Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 44
* 44 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNB LAÐIÐ « * Tvær í einu höggi „Þess vegna fjárfesta þeir meirihlutann affénu ífjölmörgum stórfyrirtœkjum úti í heimi þannig að efeitthvað fjarar undan heima fyrir mun það ekki breyta miklu um verðmæti þessa varasjóðs. “ YÐ erum ekki lengur blá- fátæk, ekki afskekkt þjóðarkríli sem verður að skrapa saman hverja kjöttutlu til að deyja ekki úr hungri. Það er öðru nær, við erum með ríkustu þjóðum í heimi og getum alveg leyft okkur þann munað að hugsa okkur vandlega um áður en við efnum til vægast sagt hæpinna framkvæmda. Draumurinn á teikniborðum verkfræðinga Landsvirkjunar er að breytast í eitthvað sem minnir á örvæntingu, hömlulausa til- fmningasemi. Ottinn við að missa andlitið, verða að hopa, hefur tek- ið völdin. Hér kunna menn að virkja, á að banna þeim að sýna færni sína í verki? En kalt mat á framkvæmdunum leiðir til allt annairar nið- VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson urstöðu en áð- ur var hamp- að. Sé beitt venjulegum arðsemisútreikningum verður víst tap á draumnum. Við þeirri fullyrðingu eru ekki til sannfær- andi svör, aðeins að óbeinn hagn- aður verði svo mikill fyrir þjóðina. Hvað þá með óbeina tapið? Hjá Norsk Hydro eru menn víst skjálfandi á beinunum vegna þess að álbræðsla er sveiflu- kenndur iðnaður, þeir ætla helst ekki að leggja fram peninga, að- eins búnað og tækniþekkingu. Annars hélt ég að allir vissu að ál væri kenjótt vara eftir að hafa fylgst með tröllauknu og afskap- lega áhugaverðu álveri sem reis eiginlega á Keilisnesi fyrir ára- tug. Næstum því. Og svo er það eggjakarfan. I þessu sambandi ætla ég enn að minnast á Norðmenn. Þeir hafa svo miklar tekjur af olíu og gasi að ráðamenn telja varhugavert að hella öllu gullinu inn í hagkerfið, það væri ávísun á þenslu og óða- verðbólgu. Þess vegna var stofn- aður sjóður sem á að tryggja að hægt verði að halda uppi velferð þegar olían er uppurin. Hann er nú orðinn svo öflugur að ég þori ekki að nefna töluna, hún gæti valdið svimakasti, jafnvel öfund. En Norðmenn eru varkárir menn og geyma ekki öll eggin sín í sömu körfunni. Okkar lífeyris- sjóðastjórar ætla hins vegar að tryggja viðgang álbræðslunnar á Reyðarfírði og flnnst að viðvörun- arorð geti ekki verið annað en úr- tölur og nöldur. Eg veit ekki hvemig fólk situr í stjómum þessara lífeyrissjóða, veit ekki hvort þetta fólk er haldið sömu áráttunni og ég og fleygi stundum peningunum sínum í lottómiða. Ef svo er má líka segja með fullum rétti að það komi mér ekkert við. En það kemur okkur öllum við hvort þeir sem leggja línurnar í fjárfestingum sjóðanna reyna að sýna þar fyrirhyggju eins og Norðmenn. Ef það er ekki gert þurfum við að fá að vita hverjar forsendurnar em fyrir því að fjármunir, sem dregnir era af laununum okkar til að tryggja okkur nauðþurftir í ellinni, þurfa ekki að vera festir í sæmilega tryggum eignum. Er eingöngu verið að hugsa um að treysta hefðbundið byggða- mynstur í sessi, trúa fögrum fyr- irheitum um að álver snúi taflinu við og stöðvi strauminn á mölina? Þá vil ég að fólk segi það hreint út. Sýni útreikningar á hinn bóg- inn að ekki sé neitt vit í að selja raforku frá virkjuninni á lágu verði sem stjómist auk þess af sí- breytilegu álverði er málið einfalt: Við sleppum þessu og hugum að öðram kostum. Þá myndi áherslan verða m.a. lögð á að gjörnýta hrein- leikaímyndina sem landið hefur enn. Hversu vel við eigum hana svo skilið, það er önnur saga. En við getum ekki bæði sleppt og haldið, getum ekki haldið ótrauð áfram að virkja alla drauma verk- fræðinganna, Lang Stærsta Drauminn og þá litlu, án þess að stefna í voða hagstæðri ímynd í hugum neytenda, fyiirbæri sem fjölþjóðleg risafyrirtæki reyna nú að efla eins og þau geta. Hvort sem um er að ræða þjóð- ir sem eiga allt sitt undir út- flutningi eða fyrirtæki sem selja vöra og þjónustu um allan heim verður ekki hlaupið frá nýjum veraleika. Hann er sá að neyt- andinn getur ákveðið að refsa þeim sem keppir á markaði fyrir eitthvað sem í sjálfu sér kemur ekki beint við því sem verið er að bjóða til sölu. Neytandanum, sjálfu yfir- valdinu, getur þóknast að hundsa tilboð um íþróttaskó á góðum kjöram vegna þess að fréttir ber- ast af því að skórnir séu fram- leiddir í verksmiðju þar sem laun og aðbúnaður eru fyrir neðan all- ar hellur að mati okkar á Vestur- löndum. Hann getur líka neitað að kaupa fisk frá hvalveiðiþjóð og þá skiptir engu máli hvað okkur, sölumönnunum, finnst um lélegan rökstuðninginn og fáfræðina að baki. Neytandinn ræður. Hann getur líka ákveðið að tengja íslenska framleiðslu í hug- anum fyrst og fremst við eitthvað neikvætt, til dæmis umhverfis- spjöll. Þegar risafyrirtækið DuPont, sem framleiðir alls kyns mis- hættuleg efnasambönd til notkun- ar í iðnaði, hugðist fyrir nokkram áratugum reisa mengandi verks- miðju vissu frammámenn að nóg var að telja íbúana á svæðinu á sitt band, benda þeim á að at- vinnutækifæri myndu skapast og skattatekjur hækka. „Núna era grannarnir okkar sex þúsund milljónir manna,“ seg- ir einn af ráðamönnum fyrirtæk- isins. Hann á við að svo umdeild mál era ekki lengur einkamál ein- hvers afmarkaðs landsvæðis held- ur mál allra jarðarbúa. Við virðumst nú hafa alla burði til að slá tvær flugur í einu höggi og það óvart: Verja tugmilljörðum króna af almannafé í framkvæmd- ir sem ekki skila arði. Og tryggja að það fyrsta sem ungir Banda- ríkjamenn, Þjóðverjar eða Frakk- ar heyri um Island sé að þar búi umhverfissóðar. Peningatapið getum við lifað af eins og hvern annan aflabrest en er brennimark sóðans ekki al- varlegt íhugunarefni? Allir sitji við sama borð UM ÞESSAR mund- ir era liðin 40 ár frá stofnun Innkaupastofn- unai' Reykjavíkurborg- ar, en þessi stofnun gegnir þýðingai-miklu hlutverki í borgarkerf- inu í því skyni að tryggja sem hagkvæm- ust innkaup fyrir borg- arsjóð og fyrirtæki hans. Jafnframt á Inn- kaupastofnun að tryggja jafnræði þeirra, sem vilja selja Reykjavíkurborg þjón- ustu sína þannig, að all- ir sitji við sama borð. Upphafið Alfreð Þorsteinsson innkaupa- og útboðs- málum. Þess má einnig geta í þessu sambandi að stjórn Innkaupa- stofnunar Reykjavíkur- borgar skipaði á fundi sínum 13. september sl. vinnuhóp til að móta reglur um skil forstöðu- manna stofnana og fyr- irtækja borgarinnar á yfirliti um innkaup og verklegar framkvæmd- ir í því skyni að auka á skilvirkni og aðhald í útboðs- og innkaupa- málum borgarinnar. Starfsemi Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar hófst 1. desem- ber 1959 á grundvelli samþykktar bæjarstjórnar Reykjavíkur frá 16. júní sama ár. Með þeirri samþykkt var stofnuninni falið að annast inn- kaup og samninga um kaup á vörum og þjónustu fyrir bæjarsjóð Reykja- víkur og stofnanir hans, útboð á verklegum framkvæmdum ásamt fleiri tilgreindum verkefnum. Þessi samþykkt var óbreytt til 1. apríl 1976 en þá tók gildi ný og mun ítarlegri samþykkt fyrir stofnunina. Núgildandi samþykkt er frá 27. júní 1995 en breytingar á samþykktinni frá 1976 byggjast á starfi Útboðs- og innkaupanefndar Reykjavíkurborg- ar sem skipuð var í borgarráði í ár- sbyrjun 1995. Markmið breyting- anna var í aðalatriðum að tryggja með sem bestum hætti jafnræði milli þem'a aðila sem borgin á í viðskipt- um við, skilgreina hæfisreglur, reglur um boðsferðir og almennt skerpa á reglum um starfshætti stofnana og fyrirtækja borgarinnar í Fyrir opnum tjöldum Meginmarkmið Innkaupastofnun- ar Reykjavíkurborgar hlýtur ávallt að vera að stuðla að sem mestri hag- kvæmni í rekstri borgarinnar með því að leita hagkvæmasta verðsvið Innkaup Markmið Innkaupa- stofnunar, segir Alfreð Þorsteinsson, hlýtur ávallt að vera að stuðla að sem mestri hag- kvæmni í rekstri borgarinnar. kaup á vöram og þjónustu og verk- legum framkvæmdum og að tryggja með sem bestum hætti jafnræði milli þeirra aðila sem borgin skiptir við. Innkaupamál opinbeiTa aðila era alls staðar í heiminum afar viðkvæm mál eðli sínu samkvæmt og því brýnt að allar ákvarðanir fari fram fýrir opnum tjöldum og gegnsæi ákvarð- anatöku sé sem ljósast. Samkvæmt núgildandi skipulagi í innkaupa- og útboðsmálum Reykja- víkurborgar fara öll meiriháttar mál fyrir fundi stjórnarinnar sem haldnir eru að jafnaði einu sinni í viku og öll framlögð skjöl á þessum fundum eru aðgengileg hlutaðeigandi aðilum. Þetta tryggir að allar tillögur um kaup eða töku tilboða skulu vera skriflegar og era í raun aðgengilegar öllum sem hagsmuna eiga að gæta hverju sinni. Jafnræði Það er brýnt að leggja áherzlu á þennan þátt, þ.e. jafnræði og gegn- sæi ákvarðanatöku sem stuðlar að því trausti sem stofnuninni er brýnt að njóta út á við í samskiptum við við- skiptaaðila sína. það getur einungis gerst með því að stjórnarmenn og stai-fsfólk Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar geri sér ávallt glögga grein fyrir því hversu mikil- vægt það er fyrir stofnunina að hún njóti almenns trausts, jafnt útávið í þjóðfélaginu sem og innan borgar- kerfisins. A þessum tímamótum í sögu stofn- unarinnar er við hæfi að þakka for- stöðumönnum stofnana og fyrir- tækja borgarinnar fyrir gott samstarf á undanförnum áram. Sér- staklega ber að þakka þeim fýrir þá miklu vinnu sem innt er af hendi við endurskoðun á samþykkt Innkaupa- stofnunar og starfsháttum á árinu 1995 á vegum Útboðs- og innkaupan- efndar Reykjavíkurborgar. Höfundur er borgarfulltrúi og for- maður Innkaupastofnunar Reykja- víkur Elliðaánum hjálpað með stýringu á vatnsrennsli ORKUVEITA Reykjavíkur hefur gripið til aðgerða, sem miða að því að vernda lífríki Elliðaánna, í tengslum við upphaf raforkuframleiðslu í ánum á nýjan leik. Eins og kunnugt er, er vatni hleypt í gegnum túrbínur Rafstöðvar- innar á vetrum, en ár- vatnið rennur óheft um árfarveginn vor, sumar og haust.Þær aðgerðir sem Orku- veita Reykjavíkur hef- ur gripið til og miða að verndun lífríkisins era í samræmi við samþykkt borgar- ráðs frá í sumar, en ályktun ráðsins var í samræmi við álit sérfræðinga sem gerðu vistfræðirannsóknir á Elliðaánum og tillögur til úrbóta, en þær voru kynntar í sumar. Þær aðgerðir sem nú er gripið til miðast fyrst og fremst við að bregðast við beinum afleiðingum rennslisbreyt- inga á ánum sem til koma vegna raforkuframleiðslunnar. Er þar um að ræða tvö svæði í ánni, annars vegar svæðið frá Elliðavatnsstíflu og niður í Árbæjarlón, hins vegar frá Arbæjarlóni og niður að Raf- stöðinni. Rennslisstýring í efri hluta Elliðaánna verður rennsli árinnar stýrt þannig að breytingum á vatnshæð verður haldið í lágmarki. Eins og margir vita fer raforkuframleiðslan í ánum þannig fram að vatni er veitt úr Ár- bæjarlóni og leitt niður dalinn eftir pípu sem liggur neðanjarðar, allt niður að Rafstöðvarbyggingunni. Pípa þessi komst í fréttirnar í íýrra þegar hún gaf sig og árvatnið flæddi á kafla í Elliðaárdal. Arvatn- inu, sem leitt er til Rafstöðvarinn- ar, er veitt í gegnum rafala og þar verður rafmagnið til sem borgarbúar hafa not af.Rennsli Elliðaánna verður þannig stýrt á efri hluta þeirra að vatnslokurnar í Elliða- vatnsstíflunni verða opnaðar í fjórum áföngum þannig að rennsli ánna vex smám saman. Þannig verður reynt að láta rennslisaukninguna að vera í sem mestu sam- ræmi við vatnsminn- kunina í Árbæjarlóni sem leiðir af vatnstöku þaðan vegna raforkuframleiðslunn- ar. Með þessum hætti er hægt að draga mjög úr rennslisbreytingum á efri hluta ánna.Hingað til hafa lokurnar í Elliðavatni verið opnaðar í tveimur áföngum sem leitt getur til skarpari vatnsaukningar í ánum, en það telja sérfræðingar að geti verið óheppilegt lífríkinu í ánum. Lágmarksrennsli tryggt Á þeim kafla Elliðaáa sem miðast við Árbæjarstíflu að ofan og Raf- stöð að neðan, verður ávallt tryggt tiltekið vatnsmagn að lágmarki. Það leiðir til þess að þetta búsvæði árinnar getur nýst laxaseiðum til uppeldis. Reyndar verður tryggt lágmarksrennsli í báðum kvíslum Elliðaánna, sem auka mun afkom- umöguleika laxaseiða á þessu svæði. Áður seytlaði vatn aðeins um eystri kvíslina. Rennsli Elliðaánna neðan Árbæjarstíflu og niður að Rafstöð hefur oft verið lítið og áður fyrr kom stundum fyrir að aðal- farvegur ánna, kvíslin að austan- verðu, þornaði nær upp. Eðlilega hefur þetta ástand haft óheppileg áhrif á lífríki ánna. Þannig hefur framleiðslugeta þeirra á laxaseiðum Raforka Þær aðgerðir sem Orku- veita Reykjavíkur hefur gripið til og miða að verndun lífríkisins, seg- ir Gunnar Aðalsteins- son, eru í samræmi við samþykkt borgarráðs frá í sumar. minnkað, þar sem umræddur kafli árinnar hefur ekki nýst sem skyldi til seiðauppeldis. Það lágmar- ksrennsli sem veitt verður um báð- ar kvíslarnar verður alls einn rúm- metri á sekúndu sem deilt verður á báðar kvíslarnar. Þetta vatnsmagn er í samræmi við það rennsli sem verður að lágmarki í Elliðaánum á vetram.Orkuveita Reykjavíkur hef- ur ekki einvörðungu tekjur af rekstri rafstöðvar við Elliðaár. Þessari starfsemi fylgir einnig tals- verður kostnaður vegna umsýslu með ánum og Elliðaárdal í heild. En þar kemur fleira til. Þannig mun ofangreindum aðgerðum fylgja minnkun á tekjum og er tekjutap Orkuveitunnar, vegna aukningar á rennsli frá Árbæjar- lóni og niður að Rafstöð, áætlað um fimm milljónir króna á ári.Kostnað- ur Orkuveitunnar af umsýslu við árnar og dalinn er þó léttvægur að mati fyrirtækisins á móti þeim áv- inningi sem Reykjavíkurborg hefur af því að um hana rennur gjöful lax- veiðiá. Höfundur er rekstrarstjórí raforku- sviðs Orkuveitu Reykjavikur. Gunnar Aðalsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.