Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 MORGUNBLADIÐ FRETTIR Heimsviðskiptastofnunin fundar í Seattle: íslendingar gegn ríkis- styrkjum í sjávarútvei Það er eins satt og ég stend hér að við íslendingar erum ekki með svo mikið sem fluguskít á nögl af styrkjum á okkar sjávarútvegi. Endurmenntunarstofnun háskólans Um 20% lögfræðinga á námskeiðum MUN fleiri lögmenn hafa sótt nám- skeið hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands í haust en áður. Lætur nærri að um 20% lögfræði- stéttarinnar hafi sótt námskeið í haust að sögn Kristínar Jónsdóttur endurmenntunarstjóra. Endurmenntunarstofnun stendur jafnan fyrir margs konar námskeið- um fyrir hinar ýmsu fagstéttir og hafa þannig verið boðin námskeið fyrir heilbrigðisstéttir, endurskoð- endur, bókasafnsfræðinga og lög- fræðinga, svo nokkrar séu nefndar. Kristín segir Endurmenntunar- stofnun hafa skipulagt námskeiðin í samráði við Lögmannafélag íslands og Lögfræðingafélag íslands, þ.e. bæði námsefni og tímasetningu. Boðin hafa verið námskeið í nýju skaðabótalögunum, Evrópurétti og um galla í fasteignakaupum. AIls sóttu 56 lögfræðingar nám- skeið á síðasta vormisseri, þeir voru 99 sem sátu námskeið á haustmis- seri í fyrra og á haustmisseri í ár komu alls 181 lögfræðingur á nám- skeið sem eru kringum 20% log- fræðistéttarinnar. Kristín segir það nokkuð mis- jafnt hversu stéttarfélög leggi mikla áherslu á að félagsmenn sínir sæki námskeið en Endurmenntun- arstofnun reynir að skipuleggja þau í sem mestu samræmi við óskir þeirra. Hún segir greinilegt að lög- fræðingar leggi mikið upp úr að sækja sér endurmenntun og kveðst vona að þessi áhugi þeirra verði öðrum stéttum fyrirmynd. Tilboð vikunnar Ólafur landlæknir Ólafur ÓLafsson á að baki litrikan feril sem Læknir og síðar landlæknir. Endurminningar Ólafs landlæknis eru einstök bók um óvenjulegan mann. kr. Verð áður 4.460 kr. Jónas Hallgrimsson Vetrarferðin Gildir til þriðjud. 14. des. 1999 Nýjar bækur daglega l yniumlsson Austuivtiwtt 11 It iO* ktimituin" *>D 1110 • HatMifiiði S*<f> OÍLL' Ættleiðingar einhleypra Fjorar átíu árum FJÓRUM einhleypum ein- staklingum hefur verið veitt leyfi til frumættleiðingar á barni á síðustu tíu árum að því er fram kemur í skriflegu svari dómsmálaráðherra, Sól- veigar Pétursdóttur, við fyr- irspurn Össurar Skarphéðins- sonar þingmanns Sam- fylkingarinnar. Svarinu var nýlega dreift á Alþingi og er í því miðað við þau gögn sem er að finna um þessi mál í tölvuskráningarkerfi dóms- málaráðuneytisins. Af þessum fjórum ættleið- ingarleyfum voru tvö veitt á þessu ári, eitt árið 1995 og eitt árið 1992. í elsta málinu er um að ræða ættleiðingu á íslensku barni en í hinum til- fellunum var um frumættleið- ingu á erlendu barni að ræða. I svarinu kemur fram að í öllum tilvikunum hafi verið talið að umsækjendur hafi sýnt fram á að þeir væru hæfir til að ættleiða barn og að aðstæður væru þannig að þeir gætu búið viðkomandi barni trygg og góð uppeldis- skilyrði og að ættleiðing yrði barni til gagns. Reynsla fólks með krabbamein Sönjafur steindepilsins UT ER komin bókin Söngur steindep- ilsins, sem fjallar um reynslu fólks sem hef- ur fengið krabbamein. Ritstjórn annaðist Hólm; fríður K. Gunnarsdóttir. I bókinni eru viðtöl við fólk sem fengið hefur krabba- mein og við þrjá aðstand- endur. Margir skrifa einnig sögu sína sjálfir, Hólmfríður skrifaði við- tölin önnur en viðtal Guð- rúnar Guðlaugsdóttur við Sigrúnu Ástu Pétursdótt- ur hjúkrunarfræðing, sem þá var helsjúk. í lok bók- arinnar ritar Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsp- restur um huggunina. En hvert skyldi hafa verið til- efni þessarar bókar? „Tilefnið var tvíþætt, annars vegar er bókin skrifuð í minn- ingu Sigrúnar Ástu Pétursdótt- ur, sem var mikil vinkona mín og hvatti mig til að skrifa. Mér fannst að ég gæti bæði farið að óskum hennar og gert gagn með því að taka saman þessa bók. Hins vegar vildi ég kynna mér hvernig fólk tekur á því að fá krabbamein, en ég vinn við og hef unnið við það undanfarin ár að rannsaka krabbameinsmynst- ur ólíkra hópa í samfélaginu. Þetta verða aldrei dauðar tölur fyrir mér. Eg var ekki ein við að undirbúa þessa bók heldur stóð á bak við mig hópur kvenna sem vildi bæði halda minningu Sig- rúnar Ástu á loft og að svona bók yrði til. Markmiðið með bókinni er skýrt; það er að reyna að hjálpa fólki sem tekst á við þetta mikla vandamál að fá krabba- mein - hvort það hefur tekist er önnur saga. Eg vona að reynsla annarra geti orðið til að fólki sem fær krabbamein finnist það ekki vera eitt. Þess má geta að bókin hefði ekki getað komið út hefði ég ekki notið velvilja Jör- undar Guðmundssonar hjá Há- skólaútgáfunni sem aðstoðaði mig við útgáfuna. Krabbameins- félag íslands styrkir útgáfuna og Alda Lóa Leifsdóttir hannaði kápuna. Nafn bókarinnar er tek- ið úr ljóði eftir Stefán Hörð Grímsson - ljóði sem heitir Spör.“ - Á þetta fólk sem bókin fjall- ar um eitthvað annað sameigin- legt en það að hafa fengið krabbamein? „Nei, alls ekki. Ég valdi fólkið meðvitað á þann hátt að það væru í hópnum karlar og konur, ungir sem gamlir og úr ýmsum áttum. Ég er mjög þakklát öllu þessu fólki sem vildi segja sögu sína og gerir það á svo einlægan og grípandi hátt sem raun ber vitni. Állir sem ég leitaði til vildu leggja málefninu lið nema einn. Það vakti aðdáun mína hvað fólk tók erfiðleikum sínum af miklu æðruleysi og sá oft eitthvert ljós og einhverja birtu þótt erfiðleik- arnir væru miklir." ___________ -Á þessi bók for- dæmi erlendis? „Ég veit að sænska krabbameinsfélagið ætlaði að gefa út bók í þessum anda og “”“™ auglýsti eftir frásögnum en þeir sem svöruðu voru mest konur og flestar þeirra höfðu fengið brjóstakrabbamein. Krabba- meinsfélaginu fannst þess vegna hópurinn svolítið einsleitur og ég veit ekki hvort varð af útkomu þeirrar bókar. Á því tímabili sem ég var að taka bókina saman las ég ýmsar frásagnir sem voru þó Hólmfríður K. Gunnarsdóttir ► Hólmfríður K. Gunnarsdóttir fæddist á Æsustöðum í Langa- dal, A.-Húnavatnssýslu 2. maí 1939. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1958. Hún vann sem blaðamaður í fimm ár en lauk svo kennara- prófi 1964. Hún var í Svíþjóð í tvö ár en lauk svo BA-prófi í sænsku og fslensku frá Háskóla íslands 1971. Hún kenndi ís- lensku í gagnfræðaskóla í nokk- ur ár og kenndi í tfmakennslu sænskar bókmenntir við HÍ sömuleiðis í nokkur ár. I þrjú ár starfaði hún sem félags- málafulltrúi á Borgarspítala og eitt ár var hún fulltrúi á dag- skrárdeild Ríkisútvarpsins. Hólmfríður lauk prófi frá Hjúkr- unarskóla Islands 1979, vann eft- ir það í Blóðbankanum í nokkur ár. Frá árinu 1986 hefur hún starfað á atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins en lauk jafnframt meistaraprófi í heil- brigðisfræðum frá HÍ1995 og doktorsprófi í heilbrigðisfræðum frá HI 1997. Auk þess sem þegar hefur verið talið hefur Hólmfríð- ur unnið talsvert við þýðingar, m.a. þýddi hún Leitina að til- gangi Iffins eftir Viktor Frankl sem kom út hjá Háskólaútgáf- unni. Hólmfríður er gift Haraldi Ólafssyni, prófessor í mannfræði við Háskóla Islands, og eiga þau tvö börn og tvö barnaböm. af öðrum toga þannig að einn sagði sögu sína en ekki margir í sömu bók. En á Norðurlöndum hafa að undanförnu verið gerðar og sýndar myndir í sjónvarpi og í kvikmyndahúsum sem gera skil raunverulegu sjúkdómsferli og hafa vakið mikla athygli. Þar er fylgst með fólkinu frá því það greinist með krabbamein og framvindu mála eftir það. Einnig má benda á áhrifamikla mynd Sólveigar Anspaeh sem var sýnd hér á kvikmyndahátíð fyrir skömmu." -Hefur þú fengið mikil við- _______ brögð viðþessari bók? „Já ég hef fengið góð viðbrögð við þess- ari bók en jafnframt veit ég að þetta er við- kvæmt efni og við vilj- um kannski öll forðast Bókin er til- einkuó Sig- rúnu Ástu Pétursdóttur að hugsa um þann möguleika að við getum fengið krabbamein. Auðvitað er það svo mikið áfall að fá alvarlegan sjúkdóm eða verða fyrir djúpri sorg að engin orð geta hjálpað. Bókin heitir Söngur steindepilsins vegna þess að undir slíkum kringumstæðum þolir manneskjan engan söng - nema kannski sönginn hans.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.