Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 MORGUNBLADIÐ LISTIR Morgunblaðið/Björn Björnsson Byggðasagan kynnt; Ingibörg Sigurðardóttir, Gísli Gunnarsson, Hjalti Pálsson í ræðustól. Þóra Kristjánsdóttir og Jón Guðmundsson. Nýjar bækur Byggðasaga Skagafjarðar Að sigra • Sauðárkróki. Morgunblaðið. FYRSTA bindi Byggðasögu Skaga- fjarðar er komið út og af því tilefni var efnt til mótttöku í Safnahúsi Skagfirðinga. Það var sr. Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar og formaður rit- stjórnar, sem bauð gesti velkomna og kom fram í máli hans að það var um mitt ár 1994 sem því var fyrst hreyft að ráðast þyrfti í þetta verk, og þegar í byrjun næsta árs var undirritaður stofnsamningur milli aðila sem komu að útgáfunni, en það voru Héraðsnefnd Skagafjarð- ar, síðar Sveitarfélagið Skagafjörð- ur, og Akrahreppur, Kaupfélag, Búnaðarsamband og Sögufélag Skagfirðinga. Strax í upphafi var Hjalti Páls- son, skjalavörður, ráðinn ritstjóri verksins og tók hann þegar til starfa. Þá tók til máls Hjalti Pálsson og gerði hann grein fyrir verkinu, og þá sérstaklega því á hvern hátt farnar eru aðrar leiðir við ritun þessa verks en annarra ámóta. Sagði Hjalti að venjulega væri við það miðað að hver jörð fengi um það bil eina blaðsíðu í bókunum, þar sem fram kæmu ákveðnar lágmarksupplýsingar um hverja jörð og síðustu ábúendur. Hér væri hins vegar farin sú leið að fjalla um hverja jörð sem væri í byggð og ekki einasta það heldur einnig fjallað um allar eyðijarðir og sel sem vitað væri um. Þannig gæti umfjöllun um einstaka jörð spann- að allt að tíu blaðsíðum, þar sem farið væri allítarlega í sögulega umfjöllun og einnig skotið inn þjóð- sögum og frásögnum um menn og atburði sem tengjast viðkomandi stað. Sagði Hjalti það samdóma álit þeirr sem að verkinu komu að á þennan hátt yrði sagan bæði skemmtilegri og áhugaverðari. í ritinu er Skagafirði skipt upp eftir hinum fornu hreppamörkum og í fyrsta bindi eru teknir fyrir Skefilsstaða- og Skarðshreppur, en síðan verður gengið á röðina og endað á Fljótahreppi sem samein- aður var úr Haganes- og Holts- hreppi. Fléttað er inn í Byggðasöguna Jarða- og búendatali, sem fyrst kom út hjá Sögufélaginu fyrir fimmtíu árum og var þá brautryðj- endaverk en hefur síðan verið auk- ið og endurbætt og nær nú allt fram til þessa árs. Hjalti sagði að það hefði verið sér kappsmál að finna öll fornbýli og sel og hefði hann farið á alla þá staði, tekið myndir og einnig skráð það nýmæli, sem í bókinni væri, að staðsetja hverja rúst með GPS- tæki og væru hnit hvers staðar þeim til hagræðis sem finna vildu þessi löngu aflögðu býli. Auk Hjalta hefur Egill Bjarna- son unnið við skráningu og gagna- söfnun frá upphafi, en ýmsir fleiri hafa lagt hönd á gerð verksins, um skamma hríð eða að einstökum þáttum. Að loknu máli Hjalta tók til máls frú Ingibjörg Sigurðardótt- ir, og færði útgáfunni 500 þúsund kr. til minningar um mann sinn, Þorstein Ásgrímsson frá Varmal- andi, sem lést á síðasta ári, en hann var einn helsti hvatamaður að framkvæmd verksins og fyrsti for- maður útgáfustjórnar. Fyrsta hefti Byggðasögunnar er á fjórða hundrað blaðsíður, í nokk- uð stóru broti og er bókin skreytt rúmlega fjögur hundruð myndum og prentuð hjá Ásprenti á Ákur- eyri. I ritnefnd eru sr. Gísli Gunn- arsson, Magnús H. Sigurjónsson og Bjarni Maronsson. BÆKUR Skáldsaga G u 11 í ð í h ö f ð i n u Gullið í höfðinu eftir Diddu. Forlagið, 159 bls. KATLA er klikkuð. Þess vegna er hún geymd á vísum stað, svo við hin - sem erum ekki alveg jafn klikkuð - þurfum ekki hafa hana fyrir augunum. Hvernig er klikkun mæld? Er til ein- hver Sl-afleiða sem segir til um magn klikkunar í einstakl- ingi? Eða er kannski bara stuðst við „óþæginda- stuðul"? Þannig virðist það vera í tilviki Kötlu; fólki líður óþægilega í návist hennar. Hún ákvað nefnilega að hætta að tala. Ekki vegna neins sérstaks, henni bara fannst það hálftilgang- slaust. Þess vegna veit fólk ekki hvað hún er að hugsa eða hvort hún er að hugsa eitthvað um það. Fólk hefur mikla þörf á að vita allt mögulegt en minni á að skilja - að því er virðist. Katla passar því ekki alveg nógu vel inn í samfélagið og er því þar sem hún er, inni á geðdeild. Hún virðist ekkert ósátt við það enda „ákvað“ hún sjálf að verða biluð. Einmitt þess vegna, hve s.átt Katla virðist, er nokkuð undarlegt hvers vegna hún fer allt í einu að skrifa sögu sína. Hún skrifar skipulega; byrjar á að lýsa útliti sínu, svo greinir hún frá trú sinni á hver tilgangur lífs hennar og ann- arra sé og hvernig hún sker sig úr: „.nema ég á ekki endilega að segja frá honum.“ (bls. 5). Hún er alls ekki í neinu uppnámi. Þvert á móti er hún sérlega róleg og sjálfsör- ugg. Svo mjög að manni gæti dott- ið í hug að hún hafi komist að öll- um lífsins leyndarmálum og þyki því til lítils að eltast við það lengur. Að sigra og að vera sigurvegari er nánast þráhyggja hjá Kötlu. Öllu sem fyrir hana kemur eða er gert við hana snýr hún upp í og lít- ur á sem sigur sinn. Helzta aðferð- in sem hún notar til að „sigra" er einfaldlega sú að taka ekki þátt og láta aðra ráðskast með sig. Jafnvel lítur hún á viðskipti sín og Krist- jáns, sífulls föðurbróður síns, sem persónulegan sigur. M.a.s. nafnið sem hún notar til að vísa til hans fær mann til að hugsa um barna- leikrit með boðskapinn: „Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir“. Sagan er að mestu leyti í fyrstu persónu en inn á milli eru kaflar þar sem einhver annar hefur orðið, einhver ónafn- greindur sögumaður. Hann er alvitur, lýsir at- burðum og hugsunum fólks sem Katla getur alls ekki vitað. Það er einsog hann grípi inn í og bæti við ef honum finnst eitthvað vanta. Á síðu 48 er lýsing á at- burðum sem Katla sagði beint út að hún vissi ekkert um, og á síðu 87 leiðréttir hann hreinlega frásögn Kötlu. Það er líkast því að þar sé á ferðinni ein- hver gæzlumaður - menn með miklar lyklakippur gæta Kötlu í raunheiminum og þessi óræði sögumaður í hugheiminum. I endann misstígur sagan sig svo svakalega að hún bara liggur eftir og mun sennilega aldrei standa upp: Einhver lögregluþjónn opnar sig og segir Kötlu sína fjölskyldu- harmsögu sem breytir sýn hennar á lífið og hún upplifir eitthvert til- vistarlegt fall - að kannski hafi hún í raun og veru alla tíð alltaf verið að tapa. Fyrir utan þetta fáránlega stíl- brot sem endirinn er þá er Gullið í höfðinu hin ágætasta lesning. Að mínu mati er það bezta við bókina að allir ættu að geta myndað sér skoðun á henni; ekki bara troðið henni upp í hillu að lestrinum lokn- um og sagt: „Jæja, þessi búin.“ Heimir Viðarsson annars Didda Stelpa verður strákur BÆKUR Skáldsaga SPEGILL - SPEGILL Eftir Cloe Rayban. Þýðandi Helga Soffía Einarsdóttir. PP bókaforlag 1999. Prentun Reproset Danmörku. 171 bls. JUSTINE er sextán ára stelpa sem hugsar aðallega um stráka og útlitið að eigin sögn. Hún lendir í þeirri hremmingu að breytast í strák (Jake) í einhvers konar sýndarveru- leikabúnaði; verður karlkyns eintak af sjálfri sér en kvenkyns eintakið er þó enn til staðar. Þetta er allt saman fremur ótrúlegt en af þessu spinnst atburðarás sögunnar Spegill - speg- iIL Justine/Jake verður nú að beita öllum tiltækum ráðum til komast til baka og inn í sinn eina sanna kven- mannslíkama og kemst að því á með- an að líf og hugsun stráka snýst að- eins um tvennt, stelpur og kynlíf. Hún kemst jafnframt að því að líf stráka er síst eftirsóknarverðara en stelpna, þótt hún njóti þess til að byrja með að strákum leyfist meira en stelpum og foreldrarnir gefa þeim lengri taum að dingla í á kvöldin og um helgar. Hún/hann kemst að því að kyn- tröllið Alex er lyginn og reynslulaus monthani og góðu strákarnir eru þeir sem standa manni næst þegar á reynir. Stíll sögunnar er léttur og kæru- leysislegur, sagður í fyrstu persónu og höfundur reynir að grípa það málfar sem unglingarnir tala í Lon- don í dag. I þýðingunni gengur þetta sæmilega upp en vafalaust mun hún úreldast fljótt þar sem ekkert lifir jafnstutt og slangur dagsins. Helga Soffía Einarsdóttir hefur þó gert sitt besta við að halda í tón frumtextans. Þetta er frískleg unglingabók, fyndin á köflum en bætir í sjálfu sér litlu við um hugarheim unglinga. Af bókinni að dæma virðist hann næsta einfaldur, mun einfaldari en hann í rauninni er, sýndarveruleiki bókar- innar er engan veginn jafnvígur þeim flókna veruleika sem unglingar dagsins takast á við. Ýmislegt er meðhöndlað af léttúð sem skrifast hugsanlega á aðalpersónu sögunnar en er þó um leið innihald bókarinnar þar sem ekkert annað kemur fram til mótvægis. Sem hreinn skemmtilest- ur nær sagan einna lengst en rís ekki undir annars konar skoðun. Hávar Sigurjónsson Úti fyrir duttu saumnálar LJÓÐTÍMASKYN heitir tíunda ljóðabók Sigurðar Pálssonar. Hún- verður ekki Iesin í einni striklotu, þetta er bók fyrir eilífðina og margarnætur á nátt- eða stofu- borði. Myndir í lit og myndir sem syngja og myndir ísvarthvítu birt- ast eins og stuttar kvikmyndir á blaðsíðunum. I ljóðunum ersjaldan kyrrstaða og hreyfing myndanna rennur auðveldlega saman við hreyfíngu orðanna. Bakvið ljóðin gæti því alveg eins verið ósýnileg, vænglétt og afstrakt sýningarvél að verki. Hreyfimyndaorðavél nokkurs konar sem leiðir lesa- ndann í gegnum bókina án hiks og án ýtni. Enda er efniviður hennar meðal annars enginn annar en tím- inn sjálfur og vinir hans og - það er óþarfi að segja óvinir. Bókin er hafin yfir svoleiðis flokkanir á fyr- irbærunum. Þó má segja að tíminn, og vinir hans, til dæmis stundirnar, séu sig- urvegarar bókarinnar. Stundirnar eru frjálsari en staðirnir sem tak- marka okkur miklu meir þrátt fyr- ir allt. „Umhugsunin um tímann og það sem tíminn færir okkur og gerir hefur frekar valdið mér ljúfleika og vissri alvöru en alls engri beiskju, eða geðvonsku," segir Sig- urður Pálsson þegar hann er spurður út í ljóð nýju bókarinnar. „Þar að auki sem ég yrki aldrei f vondu skapi. Ég gæti þess mjög. Yrki aldrei ef ég finn fyrir pirringi eða geðvonsku. En skriftum fylgir mikil handavinna og hana er hægt að vinna íþannig hugar- ástandi en yfirleitt er ég laus við svo hættu- legt hugarástand eins og geðvonsku þegar ég er búinn að vinna í dálitinn tfma. Enda á maður að skrifa sér til hita og gleði. Síðari Ijóðabækur mínar hef ég skipu- lagt sem heildir en eigi að síður er hverju ljóði ætlað að vera með sína pers- ónulegu rödd í þeirri fjölskyldu. I fyrri ljóðabókum hugsaði ég meira í Ijóðflokkum en nú er bókin öll samvirk heild með hvert og eitt ljóð sem einingu. Grunnstrúktúrinn í þessari bók er sólarhringurinn, og þar af leið- andi mannsævin. Bókin byrjar á þessu sérkennilega vitundarstigi skömmu fyrir sólarupprás, á hin- um göldrótta tíma milli klukkan fj'ögur og sex, sem má líkja við tímabil bernskunnar. Hún heldur síðan inn í birtuna og hádegið. Þá kemur þægilegt jafnvægi síð- degisins þegar Ijós og skuggi veg- ast á, áður en kvöldið tekur við.“ Að lokum segir Sigurður Páls- son: „Mér þótti tilvalið, og það hent- aði bæði formi og efni, að loka bók- inni á afmælisljóðum. Þegar Thor Sigurður Pálsson Vilhjálmsson rithöfun- dur varð sjötugur orti ég til hans stutt af- mælisljóð. í framhaldi af því fór ég að hugsa um hvað tækifærisljóð væru vanmetin. Eftir á að hyggja kvikna öll Ijóð mín af einhverju tilefni og ég held að það sé mikilvægt að vera ekki að yrkja að tilefnislausu. Það er líka merkilegt; að sjá í nýútkominni og glæsi- legri ævisögu Jónasar Hallgrímssonar að framan af hafa flest ljóða hans verið tæki- færisljóð. Það kom svo eins og af sjálfu sér að ljúka bókinni á Ijóði til heilagrar Sesselju, gyðju tónlistar og ljóðlistar og þarmeð lista al- mennt. Þannig tókst mér að leyfa tímaleysinu og tímaskyninu að fljóta út úr verkinu. En ekki loka því með einhvers konar stöðvunar- skyldumerki, ef svo má segja.“ 0 hreyfðar myndir Ohreyfðar myndir í djúpinu Enda þótt vatnið líði Óhreyfðar myndir sem enginn tók Ur Ljóðtímaskyn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.