Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 60
60 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 MORGUNBLADIÐ MINNINGAR MARGRÉT ALBERTSDÓTTIR + Margrét Alberts- dóttir fæddist á Isafirði 18. nóvember 1912. Hún lést á Elli- heimilinu Grund 23. nóvember síðastlið- inn. Hún var yngsta barn hjónanna Magn- eu Guðnýjar Magnús- dóttur, f. 25.10. 1872, og Alberts Jónssonar járnsmiðs á Isafirði. Þau eignuðust tólf börn, þrjú dóu ung, cn til fullorðinsára komust Þórey, Kri- stján Jón, Hergeir, Magnús, Jónína, Albert (en hann dó um fermingu), Herdís, sem lifir systur sína 91 árs, og loks Mar- grét sem hér er kvödd. Margrét giftist Ólafi Helga Skagfjörð Gunnarssyni vélstjóra frá Hnífsdal. Þau bjuggu á Isafirði til ársins 1963. Þau eignuðust ekki börn en tóku í fóstur Agúst Ólafs- son, sem kvæntur er Sigríði Sveinsdóttur og eiga þau þrjú börn. Þau eru búsett í Reykjavík. Einnig voru hjá þeim systkinabörn þeirra meira og minna, þar á meðal systursonur Margrétar, Albert Karl Sanders, sem kvæntur er Sigriði Sanders og eiga þau sex böm. Þau eru búsett í Reykjanes- bæ. Margrét vann á saumastofu Einars og Kristjáns á ísa- firði í mörg ár. Eftir að þau fluttust suður vann hún við heimil- isþjónustu og á Elliheimilinu Grund. Hún hefur dvalist sem vistmaður á Blindraheimilinu undanfarinn áratug þar til hún fór á Elliheimilið Grund fyrir nokkrum vikum. Margrét vann við ýmis félagsstörf á Isafirði og var félagsmaður í Kvenfélaginu Hlíf í mörg ár. Útför Margrétar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Nú hefur hún amma mín fengið hvíldina. Það er samt svo erfitt að sætta sig við það þegar ástvinur fer svo snögglega og maður hefur ekki fengið tækifæri til að kveðja hann. Elsku amma, þú sem varst svo án- ægð með að vera komin á elliheimilið Grund þar sem þú vannst áður fyrr. Ég var líka ánægð fyrir þína hönd. Ég hringdi í þig 18. nóvember síðast- liðinn þegar þú áttir afmæli. Þú varst svo glöð að heyra í mér og spurðir um hvenær við Jói kæmum suður. Ég sagði þér að við kæmum 21. des- ember og þá kæmum við til þín. Ég hlakkaði mikið til að eiga góðan tíma með þér. Þú vildir líka fá að vita hve- nær litla langömmubarnið þitt ætti að fæðast því þú varst mjög spennt þegar ég sagði þér að ég ætti von á bami. En ég veit að núna ert þú með okkur á annan hátt og fylgist með því að allt gangi vel. Eftir að ég fluttist vestur gat ég ekki komið eins oft til þín og ég gerði áður. En við vorum duglegar að nota símann. Þú sættir þig aldrei við það að ég skyldi flytja vestur og varst alltaf að spyrja mig um það hvenær ég flyttist suður aftur. Síðast þegar + Elskulegur eiginmaður minn, JÓN BJÖRNSSON frá Gerði, Vestmannaeyjum, síðast til heimilis á Heiðvangi 1, Hafnarfirði, lést á Vífilsstöðum mánudaginn 6. desember. Fyrir hönd afkomenda og annarra aðstandenda, Oddný Larsdóttir. + Móðir okkar og tengdamóðir, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Barðavogi 20, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtu- daginn 9. desember kl. 15.00. Guðmundur Örn Árnason, Sólveig Runólfsdóttir, Haukur Kristinn Árnason, Guðrún Guðmundsdóttir, Þórunn Árnadóttir, Tómas Agnar Tómasson, Svava Árnadóttir, Jón Guðnason. við hittumst var það í ágúst þar sem ég var nýkomin frá Danmörku frá því að heimsækja tengdaforeldra mína. Eins og alltaf vildir þú vera að gefa okkur Jóa Matta eitthvað. Þú vildir endilega að við kíktum í skáp- ana þína til þess að athuga hvort við fyndum eitthvað sem okkur vantaði. Við fundum tvær pönnukökupönnur og þær eru eins og gull í okkar aug- um. Við byrjuðum á því að baka á þeim þegar við komum heim og hringdum þá í þig til að segja þér frá því. Ég man hvað þú hlóst og varst ánægð með að hafa getað gefið okk- ur eitthvað. Manstu þegar ég var lítil og ég passaði í skóna þína og þú sagðir að við værum báðar bara tíu ára. Þú átt- ir flottustu skó í heimi og þegar við skoðuðum þá um daginn 14 árum síð- ar voru þeir alveg eins. Þegar ég var yngri og svipuð á hæð og þú gaf ég þér oft föt. Ég man sérstaklega eftir því hvað það var gaman að koma til þín á Blindraheimilið og sjá þig í Adi- das-gallanum mínum. Þú og Sigurbjörg amma skiptust á að passa mig þegar ég var lítil og ég man hvað það var gaman að koma mað rútunni í bæinn og vera hjá ykk- ur. Eftir að Sigurbjörg amma dó tókst þú alveg við ömmuhlutverkinu. Þó að þú værir ekki alvöru amma mín varstu guðmóðir mín og varst mér allt sem barnabarn myndi óska sér. Áður en þú fórst á Blindraheim- ilið áttir þú heima á Laugamesveg- inum. Ég fékk oft að gista hjá þér. Það var alltaf svo gaman og ég man vel eftir öllum strætóferðunum sem við fórum saman. Þú áttir erfitt með að sætta þig við ýmsa hluti í þínu lífi og þegar það kom upp reyndi ég að láta þér líða vel og sýna þér hve mjög mér þótti vænt um þig. Þú hafðir mikið skap og lést það stundum bitna á þeim sem þér þótti vænst um. Þú bauðst mér oft í leikhús og í einni leikhúsferðinni þegar við fór- um að sjá Stefnumót kveiktir þú þér í sígarettu í hléinu eins og þú varst vön. Svo horfðir þú á mig og sagðir allt í einu: „Mér finnst vont að reykja og nú er ég hætt.“ Þar með hættir þú. Það var svo gaman að fá þig í heimsókn yfir jólahátíðina þegar ég var yngri. Þá náðum við í þig til Reykjavíkur og þú varst hjá okkur yfir jólin. Ég man ein jólin þegar ég fékk dúkku í jólagjöf og vildi endi- lega skíra hana á aðfangadagskvöld með mikilli viðhöfn. Þú tókst þátt í þessari athöfn með mér af mikili gleði. Þegar þú gistir hjá okkur vildir þú alltaf fá að sofa í sama rúmi og ég. Við gátum spjallað saman langt fram á nótt og þá leið okkur svo vel. Ég á margar minningar um þig sem ég geymi í hjarta mínu. Ég bið góðan Guð að geyma þig og nú ertu komin til hans Ola þíns og hann tekur örugglega vel á móti þér. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt, núsællersigurunninn og sólin björt upprunnin á bak við dimraa dauðans nótt. (V.Briem.) Blessuð sé minning þín. Þín Margrét Ólína. Elsku Maggý amma. Það eru margar minningar um þig sem koma upp í hugann þegar við kveðjum þig í dag. Við vorum mjög litlar þegar við spurðum þig hvort þú vildir kannski vera amma okkar af því við ættum bara eina ömmu á lífi. Okkur fannst það greinilega of lítið. Þú varst mjög hrærð yfir þessari bón, faðmaðir okkur og sagðist glöð vilja vera amma okkar. Við áttum margar góð- ar stundir með þér hvort sem það var þegar þú komst í heimsókn til okkar eða við til þín. Það voru ófá skiptin sem við fengum líka að gista heima hjá þér í Reykjavík og þá var alltaf boðið upp á bugles, sem okkur þótti svo gott snakk. Eitt af því skemmtilegasta sem við gerðum var að fara í fötin þín því þau pössuðu okkur svo vel. Við systurnar gátum leikið okkur tímunum saman við að fara í kápurnar þínar, skóna og húf- urnar. Þá vorum við eins og litlar konur. Enda þótt stundirnar með þér hafi ekki veirð eins margar síðastliðin ár þá var alltaf gaman þegar við hitt- umst. Þú varst alltaf jafn þakklát þegar við buðum þér með í Kringl- una eða eitthvert annað. Þegar við buðum þér með okkur út fyrir nokkrum mánuðum treystir þú þér ekki með okkur. Þú baðst okkur í staðinn að fara í búðina fyrir þig. Þegar við komum til baka þá faðm- aðir þú okkur lengi og við vorum svo ánægðar að hafa getað gert þetta fyrir þig. Þegar við vorum litlar varst þú oft hjá okkur yfir jólin. Hin síðari ár hef- ur þú komið til okkar á jóladag og átt góða stund með okkur. Þín verður sárt saknað. Sigurbjörg Eydís og Stefanía. Þegar ég sit og rita nokkur minn- ingarorð um frænku mína rifjast upp mörg atvik í lífi okkar beggja. Mar- grét Alberts eða Maggý eins og hún var alltaf kölluð var fædd á Bökkun- um á ísafirði í litla Albertshúsinu þar sem hjartarúmið hefur alltaf verið í fyrirrúmi og nóg pláss til gist- ingar. Hún ólst upp í stórum systk- inahópi. Faðir hennar lést þegar hún var aðeins þriggja ára gömul og fjög- ur systkini hennar innan fermingar. Þurfti því móðir hennar að standa fyrir heimilinu ásamt eldri systkin- um. Veikindi gerðu fljótt vart við sig hjá Maggý og mörkuðu þau djúp spor í hennar líf. Hún sagði við mig einu sinni að kannski hefði þetta tímabil gert það að verkum að hún var ofvernduð og dekruð af systrum sínum sem voru henni mjög góðar alla tíð. Albertssystkinin og systk- inabörnin sem ólust upp saman hafa alla tíð verið mjög samrýnd. Nú í dag er aðeins ein systirin eftir en það er Herdís amma mín sem ég er alin upp hjá og býr hún ein í gamla húsinu, 91 árs að aldri. Þegar ég lít til baka og hugsa mér Maggý fyrir 40-50 árum, minnist ég þess að þá kom ég oft til hennar. Hún sat oftast með hannyrðir í gamla djúpa stólnum með kaffiglasið við hliðina og var að hekla eða sauma út, í frítímum, og á daginn að sauma fín- ar flíkur úr ýmsum gömlum eða nýj- um efnum sem urðu að dýrindis fatn- aði í höndunum á saumakonunni. Þær systur hennar Eyja, Ninna og Dísa voru allar miklar hannyi’ða- konur og leituðu ráða hver hjá ann- arri. T.d. saumuðu þær Eyja og Maggý dúka fyrir Isafjarðarkirkju á sínum tíma. Þær systur unnu mikið starf í kvenfélaginu Hlíf og eftir að Maggý fluttist suður hittust þær nokkrar brottfluttar félagskonur. Hún þurfti alltaf að frétta af gamla félaginu sínu og spurði hvernig starfið gengi. Þegar ég var að alast upp fannst mér mjög gaman að fara til Maggýj- ar. Hún átti alltaf svo flott föt (sem hún saumaði sð sjálfsögðu), flotta há- hælaða skó og veski í stíl svo maður tali nú ekki um hattana, en þá var gaman að máta. Einu sinni sat ég hugfangin og horfði á hana þegar hún var að hafa sig til. Þá kom þessi góða speki sem ég hef reynt að hafa að leiðarljósi: Vertu aldrei eldri en þú villt vera. Lifðu lífinu lifandi. Og mundu að koma aldrei á meðal manna ósnyrtileg, það er skömm hverri konu. Þegar ég rifja þetta upp, þekki ég ekki margar konur komnar á níræð- isaldurinn sem hugsa um það númer eitt að vera með vel snyrtar hendur og hár. Þannig var hún. Maggý var mjög lág kona vexti en bar sig vel. Ung giftist Maggý Ólafi Gunnar- ssyni og voru þau mjög hamingju- söm. Hann var henni mjög þolinmóð- ur og góður í veikindum hennar. Þau tóku einn fósturson, Ágúst, sem nú er kvæntur og býr í Reykjavík. Einnig voru hjá þeim um lengri eða skemmri tíma systkinabörn þein-a beggja. Þar á meðal systursonur hennar, Albert Karl Sanders. Þau hafa öll reynst Maggý mjög vel, það er á engan hallað að segja að Linda og Friðbert (elsti sonur Alberts) og börn þeirra hafi verið henni sérlega góð og tekið hana til sín við öll fjöl- skyldutækifæri, svo sem á jólum og afmælum og kunni hún vel að meta það. Þau þrjú fluttust suður árið 1963, en fljótlega gerðu veikindi vart við sig hjá Óla og lést hann árið 1967. Segja má að þá hafi orðið kaflaskipti í lífi hennar, sár söknuður og ást- vinamissir settu mark á hana, sem gerði það að verkum að einmanaleik- inn gerði vart við sig. Hún fór því fljótlega að vinna á Elliheimilinu Grund þar sem henni leið vel. Síðan vann hún við ýmsa heimilisþjónustu og kynntist mörgu góðu fólki sem hún hélt tryggð við. Það kom vel í ljós þegar margir komu og sam- glöddust henni á 85 ára afmælisdag- inn fyrir tveimur árum. Hún fluttist á Blindraheimilið fyr- ir nokkrum árum og þar hafði hún það gott eða þar til hún vildi fara á elliheimili til örrygis. Þá kom ekki annað til greina en gamli vinnustað- urinn, Elliheimilið Grund. Þar var vel tekið á móti henni og þar fékk hún sína hinstu hvíld að morgni 23. nóvember sl. Ég talaði við Maggý 20. nóvember sl. þegar dóttir mín tók hana heim til sín. Þá lét hún hún vel af sér og sagð- ist hlakka til að sýna mér nýju heim- kynnin sín og sjá mig næst þegar ég kæmi í bæinn. Þannig varð það nú ekki, ég kem ásamt hennar háöldr- uðu ástkæru systur til að fylgja henni síðasta spölinn.Við getum samglaðst henni eins og litla dóttur- dóttir mín sagði: „Nú verður Maggý glöð, því nú verður hún hjá Óla um jólin.“ Elsku frænka, ég, amma og fjöl- skylda mín þökkum þér fyrir sam- veruna. Far þú í friði. Þín Kristjana. Elsku Maggý, nú ert þú farin. Minningin um þig mun lifa með mér, Lindu og börnunum okkar, því þú varst stór partur af lífi okkar. Þú hafðir gist hjá okkur á flestum af- mælum barnanna, páskum og jólum undanfarin ár. Minningin um þegar þú bauðst mér með þér í mína fyrstu ferð til Reykjavíkur frá Isafirði þeg- ar ég var sjö ára. Hlýlegt heimili ykkar Óla í Ásbyrgi á Isafirði bar vott um smekkvísi þína og myndug- leika við saumaskap. Hvað þú varst barngóð og hændust börn mjög að þér enda veittir þú þeim alltaf góðan tíma, gast setið með þeim löngum stundum og talað við þau. Þú varst orðin mjög sátt við flest þegar þú kvaddir, hafðir nýlega flutt frá Blindraheimilinu við Hamrahlíð yfir á Elliheimilið Grund þar sem þú hafðir verið starfsmaður fyrir nokkr- um árum og þegar ég talaði við þig á afmælisdaginn þinn sagðir þú mér frá því hvernig fyrrverandi vinnufé- lagar hefðu tekið á móti þér eins og prinsessu þegar þú fluttir inn. Elsku Maggý, nú kveð ég þig að sinni. Takk fyrir allt saman. Friðbert A. Sanders. Elsku Maggý langamma, ég sakna þín. Ég var farin að hlakka til jól- anna því ég hélt að þú mundir koma í heimsókn og vera hjá okkur eins og þú hefur gert í mörg ár, því þá töluð- um við tvær svo mikið saman. En þetta ár verða jólin öðruvísi en þau voru síðustu árin. Daginn sem pabbi sagði mér að þú værir dáin hafði ég einmitt verið að hugsa um hvort allir sem ég þekki myndu upplifa nýja öld. Ég veit að þér líður vel núna hjá Guði og ég hugga mig við það. Þín Anna María.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.