Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 74
j74 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 MORGUNBLADIÐ FÓLK í FRÉTTUM , Gaman að leika vonda karlinn / I Myrkrahöfðingja Hrafns Gunnlaugssonar ber á mörgum óþekktum og skemmtilegum leikurum. Meðal þeirra eru Kjartan Gunnarsson í hlutverki biskupsins og Guðrún Kristín Magnúsdótt- ir sem leikur prestsfrúna. GUÐRÚN Kristín, eða Gauja eins og hún er oftast kölluð, er hugverktaki, goði og kona sem situr sjaldan með tvær hendur tómar. Um þessar mundir er hún að skrifa barnabækur og fræðsluefni um heiðni. En hún hefur víða komið við á lífsleiðinni og eftir leiklistar- námskeið hjá Helga Skúlasyni og í Bretlandi hefur hún leikið í þónokkr- um kvikmyndum, í sjónvarpsmynd- um og í leikhúsi. „Eg hef verið í einhverju auka- hlutverki í flestum kvikmyndunum hans Hrafns eða verið að aðstoða við upptökurnar. Ég byrjaði sem grið- kona Gísla Súrssonar í Útlaganum hans Ágústs Guðmundssonar, og lék líka frú í Agnesi. Ég var með mjög sítt hár og áratugum saman var ég notuð í kvikmyndir sem gerast fyrr á tímum,“ segir Gauja. - Er prestsmaddaman stærsta hlutverkið þitt? „Já, það er eitt aðalhlutverk í Myrkrahöfðingjanum, svo eru fimm stór aukahlutverk og prestsfrúin er eitt af þeim.“ - En það skemmtiiegasta? „Ég veit það ekki. Hvert hlutverk hefur sinn sjarma. Það er voðalega gaman að leika vonda karlinn. Það er ekkert gaman að vera alltaf í barbí- dúkkuleik, eins og í tískusýningun- um á unglingsárunum. Það er voða gaman að gera sig ljóta og ég fékk aldeilis útrás fyrir það í Myrkrahöfð- ingjanum." - Ut frá hverju vannstu þína pers- ónu? „Fólki í nútímanum. Prestsfrú í nútímanum sem elskai’ embættis- mannakaupið. Launsögnin í þessari mynd er hér og nú. Búninganna og sviðsmyndarinnar vegna heldur maður að þetta sé að gerast einhvers staðar langt í burtu, fyrir löngu en þetta er ekki svo einfalt. Þetta er um Gjafabréf fyrir áskrift að Morgunbiaðinu er líklega ekki það fyrsta sem þér dettur ( hug að gefa í jólagjöf, en fyrir vikið er hún óvenjuleg og kemur skemmtilega á óvart. Gjafabréf með áskrift að Morgunblaðinu er tilvalin gjöf fyrir unga fólkið sem er að hefja búskap eða er búsett erlendis, en einnig getur áskrift að Morgunblaðinu komið að góðum notum fyrir pabba og mömmu, afa og ömmu eða frændur og frænkur í útlöndum. Áskriftin getur verið í 1 mánuð eða lengur, allt eftir óskum hvers og eins. Hafðu samband eða komdu í Morgunblaðshúsið, Kringlunni 1 og fáðu allar nánari upplýsingar um gjafabréf fyrir áskrift að Morgunblaðinu. ÁSKRIFTARDEILD Sími: 569 1122/800 6122 • Bréfsími: 569 1155» NeHang: askrift@mbl.is Guðrún Kristín Magnúsdóttir sem prestfrúin í Myrkrahöfðingjanum. mannlegar tilfínningar á öllum tím- um og þessa siðblindu í þjóðfélaginu sem við temjum okkur því við græð- um á henni.“ - Nú ert þú goði. Hvernig fer hon- um aðleikaprestsfrú? „Bara vel því þetta fjallar um tvískinnunginn í okkur, yfirborðs- mennskuna. Þannig að þú getur ímyndað þér hvort þessi mynd höfð- ar til mín.“ - Anægð með myndina ? „Mér fínnst hún alveg ofsalega fal- leg, með fallegum litum og yndislega vel gerð.“ - Og ert þú ánægð með sjálfa þig í henni? „Nei! Færustu sminkur Svíþjóðar voru að reyna að gera mig ljóta! Svo spyrð þú hvort ég sé ánægð! Ha, ha!“ - En reynshm var ánægjuleg? „Þetta er alltaf óskaplega gaman. Bæði er svo gaman að vinna með Hrafni og svo myndast sérstök ver- öld á tökustað, lítill heimur sem virk- ar á meðan tökurnar standa. Ég held ég hafi aldrei, hvorki í sjónvarpi né á leiksviði né í bíói, lent með jafn sam- stilltum hópi og í Myrkrahöfðingjan- um. Það var alveg sama á hverju gekk, allir héldu ró sinni. Þó er ég nú komin á sjötugsaldur og búin að reyna ýmislegt," segir Gauja að lok- um. Leiklist ólík stjórnmálum „HVERTþóí heitasta," segir Brynjólfur biskup í lok myiidarinn- ar Myrkrahöfð- ingans og sést á þessum tigna manni að honum er nokkuð brugð- ið. Ekki að furða að atburðir sög- unnar hræri við samtímamanni píslarvottsins síra Jóns þegar þeir rata á hvíta tjaldið nokkrum öldum síðar. Þá haga örlögin því þannig að Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, skrýðist hempu biskups. Hvenær var það sem Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri bað hann um að setja sig í spor Brynjólfs? „Það var áður en tökur hófust. Ætli það sé ekki eitt og hálft ár síð- an,“ svarar Kjartan. Hvernig tókstu þessu boði Hrafns? „Hann bauð mér ekki hlutverkið heldur bað mig um að leika það,“ leiðréttir Kjartan. „Ég hafði ekki sóst sérstaklega eftir því. Ég brást þannig við að ég fékk handritið lán- að tii aflestrar. Svo las ég mér til um þennan tíma og þá sögupersónu sem helst er horft til og varð Hrafni inn- blástur að því að gera myndina. Eft- ir það ákvað ég að vera með.“ Hvaðgerði iítslagið? „Ég held að það hafí helst verið að fá tækifæri til að fylgjast með frá fyrstu hendi þegar kvikmynd yrði til. Það var að minnsta kosti fremur það heldur en brennandi áhugi minn á því að leika í kvikmynd." Bókaverð er of hátt 3 bækur 4.460 krónur 5.606 eintök 75 milliónir króna handa Degi og Steingrími og öðrum www.tunga.is Hefurðu kannski hugá því að snúa þér alfar- ið að leiklist? „Nei, ég hef ekki gert neinar áætlanir uni það.“ Varþetta strembið? „Þetta var (ivanalegt, og frá- brugðið því sem ég hafði fengist við fram að þessu. Ég var í litlu hlut- verki í myndinni og kem ekki fram í margar mínútur. Það tók ekki lang- an tíma að ganga frá þeim atriðum hvað mfna þátttöku varðar þannig að ég get ekki sagt að það liafi verið strembið." Er eitthvað líkt með leiklist og pólitík? „Það er áreiðanlega ágætur hæfi- leiki fyrir stjómmálamenn að hafa eitthvað inngrip í leiklist. En leiklist er af svo mörgum toga. Stundum er verið að Ieika og sviðsetja atburði sem hafa gerst; túlka sögupersónu sem hefur verið uppi. Þegar reynt er að líkja saman leiklist og stjórn- málum með því hugarfari að sljórn- málin séu leikur þar sem menn séu fyrst og fremst að leika tilbúinn texta og tilbúna atburðarás, þau séu sem sagt gervimennska, þá finnst mér ekkert líkt með stjórnmálum og leiklist. Það er auðvitað margt líkt, með óheiðarlegum og óvönduðum stjórmálamönnum og lélegum leik- urum. Þeim tekst sjaldnast að koma hlutverkum smurn til skila með þeim hætti að trúverðugt sé.“ Hefðir þú veitt s/ra Jóni syndaaf- lausn? „Grunnboðskapur kristninnar er fyrirgefningin og Guð einn er fær um að fyrirgefa hveijum sem er hvað sem er. Ég held nú að mennirn- ir geti ekki tekið að sér það hlutverk fyrir hans hönd en að því marki sem þeir hafa tekið að sér að gera það með svona sinum hætti, sem þætti í trúariðkan manna, þá hugsa ég að ég hefði veitt honum aflausn eftir hæfilega yfirbót. Og vissulega kem- ur fram í sögunni að hann iðrast." Kjartan Gunnarsson í hlutverki biskups í Myrkrahöfðingjanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.