Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 52
Jí2 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLADIÐ Fljótsdals- virkjun - hver borgartapið? NU LIGGUR fyrir Alþingi þingsályktunar- tillaga iðnaðarráðherra JUm að framkvæmdum við Fljótsdalsvirkjun verði haldið áfram. Til- lagan virðist sett fram í því skyni einu, að fylkja stjórnarþingmönnum um framkvæmdina. Sýnt hefur verið fram á, að stórfellt tap verði af framkvæmdinni. Lít- ið hefur verið um svör við þessu. Þó lét iðnað- arráðherra þau orð falla í umræðum á Alþingi, að ekki væri hægt að meta arðsemina þar sem ekki væri búið að semja um raforkuverð. Hann sagði einnig að >íitreikningar Þjóðhagsstofnunar sýndu hagkvæmni virkjunarinnar. Báðar þessar fullyrðingar eru rang- ar. Fulltrúi Landsvirkjunar hefur skýrt aðferðafræði fyrirtækisins við arðsemismat á ráðstefnu Ver- fræðinga- og Tæknifræðingafélaga Islands fyrir skemmstu og ljóst er af þeim upplýsingum að aðferðir fyrirtækisins við mat á áhættu og arðsemi eru hagfræðilega ótækar. Útilokað að viðunandi orkuverð fáist y Fljótsdalsvirkjun kostar um 30 milljarða. Deilt er um hvaða tekjum Þorsteinn Siglaugsson búast megi við og hvaða ávöxtunar- kröfu eigi að gera til framkvæmdarinnar. Á síðasta ári var meðalorkuverð til stóriðju 88 aurar á kwst., en álverð var með lægsta móti það ár. Árið 1997 var verðið 1 kr. á kwst. og álverð var þá með hæsta móti. Gert er ráð fyrir að álverð lækki um ca. 1% ár- lega næstu 10-15 ár- in. Raforkuverð til ál- iðnaðar í Bandaríkjunum er nú um 1,50 kr. á kwst. Þannig er úti- lokað, að hærra verð en það fáist fyrir orkuna frá Fljótsdalsvirkjun. Líklegra er að verðið verði talsvert lægra, enda ýmiskonar óhagræði af því að staðsetja álver á íslandi og ber þar hæst fjarlægð frá mörkuð- um. Aðferðir Landsvirkjunar í bága við grundvallaratriði Iðnaðarráðherra hélt því fram á dögunum að fjárfestirinn, þ.e. Landsvirkjun, væri best fær um að meta arðsemi Fljótsdalsvirkjunar. Meginatriðið í málflutningi Elíasar B. Einarssonar, verkfræðings hjá Landsvirkjun, á fyrrnefndri ráð- -I HREYSTI ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL KYNNIR íslandsmeistaramótið í vaxtarrækt 1999 Broadway Hótel íslandi, sunnudaginn 12. desember. Forkeppni kl. 13.00 verð kr. 500.- Úrslit kl. 20.00, húsið opnar kl. 19.00 verð kr. 1.500.- Matur, heilsuhlaöborð og úrslit, borðhald hefst stundvíslega kl. 18.00, verð kr. 3.400.- Borðapantanir og forsala miða á Broadway, Hótel Islandi. í Nokkar leiðir til að fjármagna Fljótsdalsyirkjun Dæmi um auknar skattaálögur: Dæmi um útgjaldaskerðingu: Auka tekjuskatt á hverja 4 manna fjölskyldu um 60.000 krónur á ári. Tekjuskattar einstaklinga eru áædaðir um 40 milljarðar í ár. Með 4 milljörðum til viðbótar á ári í 5 ár má ná inn 20 milljörðum. Þetta nemur um 20% skattahækkun, eða 60.000 kr. á ári á hverja fjölskyldu. Fella niður barnabætur í fimm ár. Bamabætur nema á þessu ári um .3.7 milljörðum króna. Með því að fella þær niður I rúm fimm ár fást 20 milljarðar til að standa straum af Fljótsdalsvirkjun. Tvöfalda bifreiðaskatta. Bifireiðaskattar eru áætlaðir um 6.4 milljarðar á þessu ári. Tvöfaldur bifreiðaskattur í rúm 3 ár myndi skila 20 milljörðum í ríkissjóð Skerða framlög tíl skólamála um þriðjung næstu 4 árin. Framlög til firæðslumála nema um 15 milljörðum á þessu ári. Skerðing um 5 milljarða á ári greiðir niður Fljótsdalsvirkjun. Heimild: Hagstofa Islands, Fjármálaráðuneytið. Heimild: Hagstofa íslands, Fjármálaráðuneytið. Virkjunarframkvæmdir Eg skora á þingmenn Sjálfstæðisflokksins að hugsa vel sinn gang áð- ur en þeir samþykkja þingsályktunartillöguna um Fljótsdalsvirkjun, segir Þorsteinn Sig- laugsson, og hvet þá til að láta heiðarleika gagnvart kjósendum, 3.00 kr. Fljótsdalsvirkjun: Ávöxtun miðaö vlð mismunandi orkuverð, algí framkvæmdin að standa á sléttu. -------------------------------------------------------------------------------10.00% hagsmuni skattgreið- enda og trúnað við sjálf- stæðisstefnuna ráða at- kvæði sínu. stefnu var, að lægri ávöxtun þyrfti á opinberar framkvæmdir en einka- framkvæmdir. Nefndi hann að Þjóðhagsstofnun teldi ávöxtun af framkvæmdum Landsvirkjunar að- eins þurfa að nema 3-4%. Nú er það grundvallaratriði í fjármálafræðum, að ávöxtunarkrafa ræðst aðeins af þeh'ri áhættu sem felst í viðkomandi fjárfestingu. Ávallt ber að líta á verkefnið sjálft, en ekki framkvæmdaraðilann. Meg- inrökin eru þau, að lánveitendur og fjárfestar grundvalla ávöxtunar- kröfu sína á áhættu í rekstri þess aðila, sem þeir lána til. Það á við um alla aðila, ríki jafnt sem einkaaðila. Þegar aðili með lága rekstrar- áhættu tekur að fjárfesta í áhættu- meiri verkefnum, hefur það þau áhrif, að heildarlánakjör til þessa aðila versna. Við mat á ávöxtunar- kröfu er ávallt leitast við að finna sambærilegan rekstur, sem við- skipti eiga sér stað með á virkum markaði, og skoða þá ávöxtunar- kröfu sem markaðurinn gerir. Þeg- ar litið er á orkufyrirtæki með sam- bærilega tekjuáhættu og Lands- virkjun hefur, er Ijóst, að ekki er hægt að gera kröfu um lægri en 7,2% meðalarðsemi, þegar tekið hefur verið tillit til eiginfjárhlutfalls Landsvirkjunar. Það samsvarar um 6% ávöxtun á lánsfé og 10% ávöxtun á eigið fé. Eins og sjá má á með- fylgjandi grafi gæti framkvæmdin aldrei orðið arðbær, þar sem hæsta mögulega orkuverð, kr. 1,50, skilar aðeins 2% ávöxtun, sem er langt undir vöxtum ríkisskuldabréfa (risk free rate). Þjóðarframleiðsla mælir ekki arðsemi Þjóðhagsstofnun gerði fyrr í haust úttekt á þjóðhagslegum áhrif- um væntanlegs álvers og virkjunar á Austurlandi og komst að því að framkvæmdirnar hefðu í för með sér aukna þjóðarframleiðslu og út- flutningstekjur. Iðnaðarráðherra virðist halda, að þetta sýni arðsemi framkvæmdanna. Slíkt er kjána- skapur, enda er þjóðarframleiðsla aðeins mælikvarði á umsvif í samfé- laginu, ekki á hagkvæmni þeirra. Ef 10.000 manns yrðu sendir upp á fjöll og látnir berja grjót, grjótið flutt út og selt með tapi erlendis, myndi þjóðarframleiðsla aukast og útflutn- ingstekjur skapast. Það merkh' ekki að slíkt væri hagkvæmt. Aukin þjóðarframleiðsla er lausn- arorð sem stjórnmálamenn nota gjarna til að sannfæra kjósendur um ágæti sitt. Vissulega gefur hag- vöxtur vísbendingu um efnahags- lega framþróun. Á hinn bóginn verður að greina skýi't milli „nátt- úrulegs hagvaxtar" sem verður án beinna afskipta stjórnvalda (eða þrátt fyrir þau) og „handstýrðs hag- vaxtar“, s.s. óarðbærra refarækt- ar-, fiskeldis- eða virkjanaævintýra. Slík ævintýri auka framleiðslu í hagkerfinu tímabundið, en skila þjóðarbúinu tapi, oft stórfelldu tapi. Er Fljótsdalsvirkjun lögleg? Nú er Ijóst, að útilokað er að komast hjá tapi af orkusölu frá Fljótsdalsvirkjun. Einhvers staðar verður að taka þá fjármuni. Önnur leiðin er sú að hækka raforkuverð Fyrirtækið ÚTGÁFA Á ÍSLENSKU telur að bókaverð sé of hátt. íslenskar þýðingar eru stundum 4-7 sinnum dýrari en erlenda útgáfan. www.tunga.is ...eftirleikurinn verður auðveldur www.boksala.is til almennra notenda. Hin er sú að skila rekstrartapi, sem skattgreið- endur bera. Samkvæmt lögum er Landsvirkjun óheimilt, að láta al- menna notendur gi’eiða niður orku- sölu til stóriðju. Sé fyrirtækinu fært að leggja tap af orkusölu til stóriðju á skattgreiðendur í formi rekstrar- taps er lagagreinin merkingarlaus. Niðurstaðan hlýtur því að vera sú, að orkusala til stóriðju með tapi sé óheimil. Landsvirkjun er þá óheim- ilt samkvæmt lögum að ráðast í gerð Fljótsdalsvirkjunar í þeim til- gangi að selja orkuna til áliðnaðar. Athyglivert væri, ef látið yrði reyna á umrædd lagafyrirmæli fyrir dóm- stólum. Hvernig á að greiða tapið af Fljótsdalsvirkjun? Ég hef áður birt opinberlega þá niðurstöðu að tap af Fljótsdalsvirkj- un muni nema um 20 milljörðum króna. Aðrir sem athugað hafa þetta mál hafa komist að svipuðum niðurstöðum. Ég læt hér fylgja með fáein dæmi um það, hvernig fjár- magna mætti Fljótsdalsævintýrið. Ég hvet forsvarsmenn ríkisstjórn- arinnar til að gera kjósendum sín- um grein fyrir því hvaða leið þeir ætla sér að velja, en vona að þessar hugmyndir hjálpi þeim af stað. Nokkar leiðir til að fjármagna Fljótsdalsvirkjun Heimild: Hagstofa íslands, fjár- málaráðuneytið. Askorun til þingmanna Sjálfstæðisflokks Undirritaður starfaði um árabil með samtökum ungra sjálfstæðis- manna. Rauði þráðurinn í öllu okk- ar starfi var barátta gegn sóun rík- isvaldsins á fjármunum skattgi'eiðendanna. Ég er þess fullviss að meginhluti þingmanna flokksins starfar samkvæmt þessari grundvallarstefnu Sjálfstæðis- flokksins og leggur sig fram um að fylgja sannfæringu sinni. Um árabil hefur grunnupplýsingum um arð- leysi orkusölu til stóriðju verið haldið frá fulltrúum almennings og almenningi sjálfum. Þessar upplýs- ingar liggja nú fyrir. Ég skora á þingmenn Sjálfstæðisflokksins að hugsa vel sinn gang áður en þeir samþykkja þingsályktunartillöguna um Fljótsdalsvirkjun og hvet þá til að láta heiðarleika gagnvart kjós- endum, hagsmuni skattgreiðenda og trúnað við sjálfstæðisstefnuna ráða atkvæði sínu. Höfundur er hagfræðingur (MBA) og framkvæmdastjórihjá L'Oreal i Stokkhólmi. Hann er fyrrum ritsijóri Stefnis og stjórnarmaður íSUS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.