Morgunblaðið - 08.12.1999, Page 80

Morgunblaðið - 08.12.1999, Page 80
Heimavörn SECURITAS Sími: 580 7000 Drögum næst 10. des. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA (SLANDS vænlegast til vinnings MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Stjórnarfrumvarp lagt fyrir Alþingi á næstu dögum um breytingar á lögum um eignaskatt Viðskiptaráðherra um sameiningu Islandsbanka og Landsbanka Viðræður verði ájafnræðis- grundvelli FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð- herra segir engar viðræður í gangi milli eigenda Landsbanka Islands og íslandsbanka hf. um hugsan- lega sameiningu. Kristján Ragnar- sson, formaður bankaráðs Islands- banka, hefur sett fram þá skoðun að forysta í slíkum sameinuðum banka hljóti að koma í hlut íslandsbanka, það hljóti að liggja í hlutarins eðli. Viðskiptaráðherra segir að komi til þess að eigendur þessara banka Morgunblaðið/Golli fari að ræða saman verði menn að gera það á jafnræðisgrundvelli. „Því finnst mér þessi nálgun for- manns bankaráðs íslandsbanka ekki vera skynsamleg sem fyrsta skref. Eg trúi því ekki að þetta sé afstaða bankaráðs Islandsbanka. Því held ég að hér hljóti að vera um einhvern misskilning að ræða,“ sagði ráðherrann. I fréttum Sjónvarpsins í fyrra- kvöld var Kristján Ragnarsson spurður að því hvort forysta Islandsbanka í slíkum banka yrði skilyrði af hálfu bankans. „Ja það liggur í hlutarins eðli, bæði er að við höfum reynsluna og líka hitt að við erum að tala um að þetta eigi að vera nýr einkavæddur banki og þá hlýtur það að vera undir for- ystu Islandsbankabanka," sagði Kristján Ragnarsson. Engar viðræður í gangi Finnur Ingólfsson benti á að engar viðræður um málið væru í gangi. „Það hafa ekki verið í gangi neinar viðræður milli þessara fyr- irtækja eða milli eigenda þeirra um sameiningu eða samstarf. Eg hef hins vegar sagt að komi til þess að stjórnendur þessara fyrirtækja telji að það sé hægt að ná fram aukinni hagræðingu á ís- lenskum fjármagnsmarkaði, sem hafi það að markmiði að stækka þessar einingar, þannig að íslensk- ar fjármálastofnanir geti betur þjónað sístækkandi íslenskum fyr- irtækjum, hagræðingin leiði til þess að úr kostnaði dragi á fjár- magnsmarkaði, sem leiði til lægri vaxta fyrir fólk og fyrirtæki þann- ig að það sé í svipaðri samkeppnis- aðstöðu og menn búa við í nágr- annalöndunum, þá finnst mér rétt að skoða alla hluti í þeim efnum.“ Samhengi milli ríkis- verðbréfa og skulda GEIR H. Haarde fjármálaráðherra mun á næstu dögum leggja fram stjórnarfrumvarp á Alþingi um breytingar á skattalögum þess efn- is að eign manna á ríkisverðbréfum verði ekki lengur tekin úr sam- hengi við skuldir þeirra. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Samkvæmt núgildandi lögum eru ríkisverðbréf skattfrjáls óháð því hvað menn skulda en aðrar skattfrjálsar eignir eru í samhengi við skuldirnar. Breytingarnar á lögunum munu ekki hafa áhrif á þá sem eiga ríkisverðbréf og eru skuldlausir. Misnotkun orðin mjög' mikil í viðskiptablaði Morgunblaðsins í síðustu viku kom fram að algengt hefur verið að kaup á ríkisverð- bréfum væru fjármögnuð með bankalánum sem komið hafa til frádráttar á skattinum, en ríkis- verðbréfín teljast samkvæmt núg- ildandi lögum ekki með eignaskatt- stofni. Margir hafa nýtt sér þetta til að kaupa ríkisverðbréf í stórum stíl skömmu fyrir áramót og selja þau síðan strax eftir áramótin, og innan bankakerfísins var áætlað að fyrir næstu áramót yrði eftirspur- nin eftir lánsfé til slíkra kaupa á bilinu 10 til 20 milljarðar króna. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að ekki væri lengur hægt að horfa upp á þetta misræmi í skatt- lagningunni, en misnotkun á þess- um möguleika til skattalækkunar samkvæmt þeim lögum sem í gildi hafa verið síðastliðin tíu ár væri orðin mjög mikil. Hannes G. Signrðsson Skýra þarf Jaunastefnu ríkisins HANNES G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segh- að sér finnist stjórnvöld skulda aðilum á vinnu- markaði skýringar á þeirri launa- stefnu sem ríkt hefur hjá hinu opin- bera. „Undanfarin ár hafa laun hjá hinu opinbera hækkað að jafnaði um 8% á ári, en á almennum markaði um 5,5%. I öðrum löndum dettur engum í hug að opinberir aðilar geti gengið fram með þessum hætti og markað sér launastefnu óháð því hve miklu samkeppnisgreinarnar geta risið undir,“ segir Hannes. ■ Skapa þarf/41 Notaleg vinnuaðstaða VINNUAÐSTÆÐUR eru misjafn- ar og gjarnan eru djúpir leður- stólar tengdir hugmyndum um draumavinnuaðstöðu. Eins og inyndin ber með sér eru slík hæg- indi ekki alltaf nauðsynleg til að hafa það notalegt í vinnunni, þar sem starfsinanni rafveitunnar hefur tekist að koma sér vel fyrir við fremur kaldranalegar aðstæð- ur. Grasafræðiprófessor gagnrýnir skýrslu Landsvirkjunar Gróðurhlutinn byggður á 20 ára rannsóknum ÞÓRA Ellen Þórhallsdóttir grasa- fræðingur og prófessor við Háskóla Islands dregur í efa ýmsar fullyrðing- ar sem íram koma í skýrslu Landsv- irkjunar um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar, einkum þær sem snúa að gróðurfari á Eyjabakkasvæð- inu. Hún segir að gróðurhluti skýrslu Landsvirkjunai' sé byggður á 20 ára gömlum rannsóknum með gögnum sem safnað hafi verið fyrir 22-24 ár- um. „Skýrslan endurspeglar _ stöðu grasafræðilegrar þekkingar á Islandi fyrir 20 árum. Hún endurspeglar hvorki nútímalega stöðu þekkingar í plöntuvistfræði né verndunarlíf- fræði," segir Þóra Ellen í skýrslu sem hún sendi til umhverfisnefndar Al- þingis. Þá segir hún að af þeim upp- lýsingum sem hún hafi aflað sér geti hún ekki betur séð en að grasa- fræðingar hafi eytt að hámarki 30 dögum við gagnasöfnun vegna virkj- anaáforma á Eyjabakkasvæðinu. Ólafúr Örn Haraldsson formaður umhverfisnefndar Alþingis og Katrín Fjeldsted, einn fulltrúa sjálfstæðis- manna í nefndinni, telja augljóst að skýrsla Landsvirkjunar sé skrifuð af mörgum höfundum svo ekki gæti samræmis í efnislegri meðferð auk þess sem hún beri þess merki að vera ekki skrifuð af líffræðingum, náttúru- fræðingum eða vistfræðingum. Þá hafí verið bent á ýmsar rannsóknfr, bæði innlendar og erlendar, sem til eru um áhrif virkjanaframkvæmda á dýralíf og náttúrufar á svæðinu sem ekki er getið í skýrslu Landsvirkjun- ar. Fyrsti minnihluti umhverfisnefnd- ar, skipaður stjórnai-þingmönnum, öðram en Ólafi Erni og Katrínu, telur m.a. að þótt mikið hafi dregið úr um- hverfisspjöllum af völdum vii’kjunar- innar frá upphaflegum áformum sé nauðsynlegt af hálfu Landsvirkjunar að skoða frekari aðgerðir til mótvæg- is eða til að draga úr umhverfisspjöll- um. Ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu I áliti sínu vísa Ólafur Örn og Kat- rín m.a. til málflutnings skipulags- stjóra ríkisins, Stefáns Thors, á fundi umhverfisnefndar en þar benti hann m.a. á að ekki lægi fyrir deiliskipulag af þeim svæðum sem framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun væru fyrirhug- aðar á. Telui’ hann að þær kalli á gerð deiliskipulags, annars vegar fyrir að- komu- og stöðvarhússvæði og hins vegar fyrir stíflusvæði. ■ Umhverfisnefnd/10/12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.