Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 51 ^ Hvers vegna þetta fár? ■ HVAÐ veldur þeim mikla harða áróðri og fjölmiðlafári gegn verðandi Fljótsdals- virkjun sem er og hef- ur verið í gangi á und- anförnum mánuðum og þá aðallega á Reykja- víkursvæðinu? Er skýringin virki- lega sú að stóriðjan sem er forsendan fyrir virkjuninni á að stað- setjast með öllu sem henni fylgir, á Austur- landi en ekki t.d. á Keilisnesi? Már Hvað veldur að í Sveinsson hvert skipti sem fram- kvæma á eitthvað sem kveður að í þessu þjóðfélagi og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða flugvöll, barnaspítala, verslunarhús, veit- ingahús, ráðhús eða virkjun, geysist alltaf fram í fjölmiðlum fólk sem er á móti og telur jafnframt að það hafi mun meira vit á þeim málum sem um er að ræða en löglega kosin stjómvöld sem styðjast þó yfirleitt við færustu sérfræðinga í hverju máli? Umræðan hjá andmælendum gegn Fljótsdalsvirkjun er þó óvenju hatrömm og hefur þeim tekist að fá hina ólíklegustu hópa sér til fylgis, af mjög ólíkum ástæðum að manni finnst, þegar t.d. haft er í huga að sumt af því fólki sem harðast berst núna á móti Fljótsdalsvirkjun, hefur áður, fyrir ekki svo löngu, samþykkt sömu virkjun umhverfislega séð á mun verri forsendum. Mjög miklar breytingar til batnaðar hafa verið gerðar á umræddri virkjunaráætl- un, frá þeirri áætlun sem í fyrstu átti að vinna eftir. í stað meira en áttatíu ferkílómetra uppistöðulóns er nú gert ráð fyrir, að það verði um fjörutíu ferkílómetrar. í stað meira en þrjátíu kílómetra opins skurðar kæmu göng. I stað háspennulínu þvert yfir hálendi íslands yrði hún lögð á Reyðarfjörð. Tíska, athyglissýki, peninga- hyggja, atkvæðaveiðar? Getur verið, að ástæðan fyrir þessu mikla offorsi sé (með tiltölu- lega fáum undantekningum) sam- bland af tískufyrirbrigði, athygl- isýki, peningahyggju, og atkvæðaveiðum. Eru ekki ákveðnir pólitík- usar að reyna að slá sér upp á þessu máli á vafasaman hátt? Um- hverfisáróðrinum er jú aðallega beint til fjöld- ans á suðvesturhominu sem á erfitt með að kynna sér aðstæður á vettvangi, og þekkir aðeins til þessa máls frá fjölmiðlum og glansmyndum sjón- varps. Getur verið að heill stjórnmálaflokkur hafi beinlínis verið markaðssettm- með þetta mál á oddinum, og suma aðra langi til að ná sér í bita líka? Hvaða flokkar sátu í ríkisstjóm Stóriðja Fáar framkvæmdir hér á landi ef nokkrar, segir Már Sveinsson, hafa verið rannsakaðar jafn ítarlega og tilvonandi Fljótsdalsvirkjun. 1991 þegar leyfi fyrir Fljótsdalsvir- kjun á áðumefndum forsendum var gefið og hver var umhverfisráðherra þá? Hverjir hafa fram að þessu bar- ist fyrir því að dreifa virkjunum og stóriðju (sem þeim eru oftast sam- fara) út um landsbyggðina til að bæta þar atvinnuástand og auka með því öryggi allra landsmanna í raforkumálum? Af hverju hefur þeim snúist svo gjörsamlega hugur? Getur verið að peningahyggjan ýti Vilt þú fara vel með PENINGANA þína ? ? ? Gleraugnaverslunin SJONARHÓLL HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ Frumkvöðuíí að lækkun gleraugnaverðs á fslandi svo hlæjandi undir allt saman og fitni eins og púkinn á fjósbitanum. Því hún vill auðvitað helst af öllu fá stóriðjuna suður og er skítsama um alla landsbyggðarstefnu. Umræðan um umhverfisvernd og endurvinnslu fer vaxandi og er af því góða. Flestir vilja telja sig umhverf- isvæna og er ekki ótrúlegt að þetta sé að verða eins konar framhald af heilsru'æktaráhuga fólks sem verið hefur í tísku undanfarin ár. Heilsu- rækt er góð en tískan getur verið vafasöm. Staðreyndin er auðvitað sú að eigi fólk að hafa forgang fram yfir dýr, þar með taldar geldgæsir, og komast af í þessum heimi, verður það að gera sér grein fyrir hlutunum eins og þeir eru í raun og veru. Stundum er ekki hægt að komast hjá að valda einhverjum umhverfis- spjöllum. En þá ber okkur að vinna að því að hafa þau í lágmarki. Eg og flestir þeir sem ég umgengst hér austanlands telja sig frekar um- hverfissinnað fólk og höfum reynt að fylgjast með þessu máli og kynna okkur það eftir föngum. Við höfum komist að því að því að það eru fáar framkvæmdir hér á landi ef nokkur, sem hafa verið rannsakaðar jafn ít- arlega og tilvonandi Fljótsdals- virkjun. Niðurstöður þessara rannsókna liggja nú fyrir Alþingi sem mun meta hvort þær fórnir sem þar þarf að færa séu það miklar að þær séu réttlætanlegar. Ég og margir aðrir eru þeirra skoðunar, að það sé meiralýðræði í því að fá mat frá sextíu og þremur réttkjörnum full- tiúum þjóðarinnar um þetta mál, sem auk þess geta leitað sér aðstoð- ar færustu sérfræðinga, fremur en skipulagsstjóra ríkisins og eins ráð- herra, eða þá alþingi götunnar, sem þekkfr þetta mál fyrst og fremst I gegnum fjölmiðla og glansmyndir úr sjónvarpi. Það er þvf von okkar að Alþingi beri gæfu til að ljúka þessu máli á farsælan hátt, ekki aðeins fyrir okk- ur hér austanlands heldur þjóðar- búið í heild. Höfundur er umsjónarmaður gáma- vaJ/ar Sorpsamlags Mið-Austurlands í Neskaupstað. Bókin MIKILVÆGUSTU TUNGUMÁL JARÐAR svarar: Hvert verður mikilvægasta viðskiptamál heims árið 2020? www.tunga.is Þegar íslenski osturinn er kominn á ostabakkann, þegar hann kórónar matargerðina - bræddur eða djúpsteiktur - eða er einfaldlega settur beint í munninn -jiéevkáiíÁ! $ Himneskur í salatið, a ■%. sem meðlæti llj cða snarl. -■ Á ostabakkann og með kexi og ávöxtum. jr StátiSÉímou- Ómissandi þegar vanda á til veislunnar. Einn og sér, á ostabakkann og í matargerð. Á kexið, brauðið, í sósur og | ídýfur. % ^Huííua/ ka&taíi Með ferskum ávöxtum eða einn og sér. ^ÚKU&^Ljý(V I Góð ein sér og sem 1 fylling í kjöt- og fiskrétti. % Bragðast mjög % Sígildur vcisluostur, fer vel á ostabakka. Alltaf góður með brauði og kexi. ^lflasca^pone/ Góður einn og sér og tilvalinn í matargerðina. 'ÍPanÁj Salui/ Bestur með ávöxtum, brauði og kexi. Hjm&aastwv Tilvalinn til matargerðar í súpur, sósur eða til fyllingar í kjöl og fiskrétti. Góður einn og sér. ^HuítleuiÁsAnie/ Kærkominn á ostabakkann, með kexi, brauði og ávöxtum. ISLENSKIR y* OSTAR, ” IftewCkáoAtu/v Kryddar hverja veislu. Líttu vel út. Vertu með nóg pláss fyrir allt og nQr Négane alla. Við kynnum til sögunnar nýjan skutbíl - Renault Mégane Break. Hann tilheyrir hinni öruggu línu Mégane sem fékk bestu einkunn í sínum flokki í Euro NCAP árekstrarprófinu og öryggisverðlaun "What Car 1999. Renault Mégane Break er búinn ABS hemlalæsivöm, 4 loftpúðum, styrktarbitum í hurðum o.fl. auk farangursrýmis sem er allt að 1600 1. Veldu meira rými. Reynsluaktu Renault Mégane Break. RENAULT Crjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 GOTT FÓIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.