Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 5 7 Björk og Eyjabakkar LENGI hef ég verið og er enn mikill aðdá- andi hennar Bjarkar. Líklega er hún sá Is- lendingur sem þekkt- astur er um heiminn og sá landinn sem hvað mestum frama hefur náð. Ekki veit ég hvað veldur þessari vel- gengni en dettur helst í hug annars vegar lögin hennar og hins vegar hin dásamlega einlægni hennar. Stundum orðar hún hlutina á svo skemmtilega barnsleg- an hátt að maður getur ekki annað en hrifist með. Ekki er endilega allt alveg kór- rétt sem hún segir en alltaf vekur Björk mann til umhugsunar. Og það gerði hún líka núna þegar hún kom með yfirlýsingu á blaðamannafundi um Eyjabakkana. Þá áttaði ég mig allavega á því að hún Björk okkar er pínulítið farin að fjarlægjast Island. Mér fannst hún allt í einu tala eins og sumir frægir útlendingar sem hingað koma og gefa Islendingum ráð - nema hún hafi bara verið að gera vin- um sínum greiða. Keiko og Eyjabakkar Við höfum kynnst áhrifum borgar- búa í Evrópu og Ameríku á nytjar sjávarspendýra. Frumbyggjar á norðurslóð hafa lent í verulegum hremmingum með hefðbundna menningarþætti á borð við hvalveið- ar. Astæðan er m.a. sú að borgar- búai’nir telja hvali öðrum skepnum gáfaðri og einungis illmenni og óþjóðalýður vill farga þeim. Jafnvel er það orðinn góður „bisniss“ í Amer- íku að bjóða ríkum Bandaríkjamönn- um að ættleiða eitthvert stórhvelið í sjónum. Þessar tilfinningar borgar- búa til hvala ér eina ástæða þess að milljón- um er varið í Keikó-æv- intýrið. Þama mætast ólík sjónarmið og ólíkt gildismat. Velmeg-unin slævir Björk er eins og ég af þeirri kynslóð sem elst upp við að helstu þæg- indi nútímans eni ávallt til staðar. Rafmagnið er t.a.m. í innstungum fyrir allar græjurnar af því að það hefur alltaf verið þar. Okkar kyns- lóð hefur aldrei í raun þurft að velta því fyrir sér hvaðan rafmagnið kemur og hvernig það er framleitt. Það er bara í innstungunum og það eru góðir menn sem leggja fyrir því. Okkar kynslóð er hins vegar öðrum háðari rafmagni og allt fer úr skorðum þeg- ar rafmagnið bregst - þótt ekki sé nema í svona stundarfjórðung. Það hefur ávallt fylgt mannkyni að taka hlutina sem gefna. Við vitum hvað við höfum og freistumst til að líta á það sem sjálfgefið. Oft er það ekki fyrr en við alvarlega breytingu á ríkjandi ástandi sem við vöknum til umhugs- unar. Stundum eru það náttúruham- farir eða slys sem vekja okkur. Spyrja má hvernig þjóðinni yrði við ef gos i Eyjafjallajökli rústaði raf- magnsframleiðsluna á Þjórsár- Tungnaársvæðinu þar sem megnið af raforku Islendinga er framleitt. Gjafmildi Bjarkar og skattar Falleg er sú hugsun Bjarkar að skenkja Austfirðingum væntanlegan hagnað af einu laga sinna. Mér finnst líka falleg hugsun listakonunnar að hvetja Austfirðinga til að nýta það fé skynsamlega og í eitthvað annað en Stóriðja Mér fannst hún Björk okkar, segir Birkir J. Jónsson, allt í einu tala eins og sumir frægir út- lendingar sem hingað koma og gefa Islending- um ráð. álver í Reyðai’firði. Lýsing hennar á villigötum Austfirðinga bar þó ögn keim af farlægð frá veruleikanum. Mér fannst hún nánast segja að Austfirðingar eða aðrir hefðu bara alls ekkert leitað annarra leiða til að efla fjölbreytileika í atvinnuháttum sínum eða styrkingu byggðar. Auð- vitað getum við ekki ætlast til þess að Björk fylgist nákvæmlega með því sem gerist uppi á Islandi. Hún býr í London og rekur þar stórt fyi’irtæki - sitt eigið fyrirtæki. Það er mikil vinna og krefst tíma og ferðalaga um heiminn allan. Björk er orðinn gild- andi heimsborgari. Mér þætti sem stoltur Islendingur enn glæsilegra af Björk ef fyrirtæki hennar væri skráð hér á íslandi en ekki í skattaparadís langt úti í heimi. Þá hefði hún e.t.v. betri tilfinningu fyrir mannlífinu á Austfjörðum og skattar af stórfyrir- tækinu rynnu inn í íslenskt samfélag til atvinnuuppbyggingar og samfé- lagshjálpar. Flottast væri ef hún færði höfuðstöðvar sínar til Aust- fjarða og sýndi þannig í verki stuðn- ing sinn til Austfirðinga og íslensks atvinnu- og efnahagslífs. Höfundur er stjórnarmaður í Sam- bandi ungra framsóknarmanna. Birkir J. Jónsson Leikskólinn er fyrsta skólastigið LEIKSKÓLAR hafa mikið verið í umræð- unni undanfarið og hef- ur mér oft fundist sem fólk líti fyrst og fremst á leikskóla sem gæslust- ofnanir. En leikskólar eru ekki gæsluvellir heldur uppeldisstofnan- ir þar sem fram fer upp- byggjandi ogmetnaðar- fullt starf undir leiðsögn sérmenntaðs stai-fs- fólks. í lögum um leik- skóla kemur fram að hann sé fyrsta skólast- igið. Leikskóli er þó ekki skyldunám og hef- ur því nokkra sérstöðu sem skólastig. Foreldrar bera frumá- byrgð á uppeldi bama sinna en leik- skólastai’fið er viðbót við það uppeldi sem börnin fá á heimilum sínum. Það er æskilegt að helst öll böm hafi tækifæri á að dveljast ákveðinn tíma í leikskóla því í leikskólum fer fram fjölbrejdilegt nám sem bömin búa að alla ævi. Leikskólar auka fé- lagslegan þroska barnsins og kenna þeim að taka tillit til annarra, vinna í hópum og sem einstaklingar. Aðalnámskrá leikskóla í maí sl. gaf menntamálaráðuneyt- ið út aðalnámskrá fyrir leikskóla. Þetta er fyrsta aðalnámskráin fyiir leikskóla og ber að fagna þessu fram- taki menntamálaráðuneytisins. Nám- skráin er stefnumótandi leiðarvísir um uppeldisstörf i leikskólum. Ekki er um beina kennslu að ræða sem stefnir að ákveðinni fræðilegri þekk- ingu heldur á leikskólinn að leggja áherslu á skapandi starf og leik barnsins. í leikskóla á að örva þroska bamanna hvort sem það er mál-, vits- muna eða félagsþroski. Miklar kröfur er gerðar til leikskólakennara og ann- arra uppeldismenntaðra starfs- manna, bæði varðandi uppfræðslu barna og fé- lagslegs þroska. Börnin læra góða hegðun og mál í gegnum leik, þar sem saman fer nám með huga og hönd. Markvisst er unnið að því að styrkja leik- skólastigið. Menntun leikskólakennara er nú öll á háskólastigi og meðal þeirra röár mikill metnaður til að gera góða leikskóla enn betri. Hið sama á við um fjölmarga aðra starfs- menn leikskólanna. I samræmi við ákvæði í Aðalnámskrá leikskóla er nú unnið að gerð skólanámskrár í öllum leikskólum Kópavogs. Hæft starfsfólk Leikskólar Kópavogs eiga því láni að fagna að hafa á að skipa mjög hæfu starfsfólki. Um helmingur starfs- manna eru uppeldismenntaður og hefur það hlutfall aldrei verið hærra en nú. Það er nauðsynlegt að leikskól- arnir hafi á að slápa sérmenntuðu starfsfólki til að geta sinnt því mikil- væga hlutverki sem þeim er ætlað. Ekki má heldur líta fram hjá þvi að auk uppeldismenntaðs starfsfólks hefur ráðist til starfa á leikskólum bæjarins mjög hæft starfsfólk, sem hefur lagt sitt af mörkum til þess að gera leikskóla Kópavogs að þeim góðu skólum sem þeir eru. Börn hafa mismundi getu, reynslu og þroska. Leikskólinn tekur tillit til ólíkra þarfa hvers einstaks bams. Því starfa einnig sérkennslufulltiúai’ í leikskólum sem sinna sérkennslu. Meginmarkmið með sérkennslu í leikskólum er að tryggja að börn með þroskahamlanir fái notið leikskóla- dvalar sinnai’ og að skapa aðstöðu til Skóli Um helmingur starfs- manna er uppeldis- menntaður, segir Sigur- rós Þorgrímsdóttir, og hefur hlutfallið ekki ver- ið hærra. að þau geti þroskast sem best í leik- skólanum. Þannig er komið sem best til móts við þarfir allra bai’na. Aukið leikskólarými Stjórnvöld í Kópavogsbæ gera sér grein fyrir mikilvægi leikskólastaifs- ins og því uppbyggjandi starfi sem þar fer fram. Til að flest börn tveggja ára og eldri geti notið leikskóladvalar og til að uppfylla kröfur íbúanna um aukið leikskólarými hefur verið sett fram metnaðarfull stefna í uppbygg- ingu leikskóla. í Kópavogi eru nú starfandi tólf leikskólar og mun sá þrettándi, Núpur, væntanlega verða opnaður í desember nk. Tveh' nýir leikskólai’ hófu starfsemi sína á síð- asta ári, Arnarsmári og Dalm-. Nú eru 1.222 böm í leikskólum Kópavogs. Bömum í leikskólum bæjarins hefur fjölgað um 238 frá miðju ári 1997 til október 1999 eða úr 984 í 1.222. Þrátt fyrir að leikskólastigið sé ekki skyldunám er það mikilvægur þáttur í þroskaferli bai-na og góður undii’búningur fyrir áframhaldandi nám í grunnskóla. Flest böm, sem orðin eru tveggja ára, ættu því að fá tækifæri til að vera í leikskóla hluta úr degi. Höfundur er formaður leikskóla- nefndar Kópavogs. Sigurrós Þorgrímsdóttir Framtíð Aust- urlands - grá eða græn ÞAD má vera að það sé að bera í bakkafiillt lónið að skrifa um Eyja- bakka og álver. Mest af umræðunni hefur þó farið í um- hverfísmat eða ekki umhverfismat og minna farið fyrir um- ræðu um hvaða fram- tíðarsýn menn hafa fyr- ir Austurland til lengri tíma. Fylgjendur virkjun- ar og álvers virðast trúa því að þær fram- kvæmdir muni skapa blómlegt líf á Austur- landi. Ég er á annarri skoðun. Ég er á móti þessari virkjun og ég er á móti álveri við Reyðarfjörð. Það þýðh’ ekki að ég sé á móti þróun atvinnutæki- færa og eflingu byggðar á Austur- landi. Þvert á móti held ég að þróun at- vinnutækifæra og vöxtur byggðar verði betur tryggð til frambúðar á annan hátt. Ég vil græna leið en ekki gráa. Það hafa lærðir hagfræðingar og aðrir fróðir menn dregið í efa hagkvæmni þessara framkvæmda og það án þess að umhverfiskostnaðurinn sé tekinn með í reikninginn. Fyrir mér eru stóriðjudraumar úr- elth’ og víðast hvar erlendis eru menn vaknaðir upp af þeim di-aumum, því þeir hafa ekki reynst sú lyftistöng fyrir dreifðar byggðir sem þeim var ætlað. Og í kjölfarið hefur alltaf vakn- að sterk meðvitund um náttúruvernd og bakþankar vegna stórfelldra nátt- úruspjalla. Ég tel að spái’ um fjölgun íbúa á Austurlandi séu of háar, því álver við Reyðai’fjörð muni fyrst og fremst soga til sín fólk af jaðarsvæðum á Austurlandi, úr sveitum og afskekkt- ari sjávarplássum og þannig jafnvel lama annað atvinnulíf. Ég hef enga trú á því að fólk flytjist úr Reykjavík til að vinna í álveri og ég veit að fólksflótti til Reykjavíkui’ er ákveðinn tíðarandi en ekki leit að atvinnu. Það er mín reynsla og margra ann- arra í atvinnurekstri að það vanti hér fólk til starfa í mörgum atvinnugrein- um - það eru hér ómönnuð atvinnu- tækifæri. Af hverju þá þessi krampakennda áhersla á að koma hér niður álveri hvað sem það kostar? Hvað liggur okkur á? - Væri ekki rétt að spyrja fyrst og skjóta svo? Ég vil spyrja; hvað er næsta at- vinnutækifæri á eftir álveri? - varla verður það hinn fullkomni endir á byggðaþróun á Austurlandi. Ég tel að með stórvirkjun og álveri setjum við okkur í sjálfheldu. Það verður engin leið til baka og fáar spennandi leiðir áfram - vilja menn kannski fleiri álver? Fljótsdalsvirkjun með öllum sínum náttúi’uspjöllum, - tröllvaxnar raf- magnslínur sem munu skera í sundur blómlegar sveitir eins og Skriðdalinn, æskusveitina mína, ásamt mengandi álveri, munu valda þvílíkri sjónmeng- un og umhverfísröskun að Austur- land verðui’ ekki samt á eftir. Þessi framkvæmd mun útiloka grænu leiðina. Ég tel að ósnortin víðerni hafi svo mikið efnahagslegt og huglægt gildi um ókomna framtíð að það væri ófyr- irgefanlegt að fóma þeim. Við stöndum raunverulega frammi fyrir einstöku og sögulegu tækifæri í heiminum, að geta tekið frá heilan landshluta ósnortinn af mengandi stóriðju og stórframkvæmdum á borð við umrædda virkjun. Þar eru auðæfi okkar fólgin, því með því að efla Austurland sem ein- stakt fyrirmyndarsvæði í umhverfis- málum munum við laða til okkar fólk og fyrir- tæki, jafnvel utan úr heimi, sem vilja kenna sig við náttúruvemd og vistvænan og lífrænan atvinnurekstur. Og ég trúi því að bömin okkar sjái þá ástæðu til að flytja aftur heim og taki þá með sér nýja þekk- ingu, ný atvinnutæki- færi. Það er ekki eins auð- velt og margir halda að selja ferðir til íslands, og hvað þá ef Island verður bara enn einn mengunarbletturinn á jörðinni, þá höfum við enga sérstöðu, ekkert að selja. Með grænni ímynd Austurlands og Atvinnutækifæri Með grænni ímynd Austurlands og með því að þora að hafna stór- iðju og stórvirkjun, tel- ur Eymundur Magnús- son að möguleikar Austfirðinga í ferða- þjónustu margfaldist. því að við höfum þorað að hafna stór- iðju og stórvirkjun, munu möguleikar okkar í ferðaþjónustu margfaldast og hún mun verða blómleg atvinnu- grein. Við eigum að huga að þekkingar- og hugvitsiðnaði og við getum í krafti grænnar ímyndar orðið útflytjendur lífrænna matvara og annai’ar vöm úr sjó og sveit. Og ekki má gleyma umgjörðinni Héraðsskógum sem era vaxandi græn stóriðja og eiga eftir að skapa mörg atvinnutækifæri fyrir komandi kynslóðir. Ég er á móti skyndilausnum enda er ekki þörf á þeim núna - það er ekki eins og Austui’land sé að farast. Hvert atvinnutækifæri í álbræðslu er of dýrt bæði talið í peningum og náttúraspjöllum, og það hefur aldrei þótt góður siður að setja öll eggin í sömu körfuna - við höfum nú þegar veðjað of miklu á stóriðju. A1 er heldur ekki það framtíðarefni sem menn halda, - það á alveg eftir að hverfa úr matvælaiðnaði sem drykkjardósh' og eldunaráhöld og önnur heilsusamlegri efni munu taka við - nú eru endurvinnanlegar papp- frsdósir t.d. að leysa áldósirnai’ af hólmi. Þannig er þróunin öll í áttina að náttúralegum og endurvinnanlegum efnum. Að taka nýja stefnu í atvinnumál- um er fyrst og fremst spuming um að þora, þora að fara aðra leið, þora að veðja á nýja framtíð í stað þess að veðja stöðugt á gamla gráa drauga. Stór vandi í nútíma samfélagi er gegndarlaus sóun á orku og efni. Svarið er ekki að framleiða meira og meira, virkja meira og meira, heldui’ að spara og sýna hógværð. Við þurfum að gæta að því, íslend- ingai’, að við eram ekki einangrað fyrirbrigði heldur partur af stóram heimi þar sem brátt verður ekki eftir lófastór blettur ósnortinn af mönn- um. Því ber okkur skylda til að nýta það einstaka tækifæri sem við höfum til að velja græna framtíð fyrir Aust- m'land. Höfundur er bóndi í Vallanesi. Eymundur Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.