Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 59 i ARNGRIMUR JÓNASSON + Arngrímur Jón- asson fæddist í Reykjavík 24. febr- úar 1945. Hann lést á Ríkissjúkrahúsinu f Kaupmannahöfn 27. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Langholts- kirkju 7. desember. Mín fyrstu kynni af Arngrími voru þegar ég kom 12 ára gömul sem barnapía á heimili hans og Onnu Maríu austur í Búrfelli. Mér verður alltaf hlátur í huga þegar ég rifja það upp hvað ég var hrædd við þennan ókunnuga , hávaðasama og alskeggjaða mann þegar ég sá hann fyrst. Þegar foreldrar rnínir keyrðu mig þangað uppeftii' í fyi’sta skiptið var Addi á vakt og ég man að þegar mamma og pabbi voru farin fór ég út á róló með börnin og þar grét ég í hálfum hljóðum yflr þeirri ógæfu sem ég var búin að kalla yfir mig. Þarna var ég alein, lengst, lengst uppi í sveit hjá ókunnugu fólki, en þar sem ég var svo ákveðin í því að vilja vera í sveit ákvað ég að gefa þessu aðeins lengri tíma en þessa þrjá klukkutíma sem liðnir voru, og ég herti upp hugann. Það leið að kvöldmatartíma og Addi kom heim af vaktinni, og minna mátti nú heyra: „Hæ hæ og hvar er nýja stelpan okk- ar?“ Svo tók hann þéttingsfast í höndina á mér, kyssti mig á vangann og bauð mig hjartanlega velkomna. Málin þróuðust reyndar þannig að daginn eftir og alla daga þar á eftir fann ég aldrei fyrir heimþrá eða hræðslu, og það var ekki að ástæðu- lausu að ég sótti í að vera hjá þessu yndislega fólki sumar eftir sumar, og í Búrfelli ætlaði ég svo sannarlega að eiga heima þegar ég yrði stór. Minningarnar eru margar og góð- ar frá þessum Búrfellsárum og eng- an veginn hægt að tíunda þær allar á þennan pappír, heldur verða þær varðveittar áfram í hjarta mínu. Þó langar mig aðeins að minnast á þeg- ar Addi smalaði okkur öllum börnun- um sínum á sólardögum upp í bfl til að fara í sund í Þjórsárdalslaug. Þarna vorum við heilu dagana með nesti með okkur. Ég minnist þess líka að einu sinni spurði Addi hvort mig langaði ekki til að læra á bíl, og það langaði mig svo sannarlega. Þá var drifíð í því og við' út að læra á bíl- inn. Ekki man ég eftir að það hafí hvarflað að honum að gefast upp við þessa kennslu þó ég hafi nú stundum óskað þess í óþolinmæði minni, sér- staklega í þeim kafla „að taka af stað í brekku". Úff, það var erfítt, en allt tókst þetta og við vorum bæði jafn stolt og ánægð. Þegar fólk eldist og þroskast fer það að meta lífið og tilveruna öðru- vísi en áður, og þannig breyttist Addi í mínum huga úr því að vera góði og skemmtilegi kallinn sem ég leit oft á sem pabba númer tvö, í góð- an og skemmtilegan vin, og það var hann Addi svo sannarlega, sannur vinur vina sinna. Það var reyndar alltaf þannig að hann leit á mig sem stelpuna sína, og í okkar augum voru börnin mín afabörnin hans. Alltaf var jafn gaman að koma í heimsókn til Adda að írafossi. í einni af þessum heimsóknum sem hafði lengst svo að komið var fram að kvöldmat og Addi vildi alveg endi- lega að við borðuðum áður en við færum: „Ég bý til einhverja dýrindis máltíð,“ sagði hann og svo hófst leit- in í frystihólfum og ísskápnum. „Við gefum börnunum pitsu, þeim finnst það svo gott og við fáum okkur naglasúpu." Og viti menn, auðvitað varð til úr þessu einhver besta fiskis- úpa sem um getur, og ekki hægt fyr- ir nokkurn mann að leika það eftir að gera eins súpu (Þetta var sem sagt ekki bara súpa dagsins heldur súpa þessa eina dags). Núna í apríl síðast- liðnum hittumst við Addi í Kaup- mannahöfn og áttum saman yndis- legan dag, fram á nótt. Við spókuðum okkur á götunum og skoð- uðum mannlífið. Þegar líða fór að kvöldi sagði hann: „Nú förum við út að borða og pabbi borg- ar, ég veit um alveg frá- bæran stað þar sem ég borðaði fyrir mörgum árum.“ Staðurinn var stórkostlegur, en enn betri var þessi stund, dagurinn og fram á nótt sem við áttum saman tfl að hlæja og tala saman um alla heima og geima. Nú þegar þú erD far- inn, elsku vinur, er þessi minning svo Ijúf og dýrmæt. í vor og í sumar komu í heiminn þrjú ný barnabörn, sem því miður fá ekld að kynnast afa sínurn af eigin raun. En við vitum öll að hann kemur til með að fylgja okkur öllum og halda verndarhendi yfir þessum litlu englum sínum sem hann fékk svo lít- ið að kynnast. Ég býst til ferðar meðan átt er viss og votnin kalla inni á heiðinni. Þú bindur löngun þína inn í ldútshom og hraðarþérafstað. En farðu varlega svo þú vekir ekki nóttina. Vertu óhræddur í gilinu og hikaðu ekki að farafossbrúnina. Detti þér í hug að snúa við skaltu leysa hnútinn og leggja klútinn á jörðina. (Þorgeir Sveinbjamarson.) Elsku Stefán, Árni, Margi’ét, Jón- as, Elín og aðrir ættingjar og vinir, ykkur votta ég alla mína samúð. Harpa Dís Harðardóttir og fjölskylda, Hlemmiskeiði. Núleggégaugunaftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivömínótt. Æ,virstmigaðþértaka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Með þessari fallegu bæn vil ég kveðja góðan vin minn - Arngrím. Ég kynntist Arngrími fyrir nokkr- um árum þegar ég keyrði pabba minn að Fossnesi í Gnúpverjahreppi, þaðan sem átti að leggja af stað í hestaferð yfir Kjöl. Þegar við feðgin- in komum að Fossnesi var allt á fullu í undii’búningi fyrir ferðina, fólk á þönum utandyra sem innan. Þar sá ég Arngn'm fyrst. Hann var inní hestaréttinni að járna og huga að hestum. Eg veitti honum strax athygli. Hann var myndarlegur maður og frá honum stafaði sérstaki-i hlýju og lífsgleði. Ég skynjaði að hjá honum ríkti mikil tilhlökkun vegna ferðarinnar líkt og hjá pabba. Og þegar þeir hittust urðu miklir fagnaðarfundir, þeir hlógu og föðmuðust og réðu sér varla fyrir spenningi. Ég hitti Arngrím oft eftir þetta og kynntist honum betur. Mér fannst hann sérstaklega viðkunnanlegur og það var mjög gaman að spjalla við hann. Hánn langaði alltaf að vita hvað ég væri að gera og eftir að ég eignaðist Örnólf fylgdist hann með okkur mæðginunum í gegnum pabba. Mér þykii- mjög vænt um það. A vordögum síðastliðnum komu Arngrímur og pabbi (keyrandi að þessu sinni) norður yfir heiðar alla leið til Dalvíkur að heimsækja mig og Örnólf. Þegar þeir félagarnir komu var enn mikill snjór á Dalvík. Við Örnólfur stóðum spennt í dyra- gættinni að taka á móti þeim. Ég gleymi ekki þeirri sjón þegar þeir óðu skaflana að húsinu - pabbi reyndi sem mest hann mátti að herða sporin í átt að afastráknum. En Arngrímur gætti að hverju spori með fangið fullt af rauðum rósum handa húsmóðurinni á Dalvík. Mér verður minningin ævinlega dýrmæt. Ég kveð í hinsta sinn vin minn Arngrím. Ég bið algóðan Guð að geyma hann og blessa minningu hans. Fjölskyldu hans votta ég inni- lega samúð. Góða nótt, elsku Arngrímur, og dreymi þig ljósið. Aníta Jónsdóttir. Það var bjartur sumardagur, alla vega er þessi dagur bjartur í endur- minningunni. Við erum 13 sem höf- um ákveðið að fara saman í tíu daga hestaferð. Það er eftii’vænting í huga okkar hjóna, sem þekkjum ekki nema hluta af hópnum, en höfum heyrt um hina af afspurn. Riðið var inn Þjórsárdal en inn við Búfell ætl- um við að hitta þennan margumtal- aða Grímsa sem þá starfaði sem vél- stjóri við Búrfellsvirkjun. Mér leist ekkert á hann þegar við hittumst fyrst. Alskeggjaður með gamlan og lúinn hatt sem hann kall- aði „afa“, hárið krullað, röddin dimm og dálítið rám og hendurnar hrjúfar. Svo lét hann hlutina heita _ sínum réttu nöfnum og ríflega það. í gegn- ÞORUNNM. TRA USTADÓTTIR + Þórunn Margrét Traustadóttir fæddist í Grenivík í Grímsey 13. mars 1931. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 28. nóvember siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 4. desember. Ég kveð þig, elsku amma mín. Hugur minn fyllist hryggð og söknuði þegar ég hugsa til þín og ég trúi því varla að þú sért ekki hjá okkur leng- ur. Þú varst alltaf til staðar þegar við þurftum á þér að halda og það var aldrei neitt mál að passa litlu lan- görnmustelpurnar þínar. Ég veit, satt að segja, ekki hvað ég á að segja, engin orð fá lýst þeim til- finningum sem bærast í hjarta mínu. Við söknum þín öll óendanlega mikið og Kolbrún Inga og Birta litla skilja ekki að þú sért farinn til Guðs. Eina huggun okkar er að nú ertu ekki lengur veik heldur loksins kom- in til afa sem þú saknaðir svo mikið. í gegnum sjúkdómslegu þína dáð- ist ég alltaf að kjarki þínum og styrk. Ef ég var döpur talaðir þú um að við yrðum að vera sterkar og þakka fyr- ir þá góðu tíma sem við áttum sam- an. Við þessi orð þín hugga ég mig nú og ég veit að þú munt vaka yfir okkur. Ég þakka þér fyrir allt, amma mín. Margrét. Elsku amma mín. Það er erfitt að hugsa til þess að nú sértu farin frá okkur. Þú ert búin að vera svo ríkur þáttur í lífí okkar allra og ákveðið tómar- úm situr eftir. Ég man svo vel eftir fallega brosinu þínu, hvemig andlit þitt ljómaði allt þegar við kom- um til þín í heimsókn. Það gleður ón- eitanlega hjai’ta mitt að hugsa til þess að nú sértu komin til afa og að þið í sameiningu munið vaka yfir okkur og passa. Ég veit að nú líður þér vel og hið langa stríð er að baki. Ég veit líka að þegar minn tími kem- ur bíður mín yndislegt fólk hinumeg- in. Osshéðanklukkurkalla, svokallarGuðossalla til sín úr heimi hér, þásöfnuðhansvérsjáum ogsamanverafáum í húsi því, sem eilíft er. Þín (V.Briem) Sigrún. um huga mér flaug sú hugsun að með svona mann í hópnum gæti nú allt gerst. Og vissulega gerðist margt. En álit mitt á Grímsa átti eft- ir að breytast, því þessi hópur sem fékk nafnið „Söfnuðurinn“ er ein- hver sá samheldnasti hópur og jafn- framt bestu vinir sem við höfum eignast um ævina. Og í því átti Grímsi ekki minnstan hlut. Hann batt okkur saman á ýmsan hátt, hann var óþreytandi við að finna til- efni og tækifæri til að halda safnað- arfundi enda var hann djákni safnað- arins og svo var hann hagyrðingur hópsins. Það er því táknræn mynd af lífi og áhugamálum Grímsa þar sem hann birtist í auglýsingu Mjólkurs- amsölunnar um gildi íslenskrar tungu. Hann er annar tveggja sem stendur við hlið hrossa sinna við einn fegursta foss á afrétti Gnúpverja með víðfeðmið og birtuna allt um kring. Við í söfnuðinum eigum marg- ar slíkar myndir af Grímsa. Líf hans var ekki alltaf dans á rós- um en það var skemmtilegur dans. Stundum voru sporin hröð og fjörug, en í annan tíma svo róleg og ljúf. En hvemig sem dansinn var steig Grímsi aldrei á tær nokkurs manns. Ég þakka þér fyrir þau fáu spor í dansi lífsins sem hópurinn okkar steig saman. Þó sárt sé að kveðja er ég svo undurglöð að hafa átt þig að vini. Ég votta börnum, móður og fjöl- skyldu samúð mína. Helga K. Eyjólfsdóttir. Fjalladrottning, móðir mín! mér svo kær og hjartabundin, sæll ég bý við brjóstin þín, blessuð aldna fóstra mín. Héráandinnóðulsín öll, sem verða á jörðu fundin. Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjartabundin. Ég minnist með þessum orðum kærs vinar míns, Ai’ngríms Jónas- sonar sem nú er látinn. Það fyrsta sem upp í hug minn kemur þegar ég hugsa til Arngríms er stórbrotin íslensk náttúra, fegurð- in og kyrrðin sem svo oft kallaði okk- ur félagana til sín. Við fórum saman í ferðir á vegum Ishesta norður yfir heiðar með erlenda ferðamenn á hestum. Ferðirnar eru mér ógleym- anlegai’ ekki síst fyrir samveruna við Arngrím. Hann var sérstakur ferða- félagi, fróður um margt, hafði létta lund og laðaði til sín fólk. Hann var einkar hlýlegur, brosmildur og skemmtilegur. Vinátta okkar Arngn'ms er mér mikils virði. Hann var traustur vinur og hafði góða nærveru. Síðasta ferð- in okkar vai’ farin í vor, norður til Dalvíkur. Leiðina hafði ég keyrt ótal sinn- um, en í þetta skiptið opnuðust nýjar víddir. Arngrímur sat við hlið mér og var hafsjór af þekkingu um það sem fyrir augun bar. Ég rifjaði upp orð ' Tómasar Guðmundssonar í ljóðinu Fjallganga: „Landslag yrði lítils virði ef það héti ekki neitt.“ Þetta er hverju orði sannara. Það sannaði Ai’ngrímur mér í þessari ferð. Arngn'm hitti ég í hinsta sinn í haust þegar ég heimsótti hann á sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn. Hann var mikið veikur, en sýndi ein- stakt æðruleysi í baráttu sinni. Nú er komið að kveðjustund. Ég er þakklátur fyrir allar góðu stund- irnai’ og bið góðan Guð að varðveita minninguna um góðan mann. Móður Arngríms, börnum og öðrum aðstan- dendum votta ég innilega samúð mína. Fagra, dýra móðir mín, minnar vöggu griðastaður, þegar lífsins dagur dvín, dýra,kærafóstramín, búðu um mig við bijóstin þín. Bý ég þar um eilífð glaður. F agra, dýra móðir mín, minnarvöggu griðastaður. (Sig. Jónsson frá Amarvatni) Jón Grétar Guðmundsson. Það var alltaf gaman þegar Addi birtist. Aldrei sá maður hann öðru- vísi en hressan og kátan. Þótt lasinn væri kvartaði hann aldrei. Kynni okkar hófust þegar við vor- um sjö ára, er Jónas pabbi hans var að byggja hús við Skeiðarvog yfir fjölskylduna, sem hefur verið ættar- óðal síðan, fastur punktur hjá hinni samhentu stórfjölskyldu. Arin eru því orðin mörg sem leiðir okkar hafa legið saman, en vinskapur okkar hef- ur haldist æ síðan. Addi var mjög vinmargur, enda afar vinrækinn. Margar ferðir hafa verið farnar að Irafossi og einnig í sumarbústaðinn í Dölunum. Margt höfum við gert okkur til dundurs á þessum bráðum fimmtíu árum. Strákaleikir í Vogunum, síðan skemmtanatímabilið og svo fjöl- skyldumennirnir við veiðar og hesta- mennsku í frístundum, en Addi var mikill hestamaður og átti margar ánægjustundir með hinum fjórfættu vinum sínum. Addi var náttúrubarn. Addi minn, þú fórst alltof, alltof snemma. Þú áttir svo mikið ógert. Öll ellin eftir með sínum sjarma. Þakka þér kærlega fyrir samfylgd- ina. Sjáumst síðar. Kæra stórfjölskylda, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Þinn vinur, Hafliði. + Ástkær móðir okkar, ÞÓRUNN GYÐA ÁRNADÓTTIR frá fsafirði, áður til heimilis í Þingvallastræti 8, Akureyri, lést á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, mánudaginn 6. desember. Sigríður G. Sigurðardóttir, Ingibjörg M. Sigurðardóttir, Þórunn A. Sigurðardóttir, Árni B. Sigurðsson. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, HELGA ODDSSONAR, Merkigerði 12, Akranesi. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks lyflækningadeildar Sjúkrahúss Akra- ness. Anna Eyjólfsdóttir, Oddný B. Helgadóttir, Jón H. Karlsson, Þórður Gunnar Sigurðsson, Úrsúla Kristjánsdóttir, Bára Ingvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.