Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 45 Auglýsing um staðfestingu á legu Fljótsdalslxnu I, vestaii hluti frá Akureyri að Veggjafelli Samlcvæmt skipulagslögum nr. 19/1964 hefur ráðuneynð þaim 20. apríl 1994 staðfest legu Fljótsdalslínu I &á Akureyri að Veggjafelli. Uppdráttur fyrir legu háspermulínunnar hefur hlotið þá meðferð, sem skipulagslög nr. 19, 21. maí 1964 mæla fyrir um. Uppdráttinn hefur skipulagsstjóm ríkisins afgreitt til staðfestingar ráðherra- Umhverfisráðuneytið, 20. apríl 1994. 's& 0w • • Dr. Ossur og mr. Skarp- héðinsson ÖSSUR Skarphéð- insson hefur unnið einstakt afrek þetta haust. Honum hefur nánast tekist að koma fram fyrir þjóð og þing og sannfæra hváru tveggju um ein- lægni sína og áhuga á verndun svæðisins við Eyjabakka. Ræður hans um þetta og greinar hafa ein- kennst um margt af þeirri mælsku og inn- blæstri sem oftar en ekki er aðal hugsjóna- mannsins. Og ekki dreg ég eitt augnablik í efa að Oss- ur er mikill umhverfissinni og læt- ur sér umrætt svæði mjög fyrir brjósti brenna. Afrek hans er hins vegar fólgið í því að ekki eru nema fimm ár síðan þessi sami Össur tók þá ákvörðun í skjóli valds síns sem umhverfisráð- herra að veita Landsvirkjun leyfi fyrir Fljótsdalslínu 1. Ossur staðfesti Fljótsdalsvirkjun! Ráðherrann Össur skrifaði undir bréf hinn 20. apríl 1994 þar sem Landsvirkjun er formlega veitt leyfi fyrir lagningu Fljótsdalslínu 1 frá Héraði norður í land. Og hvers vegna gefur hann út bréfið þennan dag? Svarið felst nefnilega í því að 1. maí sama ár hefði runnið út bráðabirgðaákvæði laga um um- hverfismat ef ekki lægi fyrir form- legt leyfi Landsvirkjunar fyrir þessari línu. Þess vegna gaf ráð- herrann Össur út leyfið hinn 20. apríl og staðfesti með þeim gjörn- ingi sínum leyfið fyrir Fljótsdalsv- irkjun án frekara umhverfismats. Það sem meira er: Dagsetningin miðast við að sneiða hjá lögform- legu umhverfismati. Þá skynjaði umhverfisráðherrann Össur að leyfi fyrir Fljótsdalsvirkjun var til staðar. Þá gerði ráðherrann heldur engar tilraunir til að spá í frekara mat á umhverfinu vegna virkjunar. Fljótsdalslína 1 átti væntanlega að gegna því hlutverki að flytja raf- magn frá þeim stað sem nafn henn- ar er kennt við. Ráðherrann Össur virtist sum sé hafa nægan tíma til að vega og meta Fljótsdalsvirkjun og beita ráðherravaldi sínu sam- kvæmt þeirri sannfæringu til að festa virkjunina í sessi. Þess ber vott meðfylgjandi bréf. Dr. Ossur í tímahraki. Ræður þingmann- sins Össurar og greinaskrif að undan- förnu benda ekki til þess að hann kannist við gjörðir fyrrverandi umhverfisráðherra, Össurar Skarphéðins- sonar. Eru þó ekki nema um fimm ár síð- an hann drottnaði í ráðuneyti sínu. Meg- ininntak í málflutningi hans eru ábendingar um verðmæti náttúruf- ars við Eyjabakka og tímaskortur við mat á þeim. Óneitanlega hlýtur þessi framganga að vekja athygli og laða fram margar spurningar. Hálendið Ráðherrann Össur gaf út leyfið 20. apríl, segir Hjálmar Arnason, og staðfesti með þeim gjörningi sínum leyfíð fyrir Fljótsdals- virkjun án frekara um- hverfismats. Þannig má varpa því fram hvort ráðherrann Össur hafi gert sig sek- an um fljótfærni og ráðleysi þegar hann staðfesti framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun. Einnig má spyrja hvort þingmaðurinnn Össur hafi ekkert samráð við fyrrverandi ráðherra, Össur Skarphéðinsson. Upp kemur í hugann hvort þessar staðreyndir um stjónmálamanninn Össur minni ekki á stúdentaleið- togann Össur er nokkru síðar sem ráðherra tók ákvörðun um að inn- leiða skólagjöld á fyrrverandi fé- laga sína í háskólanum. Er nema von að fyrirsögn þessarar greinar komi af sjálfu sér? Höfundur er alþingismaður. Hjálmar Árnason Um hinar mörgu íslenskur ÁRNI Björnsson skrifaði greinarstúf í Morgunblaðið sl. föstu- dag undir heitinu Hreintunga og yfir- stétt. Mig langar að gera nokkrar athuga- semdii' við skrif hans. Mér gefst ekki tími til að fjalla ítarlega um þetta og læt því nokkr- ar athugasemdir nægja. Hreintungustefn- an og alþýðan Árni gerir í grein sinni mikið úr hlut al- þýðunnar í hreintungu- stefnunni. Hann segir til dæmis: „Allar götur frá því að hreintung- ustefnan hófst á 19. öld hefur hún ekki síst verið barátta alþýðu manna eða fulltrúa þeirra við að fá valdamenn til að tala það mál sem alþýðan skildi.“ Ekki ætla ég að vanmeta hlut alþýðu þéssa lands í að varðveita menninguna. Ég vil heldur ekki ofmeta hann. Hrein- tungustefnan er að mínu viti ekki barátta alþýðunnar. Henni var hrundið af stað af menntamönnum og stýrt af þeim. Það er vissulega rétt að hún var framsækin og beindist gegn hinni- dönsk-íslensku yfirstétt síðustu aldar og gegndi mikilvægu hlut- verki í sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar. En eftir að íslendingar öðlast sjáifstæði beinist stefnan ekki leng- ur gegn dansk-íslenskri yfirstétt og þjónar ekki lengur sjálfstæðisbar- áttunni. En gegn hverju beinist hún þá? Árni telur að hún beinist enn gegn yfirstéttinni. Það tel ég rangt. Eftir sjálfstæðið breytir hún um eðli eins og svo margt annað og verður fyrst og fremst tæki yfir- valda til að stjórna málfari með því að ákveða hvað er rétt og rangt. Hreintungustefnan er ekki leng- ur í höndum hópa menntamanna eins og á síðustu öld heldur í hönd- um yfirvalda sem senda frá sér op- inber fyrirmæli sem fræðimenn hafa reyndar búið til og mótað. Opinberu fyrirmælin Það er til opinber íslenska, ein- hverskonar ríkismál. Það er að segja fyrirmæli um það hvernig málið eigi að vera. Fyrirmæli þessi snúast einkum um beygingar og stafsetningu. Reyndar komu fram á 6ta tugaldarinnar tillögur um sam- ræmdan framburð en fengu engan hljómgrunn. Þessi fyrirmæli birtast fyrst og fremst í námskrám í íslensku fyrir grunn- og framhaldsskóla. Út- færsla þessara fyrirmæla kom síð- an fram í kennslubókum sem að hluta til eru gefnar út af ríkinu. Þá má nefna samræmd próf en þar er prófað í kunnáttu sem námskrá segir til um. Loks bendi ég á auglýsingu um íslenska stafsetn- ingu. Þetta er hin opinbera íslenska. Hún byggist á hreintungustefn- unni, það er að halda henni hreinni hvað svo sem það þýðir. Fláinæli sein stéttamál Árni segir í grein sinni um flá- mælið: „Þessi tiltekni framburður, sem ekki er á neinn hátt óeðlilegur, var ekki bundinn við samfélagsstétt heMur landshluta." Árni hefur engan rétt til þessarar fullyrðingar því hann getur ekki stutt hana neinum rökum. Hið rétta er að engar rannsóknir voru gerðar Bókin MIKILVÆGUSTU TUNGUMÁL JARÐAR svarar: Hvert er ríkasta málsvæði heims? www.tunga.is áhugsanlegri fylgni flámælis við stéttir eða menntunarhópa. Vegna þess er fullyrð- ing Árna óréttmæt. Það væri líka rangt að fullyrða að flámæli hafi verið stéttbundið. Til þess skortir að sjálfsögðu einnig rök. Rannsóknir Björns Guðfinnssonar sýndu fram á landfræðilega útbreiðslu flámælis og að sunnan- og norðan- lands var það algeng- ara í dreifbýli en þétt- býli, öfugt við það sem reyndist á Austur- landi. Annað vitum við ekki um flámæli. Málrækt er ekki það sama og hreintungustefna Árni talar jöfnum höndum um hreintungustefnu og málrækt. I mínum huga er þetta ekki það sama. Hreintungustefna er safn fyrir- Tungan Égfullyrði, segir Eiríkur Brynjólfsson, að til eru félagslegar mállýskur. mæla um hvernig „rétt“ mál sé. Ég hef hér að ofan greint frá hvar þessi fyrirmæli birtast. Málrækt er í mínum huga það að kenna hverjum og einum að hlúa að málfari sínu, bera virðingu fyrir því og um leið máli annarra. Stéttamál á fslandi Ég fullyrði að til era félagslegar mállýskur auk hinna landfræðilegu á Islandi. Með félagslegum mállýskum á ég við skiptingu eftir samfélagsstéttum, aldri. kyni, starfsstéttum o.s.frv. Að vísu hef ég fá haldbær rök því litlar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar. Þó ber að geta rannsóknar Ástu Svavarsdóttur frá 1983. Hún rannsakaði þágufallssýki. Niður- stöðurnar bar hún meðal annars saman við námsárangur nemenda og stéttarstöðu föður. Fylgnin var nógu mikil til að renna stoðum und- ir að hér væri um að ræða mállýskumun sem færi eftir mennt- un og stétt. Að vísu var úrtakið lítið en það breytir ekki niðurstöðunum. Og heldur ekki því að hér er að mínu mati um tímamótarannsókn að ræða. Lítið dæmi um óréttlæti Hin opinbera hreintungustefna á íslandi fyrirskipar meðal annars „réttá' notkun fornafna með ópers- ónulegum sögnum og persónulegu sögninni að hlakka. Rannsókn Ástu Svavarsdóttur birtir sem fyrr sagði sterk rök fyrir því að þetta sé mállýska og bundin við þjóðfélags- stéttir og menntun. Á samræmdu prófi í íslensku eru hinsvegar iðuiega spurningar sem reyna á þetta atriði. Það er augljóst að þeir sem tala „ranga“ mállýsku svara þessum spurningum rangt. Þetta litla dæmi sýnir greinilega að hreintungustefnan er tæki yfir- valda, kúgunartæki ef við kjósum að kalla það svo. Höfundur er kennari. ENS Ný þvottavél frá Siemens. Þvottavél eins og allir vilja eignast! 54060 • Algjör nýjung: Sérstakt krumpuvarnarkerfi • Tekur 6 kg • Óvenjustór lúga • 15 þvotta- og sérkerfi • 35 mínútna hraðkerfi • 1000 sn7mín. • Allar innstillingar mjög auðveldar»Glæsileg hönnun*Vélin eralgjörlega rafeindastýrð • Þvottavirkniflokkur A • Orkuflokkur A • Mjög þýðgeng og hljóðlát þvottavél Hún hefur slegið í gegn! á é SMITH & W NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is Umboðsmenn um land allt! Eiríkur Brynjólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.