Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 50
40 MIÐVTKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hvern eigum við að styrkja? UMRÆÐAN um Fljótsdalsvirkjun og framhald hennar, ál- verið stóra á Reyðar- firði, tekur á sig æ und- arlegri myndir. Málið er rekið áfram í gegn- um Alþingi með mikl- ^nm fyrirgangi og okk- ur sagt að það liggi svo mikið á að enginn tími sé til að fjalla um það af nokkru viti, enda liggi allt ljóst fyrir og því eftii' engu að bíða. Astæðan fyrir flýtin- um er sögð vera óþolin- mæði þeirra sem stjóma Norsk Hydro. Missi þeir áhugann fari allt í súginn og því sé enginn tími til að bera mál- ið undir almenning á Islandi. Að vísu berast misvísandi fréttir um meinta óþolinmæði norskra stóriðnjöfra, sumir þeiira virðast hafa meira langlundargeð en aðrir. ~>i En allur þessi asi verður dálítið undarlegur í ljósi þess að Norsk Hydro ætlar sér alls ekki að eiga ál- verið á Reyðarfírði nema í mesta lagi að einum fimmta hluta. Og hlutafjárframlag fyrirtækisins á víst aðallega að vera í formi tækniþekk- ingai- og sölu afurðanna. Hin áttatíu prósentin verða í eigu annarra og manni skilst að það verði aðallega innlendir fjárfestar. 1 það minnsta er ólíklegt að núverandi ríkisstjórn hafi áhuga á að hefja ríkisrekstur í stórum stíl, það er ekki hennar stíll. •«Og hún hefur heldur ekki tekið því vel þegar önnur erlend álfyrirtæki hafa sýnt áhuga á málinu. Allur þessi asi leiðir til þess að ekki er sagður vera tími til að setja Fljótsdalsvirkjun í lög- formlegt umhverfis- mat. Að mati þeirra sem ákafastir eru í að virkja er það líka full- komlega óþarft, áhrif virkjunarinnar séu fullrannsökuð og frek- ari rannsóknir myndu engu bæta við núver- andi þekkingu. Það mun að vísu vera fullmikið sagt ef eitthvað er að marka þingmenn stjórna- randstöðunnar, en lát- um það liggja milli hluta. Lögformlegt um- hverfismat snýst nefnilega ekki um rannsóknir á umhverfinu nema að litlu leyti. Það er fyrst og fremst lýð- ræðisleg aðferð til þess að gefa al- menningi færi á því að kynna sér málið, gera athugasemdir við fyrir- ætlanh stjórnvalda og hafa áhrif á þær. Um þann lýðræðislega rétt hefur slagurinn staðið undanfarnar vikur og mánuði. Eg ætla ekki að blanda mér í um- ræður um það hvað felst nákvæm- lega og lögfræðilega í ákvæðum gildandi laga um umhverfismat. Hins vegar vil ég varpa fram nokkr- um spurningum sem hafa vaknað að undanförnu og krefjast svara. Hvort sem þær falla undir lögin um um- hverfismat eða ekki þá eru þær þess eðlis að til þess að almenningur geti myndað sér skoðun á málinu þá verður að svara þeim. Sog skattpeninga Fyrsta spurningin og sú augljós- asta snýst um arðsemi virkjunarinn- Virkjanir Af hverju er verið að semja við Norsk Hydro, spyr Þröstur Haralds- son, ef fyrirtækið ætlar ekki að eiga nema fimmtung í álverinu? ar. Hagfræðingar hafa birt útreikn- inga sem sýna að stórtap verði af virkjuninni. I DV um síðustu helgi segir Sigurður Jóhannesson til dæmis að tapið verði á annan tug milljarða eða tæplega kvartmilljón á hverja fjölskyldu í landinu. Svör talsmanna Landsvirkjunar við þess- um staðhæfingum hafa hvorki verið mjög skýr né sannfærandi. Friðrik Sophusson forstjóri sagði í útvarpi að um þetta væri ekki hægt að full- yrða neitt fyrr en búið væri að semja um orkuverð við væntanlega eigend- ur álversins á Reyðarfirði. Þetta er athyglisverð staða. I dæmi hagfræðingsins er reiknað með því að verðið sem fæst fyrir orkuna frá Eyjabökkum verði með- altal þess verðs sem stóriðjan sem fyrir er í landinu greiðir fyrir ork- una frá Landsvirkjun. Leiðin til þess að draga úr þessu tapi er því sú að semja um hærra orkuverð en það sem nú er greitt. Spurningin hlýtur að vera sú hvort það sé raunhæft. Til þess að meta það væri fróðlegt að fá úr því skorið hvað álver eru að greiða fyrir raforku í nýlegum samningum annars staðar í heimin- Þröstur Haraldsson um. Það er samkeppnin sem við eig- um í. Friðrik neitaði að gefa upp það verð sem virkjunin þyrfti að fá til að standa á sléttu, það væri ekki siður góðra spilamanna að sýna á kortin. Að mati áðurnefnds Sigurðar þyrfti verðið að hækka um 50% frá því sem verið hefur að undanförnu. Verði niðurstaðan neðan við það verð sem virkjunin þarf, þá er verið að semja við Norsk Hydro um að eigendur orkuversins í Fljótsdal - íslenskir skattgreiðendur - greiði með ork- unni sem notuð verður til að skapa arð af álverinu. Dýrkeyptar fórnir skattgreiðenda Því hefur oft verið haldið fram að ekki sé raunhæft að gera ráð fyrir því að orkuver séu arðsöm vegna þess að arðurinn komi fram annars staðar. Þá er átt við áhrifin á at- vinnuþróun og væntanlegan arð eig- enda álversins sem orkan á að knýja. Það hefur með öðrum orðum verið talið verjandi að leggja í nokk- urn fórnarkostnað til þess að laða erlent fjármagn að landinu og styi’kja þannig atvinnulífið. Þessi rök geta verið góð og gild en þó hefur sú athugasemd verið gerð við þau að nýju störfin sem meining- in er að skapa verði nokkuð dýru verði keypt. Austfirðingar hafa nefnt að með margfeldisáhrifum verði til 2.500 störf. Sigurður hag- fræðingur metur tapið á virkjuninni upp á 11 milljarða hið minnsta. Það samsvarar því að við skattgreiðend- ur þurfum að greiða á fimmtu millj- ón fyrir hvert starf. Og á þá eftir að telja með allar hinar virkjanirnar sem þarf að reisa til að villtustu draumar Austfirðinga rætist. En bíðum nú við. Það er ekki verið að laða erlent fjármagn að landinu í þessu dæmi svo nokkru nemi. Það er búist við því að íslenskir fjárfestar leggi fram fjórar krónur af hverjum fimm sem kostar að reisa álverið. Er þá röksemdin um réttlætanlegan fórnarkostnað ekki orðin dálítið las- burða? A þessu stigi máls er ekki hægt að segja til um það hverjir muni fjárfesta í álveri á Reyðarfirði. Verða það lífeyrissjóðirnir eða kannski Burðarás og svipuð íýrir- tæki? Erum við - íslenskir skatt- greiðendur - reiðubúnir að leggja á okkur þær byrðar sem fylgja Fljóts- dalsvirkjun til þess að auka arð- greiðslur til innlendra fjárfesta? Hvaðan taka fjárfestarnir féð? Það má halda áfram að spyrja. Al- ver kostar sitt, einhverja tugi millj- arða eða meira. Hvaðan taka fjár- festarnir það fé? Varla fellur það af himnum ofan svo væntanlega munu þeir þurfa að losa um fé sem þeir hafa fest í hlutabréfum og öðrum verðbréfum. Sumt af því gæti komið frá útlönd- um því lífeyrissjóðirnir hafa til dæmis farið inn á þá braut að kaupa erlend hlutabréf. Þeirri þróun var á sínum tíma fagnað ákaflega með þeim rökum að sjóðirnir væi’u að dreifa áhættunni, það væri óráðlegt að hafa öll eggin í sömu körfunni sem nefnist íslenskur verðbréfa- markaður. Eru þau rök ekki gild lengur? Annað fé sem fjárfestarnir gætu losað væru ríkisskuldabréf. Hvaða áhrif hefði það á ríkisbúskap- inn? Síðast en ekki síst gætu fjár- festarnir losað það fé sem þeir hafa verið að festa í íslenskum fyrirtækj- um og hlotið einróma lof allra fyrir. Hvaða áhrif hefði það á rekstur Síld- arvinnslunnar, svo nærtækt dæmi sé tekið, ef Burðarás myndi ákveða að selja hlutabréfin í fyrirtækinu til þess að leggja féð í álver á Reyðar- firði? Er það skýringin? Og fyrst Norsk Hydro ætlar ekki að eiga nema fimmtung í væntan- legu álveri, um hvað er þá verið að semja við fyrirtækið? Væri ekki nær að doka við og sjá hverjir verða raunverulegir eigendur hins marg- umtalaða álvers á Reyðarfirði og semja við þá? Eða er það kannski búið? Er það skýringin á því hvað ráðherrunum liggur á? Höfundur er blaðamaður. Hver á Island? ÞEGAR ísland byggðist var aðgang- ur að landi frjáls enda voru jarðir fyrstu landnámsmanna stór- ■%ar. Þrátt fyrir að jarð- næði væri fyrir hendi voru í heiðri hafðar reglur um hvemig menn máttu helga sér lönd sem fólu í sér takmörkun á stærð þeirra. I Landnámu em lýsingar á því hvernig landið byggð- ist og ljóst að fyrst voru numin þau lönd sem mest landgæði höfðu. Lönd og eignir gengu í erfðir eða kaupum og söl- um en jarðnæði var oftast af skornum skammti. Á fyrri árum töldust lönd utan • ■•jjignarlanda til afrétta og gera enn. Þeir voru og eru nýttir sameigin- lega til beitar. Þar voru skil eign- arlanda og almenninga gerð. Sam- eiginlegir hagsmunir þeirra fjölmörgu sem afréttina nýttu komu á móti eignarlöndum næstu jarða. Afréttagirðingar eru seinni tíma fyrirbrigði og sjaldnast í landamerkjum. Fram á þessa öld bjuggu flestir íslendingar í sveit- um en á síðustu áratugum hefur þar orðið breyting á og búa nú flestir íslendingar í þéttbýli og liðlega helmingur þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Landnám hið síðara Það er ekki fyrr en á síðustu áratugum sem sýn fólks á land- inu og landnot hafa breyst, einkum sú sem tengist afþrey- ingu ýmiskonar fór að teygja sig inn á há- lendið. Má segja að þá hafi landnám hið síð- ara hafist stundum undir forustu félaga- samtaka sem byggðu þar upp að- stöðu og rekstur ýmiskonar. Sum- ar þessar framkvæmdir náðu fram vegna þess að lögsaga var ekki ljós enda utan þeirra nota sem hefðir höfðu skapað um aldir. Hér var því komin þörf fyrir að skera úr um eignarrétt og skerpa á ábyrgð þeirra sem með áttu að fara. í dómum Hæstaréttar hafði komið fram að utan eignarlanda væri landið án eigenda. Löggjafinn tók sig til og samdi lög til að skerpa á þessum mörkum. I lögum um þjóðlendur kveður á um að lönd utan eignarlanda skuli teljast eign ríkisins. Lögin kveða einnig á Guðni Guðbergsson mSTo^ *Mgfin^s Skólavörðustíg 35, sími 552 3621. Þjóðlendur Auk tortryggni í garð stjórnvalda og gildi laga um þjóðlendur verða einnig spurningar um gildi eignarréttar- ákvæða stjórnarskrár áleitnar, segir Guðni Guðbergsson. Er óbyggðanefnd dular- gervi fyrir þjóðnýtingu og upptöku eigna? um skipan óbyggðanefndar sem skera skyldi úr ágreiningi um mörk þar sem vafi væri á eignar- haldi. Landeigendur skyldu lýsa kröfum um eignarlönd en ríkið setti upp nefnd sem gera skyldi kröfur á móti. Þau lönd sem eng- inn gæti sýnt fram á eignarhald á skyldi teljast til þjóðlendna og þar með vera eign ríkisins. Óbyggða- nefnd gaf út bækling og tjáði að landeigendur yrðu að leggja fram afsöl og þinglýsingar. Plögg sem í tilvikum heimalanda liggja fyrir hjá embættum sýslumanna. Menn skyldu fá sér lögfræðing og undir- búa mál líkt og er um þá sem sak- aðir eru um að hafa tekið eignir óf- rjálsri hendi. Gjafsókn gæti þó fengist fyrir óbyggðanefnd og teld- ist úrskurður hennar endanlegur. Ef menn yndu ekki úrskurði henn- ar og málaferli yrðu gerðu menn það á eigin kostnað. Má þá spyrja hvort aðrar eignir og lönd séu ekki einnig í uppnámi. Geta lög verið afturvirk og einungis tekið til landa á mörkum þjóðlendna eða eiga ekki allir að vera jafnir fyrir lögum? Framkvæmd laga um þjóðlendur Hafist var handa í Árnessýslu og hef ég velt því fyrir. mér hvort þar sé um tilviljun að ræða. Þingmenn þess kjördæmis hafa ekki verið þeir hörðustu í hagsmunagæslu og Suðurland oft talið til höfuðborgar- svæðis hjá fólki annars staðar á landsbyggðinni. Lítið hefur farið fyrir umræðu um framkvæmd laga um þjóðlend- ur og fjölmiðlar sýnt lítil viðbrögð ef frá er talin umfjöllun Morgun- blaðsins 31. október. Þar er sýnt kort af uppsveitum Árnessýslu með tveimur línum. Önnur sýnir það sem kallað er kröfur heima- manna og hin kröfur ríkisins. Þar er ekki gerður greinarmunur á því landi sem telst til afrétta og því sem er hluti heimalanda. í uppsveitum Árnessýslu hafa bændur undrast þær kröfur sem fram eru komnar af hálfu ríkisins enda ekki furða þar sem í sumum tilfellum er greinilegt að dregnar eru hæðarlínur og jörðum sem byggðar hafa verið frá ómuna tíð þar með skipt án tillits_ til legu þinglýstra landamerkja. Árni Kol- beinsson, formaður kröfunefndar ríkisins, segir í Morgunblaðinu 31. október að farið hafi verið yfir málið vandlega og kröfur settar fram í ljósi þess. Ekki væri víst að afsöl og landamerki væru óræð eða mark takandi á þinglýsingum. „Þjóðlendukröfur fjármálaráðun- eytisins miðuðust við það land sem teldist eðlilegur hluti hálendisins." Yfirlýsing af þessum toga er frek- ar í ætt við pólitíska stefnu en að farið verði eftir lagabókstaf í hví- vetna. Er nema von að tortryggni vakni þegar svo í kröfum fjármál- aráðuneytis er ekki fylgt landa- merkjum heldur línur dregnar eft- ir kortum fjarri þeim? Sú skoðun hefur einnig heyrst að hér væri sérstaklega verið að taka tillit til hagsmuna þeirra sem áhuga hafa á fuglaveiðum enda er kröfulínan dregin við 300 m hæðarlínu á kort- um. Forsætisráðherra taldi að öllu væri óhætt og ljóst hefði verið að fyrir fram hefði verið gert ráð fyr- ir að hvorugur aðila málsins ríkið eða heimamenn næði fram ýtrustu kröfum. Átti ekki að skýra mörk eignarlanda og þjóðlendna þar sem ríkinu teldist það sem ekki væri annarra eign? Auk tortryggni í garð stjórnvalda og gildi laga um þjóðlendur verða einnig spurning- ar um gildi eignarréttarákvæða stjórnarski’ár áleitnar. Er óbyggðanefnd dulargervi fyrir þjóðnýtingu og upptöku eigna? Hræddur er ég um að honum afa mínum hefði brugðið illa við ef hann hefði vitað að jörðin sem hann keypti á kreppuárunum, í kaupum sem gengið var frá að lagavenju þess tíma, væri nú orðin hluti af kröfu ríkisins til þess sem teljast skuli til þjóðlendna. Landa- merki og afsal væri plögg sem nú teldust ekki óyggjandi heimild um eignarrétt. Gögn sem legið hafa fyrir hjá sýslumanni í hartnær öld. En til að bæta gráu ofan á svart væri ekki um landamerkin fengist heldur landi skipt sem næst að miðju með línu og látið skína í að ætlast væri til að menn létu af tali um eignarrétt. Ljóst væri að ýtr- ustu kröfur næðu ekki fram. Stjórnvöld hafa bundið í lög að auðlindir fiskveiða í hafinu séu al- mannaeign. Henni hefur verið deilt út til afnota fyrir fáa útvalda. Hverjum verða afhentar þjóðlend- urnar og landgæði sem talin hafa verið innan landamerkja bújarða? Land sem skattar og opinber gjöld hafa verið borgaðir af og ríkissjóð- ur tekið við án athugasemda. Fer eins með þau lönd sem tekin verða undir þjóðlendur? Höfundur er fiskitræðingur, fæddur og uppalinn í Hrunamannahreppi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.