Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 53v UMRÆÐAN Fyrirtækið ÚTGÁFA Á ÍSLENSKU Eiffelturn- inum sökkt Hálendið Okkar Eiffelturn er sú staðreynd, segir Ingi- mundur Þór Þorsteins- son, að landið okkar er ÉG FINN mig knúinn til að berja í borðið og reyna að fá samlanda mína, sem eru uppteknir í núinu af því að blása í þenslublöðruna, til að átta sig á því hvaða stefnu ráðamenn þjóð- arinnar eru að taka fyrir næstu kynslóð (börnin okkar ef þið skiljið það betur). Það er ekki búið að svara meginspurningunni varðandi þetta virkj- anabrölt, viljum við stóriðju eða ætlum við að gera eitthvað annað í þessu landi í framtíðinni? Þeir eru fáir sem nenna að leggja sig fram við að vekja athygli á þessum virkjunum og stóriðjum sem stjórnmálamennirnir okkar eru löngu búnir að ákveða að verði að veruleika. Þeir sem helst ganga fram í því máli eru svo óheppnir að vera ýmist landverðir eða náttúru- fræðingar eða úr þeim hópi fólks sem fær því miður svo auðveldlega á sig það orð að vera alltaf að nöldra út af einhverju og hefir eng- an skilning á efnahagsmálum. Þetta er svona fólk eins og græn- friðungar sem hlekkja sig við skip og fara í hungurverkfall. Ráða- menn þjóðarinnar eru vanir svona fólki og vita að tíminn afgreiðir málið fyrir þá. Það væri kannski ráð, hugsa þeir, að látast eins og við séum tilbúnir að skoða aðra fleti á málinu á meðan mesta mót- mælaaldan ríður yflr en svo gerum við bara eins og okkur sýnist, við vorum kosnir til þess. Við reyndar notuðum það sem tálbeitu til að láta kjósa okkur að lofa því að drekkja ekki alveg öllum gæsunum en nú er búið að kjósa okkur og þá er bara að drífa í því að gera eitt- hvað sem ber árangur fyrir næstu kosningar svo við verðum kosnir aftur. Besta svarið við þessu er að skila auðu í næstu kosningum. Hér er á ferðinni algert hugleysi ráðamanna þjóðarinnar bæði í rík- isstjórninni sem sveitarstjórnum. Auðvitað eru flestir sveitarstjórar og litlir kóngar á Austurlandi án- ægðir með þessa virkjun. Það er augljóst, það er búið að leysa öll mál í framtíðinni fyi-ir þá og núna verður bara gaman næstu árin. Fullt að gera fyrir alla, nóg af pen- ingum og auðvelt að sitja við stjórnvölinn. Þreyttur uppgjafa- bóndinn selur kýrnar sínar og kaupir stóra jarðýtu sem hann vinnur á nótt sem nýtan dag a.m.k næstu 2-3 árin en eftir það fá hann og börnin vinnu í einhverjum ker- skálanum. Þjóðin hefur ekki fengið tæki- færi til að móta sér stefnu um það hvað hún ætlar að gera í framtíð- inni. Ætlum við að byggja afkomu okkar á stóriðju eða ætlum við að leita annarra leiða? Kær- um við okkur eitthvað um störf af því tagi sem stóriðja býður? Lítið nú á börnin ykk- ar og spyrjið, „Hvern- ig störf á ég að skapa fyrir þig í framtíð- inni?“ Ég segi stóriðja er skammtímalausn sem er þægileg fyrir stjórnmálamenn því hún skilar árangri um leið og búið er að ákveða framkvæmdir. Fyrir stóriðjuna þurf- um við að fórna land- inu og hvað ætlum við að gera þeg- ar lónin verða orðin full af drullu eða búið verður að finna upp pla- stefni sem leysir ál af hendi eða aðrar leiðir opnast í því að beisla orku. Væri ekki ráð að snúa sér að einhverju sem skapar okkur heil- brigð störf sem byggjast á sér- stöðu okkar og er óhætt að byggja á um ókomna framtíð. Við verðum að hætta að rífast um gljúfur, gi-as og gæsir og snúa okkur að því að ákveða hvað skiptir máli. Ekki ætla ég að falla í þá gryfju að halda að ferðaþjónustan sé lyk- illinn að þessu öllu saman. Stóriðja á rétt á sér hér á landi að einhverju marki en við megum ekki fórna öllu landinu fyrir hana og byggja afkomuna á henni. Álverð getur hrunið en fólk hættir aldrei að ferðast og erum við ekki að reyna að koma okkur úr því farinu að stór stök eyja norðar- lega í Atlantshafí sem heitir þessu sérstaka nafni, Island. byggja afkomu okkar nánast ein- göngu á sjávarútvegi. Við erum í þann veginn að fara að fjárfesta í virkjun fyrir 23.000.000.000, hugsið ykkur! 23 milljarða. Það er eins gott að þetta skili einhverju. Ég ímynda mér að það hafi ekki verið eytt háum fjárhæðum í Islenska erfðagreiningu eða Marel eða eitt- hvað af þessum hugbúnaðarfyrir- tækjum sem eru að skila tugum starfa fyrir vel menntað fólk og þar af leiðandi milljónum í ríkiskass- ann okkar. Ef að við tækjum nú þessa 23 milljarða og fjárfestum í fjórum mismunandi atvinnugrein- um fyrir framtíðina. Hvernig litist ykkur á að setja 23 milljarða í það að byggja upp ferðaþjónustuna, það þýðir um 6 milljarða í hvern landsíjórðung. Ég skora á ein- hvern að reikna út hverju það gæti skilað. Frakkar byggðu Eiffelturninn til að vekja athygli á hæfileikum sín- um. Okkar Éiffelturn er sú stað- reynd að landið okkar er stór stök eyja norðarlega í Atlantshafi sem heitir þessu sérstaka nafni Island. Þar býr fólk eldur og ís og þar er víðátta og landslag af þeim toga að ekki finnst annars staðar í Evrópu. Við þurfum ekkert að gera annað en að láta einhvern hluta mann- SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR5 3 I ICTUl'lC DCVIKI AC^ 1 I I I I IIIII—m 3 LISTHUS REKIN AF 15 LISTAMÖNNUM INGA ELIN ÓFEIGUR MEISTARIJAK0B — —“TJ; i— 1 i Mefur þú engan að tala ui ð gleði? til að deila með sorg og Uinalína Rauða krossins, sími 800 6464 öll kuöld frá kl. 20-23 Ingimundur Þór Þorsteinsson kynsins vita af þessum gersemum og bjóða þeim hingað í fríum sín- um. Við erum um það bil að fara sökkva Eiffelturninum í drullu. Nú átti að fara að taka Ómar Ragnarsson greyið á beinið fyrir það að hafa vakið upp draug í þjóð- félaginu sem ráðamönnunum geng- ur illa að kveða niður. Hann var í vinnunni sinni við það að draga fram sem flestar hliðar á málinu og fær nú bágt fyrir. Er þetta ekki hjákátlegt, fyrst hengja þeir á hann gullskjöld og þakka honum fyrir frábæra landkynningarþætti og svo ætla þeir sér að rassskella hann. Þetta kalla ég nú að hengja fréttamann fyrir stjórnmálamann. Ég sting upp á því að þjóðin taki þá ákvörðun að verða framúr- stefnuþjóð í heiminum. Við höfum allt til að bera. Lifum í skyn- samlegri sátt við náttúruna, útrým- um fíkniefnum í landinu, lífræn matvælaframleiðsla, endurvinnsla af skynsemi, innkaup, framleiðsla og notkun óvistvænna efna undir eftirliti, góð menntun fyrir alla, snyrtileg byggð og land, hátækni nýtt sem víðast, einstök gestrisni, Island verði fánaberi friðar, verum drífandi í rannsóknum og framþró- un og öðru í sama dúr. Gerum alla hluti þannig að aðrar þjóðir beri fyrir okkur virðingu. Þannig selj- um við fiskinn og kjötið og iðnvarn- inginn og þannig fáum við ferða- menn.Ég læt engan segja mér að þetta sé ekki hægt, við getum gert það sem við ákveðum að vilja gera. telur að bókaverð sé of hátt www.tunga.is KitchenAid Stórglæsilegt bökunartilboð! Ultra power hrærivél með hakkavél og smákökumóti, aðeins kr. 26.885 (sparnaður kr. 6.555 frá fiillu verði). 11 litir — íslensk handbók 60 ára frábær reynsla Einar Farestveit & Co. hf. Höfundur er framkvæmdastjóri. Borgartúni 28 - simar 562 2901 og 562 2900 ÞAÐ MUNAR UM MINNA r- PASTAPOTTAR---------------- Pasta- og gufusuðupottur kr. 7.900. 7 Itr. 18/10 stál Pastavél kr. 4.500. PIPAR0GSALT KJapparstíg 44 v- Sími 562 3614 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.