Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 10
10 MÍÐVIKÚDAGUR 8. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Umhverfísnefnd Alþingis skilar tveimur minnihlutaálitum um Fljótsdalsvirkjun
Annar minnihluti
telur laffa-
óvissu ekki eytt
Umhverfísnefnd Alþingis skilaði í gær tveimur minnihlutaálit-
um um þingsályktunartillöffli iðnaðarráðherra um framhald
framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun. Fulltrúar stjórnarand-
stöðu í nefndinni sendu hins vegar frá sér bréf til iðnaðar-
nefndar Alþingis þar sem þeir kváðust styðja minnihlutaálit
Olafs Arnar Haraldssonar og Katrínar Fjeldsted. Gögnum
umhverfísnefndar var dreift á fundi iðnaðarnefndar í gær-
morfflin og kveðst formaður nefndarinnar búast við því að nið-
urstöður hennar liggi fyrir um næstu helffl.
í ÁLITI annars minnihluta umhverf-
isnefndar um þingsályktunartillögu
iðnaðarráðherra um framhald fram-
kvæmda við Fljótsdalsvirkjun, en
hann skipa Ólafur Örn Haraldsson og
Katrín Fjeldsted, ítrekar hann það
álit sitt að fyrirhugaðar framkvæmd-
ir við Fljótsdalsvirkjun fari í mat á
umhverfisáhrifum „samkvæmt gild-
andi lögum“ Annar minnihluti gagn-
rýnir mjög hversu knappan tíma
nefndinni var skammtaður í störfum
sínum. Fram kemur í álitinu að
nefndinni vannst ekki tími til að leita
eftir lögfræðilegu áliti til dæmis
Lagastofnunar Háskóla íslands og
telur að úr lagaóvissu verði að greiða
og verði það vart gert án þess að
dómstólaleiðin verði farin.
„Lagaóvissan er fyrst og fremst
fólgin í því að þótt gilt virkjunarleyfí
sé talið vera fyrir hendi bendi öll rök
til þess, m.a. studd af dómafordæm-
um frá EB-dómstólnum að fyrir þurfi
að liggja öll leyfi lögbærra aðila áður
en lagt er í framkvæmdir af þessu
tagi og samkvæmd íslenskum lögum
séu það virkjunarleyfi og fram-
kvæmdaleyfi samkvæmt skipulags-
og byggingalögum,“ segir í álitinu.
Fyrsti minnihluti umhverfisnefnd-
ar, skipaður Kristjáni Pálssyni, Ástu
Möller og Gunnari I. Birgissyni,
þingmönnum Sjálfstæðisflokks, og
Jónasi Hallgrímssyni, þingmanni
Framsóknarflokks, lagði hins vegar
til eins og búist var við að tillaga iðn-
aðarráðherra um framhald fram-
kvæmda við Fljótsdalsvirkjun yrði
samþykkt.
Aðrir fulltrúar í umhverfisnefnd,
þau Össur Skarphéðinsson, Samfylk-
ingu, Þórunn Sveinbjarnardóttir,
Samfylkingu, og Kolbrún Halldórs-
dóttir, Vinstrihreyfingunni-grænu
framboði, skiluðu á hinn bóginn bréfi
til iðnaðamefndar í gær þar sem þau
segjast styðja í einu og öllu álit og
niðurstöðu formanns nefndarinnar,
Ólafs Amar Haraldssonar og Katrín-
ar Fjeldsted.
Þegar Ólafur Öm er spurður að því
hvort ekki hefði verið einfaldara að
leyfa þingmönnum Samfylkingarinn-
ar og Vinstrigrænna að skrifa undir
álit hans og Katrínar segir hann:
„Það er ljóst að meirihluti þingmann-
anna í umhverfisnefnd er sömu skoð-
unar efnislega bæði um mat á um-
hverfisáhrifum og um stöðu málsins
en um leið og ég veit að félagar mínir
í Framsóknaifiokknum umbera
skoðanir mínar þá er líka óeðlilegt að
ég stylli mér upp í flokki með stjóma-
randstöðunni þó svo við séum efnis-
lega sammála. Það er einfaldlega
ekki sú venja í vinnubrögðum."
„Fossar hverfa sem
eftirsjá er að“
I áliti fyrsta minnihluta um fyrir-
hugaðar framkvæmdir við Fljóts-
dalsvirkjun segist hann telja ljóst að
gróið og mjög sérstakt land fari undir
vatn við virkjunarframkvæmdimar
og fossar hveifi sem eftirsjá er að.
„Má nefna að hraukar, sem em sér-
stæð landform sem eiga sér fáar hlið-
stæður svo vitað sé, munu hverfa með
tilkomu lónsins. Þá hefur því oft verið
lýst að Eyjabakkar hafi sérstöðu
vegna hæðar sinnar yfir
sjávarmáli en Eyja-
bakkar og Vesturöræfi
munu vera hæstu stóm
samfelldu gróðurlendin
á miðhálendi íslands. Þá
er mikil fossaröð í Jökul-
sá í Fljótsdal enda fellur áin 600 m á
30 km. Með virkjuninni hverfur jök-
ulvatnið úr farvegi hennar og má
búast við því að aðeins seinni part
sumars, þegar miklar leysingar em í
jöklinum og lónið er orðið fúllt, verði
rennsli í fossunum að einhverju vem-
legu marki.“
Þá segir í álitinu: „Eins og fram
hefur komið era umsagnaraðilar ekki
á einu máli um gæði skýrslu Landsv-
irkjunar. Kom t.d. fram í máli nokk-
urra að jarðfræði svæðisins lægi
nokkuð ljós fyrir og væm gerð góð
skil, en aðrir vom ekki sammála því.
Þá kom fram mismunandi mat á gæð-
um lýsinga og umfangi rannsókna á
gróðurfari og dýralífi. Fyrsti minni-
hluti bendir á að margir þessara aðila
vilja friða svæðið og hafa lýst því yfir
að þeir séu mótfallnir öllum stór-
virkjunum á þessu svæði óháð því
hvort umhverfismat á þeim yrði já-
kvætt eða ekki, þar á meðal virkjun
við Kárahnúka.
Rannsóknir hófust á svæðinu
vegna virkjunarframkvæmdanna ár-
ið 1975 og hafa staðið yfir með hléum
síðan. Margir gestir nefndarinnar
sem tilheyra náttúm- og umhverfis-
verndarsamtökum lýstu þeirri skoð-
un sinni að þeir teldu að frekari rann-
sókna væri þörf á svæðinu, m.a. með
tilliti til gróðurfars, hegðunar dýra og
hugsanlegs jarðvegsrofs á bökkum
lónsins, svo og því að meta náttúm-
verndargildi svæðisins sem heildar.
Fyrsti minnihluti telur að lengi megi
deila um hvenær svæði teljist vera
nægjanlega rannsakað og sjálfsagt
yrði alltaf ágreiningur um það. Fyrsti
minnihluti telur að þau gögn sem
liggja fyrir gefi greinargóða mynd af
náttúra svæðisins og gildi þess og tel-
ur sig geta á gmndvelli þeirra tekið
afstöðu til framhalds framkvæmda
við Fljótsdalsvirkjun.
Fyrsti minnihluti telur að þó að
mikið hafi dregið úr umhverfisspjöll-
um af völdum virkjunarinnar frá upp-
haflegum áformum sé nauðsynlegt af
hálfu Landsvirkjunar að skoða frek-
ari aðgerðir til mótvægis eða til að
draga úr umhverfisspjöllum. I um-
sögn Náttúmvemdarráðs um
breytta útfærslu Fljótsdalsvirkjunar
frá 1991 era gerðar athugasemdir við
röskun á vatnasviði ánna. Telur fyrsti
minnihluti að kanna megi möguleika
á að vernda vatnsföll sem draga úr
náttúraspjöllum með því að smáám-
ar Hafursá, Laugará, Gijótá og
Hölkná haldi rennsli sínu svo að foss-
ar í þeim varðveitist. Að mati 1.
minnihluta era margir fallegir fossar
í ánum sem eftirsjá er í. Þá er lögð
áhersla á uppgræðslu og ræktun
lands til mótvægis við það sem tap-
ast. Fyrsti minnihluti telur
nauðsynlegt að Landsvir-
kjun birti áætlun um
hvemig það verði gert, svo
og að Landsvirkjun geri
athugun á því hvort tilbún-
ir hólmar í lóninu gætu
gagnast fuglalífi svæðisins. Þá hafa
gestir á fundum nefndarinnar látið í
ljósi þá skoðun að hætta á foki af
bökkum lónsins sé meiri en gert er
ráð fyrir í skýrslu Landsvirkjunar,
einkum með tilvísun til þess að vatns-
borðssveiflur verði mun meiri í fyrir-
huguðu Eyjabakkalóni en öðmm lón-
um á landinu sem rannsökuð hafa
verið og vitnað er til í skýrslunni. Tel-
ur 1. minnihluti mikilvægt að
Landsvirkjun leggi fram áætlun um
hvemig bmgðist verði við því.
Fulltrúar 1. minnihluta vilja taka
fram að þeir styðja það sjónarmið
sem kemur fram í greinargerð með
tillögunni að tryggja þurfi eftir því
sem kostur er eðlilega dreifingu
virkjana um landið þannig að virkjað
sé utan eldvirkra svæða. Með virkjun
Jökulsár í Fljótsdal er skapað visst
öryggi fyrir rafmagnsframleiðslu
landsmanna því að svæðið er utan
þekktra virkra jarðskjálftasvæða.
Þá bendir 1. minnihluti á að í máli
sveitarstjórnarmanna á Austurlandi,
samtaka íbúa á svæðinu sem styðja
virkjunarframkvæmdir á Austur-
landi, og fulltrúa Byggðastofnunar á
fundum nefndarinnar komu fram
veralegar áhyggjur afþróun byggðar
á svæðinu. Fram kom að á undan-
fömum ámm hefur fólki fækkað
mjög í fjórðungnum. Á undanfömum
áram hafi ýmsar ráðstafanir verið
gerðar í atvinnumálum til að snúa
þróuninni við, en þær hafi ekki dugað
til. Var það mat þessara aðila að
Fljótsdalsvirkjun og bygging álvers í
kjölfarið, að teknu tilliti til margföld-
unaráhrifa þeirra framkvæmda og
reksturs álverksmiðju, væri sú ein-
staka ráðstöfun sem hefði möguleika
á að snúa þróuninni við. Engin önnur
áform á vegum t.d. Byggðastofnunai-
gætu mögulega haft viðlíka jákvæð
áhrif á samfélagið á Austurlandi til
styrkingar öllum þáttum samfélags-
ins með tilliti til atvinnu, menningar
og mannlífs. Einnig er efnahagslegur
ávinningur þjóðarinnar allrar mikill."
Fyrsti minnihluti umhverfisnefndar
leggur til að lokum að tillaga iðnaðar-
ráðherra um framhald framkvæmda
við Fljótsdalsvirkjun verði samþykkt
óbreytt.
„Umhverfisnefnd fékk
of stuttan tíma“
I upphafi nefndarálitsins frá öðr-
um minnihluta umhverfisnefndar er
sú skoðun sett fram að nefndin hafi
fengið mjög stuttan tíma til að skila
áliti sínu á umhverfisþætti fram-
kvæmdanna við Fljótsdalsvirkjun
eða innan við tvær vikur. „Að mati 2.
minni hluta er slíkur fyrirvari allt of
skammur til að hægt sé að vinna mál-
ið þannig að fullnægjandi sé.“ Bendir
umræddur minnihluti á að á annað
hundrað bréfa hafi borist til iðnaðar-
og umhverfisnefndar í gegnum tölv-
upóstföng nefndanna en vegna tíma-
skorts hefði ekki verið hægt að kalla
til fleiri aðila eða leita eftir umsögn-
um sem skýrt hefðu betur ýmsa
grandvallarþætti málsins. „Má þar
m.a. nefna lagaleg atriði, gróðurfar,
dýralíf, mat á arðsemi, m.a. með tilliti
til verðmætis lands, náttúru og auð-
linda, mat á öðram nýtingarmögu-
leikum svæðisins o.fl. Meðal þeirra
aðila sem leita hefði þurft til með álit
og umsagnir eru óháðir lögfróðir aðil-
ar, m.a. frá Háskóla íslands, aðilar
með sérþekkingu á útreikningum
arðsemismats, m.a. frá Þjóðhagsstof-
un, Umhverfisstofnun Háskóla ís-
lands o.fl., og náttúrufræðingar sem
rannsakað hafa dýralíf og gróðurfar
svæðisins. Þá hefði einnig þurft að
kalla til aðila sem hafa afgerandi
áhrif á málsmeðferð umhverfisþátt-
arins. Er þar sérstaklega átt við
Norsk Hydro, en yfirlýsingar fyrir-
tækisins hafa verið misvísandi og gef-
ið tilefni til að fá skorið úr um afstöðu
fyrirtækisins til mögulegrar seinkun-
ar framkvæmda við fyrirhugað álver.
En svo sem kunnugt er telja íslensk
stjórnvöld ekld á það hættandi að
vinna málið lengur og betur, hvað þá
að hættandi sé á að setja virkjunina í
lögformlegt umhverfismat. Nauðsyn-
legt er að Alþingi fái skýr svör fyrir-
tækisins um hver sé umhverfisstefna
þess, hvaða kröfu það geri til þeirra
verkefna sem það tekur þátt í og
hversu mikla áhættu fyrirtækið telji
felast í því að fresta framkvæmdum
þar til lögformlegt umhverfismat hef-
ur farið fram og í hverju slík áhætta
sé fólgin. Fram kom í nefndinni ósk
um að fá fulltrúa fyrirtækisins á fund
hennar en sökum tímaskorts nefnd-
arinnar við umfjöllun málsins reynd-
ist það ekki unnt. Þá vill 2. minni hluti
geta þess að sá stutti tími sem nefnd-
in hafði til að fjalla um málið varð til
þess að Landvemd, mikilvægur um-
sagnaraðili um máhð, treysti sér ekki
til að koma á fund nefndarinnar eða
gefa henni umsögn um málið á þeim
stutta tíma sem gefinn var.“
I álitinu greinii- annar minnihluti
enn fremur frá því að nefndin hafi
meðal annarra fengið á sinn fund
skipulagsstjóra ríkisins. „Kom fram í
máli hans að ekki liggur fyrir deilis-
kipulag af þeim svæðum sem fram-
kvæmdir við Fljótsdalsvirkjun era
fyrirhugaðar á en hann telur að þær
kalli á gerð deiliskipulags, annars
vegar fyrir aðkomu- og stöðvarhúss-
væði og hins vegar fyrir stíflustæði.
Þar sem aðal- eða svæðisskipulag er
ekki fyrir hendi er unnt að auglýsa
deiliskipulagstillögu og ganga frá
deiliskipulagi á grandvelli 3. tölul.
bráðabirgðaákvæðis skipulags- og
byggingarlaga. Skipulagsstofnun
verður að samþykkja að auglýsa til-
lögu að deiliskipulagi og að fengnu
samþykki hennar fer
með auglýsingu og af-
greiðslu deiliskipulag-
sins skv. 25. gr. skipu-
lags- og byggingarlaga.
Liggi staðfest svæðis-
skipulag fyrir getur
sveitarstjóm auglýst tillögu að deilis-
kipulagi skv. 25. gr. sömu laga án
meðmæla Skipulagsstofnunar. Telur
skipulagsstjóri samkvæmt þessu að
Fljótsdalshreppur þurfi að leita með-
mæla stofnunarinnar vegna auglýs-
ingar deiliskipulagstillögu fyrir að-
komu- og stöðvarhússvæði en
Fljótsdalshreppur og Norður- Hérað
geti auglýst deiliskipulagstillögu fyr-
ir stíflusvæði á grandvelli svæðis-
skipulags miðhálendis. Þá lýsti
skipulagsstjóri því mati sínu að hann
teldi að skv. 36. gr. skipulags- og
byggingarlaga þyrfti byggingarleyfi
fyrir varanlegum húsbyggingum sem
gerðar væra í tengslum við virkjanir,
en það ætti m.a. við um stöðvarhús,
íbúðarhús, mötuneyti og verkstæði.
Þá upplýsti hann að byggingarleyfi
væri ekki fyrir húsbyggingum vegna
Fljótsdalsvirkjunar. Enn fremur
greindi hann frá því að framkvæmda-
leyfi fyrir byggingu virkjunarinnar
frá sveitarstjóm samkvæmt þágild-
andi skipulags- og byggingarlögum
væra ekki til staðar, að undanskildu
leyfi fyrir aðkomugöngum virkjunar-
innar. Kom fram hjá skipulagsstjóra
að hann teldi að aðrar framkvæmdfr
við virkjunina sem ekki væru bygg-
ingarleyfísskyldar, þar á meðal stíflu-
gerð, vegir, veitur og efnistökustaðir,
væra háðar framkvæmdaleyfi skv.
27. gr. skipulags- og byggingarlaga."
„Alvarleg gagnrýni á skýrslu
Landsvirkjunar“
„Að mati 2. minnihluta hefur alvar-
leg og málefnaleg gagnrýni komið
fram á skýrslu Landsvirkjunar. Sérf-
ræðingar á sviði náttúrufars hafa lýst
þeirri skoðun sinni að þeir telji að
framsetning og túlkun gagna í
skýrslunni sé virkjunai-aðila í hag. 2.
minnihluti telur augljóst að skýrslan
er skrifuð af mörgum höfundum svo
að ekki gætir samræmis í efnislegri
meðferð auk þess sem hún ber þess
merki að vera ekki skrifuð af líffræð-
ingum, náttúrufræðingum eða vist-
fræðingum. Þá hefur verið bent á
ýmsar rannsóknir, bæði innlendar og
erlendar, sem til eru um áhrif virkj-
anaframkvæmda á dýralíf og náttúr-
ufar á svæðinu sem ekki er getið í
skýrslu Landsvirkjunar."
Þá segir í álitinu að gerður hafi
verið fjöldi athugasemda við skýrsl-
una og við það hvernig hún hafi verið
unnin. „Það álit hefur verið látið í ljós
að skýrslan sé áferðarfalleg og ein-
kennist nokkuð af lýsingum á stað-
háttum en margar rannsóknir vanti
til að hægt sé að meta svæðið heild-
stætt. Sem dæmi má nefna að gróð-
urhluti skýrslunnar er byggður á um
20 ára gömlum rannsóknum og er
tekið fram að enda þótt niðurstöður
þeirra standi enn vel fyrir sínu geta
þær ekki talist fullnægjandi miðað
við þær ki-öfur sem eðlilegt er að
gera til slíkra rannsókna. Hvað varð-
ar gróðurfar hefur einnig verið bent á
að einn stærsti annmarki skýrslunn-
ar sé að nær engin tilraun sé gerð til
að setja gróður svæðisins í stærra
samhengi með því að bera hann sam-
an við gróður annars staðar á hálend-
inu eða skoða mikilvægi hans í
evrópsku eða hnattrænu samhengi.
Þá hefur verið bent á að Eyjabakkar
séu flæðiengi en engar rannsóknir
hafi farið fi’am sem skilgreina það
vistkerfi gróðurs og dýra sem þarna
er að finna. Víst er að flæðiengi era
sjaldgæf á miðhálendinu og tilvist
þeirra á Eyjabökkum gefur svæðinu
sérstöðu. Þá telur 2. minnihluti hæpið
að halda því fram að allmargar at-
huganir hafi verið gerðar á gróður-
fari Eyjabakkasvæðisins eins og seg-
ir í skýrslu Landsvirkunar (bls. 66).
Þóra Ellen Þórhallsdóttur og fleiri
hafa tjáð nefndinni að samkvæmt
þeirra upplýsingum hafi grasafræð-
ingar eytt að hámarki um 30 dögum
við gagnasöfnun á Eyjabakkasvæð-
inu vegna virlqanaáforma þar ef frá
er talin vinna við gróðurkort sumarið
1976. Þá fékk nefndin þær upplýsing-
ar að Agúst H. Bjamason grasafræð-
ingur, sem samkvæmt
skýrslu Landsvirkjunar
vann að athugunum á
Eyjabakkasvæðinu suma-
rið 1998, hefði aldrei farið
inn á Eyjabakkasvæðið
heldur gert athuganir á
Fljótsdalsheiði og við Hölkná, Laug-
ará og Grjótá sem ekki era á vatna-
svæði Jökulsár í Fljótsdal heldur
renna niður Hrafnkelsdal. Þá segir
Þóra Ellen Þórhallsdóttir um skýrslu
Ágústs að hún sé að hluta gagnrýnin
úttekt á fyrri rannsóknum, einkum
aðferðarfræði þeirra. Niðurstaða
hans sé að meginþorri þeirra gróður-
lýsinga sem til era af þessu svæði sé
almenns eðlis. Gróður á fyrirhuguðu
svæði Eyjabakkalóns sé því aðeins
þekktur í stærstu megindráttum þar
sem fáar eða nær engar nákvæmar
athuganir hafi verið gerðar. Þá hafa
Þóra Ellen, Náttúravernd ríkisins og
fleiri bent á að litlar sem engar vist-
fræðirannsóknir hafi verið gerðar á
svæðinu. Það álit var einnig látið í Ijós
SJÁBLAÐSÍÐU 12
Smáár haldi
rennsli svo
fossar varð-
veitist
Deiliskipu-
lag liggur
ekki fyrir
á svæðinu