Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
*
Landsbanki Islands kynnir nýtt stjórnskipulag og tekur upp árangursstjórnunarkerfí
Brynjólfur Helgason
staðgengill bankastjóra
LANDSBANKI íslands hf. hefur
ákveðið að taka upp árangursstjóm-
unarkerfi sem ætlað er að sjá til þess
að markmið í gæða- og starfsmanna-
málum verði jafnsett markaðs- og
fjárhagslegum markmiðum bankans.
Verkefnið hefur hlotið yfirskriftina
„Betri banki“ og er það hluti af víð-
tæku samstarfi sem hófst síðastliðið
sumar milli fjármálaráðgjafar
Landsbankans og viðskiptaráðgjafar
Royal Bank of Scotland. Sá banki
þykir einn best rekni banki heims, að
því er segir í fréttatilkynningu frá
Landsbanka íslands.
Samstarf við Royal Bank
of Scotland
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, segir í samtali
við Morgunblaðið að hinu nýja árang-
ursstjómunarkerfi Landsbankans sé
ætlað að bæta heildarþjónustuna sem
veitt er í bankanum.
„Við töldum að þetta kerfi, sem er
aðlagað að starfsemi viðskiptabanka
af Royal Bank of Scotland, væri eitt
það skilvirkasta sem bankinn gæti
tekið upp. Við sömdum þess vegna við
Royal Bank nú í júní um aðstoð þeirra
við að innleiða þetta kerfis hjá Lands-
bankanum. Við höfum nú þegar sett
árangursmarkmið fyrir öll svið bank-
ans, og verður eftir þeim unnið frá 1.
janúar árið 2000,“ segir Halldór.
Kerfið felur í sér altæka árangurs-
mælingu og -stjómun, sem á ensku er
nefnd „balanced scorecard". Kerfið er
byggt á aðferðarfræði
sem Robert S. Kaplan,
prófessor við Harvai’d
háskóla í Bandaríkjun-
um, setti formlega fram
árið 1992, þar sem
markmiðið var að þróa
jafnvægi milli áherslu á
langtíma velgengnis-
þætti fyrirtækja, eins
og gæða- og starfs-
mannamála, og skamm-
tíma fjárhagsmar-
kmiða, í rekstri
fyrirtækja.
I kerfinu verða sett
einfold og mælanleg
markmið fyrir öll meg-
insvið bankans, úti-
búanet hans og deildir. Markmiðin
em á sviði fjárhags, gæða- og verk-
ferla, á sviði tengsla við viðskiptavini
og á starfsmannatengdum sviðum.
Viðskiptabankasvid i
stað markaðssviðs
Bankaráð Landsbanka Islands hef-
ur einnig samþykkt breytingar á
stjómskipulagi Landsþankasam-
stæðunnar, í tengslum við verkefnið
„Betri banki“.
„Skipulagið er aðlagað að nýjum af-
komueiningum, með það að markmiði
að leggja gmnn að árangursstjómun-
arkerfi. Pað em ekki miklar breyting-
ai' á stjórnskipulagi bankans, en þó er
verkaskipting milli alþjóða- og fjár-
máiasviðs annars vegar og fyrir-
tækjasviðs hins vegar
endm-skilgreind nokk-
uð.
Við veitum stómm
viðskiptavinum fjár-
málaþjónustu frá þeim
sviðum báðum í við-
skiptastofu á Laugavegi
77. Þetta verður von-
andi til þess að við get-
um gert þjónustu okkar
við stórfyrirtæki ásamt
sérhæfðri fjármálaþjón-
ustu enn skilvirkari,“s-
egir Halldór.
Hann segir að í breyt-
ingunum felist einnig að
verið sé að skerpa
áherslur í rekstri úti-
búanna með nákvæmari samrekstri
þeirra á nýju sviði, viðskiptabanka-
sviði. „Við reynum að ná fram enn
frekara hagræði með því að tryggja
hagkvæmni í verkaskiptingu milli
miðlægi’ar starfsemi og reyna svo að
einbeita starfsemi útibúanna að
beinni þjónustu við einstaklinga, en
önnur miðlæg þjónusta verði færð í
sérstakar starfseiningar."
Samkvæmt hinu nýja skipulagi
veðra svið bankans fimm eins og áður.
Sviðin verða Alþjóða- og fjármálasvið,
fyrirtækjasvið og sjóðasvið/Lands-
bréf hf. Upplýsinga- og rekstrarsvið
kemur í stað rekstrarsvið áður, og
svonefnt viðskiptabankasvið leysir af
hólmi markaðssvið.
Gunnar Þ. Andersen verður fram-
kvæmdastjóri alþjóða- og fjármála-
sviðs. Brynjólfur Helgason verður
framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs,
Bjöm Líndal verður framkvæmda-
stjóri viðskiptabankasviðs, Sigurður
AtU Jónsson verður framkvæmda-
stjóri sjóðasviðs en hann er jafnframt
forstjóri Landsbréfa, og Þór Þorláks-
son verður framkvæmdastjóri upp-
lýsinga- og rekstrarsviðs.
Ráðnir upplýsíngaf ulltrúar
inn á öll tekjusvið
Halldór segir að starfsemi upplýs-
ingavinnslu verði styrkt enn frekar
hjá upplýsinga- og rekstrarsviði. „í
því felst einnig að við munum ráða
upplýsingafulltrúa inn á öll tekjusvið
bankans til að styrkja upplýsinga-
vinnslu þeirra, og er þar sérstaklega
miðað við þarfir rafrænna viðskipta
og að auka hlut bankans í þeim,“ segir
Halldór.
I tilkynningunni segir einnig að
Brynjólfur Helgason hafi verið ráðinn
staðgengill bankastjóra Landsban-
kans.
„Það er gert ráð fyrir því í banka-
lögum að ráðinn sé staðgengill bank-
astjóra. Það hefur hins vegar ekki
verið gengið frá því formlega fyrr en
nú frá því ég hóf störf. Brynjólfur hef-
ur starfað lengi við bankann, og felur
þetta í sér að hann mun starfa enn
nánar með mér að yfirstjóm bankans
ásamt því að stýra fyrirtækjasviðinu,"
segir Halldór J. Kristjánsson að lok-
um.
Bryiyólfur Helgason
Microsoft
námstefna
Islenskað
Windows
98 kynnt
NÁMSTEFNAN „Þetta er
Microsoft“ var haldin í fjórða
sinn, í Tónlistarhúsi Kópa-
vogs, nýverið. Námstefnan er
í boði Microsoft og stendur
yfir í tvo daga í hvert skipti.
Fyrri daginn sækja hana
samstarfs- og endursöluaðilar
Microsoft og seinni daginn
fagaðilar, s.s. stjórnendur og
rekstraraðilar tölvukerfa.
Fjöldi tölvuáhugamanna
sótti námstefnuna í þetta
sinnið, alls um 400 manns.
Það sem bar hæst að þessu
sinni var sýning á frumútgáfu
hins íslenskaða Windows 98
stýrikerfis. íslenska notenda-
umhverfið var sýnt og síðan
fjallað um helstu nýjungar
sem verða í 2. útgáfu Wind-
ows 98. Einnig var sýnt og
kynnt Windows 2000 stýri-
kerfið, sem er bæði fyrir
vinnustöðvar og netþjóna.
Sýnt var hvernig stjórna
má Windows 2000 til að
lækka rekstrarkostnað á
tölvukerfum. Þá var sýnt
hvernig flytja má ljósmyndir
frá myndavél yfir í tölvu bara
með því að setja myndavélina
við hliðina á tölvunni. Ætlun-
in er að halda fleiri slíkar
námstefnur á næstu misser-
um og verður efnið tengt því
sem efst er á baugi hverju
sinni.
. uppKaup
Samkomulag íslensku símafyrirtækj-
anna um númeraflutninga
Uppkaup ríldsverðbréfa
með tUboðsfyrirkomulagi
8. desember 1999
Lánasýsla ríkisins óskar eftir að kaupa
óverðtiyggð ríkisbréf í framangreindum flokki
með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að
gera sölutilboð að því tilskildu að lágmarks-
fjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 10 milljónir
króna að söluverði.
Heildarfjárhæð útboðsins er áætluð á bilinu
3oo - 1.500 milljónirkrónaað söluvirði.
Sölutilboð þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins
fyrir kl. 14:00 í dag, miðvikudaginn 8. desember.
Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru
veittarhjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6,
í sima 563 4070.
LÁNASÝSLA RÍKISINS
Hverfisgata 6, 2. hæð • Síml: S62 4070 • Fax: 562 6068
Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: lanasysla@lanasysla.is
Samkeppnishöml-
um rutt úr vegi
PÓST- OG FJARSKIPTASTOFN-
UN og rekstrarlevfishafarnir
Landssími íslands hf., Íslandssími
hf. og Tal hf . hafa komist að sam-
komulagi um flutning símanúmera
stærri notenda á milli leyfishafanna
þriggja. Með stærri notendum er átt
við þá sem hafa fengið stofnteng-
ingu, þ.e. 2 Mb/s heimtaug og 100
númera röð eða meira. Að auki geta
þeir tekið með sér símanúmer sem
byrja á 800 og 901-908.
Að sögn Gústavs Arnar, forstöðu-
manns stofnunarinnar, er með þessu
reynt að koma í veg fyrir ákveðnar
samkeppnishömlur á þessum mark-
aði.
„Þegar fleiri en eitt símafyrirtæki
eru farin að bjóða þjónustu sína get-
ur kostnaður af númerabreytingu
komið í veg fyrir að menn skipti um
símafyrirtæki og leiti þangað sem
þjónustan er betri eða ódýrari. Sér-
staklega getur fyrirtækjum reynst
dýrt að skipta um símanúmer. Það
kostar jú breytingar á bréfsefnum
og alls kyns gögnum, auk þess sem
það kostar auglýsingar o.s.frv. Þessi
kostnaður við að skipta um símafyr-
irtæki er því þröskuldur fyrir mörg
fyrirtæki. En í framtíðinni eiga not-
endur að geta flutt sín númer á milli
símafyrirtækja að vild“, segir Gúst-
av.
Tilskipanir ESBogEFTA
Hann segir að bakgrunninn að
þessu samkomulagi megi rekja til til-
skipunar ESB um slíkan númera-
flutning en þar er gert ráð fyrir að
hann verði innleiddur í síðasta lagi 1.
janúar árið 2000 í aðildarríkjunum.
„Þessi sama tilskipun er að taka
gildi núna í EFTA-löndunum en þar
sem þetta er svolítið seinna á ferð-
inni en í ESB-löndunum lítur ekki út
fyrir að við getum innleitt hana að
fullu núna um áramótin," segir Gúst-
av.
í lok ágúst síðastliðins fól sam-
gönguráðherra Póst- og fjarskipt-
astofnun að setja reglur um númera-
flutning eins skjótt og það væri
tæknilega öruggt og mögulegt. I
kjölfarið óskaði Póst- og símamálast-
ofnun eftir því við íslensku símafyr-
irtækin þrjú, Landssímann, íslan-
dssíma og Tal, að þau tækju þátt í
vinnuhópi til þess að skoða mögu-
leika á númeraflutningi í símakerf-
um fyrirtækjanna og komst hópur-
inn að niðurstöðu um
bráðabirgðafyrirkomulag eins og að
framan er lýst.
Einstaklingar næsta skref og þar
næst afnám svæðaskiptingar
„Þetta kallar á ákveðnar breyting-
ar í símstöðvunum sem kosta sitt og
taka að auki tíma í undirbúningi. Því
höfum við lagt á það áherslu að fyrir-
tæki sem eru með tiltölulega stórar
heimtaugar, eins og 2 Mb/s heim-
taug, það sem við köllum stofnteng-
ingai’, fái þessa þjónustu sem fyrst
og það er það sem þetta bráðab-
irgðasamkomulag gengur út á.
Þetta er fyrsta skrefið en strax
eftir áramót á að halda áfram þessari
vinnu og undirbúa næsta skref, sem
er að allir símnotendur eigi kost á því
sama ef þeir vilja skipta um símafyr-
irtæki. Við getum þó ekki sagt neitt
ákveðið um það í dag hvenær þeirri
vinnu verður lokið. Þriðja skrefið,
sem tekið verður seinna meir, er
númeraflutningur á milli svæða. Það
þýðir að í framtíðinni verða ekki
svæðaskipt símanúmer eins og eru í
dag,“ segir Gústav.