Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umhverfís- nefnd Alþingis Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur Gróðurfar svæð- isins ekki vel rannsakað við nefndina að skýrsla Landsvir- kjunar endurspegli stöðu grasafræði- legrar þekkingar á Islandi fyrir 20 árum og hún endurspegli hvorki nú- tíma þekkingu í plöntuvistfræði né verndunarlíffræði. Bent hefur verið á það af vísinda- mönnum sem komið hafa á fund nefndarinnar að í gróðurvinjum á ís- lenska miðhálendinu, sem samans- tendur að mestu af eyðimörk, sé upp- spretta fræja sem numið gætu land á auðnunum í kring með breyttum skil- yrðum, t.d. minnkandi búfjárbeit, en þessa möguleika er í engu getið í skýrslunni. Pá hafa athugasemdir verið gerðar við mat á strandrofi í skýrslu Landsvirkjunar. Efasemdir hafa ver- ið látnar í ljós um það að líkan sem skýrsluhöfundar vísa til varðandi mat á strandrofi gagnist við íslenskar að- stæður en samkvæmt líkaninu verð- ur strandrof lítið þegar halli lands við ströndina er minni en 7%. Ekki er vitnað til innlendra rannsókna og at- hugana sem gerðar hafa verið, t.d. við Blöndulón. Þá er ekki vísað í rann- sóknir á strandrofi við aðra hluta lónsins þar sem halli er meiri en 7%. Samkvæmt upplýsingum frá Náttúr- ufræðistofnun Islands gefa niður- stöðumar frá Blöndulóni til kynna að strandrof geti verið nokkurt á landi þar sem halli er 7% eða jafnvel minni. Niðurstöður frá Lagarfljóti munu benda í svipaða átt. Einnig hefur ver- ið bent á að vatnsborðssveiflur í lón- inu geti verið afar miklar, eða frá 8 ferkm allt upp í 43 ferkm. í skýrsl- unni er aðeins fjallað um aðstæður í meðalári sem er afar villandi því að fokhætta margfaldast ef nokkrir samverkandi umhverfisþættir verða allir hliðstæðir foki í einu. Hvað Eyjabakkalón áhrærir eru það ein- mitt sömu veðurskilyrði (langvinnir þurrkar) sem skapa hagstæð skilyrði fyrir vindrof og leiða til þess að lágt verður í lóninu. Þá hefur verið bent á að ekki liggi fyrir nægilega miklai- rannsóknir á grunnvatnsstöðu til þess að hægt sé að fullyrða að grunn- vatnsborð hækki eftir að lónið yi’ði tekið í notkun. Ljóst er að við Eyja- bakkalón gætu fokefni rokið úr gífur- lega stóru svæði og þau gætu borist yfir víðáttumikið gróið land norðan lónsins. Slíkt mundi auka verulega rofhættu á því landi og gæti í versta falli sett af stað keðjuverkandi ferh gróður- og jarðvegseyðingar. Hinir sérstöku eiginleikar eldfjallajarðvegs valda því að íslenskur jarðvegur er ákaflega viðkvæmur fyrir rofi, eins og saga gróðureyðingar hér á landi sýnir. Það er einmitt á jarðarsvæð- um, eins og á hálendinu, sem minnst má út af bera. Margir af þeim sérf- ræðingum á sviði náttúrufars sem komið hafa til fundar við nefndina hafa látið í ljós það álit sitt að hugsan- legt sé að skýrslan gefi mjög ranga mynd af rofhættu við lónið, m.a. með hliðsjón af framangreindu. Sú fullyrðing kemur fram í skýrslu Landsvirkjunar að ekki er talið að breytingar á rennsli Lagarfljóts með tilkomu Fljótsdalsvirkjunar hafi áhrif á gróður meðfram fljótinu. Full- trúi Náttúrufræðistofnunar Islands og Eyþór Einarsson grasafræðingur hafa mótmælt þessu og bent m.a. á að rannsóknir sem gerðar hafa verið á gróðri meðfram Lagarfljóti í kjölfar virkjunar við Lagarfoss árið 1975 sýni að gróður hafi breyst verulega, jafnvel þótt vatnsstaða hafi ekki breyst nema um 30 cm. Annar minni- hluti vill benda á að þessar rannsókn- ir eru meðal þeirra sem ekki er vitnað til í skýrslu Landsvirkjunar. Aburðaráhrifa vorflóða í Jökulsá í Fljótsdal er í engu getið í skýrslunni og því engin afstaða tekin til þess hvaða áhrif það kunni að hafa á gróð- ur meðfram ánni þegar þeirra nýtur ekki lengur við. Þá er ekki getið um möguleg áhrif á lífríkið í Héraðsflóa þegar framburðar frá jökulánni nýt- ur ekki lengur við í þeim mæli sem nú er. Þá hefur sú gagnrýni komið fram að dýralífsþætti skýrslunnar sé mjög áfátt. Sérfræðingar á sviði hreindýrarannsókna hafa látið í ljós það mat sitt að ekki liggi fyrir nægi- legar rannsóknir á fari og hegðun hreindýi’a á svæðinu. Þá bendir Nátt- úrufræðistofnun Islands á að mjög takmarkaðar rannsóknh- hafi verið gerðar á dýralífi á Eyjabökkum. Gerðar voi*u rannsóknir sem stóðu yfir á sumrin 1979-1981 auk einnar viku vinnu sumarið 1975. Að öðru leyti sé um að ræða talningar á gæs- um og hreindýrum á Eyjabökkum dagpart á sumri hverju. Hins vegar er í skýrslu Landsvirkjunar talað um að rannsóknir á dýralífi hafi nú staðið yfir í 30 ár. Náttúrufræðistofnun ís- lands telur að enginn vafi leiki á hvaða áhrif myndun lóns hefði á dýralíf á Eyjabökkum - dýrin missi búsvæði sín og lendi á hrakhólum. Fullnægjandi vitneskja sé hins vegar ekki til staðar um hvaða áhrif það muni hafa fyrir stofna viðkomandi tegunda, einkum gæsa og hreindýra, en eins og kunnugt eru Eyjabakkar mikilvægasti fjaðrafellistaður á ísl- andi fyiir heiðagæsir og eitt mjög fárra svæða á landinu sem bjóða upp á heppileg skilyrði fyrir stóran hóp felliftigla." Að síðustu má geta þess að í álitinu segist annar minnihlutinn telja að í 10. kafla skýrslu Landsvirkjunar, þar sem m.a. er fjallað um alþjóðlega samninga, sé mikilvægum atriðum sleppt og hefur Náttúrufræðistofnun íslands einnig vakið athygli á því í umsögn sinni. „I kaflanum er fjallað um Ramsar-samninginn um verndun votlendis sem Islendingar gerðust aðilar að árið 1978, eða þremur árum áður en heimildarlög um Fljótsdalsv- irkjun voru samþykkt. I skýrslunni eru nokkur ákvæði rakin en ýmsu sleppt, m.a. því ákvæði að láta fram- kvæma mat á umhverfisáhrifum áður en votlendi er breytt eða það eyði- lagt.“ ÞÓRA Ellen Þórhallsdóttir grasa- fræðingur og prófessor við HI dreg- ur í efa ýmsar fullyrðingar sem fram koma í skýrslu Landsvirkjunar um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdals- virkjunar, einkum þær sem snúa að gróðurfari á Eyjabakkasvæðinu. Hún dregur til að mynda í efa þá full- yi-ðingu að allmargar athuganir hafi verið gerðar á gróðurfari svæðisins og segir þvert á móti að svæðið sé ekki vel rannsakað gróðurlega séð. I skýrslu sem hún sendi umhverfis- nefnd Alþingis segir hún m.a. að gróðurhluti skýrslu Landsvirkjunar sé byggður á 20 ára gömlum rann- sóknum með gögnum sem safnað hafi verið fyrir 22 til 24 árum. Þá seg- ir hún að af þeim upplýsingum sem hún hafi aflað sér geti hún ekki betur séð en að grasafræðingar hafi eytt að hámarki 30 dögum við gagnasöfnun vegna virkjanaáforma á Eyjabakka- svæðinu. „Þær rannsóknir sem gerðar voru fyrir 20 árum voru frumúttekt á svæði sem mjög lítið var vitað um. Þær voru vel unnar og standa enn vel íýrir sínu en þær snerust um að skrá tegundir og lýsa helstu gróðurfars- legum einkennum svæðisins. Engar plöntuvistfræðilegar rannsóknir hafa farið fram á svæðinu ef frá eru taldar þær sem sneru að fæðuvali og beitarplöntum hreindýra. Skýrslan endurspeglar stöðu grasafræðilegr- ar þekkingar á Islandi fyrir 20 árum. Hún endurspeglar hvorki nútíma- lega stöðu þekkingai- í plöntuvist- fræði né verndunarlíffræði," segir hún í skýrslunni. Þóra segir enn- fremur í samtali við Morgunblaðið að engin tilraun sé gerð til þess að setja gróður á Eyjabökkum í eitthvert stærra samhengi. „Þannig að það er algjöriega marklaust fyrir almenna lesendur ef ekkert er sagt um nátt- úruverndar gildi svæðisins. Það verður að setja þetta í eitthvert sam- hengi, en það er ekki reynt, hvorki á landsvísu fyrir Evrópu eða fyrir heiminn allan. Það eina sem er sagt í skýrslunni er að það sé einna merkilegast við svæðið að þar sé samfelldur gróður frá sjó og inn að jökli, 140 km leið. En þar kemur til að mynda ekki fram að Eyjabakkar eru flæðiengi, sem eru mjög sjaldgæf á hálendinu," segir hún. Þá telur Þóra að ranglega sé farið með reynsluna frá Blöndulóninu. „Það er reyndar orðað þannig í skýi-slunni að það hafi ekki orðið vart við fokleir úr Blöndulóninu. Það hef- ur kannski ekki orðið vart við fok á leir, en það hefur hins vegar orðið vart við fok á sandi. Þannig að það hefur gengið sandtunga að minnsta kosti á einum stað sem er fimmtíu metra breið, fimmtíu og fimm metra löng, sandur sem fokið hefur upp úr lóninu og kaffært gróið land þegar stóð lágt í því.“ Þóra bendir því á að hætta sé á því að fjúki úr lóninu á Eyjabökkum þegar lágt sé í því á vorin. „Eg held að þetta geti verið hrein tíma- sprengja og tel að þetta geti haft mjög alvarlegar afleiðingar.“ Meirihlutiiðnaðarnefndar Alþingis við umfjöllun um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun Hafnar beiðni um fund með fulltrúa Norsk Hydro Morgunblaðið/Sverrir Tillögum umhverfisnefndar Alþingis var dreift á fundi iðnaðamefndar Alþingis í gærmorgun. MEIRIHLUTI iðnaðarnefndar Al- þingis felldi á fundi sínum í gær- morgun tillögu Árna Steinars Jó- hannssonar, fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs í nefndinni, um að nefndin kalli til sín fulltrúa frá Norsk Hydro vegna umfjöllunar nefndarinnar um áframhaldandi framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun. Áður eða á laug- ardag hafði umhverfisnefnd Alþing- is hafnað sambærilegri beiðni Kol- brúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, um að fulltrúi Norsk Hydro kæmi á fund um- hverfisnefndar. í iðnaðarnefnd taldi meirihlutinn ekki ástæðu til þess að kalla til full- trúa Norsk Hydro m.a. vegna þess að fyrir lægi samkomulag við fyrir- tækið frá júní sl. um að ákvörðun um framkvæmdir ætti að liggja fyr- ir um áramót. í umhverfisnefnd var tillagan felld vegna þess að formað- ur nefndarinnar taldi að nefndin hefði ekki nægan tíma til þess að fá fulltrúa Norsk Hydro í heimsókn enda bæri henni að skila áliti til iðn- aðarnefndar eftir helgi. Árni Steinar tók málið upp í upp- hafi þingfundar á Alþingi í gær og sagði hann m.a. að hann teldi meiri- hlutann hafa beitt minnihlutann of- beldi og harðræði með því að hafna tillögunni um fund með fulltrúa Norsk Hydro. Kvaðst hann telja það einsdæmi í þingsögunni að ósk- um manna um að fá sérfræðinga á nefndarfundi væri hafnað. „Um- rædd tillaga átti sérstaklega erindi til iðnaðarnefndar í ljósi þess að nú hefur umhverfisnefnd skilað af sér áliti þar sem fram kemur að flmm af sjö fulltrúum nefndarinnar eru hlynntir því að Fljótsdalsvirkjun fari í lögformlegt umhverfismat," sagði hann og krafðist þess af meirihluta iðnaðarnefndar að end- urskoða afstöðu sína og boða full- trúa Norsk Hydro á fund hennar ekki seinna en á föstudag. Hjálmar Árnason formaður iðn- aðarnefndar Alþingis sagðist hins vegar telja það afskaplega óheppi- legt og í raun ekki sæmandi að „fara bónleið til Norðmanna í störf- um þingnefndar," eins og hann orð- aði það. Tók hann m.a. fram að það lægi fyrir skrifleg yfirlýsing, m.a. fulltrúa Landsvirkjunar og Norsk Hydro, frá því í júní sl. um að sam- komulag um framkvæmdir þyrfti að liggja fyrir um áramót. Ekkert hefði breyst síðan þá. „Og af því að hæstvirtur þingmaður, Arni Stein- ar, talaði um ofbeldi [...] má benda á að sex nefndarmenn höfnuðu tillög- unni en þrír voru henni fylgjandi. Það eru eðlileg málslok í lýðræði og á ekkert skylt við ofbeldi." Misvisandi yfírlýsingar frá Norsk Hydro? Fleiri þingmenn blönduðu sér í umræðurnar og sagði Jóhann Ár- sælsson, þingmaður Samfylkingar- innar, m.a. að það væri ekki rétt að ekkert hefði breyst frá því menn hófu að fjalla um áframhaldandi framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun í nefndum þingsins. Þvert á móti, sagði hann, hefðu komið fram tvær yfirlýsingar frá Norsk Hydro. Önn- ur um að fyrirtækið hefði sama áhuga á álveri þótt virkjunarfram- kvæmdir færu í lögformlegt um- hverfismat og hin um að slíkt mat gæti sett málið úr skorðum. „Er nema eðlilegt að nefnd þingsins, sem á um þetta mál að fjalla, [...] leiti upplýsinga [...] og fái botn í það hvaða umhverfisstefnu fyrirtækið hafi áður en endanleg afstaða verði tekin til þess hvort fara eigi fram lögformlegt umhverfismat [...] eða ekki.“ Sighvatur Björgvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Kolbrún Halldórsdóttir og Steing- rímur J. Sigfússon, þingmenn Vin- strihreyfingarinnar-græns fram- boðs, tóku undir þessa gagnrýni sem fram kom í máli þeirra stjórna- randstæðinga sem til máls tóku. Valgerður Sverrisdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins, tók hins vegar fram að Norsk Hydro væri ekki aðili að virkjunarfram- kvæmdunum og því væri það í meira lagi óviðeigandi að fá fulltrúa fyrirtækisins til viðræðu við iðnað- arnefnd þegar hún ræddi fram- kvæmdirnar. Kvaðst hún þakklát fyrir að meirihluti iðnaðarnefndar skyldi fella títtnefnda tillögu Árna Steinars því sér hefði fundist að með henni væri verið að biðja Norð- menn um að taka afstöðu fyrir hönd íslendinga. Við það hefði hún ekki getað unað. Guðjón Guðmundsson, fulltrúi sjálfstæðismanna í iðnaðar- nefnd, lýsti því sömuleiðis yfir að hann hefði verið mótfallinn tillögu Árna og sagði að sér fyndist að nefndin ætti ekkert vantalað við Norsk Hydro. „Ég lít þannig á að þetta þingmál snúist um hvort Al- þingi ætli að standa við fyrri sam- þykktir eða ekki.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.