Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ enska velferðarkerfið ilaðið/Þorkell amálaráð- enska vel- Morgunblaðið/Þorkell Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði íslenska velferðar- kerfið standast samanburð við það sem annars staðar gerðist og Islendingar gætu verið stoltir af undirstöðum kerfisins. i kosti ns við réttmætum ábendingum um fyiir- komulag ýmissa bótagreiðslna, sem fram kæmu í bókinni, og það yrði gert. Forsætisráðherra sagði verið að bregðast við þessu í mörgum skrefum. Mætti þar nefna minnkun á tilliti til tekna maka, læknisfræðileg rök væru nú notuð við mat á örorku en ekki vinnugeta, eins og áður var, fjárhags- aðstoð sveitarfélaga skerti ekki lengur bætur almannatrygginga, frítekjum- ark í almannatryggingakerfinu hefði nýlega verið hækkað verulega, og gi'unnlífeyrir almannatryggingakerfa hækkaður sérstaklega í vor. „I stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar segir ennfremur að skoða eigi samspil skatta og bótakerfis og hefur nú verið sett á laggirnar nefnd sem meðal annai'S mun skoða jaðaráhrif á samspili tekjutengingar og skatta," sagði Davíð. „Við getum hins vegai' verið stolt af því að okkar kerfi byggist á traustum, hagrænum grunni,“ sagði Davíð. Sagðist Davíð alltaf verða jafn undr- andi á því þegar menn hörmuðu það sérstaklega úr ræðustóli á Alþingi að Islendingar skyldu ekki notast við gjaldþrota velferðarkerfi annarra Norðurlanda. Brotalöm sögð á velferðarkerfínu Flestir þeirra stjórnarandstæðinga, sem tóku til máls í umræðunum í gær, tóku í sama streng og Ásta Ragnheið- ur. Þuríður Backman, þingmaður Vin- strihreyfingarinnar - græns fram- boðs, lagði áherslu á mikilvægi þess að almannatryggingakerfið væri það öfl- ugt að greiðslur gr-unnlífeyris stæðu undir meðalframfærslukostnaði. Sagði hún grunnlífeyri ekki hafa hækkað í hlutfalli við launavísitöluna á undanförnum árum og ekki í neinu samhengi við framfærslukostnað ein- staklinga ogfjölskyldna. Gunnar Ingi Gunnarsson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, sagði alvar- legar brotalamir á íslenska velferðar- kerfinu. Fullyrti Gunnar Ingi að ríkisstjórnin hefði lítið sem ekkert gert til að lagfæra það skammarlega óréttlæti sem væri að finna í öryggis- neti íslenska velferðarkerfisins. Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar, tók í sama streng og velti því fyrír sér hvernig t.d. foreldrar langveikra barna ættu að hafa kraft afgangs til að berjast við kerfið, sem svo lítið kæmi til móts við þarfir þeirra. Hjálmar Ámason, þingmaður Framsóknarflokksins, mælti íslenska velferðarkerfinu bót en sagði veikleika þess felast í því að nokkrir hópar hefðu dregist aftur úr. Forsætisráðherra sakaður um hroka Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, og harmaði viðbrögð forsætisráðherra við ræðu Ástu Ragn- heiðar, sem hann sagði bera vott um hroka. Gagnrýndi Ögmundur harð- lega þá stefnu ríkisstjómarinnar að flytja fjármagn til efnafólks frá þeim sem minna mættu sín. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, sagði að af umræðu um bók Stefáns Ólafssonar mætti ráða að íslenska velferðarkerfið stæði höllum fæti, „Við lestur bókarinnar kemur hins vegar allt önnur mynd í ljós og fær það í heildina góða einkunn." Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagði íslendinga hafa réttai' áherslur í velferðarmálum. Þó væri rétt að athuga hvort lyfta mætti öryggisneti samfélagsins. Margrét Frímannsdóttir, þingmað- ur Samfylkingar, kvaðst ósátt við að setja ætti málið í nefnd, kominn væri tími til að taka á vanda þeirra sem hefðu verstu kjörin. Undir það tók Steingrímur J. Sigfússon, fonnaður Vinstri grænna. Hann sagði að bók Stefáns leiddi í ljós bæði kosti og galla á íslenska velferðarkerfinu en að menn stöldruðu einkum við slæm kjör tiltekinna hópa, kjör sem hétu á mannamáli fátækt. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, tók fram að almenn sátt væri um mikilvægi velferðarkerfisins en menn yrðu að átta sig á því að ein- hver borgaði ávallt slíkt kerfi. Aukin- heldur dræpi slíkt velferðarkerfi jafn- vel frumkvæði hjá mönnum og hvetti til svika. Stjórnvöld munu ekki sætta sig við annað en úrbætur í lok umræðunnar sté frummæl- andi, Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir, aftur í pontu og sagði búið að tala nóg um þessi mál. Nú væri kominn tími til aðgerða. Þrátt fyrir að íslenska velferðarkerfið hefði ýmsa kosti stæð- ist það ekki samanburðinn við ná- grannaþjóðirnar. Sagði hún hreinlega útilokað að gallar kerfisins hefðu farið framhjá núverandi heilbrigðisráð- herra. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra sagði á hinn bóginn í lokaorð- um sínum að sparnaður í íslenska vel- ferðarkerfinu væri m.a. tilkominn vegna þess að á íslandi ynnu menn til sjötugs í stað sextugs, eins og væri víða annars staðar. Fólk ætti yfirleitt eigið húsnæði .Að auki væri ekki sá sami hópur erlends flóttafólks hér á landi sem halda þyrfti uppi. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 41 Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Skapa þarf samráðs- vettvang- eins og í N or egi HANNES G. Sigm-ðsson, að- stoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnuhfsins, segir að mikill munur sé á samskiptum samtaka atvinnurekenda, launþega og stjórnvalda hér á landi og í Noregi og það endurspeglist í því hvernig brugðist sé við vandamálum sem upp komi. Nú ríki ekki hér á landi sú samstaða um markmið og leiðir sem leitt hafi af sér þjóðarsáttarsamning- ana og þá samninga sem gerðh' hafi verið í kjölfarið og skapa þurfi sam- ráðsvettvang hér á landi á borð við þann sem sé í Noregi, með víðtækri þátttöku aðila á vinnumarkaði og stjómvalda þar sem reynt yrði að koma sér saman um leikreglur. Sé langvar- andi kjaratogstreita framundan sé stöðugleikanum ógnað og verði það nið- urstaðan tapi allir, en morgunverðar- fundm- Samtaka atvinnulífsins þar sem fjallað verður um hvernig treysta má samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs verður í fyrramálið á Hótel Sögu. Hannes vísaði til lokaorða í haust- skýrslu Seðlabankans í síðustu viku þar sem sagt sé að nú sé nauðsyn á að grípa til allra þeirra hagstjómarúmæða sem völ sé Ápg að þeim sé beitt af fyllsta þunga. Á undanförnum áram og ekki hvað síst á yfirstandandi ári hefði ríkt hér ofþensla í efnahagslífinu. Hún hefði sést greinilega á vinnumarkaði og það hefði haft það í för með sér að launa- og kostnaðarþróun innanlands hefði farið langt umfram það sem gerst hefði með- al samkeppnisþjóða okkai'. Samkeppn- isstaða atvinnulífsins hefði þai' af leið- andi versnað og það væri sú staða sem þeir ætluðu að fara yfir á fundinum um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Þeir vildu koma inn í umræðuna þeirri staðreynd að þróunin undanfarið hefði skert samkeppnisstöðu íslenski'a fyrir- tækja. Það birtist í því annars vegar að mai'kaðshlutdeild fýrirtækja sem berð- ust í samkeppni við innflutning hefði minnkað og hagnaðurinn einnig. Það sama gerðist varðandi útflutnings- greinarnar að hagnaðurinn minnkaði þegar samkeppnisstaðan versnaði, auk þess sem horfur væra á því að við- skiptakjör færa nú versnandi. ,Á þessum sama tíma eram við að ganga til kjarasamninga og viðræður að hefjast. Við þær aðstæður að vænt- ingai' era um launahækkanir sem ekki eiga sér stoð í þeim efnahagslega vera- leika sem við blash- um þessar mundh’, heldur horft til einstakra fordæma af hinum opinbera vettvangi sem era al- gjörlega utan og ofan við það sem at- vinnurekstur í samkeppni getur fylgt efth'. Við þurfum að sameinast um það mai'kmið að ná verðbólgunni niður og tryggja forsendur stöðugleika í verð- lags- og gengismálum og verja þann kaupmátt sem náðst hefur. Við viljum horfa til annarra landa, því við eram ekkert eyland í efnahagslegum skiln- ingi. Það virðist sem hin landfræðilega fjarlægð íslands frá meginlandi Evrópu ali á þeim misskilningi að við getum hagað okkar málum á kjara- aviðinu á einhvem allt annan hátt en hjá okkar viðskiptaþjóðum, sem er auð- vitað fráleitt," sagði Hannes. Hann sagði að á því mikla hagvaxtar- skeiði sem við hefðum gengið í gegnum undanfarið hefðu laun hækkað hér mjög mikið umfram laun meðal við- skiptaþjóðanna. Við væram þó ekki einir um það að hafa gengið í gegnum of mikla þenslu í efnahagslífinu og væri fróðlegt að horfa til Noregs í því sam- bandi, en þar hefði allan þennan áratug verið töluvert meiri hagvöxtur en ann- ars staðar meðal helstu viðskiptalanda þess. Þó hefði þar tekist að halda sam- keppnisstöðunni góðri, þ.e.a.s. að launahækkanh- hefðu ekki verið um- fram það sem gerðist í viðskiptalöndun- um með þeirri mikilvægu undantekn- ingu að á síðasta ári, árið 1998, hefðu launamálin farið úr böndunum að mati Norðmanna sjálfra. Hannes sagði að samstarf á vinnu- markaði í Noregi væri mjög formbund- ið. Þannig væri í Noregi í gildi sam- komulag um að gera yfirleitt samninga til tveggja ára. Fyrra árið væra ein- stakir samningar oftast teknir upp, en Skapa þarf samráðsvettvang aðila á vinnu- markaði og stjórnvalda hér svipaðan þeim sem er í Noregi til að koma sér saman um leikreglur á vinnumarkaði, að mati aðstoðar- framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. a semna annu væra á miðlægu samnmgar borði og öllum samning- um þannig breytt á svip- aðan hátt. Efth- þessa kjaraþróun á síðasta ári hefði verið sett á laggirn- ar opinber nefnd með mjög breiðri þátttöku samtaka launafólks bæði á einkamarkaði og opin- beram markaði, og sam- taka atvinnurekenda, auk fulltrúa stjórnvalda. Þessir aðilar hefðu skilað áliti í mars í vor og gert það að sameiginlegri til- lögu sinni að innan ársins 1999 skyldu laun ekki hækka um meira en 1,5% og á árinu 2000 og þar á eftir skyldu hækkanir launa ekki fara umfram þær hækkanir sem væra að jafnaði í sam- keppnislöndunum. Samstöðuleiðin „Þetta er eins konar þjóðarsátt sem ríkir í Noregi og þeir kalla samstöðu- leiðina eða „solitaritedsaltemativet" og hefur það að markmiði að standa vörð um samkeppnishæfni atvinnulífsins og treysta þar með svo gott sem fulla at- vinnu og að greinar sem búa við alþjóð- lega samkeppni, hvort sem það er á er- lendum mörkuðum eða innanlands, haldi stöðu sinni og stærð og hlutdeild í þjóðai’búskapnum," sagði Hannes. Hann sagði að þetta nefndarálit hefði skuldbundið samningsaðilana til þess að ganga til samninga um þessa niður- stöðu. Þeir samningar hefðu verið gerðir í apríl og hefðu falið í sér að laun undir ákveðnum mörkum hækkuðu um 10 kr. íslenskar á tímann en hærri laun hefðu ekkert hækkað. Til viðbótar hefði einnig verið gert samkomulag um starfsmenntamál. Hannes sagði að ef borið væri saman skipulag á vinnumai’kaði hér og í Nor- egi væri munurinn mikill. Þannig væri hlutverk heildarsamtaka launamanna mikið í Noregi en lítið hér á landi um þessar mundh-. Hlutverk heildarsam- taka vinnuveitenda væri hins vegar mikið í báðum löndunum. Auk þess væri samningsréttur stéttarfélaga ólík- ur. Hann lægi hjá landssamböndunum í Noregi, sem vísuðu honum til stað- bundinna samninga ef því væri að skipta eða til heildarsamtakanna sem einnig gerðist. Hér á landi lægi samn- ingsrétturinn hins vegar hjá einstaka stéttarfélögum og það gerðist nánast ekki að Alþýðusambandið fengi samn- ingsumboð. I Noregi væri samstaif og traust milli heildarsamtaka á vinnum- arkaði mikið, en hér á landi væri það lít- ið eins og málum væri nú háttað. Sam- staða stéttarfélaga um launastefnu á almennum markaði væri mikil í Noregi en engin á Islandi og sama gilti að sam- staða um launastefnu á almennum og opinberum markaði í Noregi væri mik- il, en engin hér á landi. Hann benti ennfremur á að þríhliða samstarf launamanna, atvinnurekenda og stjórnvalda væri kerfisbundið í samningum í Noregi, en hér á landi væri það tilviljanakennt. Þá væri að- ferð við kjarasamningsgerðina fyrir- fram ákveðin af heildarsamtökunum í Noregi, en hér á landi væri ekkert sam- komulag um slíkt. Þar væri auk þess sameiginlegur skilningur á efnahags- umhverfinu fyrir hendi, en um það væri ekki að ræða hér á landi. Eins og fyrr- greint nefndarálit hefði borið vitni um væri mikil samstaða um markmið, en það væri auðvitað að tryggja velferðina og auka atvinnuna og það gerði maður með því að standa vörð um samkeppn- ishæfni þess hluta atvinnulífsins sem Hannes G. Sigurðsson byggi við alþjóðlega sam- keppni. Það væri engin umræða um annað en að samkeppnisgreinamar semji fyrst, þær mótuðu launastefnuna. Hannes sagði að tilgan- gurinn með þessari sam- antekt væri að sýna dæmi um mjög þróuð, kerfis- bundin og þroskuð sam- skipti milli samtaka á vinnumarkaði og við stjómvöld, þar sem mikil samstaða ríkti um markmið og leiðir, nokk- uð sem við hefðum kannski gert á íyrrihluta 1 áratugarins með þjóðar- sáttinni og þeim samn- ingum sem gerðir hefðu verið í kjölfar hennar. „Þessi samstaða er ekki lengur fyrir hendi hér á landi og ég tel að það þyrfti að setja á stofn einhvers konar samráðsvettvang hér á landi á borð við þann sem er í Noregi, með víðtækri þátttöku aðila á vinnumai;kaði og stjómvalda þar sem reynt yrði að koma sér saman um einhverjar leikreglur í þeim tilgangi að reyna að stuðla að því að menn geti lifað í sátt og samlyndi í þessu landi á næstu áram,“ sagði ’ Hannes ennfremur. Heildarhagsmunum fórnað Hann sagði að ef ekki fyndist leið út úr þeim ógöngum sem viðræður um Iqarasamninga virtust stefna í og við væram að fara inn í tímabil langvarandi togstreitu um kaup og kjör þar sem hver hugsaði um sig og sína þröngu hagsmuni væri hagsmunum heildai'- innai- fómað og þar með væram við komnir út úr stöðugu efnahagsum- hverfi og á því myndu allir tapa. „Stöð- ugleikinn er í raun og vera það sem allir vilja og þess vegna verðum við að leita leiða til þess að koma í veg fyrir þá upp- lausn sem fylgir langvarandi kjaradeil- um. Kröfur um launahækkanir um fleiri tugi prósenta ofan á þann mikla kaupmáttarauka sem náðst hefur fram síðustu árin er auðvitað langt umfram það sem atvinnulífið getur borið og fel- ur ekkert annað í sér en verðbólgu, töp- uð störf og glötuð tækifæri. Það er ein- mitt það sem er athyglisvert við þessa reynslu Norðmanna, að þeim hefur tekist stærstan hluta áratugarins að vera með meiri hagvöxt en svipaða launaþróun og í útlandinu og það er samstaða um að svo skuli vera. Þeir fóra út í móa, fannst þeim, með því að keyra 6% fram úr viðskiptalöndunum á tveimur árum, en við höfum farið meira en tvöfalt hraðar á þeirri braut á síðast- liðnum áram hér á landi. Þar telja menn slíka þróun þjóðarvá, en hér gleðjast menn. Ástæðan er sú að þeir horfa til lengri tíma og sjá að með slíkri þróun muni störf glatast í samkeppnis- greinunum, sem muni di'aga úr velferð til lengri tíma. Það er ólíkt auðveldara að eyða starfi í samkeppnisgreinunum en búa þar til nýtt starf,“ sagði Hannes. Aðspurður hvort eðlilegt væri að stjómvöld hefðu framkvæði að því að slíkur samráðsvettvangur yi'ði settur á laggimar sagði hann það ekki vera óeðlilegt þar sem sér fyndist að þau skulduðu aðilum á vinnumarkaði skýr- ingar á þehri launastefnu sem ríkt hefði hjá hinu opinbera og hvernig þau - hygðust síðan haga málum í framhald- inu. „Undanfaiin ár hafa laun hjá hinu opinbera hækkað að jafnaði um 8% á áii, en á almennum markaði um 5,5%. I öðram löndum dettur engum í hug að opinberh' aðilar geti gengið fram með þessum hætti og markað sér launast- efnu óháð því hve miklu samkeppnis- greinamar geta risið undir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.