Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 23
Mikilvægur leiðtogafundur
ESB í Helsinki í vikunni
Bregða Gnkk-
ir fæti fyrir
aðild Tyrkja?
Ankara, Brussel. Reuters, Daily Telegraph.
VONIR Tyrkja um að verða sam-
þykktir sem hugsanlegur aðili að
Evrópusambandinu á leiðtogaíundi
þess í Helsinki nú í vikunni hafa dvín-
að allnokkuð. Virðist sem Grikkir séu
tilbúnir að bregða fæti fyrir þá láti
þeir ekki að öllum meginkröfum
grískra stjómvalda.
Á Helsinkifundinum á föstudag og
laugardag á að taka afstöðu til þess
hvort Tyrkjum, sem eru flestir íslam-
strúar, verður hleypt inn í Evrópubið-
salinn en allt frá stofnun tyrkneska
ríkisins hefur það verið draumur
Tyrkja að komast í hóp með hinum
velmegandi og veraldlegu ríkjum í
vestri.
Lofa bót og betrun
Á ESB-fundinum í Lúxemborg fyr-
ir tveimur árum var aðildarumsókn
Tyrkja vísað frá og þá ekki síst vegna
Kýpurdeilunnar, ástands mannrétt-
indamála í landinu og réttindaleysis
Kúrda. Tyrkir hafa nú lofað bót og
betran að þessu leyti og ljóst er, að
við það verða þeir að standa eigi þeir
að geta gert sér vonir um fulla aðild. í
trausti þess era nú flest aðildarríkj-
anna hlynnt því að samþykkja Tyrk-
land sem væntanlegt aðildarríki, það
er að segja flest nema Grikkland.
Að undanfómu hefur vú-st vera
nokkur þíða í samskiptum Tyrkja og
Grikkja en á fundi utanríkisráðherra
ESB-ríkjanna í Brussel gaf George
Papandreou, utanríkisráðherra
Grikklands, í skyn, að komið yrði í
veg fyrir aðild Tyrkja ef þeir sam-
þykktu ekki allar meginkröfur grísku
stjórnarinnar.
Þqár meginkröfur
Enginn vafi er á, að þessi afstaða
tengist því, að almennar þingkosning-
ar era í Grikklandi í næsta mánuði, en
meginkröfumar era þrjár. í fyrsta
lagi, að deilu Grikkja og Tyrkja um
lögsögumörk í Eyjahafi verði vísað til
Alþjóðadómstólsins i Haag. Á það
hafa Tyrkir ekki viljað fallast hingað
til. I öðra lagi vifja Grikkir, að gríski
hlutinn af Kýpur fái aðild að ESB
hvort sem samist hafi við tyrkneska
hlutann eður ei og í þriðja lagi vilja
þeii', að Tyrkjum verði gert að bæta
lýðræðislega stjómarháttu og koma
lagi á efnahagsmálin innan ákveðins
tíma.
Ef Tyrkjum verður hafnað í Hels-
inki af þessum sökum munu þeir að
sjálfsögðu kenna Grikkjum um og þá
má búast við, að samskipti þessara
tveggja NATO-ríkja muni versna um
allan helming. Af þessu hafa margir
miklar áhyggjur, t.d. Bandaríkja-
Samskipti Bandaríkjanna o g
Kúbu versna enn
Hörð rimma út
af sex ára strák
Havana, Miami. AP, AFP.
KÚBVERSKI drengurinn Elian
Gonzalez, sem fannst á bílslöngu í
sjónum úti fyrir Flórída, er orðinn að
miklu ágreiningsefni milli stjórn-
valda á Kúbu og í Bandaríkjunum.
Hefur Fidel Castro Kúbuforseti
krafíst þess, að honum verði skilað en
Bandaríkjamenn segja, að sérstakur
forræðisréttur verði að skera úr um
það.
Elian átti sex ára afmæli á mánu-
dag og af því tilefni kom Castro í
skólann hans í borginni Cardenas þar
sem hann lýsti yfír, að Elian, þessi
„kúbverska hetja“, myndi brátt bæt-
ast í hóp sinna fyrri skólafélaga.
Missti móður sína og stjúpföður
Móðir Elians og stjúpfaðir vora
meðal 14 manna, sem drakknuðu er
ofhlöðnum báti hvolfdi undan Flóríd-
aströnd. Var fólkið að flýja frá Kúbu
til Bandaríkjanna en bandarísk yfir-
völd segja, að raunai- hafi verið um að
ræða ólöglegt smygl á fólki. Af báts-
verjunum komust þrír af og þar á
meðal Elian, sem bjargaðist sér á bíl-
slöngu.
Kennarar á Kúbu fóru í miklar
göngur með nemendum sínum í
fyrradag til að krefjast þess, að Elian
yrði skilað en faðir hans, Juan Miguel
Gonzalez, segir, að drengurinn hafi
verið fluttur úr landi án hans vitund-
ar. Þótt þau hjónin hafi verið skilin
önnuðust þau hann bæði og var Juan
með son sinn fimm daga vikunnar. Er
Elian nú hjá frændfólki sínu á Miami
og ræðir hann við föður sinn í síma
daglega. Pað fullyrðir hins vegar, að
hann vilji vera um kyrrt á Miami.
Hagsmunir barnsins
Castro krafðist þess, að búið yrði
að skila drengnum ekki síðar en á
Reuters.
Elian Gonzalez hélt upp á sex
ára afmælið sitt á mánudag hjá
ættingjum sínum á Flórída. Þeir
segja, að hann vilji vera um
kyrrt en Fidel Castro Kúbufor-
seti krefst þess, að honum verði
skilað til Kúbu.
þriðjudagskvöld en talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins sagði í
fyrradag, að hagsmunir barnsins
sjálfs yrðu hafðir í fyrirrúmi. Yrði
málið útkljáð fyrir forræðisrétti á
Flórída. Kúbustjórn mótmælir því og
segist ekki treysta „spilltum dómur-
um“ í Flórída þar sem hatursmenn
Castros hafi mikil áhrif.
Bókin
MIKILVÆGUSTU
TUNGUMÁL JARÐAR
svarar:
í hvaða landi eru töluð
flest tungumál?
www.tunga.is
Reuters.
George Papandreou, utanríkisráðherra Grikklands (t.v.) ásamt Ismail
Cem, utanríkisráðherra Tyrklands (t.h.). Að undanfórnu hefur farið
fremur vel á með þessum fornu fjendum, Grikkjum og Tyrkjum, en nú
virðist ætla að sækja í gamla farið.
menn, sem óttast, að væringar á milli
ríkjanna geti stórskaðað vamarvið-
búnað NATO á suðausturvængnum.
Tyrkneska stjórnin og einkanlega
jafnaðarmaðurinn Bulent Ecevit for-
sætisráðherra hafa reynt að búa
Tyrki undir, að þeim verði hafnað í
annað sinn. Fari svo er hins vegar við-
búið, að samstarfsflokkar jafnaðar-
manna, þjóðemissinnaðir hægri-
flokkar, muni leggja meiri áherslu en
áður á þá hugsjón sína, að Tyrkir
verði í forystu fyrir tyrknesku ríkjun-
um í Mið-Asíu. Þá yrði líklega búið
með aukin mannréttindi í landinu svo
ekki sé minnst á aukin réttindi
Kúrda.
Fari Tyrkir bónleiðir til búðar í
Helsinki mun það einnig verða til að
styrkja bókstafstrúaða múslima og
aðra þá, sem líta á ESB sem „kristinn
klúbb“, sem múslimar muni aldrei fá
aðgang að.
Afdrifarík ákvörðun
Margir Tyrkir vilja samt horfa í
vestur og ekkert annað. „Það kemur
ekki til greina að gefast upp og leita
til Miðausturlanda eða Mið-Asíu.
Verði okkur hafnað núna höldum við
bara áfram að reyna,“ sagði Ismail
Cem, utanríkisráðherra Tyrklands, í
viðtali við tyrkneska blaðið Milliyet
Suleyman Demirel forseti var þó ekki
jafn afdráttarlaus. „Málið snýst ein-
faldlega um það hvort við eram hluti
af Evrópu," sagði hann nú í vikunni
og gaf þar með í skyn, að margir
landa hans væra ekki búnir að gera
það upp við sig. „Okkar bíður mjög af-
drifarík ákvörðun og hana getum við
ekki tekið með hálfum huga.“
IBM hyggst
smíða ofurtölvu
Þúsund
sinnum
öflugri en
Dimmblá
BANDARÍSKA tölvufyrirtæk-
ið IBM hyggst smíða nýja ofur-
tölvu sem á að verða þúsund
sinnum öflugri en Dimmblá,
tölvan sem sigraði Garrí Kasp-
arov, heimsméistara í skák, í
skákeinvígi árið 1997. Áætlað er
að nýja tölvan kosti 100 milljón-
ir dala, andvii'ði 7,3 milljarða
króna.
Gert er ráð fyrir því að smíði
tölvunnar taki 4-5 ár. Hún verð-
ur í fyrstu notuð við rannsóknir
á mjög flóknum sameindum
mannslíkamans til að auka
þekkingu vísindamanna á al-
gengum sjúkdómum og gera
þeim kleift að þróa ný og áhrif-
aríkari lyf.
„Með þessu verkefni gefst
okkur ekki aðeins tækifæri til
að breyta framtíð tölvutækninn-
ar heldur einnig læknavísind-
anna,“ sagði Paul Horn, aðstoð-
arforstjóri rannsóknadeildai-
IBM, í viðtali við BBC-útvarpið.
Nýjasta og fullkomnasta
tækni á einstöku verði
Framtíðarútlit - vönduð hönnun
Super-5 Digital Blackline
myndlampi
180 W - 300 W magnari
6 framhátalarar
2 bassahátalarar
2x2 bakhátalarar
3 Scarttengi að aftan
2 RCA Super VHS/DVD
tengi að aftan
Super VHS, myndavéla-
og heyrnartækjatengi
að framan
Barnalæsing á stöðvar
Glæsilegur skápur á
hjólum með 3 hillum
T0SHIBA heimabíótækin
kosta frá aðeins
kr. 134.900 stgr;
með öllu þessu!!
T0SHIBA Pro-Logictækin eru
margverðlaunuð af tækniblöðum í Evrópu
og langmest seldu tækin í Bretlandi!
T0SHIBA ERU FREMSTIR í TÆKNIÞRÓUN.
Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins -
DVD mynddiskakerfisins og Pro-Drum
myndbandstækjanna.
Önnur TOSHIBAtæki fást í
stærðunum frá 14" til 61"
•Staflgreidsluafsláttur er 10%
Fáðu þér framtíðartæki hlaðið
öilu því besta - Það borgar sig!
///-
Einar Farestveit &Cahf.
Borgartúni 28 ■ Símar: 562 2901 & 562 2900 ■ www.ef.is