Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 70
70 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
J
5 LEIKFELAG <
REYKJAVÍKUR
BORGARLEIKHUSIÐ
Ath. brevttur svninciartíini um heloar
Stóra svið:
eftir David Hare, byggt á verki Arthurs
Schnitzler, Reigen (La Ronde)
3. sýn. fös. 10/12 kl. 19.00
rauð kort, örfá sæti laus
4. sýn. sun. 12/12 kl. 19.00
blá kort, uppselt
5. sýn. þri. 28/12 kl. 19.00.
©<2, ielKhús
Að sýningu lokinni er framreitt
gimilegt jólahlaðborð af meistara-
kokkum Eldhússins
- Veisla fyrir sál og líkama -
eftir Howard Ashman,
tónlist eftir Alan Menken.
Fim. 9/12 kl. 20.00
lau. 11/12 kl. 19.00 örfá sæti laus
fim. 30/12 kl. 19.00
UI $v«l
iffir Marc Camoletti.
©
Mið. 29/12 kl. 19.00
Litla svið:
Höfundur og leikstjóri
Öm Árnason
Leikarar Edda Björgvinsdóttir,
Valur Freyr Einarsson, Halldór
Gylfason, Hildigunnur Þráinsdóttir
og Öm Árnason.
Leikmynd og búningar Þórunn
María Jónsdóttir.
Lýsing Kári Gíslason.
Undirleikari Kjartan Valdimarsson.
Frumsýning sun. 26/12 kl. 15.00
2. sýn. mið. 29/12 kl. 14.00
3. sýn. fim. 30/12 kl. 14.00
Sala er hafin
Litla svið:
Fegurðardrottningin
frá Línakri
eftir Martin McDonagh.
Fös. 10/12 kl. 19.00
þri. 28/12 kl. 19.00.
Sýningum fer fækkandi.
Litla svið:
Lettfr)
að s/ísbentfnau
íím N/íts^íinðírf
í alhettolruji*
eftir Jane Wagner.
Rm. 9/12 kl. 20.00
lau. 11/12 kl. 19.00
fim. 30/12 kl. 19.00.
Míðasalan er opín virka daga frá
kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga
og sunnudaga og fram að sýningu
sýningardaga.
Símapantanir virka daga frá kl. 10.
Greiðslukortaþjónusta.
Sími 568 8000, fax 568 0383.
STJÖRNUR
Á MORGUNHIMNI
Frumsýning 29/12
Gjafakort - tilvalin jólagjöf!
www.idno.is
Bókiri
MIKILVÆGUSTU
TUNGUMÁL JARÐAR
svarar:
Er íslenska
súðvíska heimsins?
www.tunga.is
Ú<h ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra si/iðið k(. 20.00
KRÍTARHRINGURINN í KÁKASUS eftir Bertolt Brecht.
10. sýn. í kvöld 8/12, nokkur sæti laus, 11. sýn. 9/12, nokkur sæti laus, 12. sýn.
10/12, nokkur sæti laus. Síðasta sýning fyrir jól.
GLANNI GLÆPUR í LATABÆ
Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson.
Fim. 30/12 kl. 14.00, uppselt, kl. 17.00, uppselt. Sun. 2/1 2000 kl. 14.00, laus sæti,
og kl. 17.00, laus sæti, 9/12 2000 kl. 14.00 og kl. 17.00.
Litta si/iðið U. 20.00: J
ABEL SNORKO BÝR EINN - Eric-Emmanuel Schmitt
Lau. 11/12, laus sæti, sun. 12/12, uppselt, mið. 15/12, uppselt, þri. 28/12, nokkur
sæti laus, mið. 29/12, fim. 30/12. Ath. ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn
eftir að sýning hefst.
Miðasalan er opin mánud.-þriðjud. kl. 13-18, miðvikud.-sunnud. kl. 13-20.
Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551-1200.
Gjafakort i Þjóðleikhúsið — gjöfin sem (ifnar t>ið!
KaííiLcibbúsið
Vesturgötu 3 IHIftWAJHfthWJ
Jóladagskrá
í kvöld 8/12 kl, 21. Flytjendur:
Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Anna Sigríður
Helgadóttir, Kristín Erna Blöndal ásamt
Guðmundi Pálssyni.
Jólabókakynning <f- jólaglögg
með piparkökum og KK
fim. 9.12. kl. 21.
Upplestur: Guðbergur Bergsson, Þórunn
Valdimarsdóttir, Stefán Máni, Elín Ebba
Gunnarsdóttir.
Ó ÞESSI ÞJÓÐ
fös. 10/12 kl. 21 örfá sæti laus
Síðasta sýning fyrir jól.
Kvöldverður kl. 19.30
Ath.— Pantið tímanlega í kvöldverð
MIÐAPANTANIR I S. 551 9055
SALKA
ástarsaga
eftir Halldór Laxness
Mið. 29/12 kl. 20.00 jólasýning,
örfá sæti laus
Síðasta sýning á árinu
Munið qjafakortin
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
íþróttafólkið
í garðinum
MARGT var um manninn og flestir
meðal gesta þekktir íþróttamenn á
verðlaunahátíð timaritisins Sports
Illustrated sem haldin var í Madi-
son Square-garðinum í New York á
fimmtudag.
Verðlaunahátíðin var óvetvju
glæsileg í ár enda síðasta hátið
blaðsins þetta árþúsundið og því
margs að minnast og miklu að
fagna. íþróttafólkið mætti ýmist
með maka eða félaga úr íþrótta-
heiminum og voru allir sælir og
glaðir og brostu blítt til viðstaddra
ljósmyndara.
Hnefaleikamaðurinn
Mohammed Ali og golf-
arinn Tiger Woods voru
prúðbúnir og kátir á
verðlaunahátíðinni.
ISLENSKA OPERAN
___iiiii
Mannsröddin
ópera eftir Francis Poulenc,
texti eftir Jean Cocteau
7. sýn. 8/12 kl. 12.15 lokasýning.
Sýn. hefst m/léttum málsverði ki. 11.30
Tónleikar
Emma Bell sópran, Finnur Bjarnason
tenor, Ólafur Kjartan Sigurðarson
barritón, Gerrit Schuil píanó flytja
verk eftir Purcell, Mozart og Britten.
Þri 14. des kl. 20.30.
'ílljá&iilrai
Lau 8. jan kl. 20
Lau 15. jan kl. 20
Ávaxtakörfumyndbandið fæst í miðasölu
Gamanleikrit í leikstjórn
Siguröar Sigurjónssonar
Allra! Allra! Allra!
síðustu sýningar
verða í janúar
Símapantanir í síma 5511475 frá kl. 10
Miðasala opin frá kl. 13—19 alla daga
nema sunnudaga.
Reuters
Fótboltamaðurinn og goðsögnin
Pele mætti ásamt eiginkonu
sinni til hátíðarinnar.
FÓLK í FRÉTTUM
ERLENDAR
ooooo
Jón Gunnar Gylfason
fróðbrautarhönnuður
skrifar um nýjustu plötu
Rage Against the Maehine,
„The Battle of Los Angcles".
V eist þú h vað
frelsi er?
MICHjAEL Jordan fær hærri
tekjur frá NIKE en allir
starfsmenn NIKE í Asíu
samanlagt. Þar með talin börnin í
þrælkunarverksmiðjum fyrirtækis-
ins. Þetta er málefni sem Rage Aga-
inst The Machine lætur sig varða.
Börn eru sett í nauðungarvinnu,
blaðamenn eru fangelsaðir og
dæmdir til dauða fyrir að segja
sannleikann, konur fá ekki sömu
réttindi og karlar, pólitískir fangar
eru pyntaðir og aflífaðir um allan
heim.
Þetta er efni nýju Rage Against
The Machine plötunnar í grófum
dráttum, það er fátt sem þeir láta
ósagt þegar kemur að mannréttind-
um og jöfnum rétt fólks til sóma-
samlegs lífs á jörðinni. Hljómsveitin
er ekki langt frá rótum sínum í tónl-
istinni en ef eitthvað er hefur inni-
haldið mun pólitískari og beinsk-
eyttari skírskotun en áður.
Rage Against The Machine hefur
nefnt plötuna „Bardaginn um borg
englanna" og er óhætt að segja að
efni plötunnar hjálpi til við að end-
urskoða hugtakið frelsi fyrir nýja
kynslóð sem þeir sjá sem þræla efn-
ishyggjunnar. Hljómsveitinni er
mikið niðri fyrir og vega þannig
textarnir og innihald þeirra þungt í
umræðunni um nýju plötuna.
Platan hefst á laginu „Testify"
sem fjallar um frelsi og ábyrgð ein:
staklingsins í nútímasamfélagi. í
textanum krefst söngvarinn deLaR-
ocha afstöðu og aðgerða frá okkur.
Ekki er hægt að samþykkja að við
neitum að taka afstöðu til hlutanna
þegar við vitum hvað er að gerast í
heiminum. deLaRocha gagnrýnir
ábyrgðarleysi einstaklingsins og
bendir á að í þessu nútímaþjóðfélagi
fari þeim fækkandi sem þora að
standa upp og taka ábyrgð á því sem
er að gerast. „Hver stjórnar degin-
um í dag?“ Þessum boðskap er sér-
staklega beint að þeim sem kalla á
frelsi en vilja ekki taka ábyrgð á því
sem er að gerast eða skoða afleið-
ingar gjörða sinna fyrir aðra.
Byltingin er ekki langt undan í
textum RATM. Eftir hressilega
vakningu fyrsta lagsing er hlustend-
um bent á að ef við viljum getum við
hjálpað til og öll hjálp er vel þegin í
baráttunni gegn auðvaldssinnum
eða eins og segir í laginu „Guerrilla
Radio“: „Það þarf að byrja ein-
hverstaðar!/ Það þarf að byrja ein-
hvern tíma!/ Hvar er betra en hér?/
Hvenær er betra en núna?“
Já það er kominn tími til að
standa upp og ræða sannleikann
fullum rómi hvar sem er, hvenær
sem er.
Þá er næst að nefna til sögunnar
lag nr. 5 á plötunni sem ber nafnið
„Sleep In The Fire“ sem er gamal-
dags grodda-rokk af bestu gerð og
er ráðist á mammon og þau stríð
sem hann hefur háð í nafni trúar.
Hér er sungið um þær fórnir sem
við erum tilbúinn til að færa til að fá
það sem við girnumst. Tónlistin er
rappskotin í bland en hefur einnig á
sér klassískan blæ í anda Zeppelin
og Sabbat.
Næsta lag, „Maria“, er ballaða
plötunnar en lögin „New Millenium
Homes“ og „Voice Of The Voicel-
ess“ halda áfram með vakningar-
þemað og eiga það sameiginlegt að
benda okkur á að við getum ekki
lokað augunum fyrir raunveruleik-
anum og sagt að allt sé í allra besta
lagi í veröldinni. Tónlistin virðist
eiga að gegna því hlutverki að forða
okkur frá boðskap auðvaldsins sem
er farinn að minna á Altungu læri-
föður, í Birtingi Voltaires.
Það besta við þennan disk er
kannski einmitt það að RATM er
ekki í þessum sjálfsskoðunar-, sjálf-
svorkunnarpytt sem flestar af
hænsnahopps-rokk hljómsveitum
nútímans eru að velta sér uppúr.
RATM vill að við förum og tökum til
hendinni og sést það vel aftast í
textablöðungnum sem fylgir með.
Þar eru gefnar upp vefslóðir sem
vísa á vefi sem allir eru helgaðir
þeim baráttumálum sem sungið er
um á plötunni.
Hér eru nokkrar af þeim slóðum
www.feminist.org,www.fair.org,
www.ratm.com, og www.amne-
styusa.org.
Þetta er þétt byltingarplata sem
fær mann til að sveifla hausnum,
hugsa svolítið í leiðinni og gerast
þátttakandi í því sem byrjaði með
einni spólu sem seldist í 5,000 ein-
tökum og innihélt lagið
„Bombtrack" en er nú orðið að öfl-
ugri hreyfingu þar sem barist er
fyrir frelsi, jafnrétti, og ábyrgð.
Spurt er: Hvað ætlar þú að gera?