Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999
LANDIÐ
MORGUNBLADIÐ
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Börnunum var vel tekið enda þdtti flutningur þeirra til mikillar fyrirmyndar.
Menningardagur
í Svalbarðsskóla í Þistilfirði
Þórshöfn - Dagur fslenskrar tungu
var haldinn hátíðlegur í Svalbarðs-
skdla í Þistilfirði en þar stdðu nem-
endurnir fyrir kvöldskemmtun og
kaffisölu. Börnin lögðu öll eitthvað
af mörkum og settu meðal annars á
svið landnám Ketils þistils íÞistil-
firði á gamansaman hátt og þeirra
landnámsmanna sem komu að Sval-
barðshreppi og byggðaþrdun í
sveitinni.
Börnin fluttu frumsamin ljdð og
tröll úr þjdðsögunum fdru á kreik.
Þau minntust lika forfeðra sinna,
frumbyggja í sveitinni, og Iásu Ijdð
eftir þá. Þessi kvöldskemmtun
barnanna var vel unnin og fram-
kvæmd af mikilli ieikgleði. Sextán
börn eru nú í Svalbarðsskdla, frá
fyrsta upp í sjötta bekk en síðustu
bekkjum grunnskdlans ljúka börn-
in á Þdrshöfn í grunnskdlanum þar.
Skdlastjdri Svalbarðsskdla er
Óskar Grétarsson og var hann að
vonum ánægður með frammistöðu
nemenda sinna á ágætri kvöld-
skemmtun.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmunddsson
íslenskunemarnir áhugasömu ásamt kennurum sínum, Jdhannesi Sigmundssyni og
Eyvindi Bjarnasyni, og Jdni Hjartarsyni frá Fræðsluneti Suðurlands.
Utlendingar á
íslenskunámskeiði
Hrunamannahreppi -Fræðslunet
Suðurlands hefur það markmið að
stuðla að endurmenntun og sí-
menntun á Suðurlandi, þetta er
fjölbreytt námskeiðahald sem er
yfirleitt vel sótt að sögn þeirra Jón
Hjartarsonar og Eyvindar Bjarna-
sonar sem eru meðal þeirra sem
vinna að þessu verkefni.
Meðal annars eru haldin íslensk-
unámskeið fyrir útlendinga. Hald-
in hafa verið þannignámskeið á ár-
inu á Hvolsvelli og í Þorlákshöfn og
einu slíku námskeiði er nýlokið á
Flúðum. Var það fyrir fólk sem
starfar í uppsveitum Árnessýslu en
útlendingar eru allmargir að störf-
um hér. Þetta erlenda fólk er bæði
á sveitabæjum en einnig eru marg-
ir sem vinna hjá garðyrkjubænd-
um á Flúðum. Um þessar mundir
eru t.d. 14 útlendingar sem starfa
hjá Flúðasveppum.
Jóhannes Sigmundsson í Syðra-
Langholti hefur verið kennari á
slíkum námskeiðum undanfarin
fjögur haust og var að Ijúka einu
slíku þegar fréttaritari leit inn fyr-
ir skömmu. Að þessu sinni voru 17
nemendur á námskeiðinu frá 8
þjóðlöndum. Hvert námskeið er 30
kennslustundir. Segir Jóhannes
fólkið mjög áhugasamt um að læra
íslensku. Þá var gaman að heyra
fólkið syngja á íslensku sem er að
sjálfsögðu æft í hverjum kennslu-
tíma. Nokkuð er um að stúlkur
eignist maka og hafa sest að, eink-
um eru það stúlkur frá Noregi og
búa nokkrar hér í Hrunamanna-
hreppnum.
Yiður kenningar
veittar fyrir
gott aðgengi
Selfossi - Þrjú fyrirtæki í Reykjavík
og fimm aðilar í Árnessýslu fengu
viðurkenningar ferlinefndar fat-
laðra fyrir gott aðgengi. Afhending
viðurkenninganna fór fram við há-
tíðlega athöfn í Ingólfskaffi í Ölfusi.
Gumundur Magnússon formaður
ferlinefndar fatlaðra sagði meðal
annars í ávarpi sínu við setningu
samkomunnar að Evrópusamband-
ið legði nú áherslu á baráttu gegn
ofbeldi sem beinist að fötluðum,
sérstaklega fötluðum konum. Hann
gat þess einnig að þó ótrúlegt væri
þá fengju fatlaðar einstæðar mæður
ekki að fara með börn sín í ferða-
þjónustubílum fatlaðra.
Arnór Pétursson formaður
Landssambands fatlaðra sagði það
sæta furðu að enn skyldu byggð hús
án þess að hugsað væri fyrir að-
gengi fyrir alla. Hann sagði fatlaða
ávallt þakkláta fyrir þann skilning
sem kæmi fram þegar hús væru
hönnuð og reist og hugsað fyrir að-
gengi fyrir alla.
Þau fyrirtæki sem fengu viður-
kenningar voru fyrirtækið Össur hf
fyrir vel hannað og fallegt hús,
Tannlæknastofan að Hátúni 8 í
Reykjavík og tryggingastofnun rík-
isins fyrir vel heppnaðar breyting-
ar. Þeir staðir í Árnessýslu sem
féngu viðurkenningar voru: Hlíðar-
rendakirkja, Grunnskólinn í Þor-
lákshöfn, Eden í Hveragerði, bóka-
safnið í Hveragerði og Sólvallaskóli
á Selfossi.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Handhafar viðurkenninga ásamt fulltrúum ferlinefndar fatlaðra.
Yegabætur í
Hrunamannahreppi
Hrunamannahreppi - Nú er unnið
að uppbyggingu á Hrunamannavegi
frá Flúðum upp fyrir bæinn Skip-
holt, það er þjóðvegurinn að Brúar-
hlöðum og yfir í Biskupstungur,
þessi vegakafli er 7,3 km.
Það er Suðurverk hf. á Hvolsvelli
sem annast þessar framkvæmdir en
fyrirtækið átti lægsta útboð í verkið
sem hljóðaði upp á 45.566 þúsund.
Alls buðu átta verktakar í verkið.
Um 60 þúsund rúmmetrar af malar-
efni fai'a í veginn og þarf að setja 12
ræsi í gegnum hann á þessum kafla.
Að sögn Grétars Ólafssonar,
verkstjóra, hefur framkvæmdum
miðað heldur hægar en áætlað var
vegna tíðarfarsins en um 40 sm
klaki er nú kominn í veginn. Fimm-
tán manns vinna við verkið með
stórvirkar vélar en því á að vera
lokið fyrir 20. júni. Verktakinn skil-
ar þá þessum vegarkafla með
bundnu slitlagi.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Frá framkvæmdum við Hrunamannaveg.