-
um á réttan kjöl en það gekk erf-
iðlega þar sem hann var orðinn
fullur af snjó.
GUÐRUN FERA
Guðrún Helgadóttir sýnir á sér
nýja hlið í bókinni Handa-
gúndavél og ekkert minna!
Texti bókarinnar er allur í
bundnu máli með skemmti-
legu rími sem bömin hafa
gaman af. Falleg bók,
skreytt vönduðum lit-
myndum eftir Freydísi
Kristjánsdóttur.
Fjárflutningabfll SS var á leið að HunkubökkÍífliKáfí,báiííjánStát,ii<r1)ÁiiiI)
þegar hann valt vegna óveðurs og hálku.
Valt í óveðri