Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 67 Reynslusögur úr umferðinni Þegar fæðingarári Frá Ágústi Erni Grétarssyni: ÉG VAR að keyra einn morguninn undir nýju brúna hjá Skeiðarvogi í átt að miðbænum, þar sem um þessar mundir er vinnusvæði með 50 km. hámarkshraða. Eg var á um 70 km. hraða, bara að fylgja umferðarhraðanum þegar lög- reglubíll brunar fram hjá mér á hægri akgrein á um 100 km. hraða. Eftir því sem ég get best reiknað þá er þetta tvöfaldur hámarks- hraði og svona um það bil sá hraði sem fólk segir bless við ökuskír- teinin sín ef það mælist á lög- regluradar. Þetta var 19. nóvem- ber kl. 10.00 og taki þeir það til sín sem eiga. Þessi áðurnefnda lög- reglubifreið var hvorki með síren- ur né blikkandi ljós og er því ekk- ert rétthærri en aðrir bflar. Þetta er bara eitt af mörgum dæmum þar sem lögreglan brýtur lögin sem þeir eiga að framfylgja. Eg hef keyrt mikið að nóttu til, þá sérstaklega um helgar og hef séð lögregluna gera hitt og þetta sem hinn venjulegi borgari hefði fengið ríilegar sektir fyrir. Sem dæmi má nefna að eitt sinn var ég að keyra upp Ártúnsbrekkuna um nótt þeg- ar lögreglubíll brunar fram úr mér. Eg ákveð að athuga á hvaða hraða hann er og gef því í og jafna hraða lögreglubílsins, sem var á eitthvað rétt yfir 110 km. hraða og eins og áður: engar sírenur né ljós. Þetta fannst mér frekar súrt því ekki löngu áður hafði ég verið stöðvaður á sama stað í Ártúns- brekkunni á 95 km. hraða og fékk fyrir það sekt. Ég hef líka séð vini okkar keyra á móti einstefnu, fara yfir á rauðu ljósi o.s.frv. Allir sem hafa keyrt eitthvað úti á vegum vita að umferðin gengur sjaldnast á 90, þar eru flestir á um 100-110 þ.ám. lögreglan. Ég var svo heppinn í sumar að vera að keyra á beinum og fínum vegi við mjög góðar aðstæður (gerast ekki betri úti á vegum). Ég var á þess- um góða keyrsluhraða 109 km. hraða þegar ég mæti lögreglunni! Hvað haldiði... sektaður! Eg hef OFT og ég er ekki að tala um einu sinni eða tvisvar keyrt á eftir lög- reglunni úti á vegum á sama Bókin MIKILVÆGUSTU TUNGUMÁL JARÐAR svarar: Hvað er skrítnasta tungumál heims? www.tunga.is Gjöfin iÆ | hennar Kringlunni, sími 553 7355. hraða. Lögreglunni virðist líka vera eitthvað illa við mig, bílinn minn eða framkomuna (sem er aldrei neitt nema kurteisi við lög- regluna) því að í hvert einasta skipti sem ég er stöðvaður fæ ég sekt. Ég veit þess mörg dæmi að fólk hafi verið stöðvað á meiri hraða og bara fengið smá „blikk“ eða viðvörun, m.a. var maður sem ég þekki einu sinni stöðvaður eftir að hafa keyrt á 120-130 km. hraða á leiðinni til Hafnarfjarðar frá Reykjavík (70 km. hámarkshraði). Ómerktur lögreglubíll stöðvaði hann og eftir smá tiltal fékk hann að fara, ósektaður! Núna um dag- inn var ég einnig stöðvaður og núna fyrir númersljósin að aftan. Mér datt í hug einn daginn að gera bílinn minn flottari svo ég setti lit- aðar perur í númersljósin þannig að það kemur ljósappelsínugult ljós í staðinn fyrir hvítt. Þegar svo lögrelan stöðvaði mig útskýrði hún fyrir mér að þetta væri ólöglegt, þ.e. að allar breytingar á ljósabún- aði væru ólöglegar. Aldrei hefði mér dottið þetta í hug, númers- platan sést mjög vel þrátt fyrir þessar breytingar mínar. Lög- reglan talaði við mig í hræsnistón og tók ekkert mark á mér þótt ég reyndi að segja þeim að ég hefði ekki vitað að þetta væri ólöglegt (sem ég ekki vissi) og ég var sekt- aður! Sektin er ekki enn komin frá þeim en þeir sögðu mér að þetta yrðu um 4-5000 krónur og óskuðu mér til hamingju og að ég fengi ánægjulegan jólapóst frá þeim. Ekki viðvörun, ekkert tiltal, eng- inn séns ... bara sekt og það fyrir eitthvað svona smávægilegt, er ekki í LAGI með þá? Hvernig væri nú að gera átak og stöðva þá sem t.d. keyra ölvaðir... þú veist þessa „hættulegu" í stað- inn fyrir að stöðva okkur þessa sem setjum litaðar perur í númers- plötuljósin! Lögreglan fær HRÓS frá mér, tillögu um nýtt slagorð: Hræsni, ósamræmi og smámunasemi. Þú færð HRÓS frá lögreglunni þegar þú ert stöðvaður! ÁGÚST ÖRN GRÉTARSSON, Hofteigi 50, Reykjavík. Frá Auðuni Braga Sveinssyni: ÖLLU breyta þeir, sagði kerlingin forðum, og er orðið að máltæki. Og því miður er þetta enn í fullu gildi. Menn breyta ártölum að eigin geð- þótta, oft að tilefnislitlu. Ég ætla ekki að þreyta lesendur með löngu máli að þessu sinni, enda best að koma sér að efninu án mála- lenginga. Fátt er leiðara en langar greinar eða ræður, þar sem endur- tekningar hrúgast upp. Öll fæðumst við sem ósjálfbjarga verur, og foreldrar okkar sjá um að fæðingardagur okkar sé skráður í kirkjubók. Að því verki koma að sjálfsögðu einnig ljósmóðir barns- ins, svo og prestur. Hagstofan held- ur svo utan um þetta með sinni ágætu „Þjóðskrá". Þar er okkur öll að finna, ásamt heimilisfangi. Erfitt virðist að falsa afmælisdag sinn, hvað þá ár, þegar svona er í pottinn búið. Þó er það svo, að tveir þekktir menn hafa breytt fæðingarári sínu, og hafa komist upp með það. Þór- bergur Þórðarson rithöfundur var fæddur að Hala í Austur-Skafta- fellsýslu 12. mars 1888, en hann taldi sig ætíð fæddan ári síðar, eða 1889. I ritinu „Islenzkir samtíðar- menn“, 2. bindi, bls. 256, stendur, að Þórbergur hafi fæðst árið 1888. Éitt sinn spurði ég Þórberg að því, hvort afmæhsárið væri réttara, 1888 eða 1889. Því sagðist hann svara mér eins og einni ágætri enskri dömu, er spurði sig að því sama: „Þér skuluð bara trúa því, sem yður finnst lík- legast!“ Hvers vegna Þórbergur fór að skrifa sig fæddan ári síðar en rétt var eftir kirkjubókum, verður víst seint ráðið, en svona vildi hann hafa þetta, blessaður karlinn. í Andvara 1981 ritar Sigfús Daðason skáld um ævi Þórbergs Þórðarsonar og lætur í það skína, að í raun hafi Þórbergur fæðst árið 1888, og vitn- ar í afmælisgrein, sem Hallbjörn Halldórsson prentari ritaði um Þór- berg sextugan, í Tímariti MM 1949, þar sem segir á einum stað: „...en á hinn bóginn munu þó finnast heim- ildir fyrir því, ekki öllu lakari en önnur söguleg gögn, eða til dæmis hversdagslegar sannanir fyrir öðr- um „dularfullum fyrirbrigðum“ eða draugasögum, að hann hafi orðið sextugur þegar í fyrra, og raunar skiptir það ekki miklu máli.“ En nóg um Þórberg Þórðarson. Vera má, að fordæmi hans hafi orðið til þess, að einn núlifandi rithöfund- ur tók að skrifa sig árinu yngri en hann í raun og veru er. Maðurinn er fæddur 31. mars 1919, samkvæmt ritinu „Skáldatal“ og „Æviskrár samtíðarmanna“, en í Félagatali Rithöfundasambandsins 1998 telur hann sig fæddan 31. mars 1920. Hvernig stendur á þessu? Ég opin- bera ekki nafn þessa rithöfundar hér, en hann er heiðursfélagi Rit- höfundasambandsins frá 1989. Ósköp væri gaman að geta allt í einu tekið eitt eða fleiri ár framan af er breytt ævinni og orðið þeim mun yngri. En þetta er hægara sagt en gert. Við verðum víst að sætta okkur við að vera fædd ákveðinn dag, mánuð og ár einhvern tíma í fyrndinni. Eg er fæddur það ár sem ég fæddist, og fer ekki’ að breyta því. Eg er fróður, af því ég fræddist forðum-ogaðþvíbý. Þakka lesturinn ljúfum og sann- gjörnum lesendum. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. KULDASTÍGVÉL Loðfóirui með grófum sóla Verð kr. 2.995.- Teg. 9571-04 Stærðir 36-42 Litur: Svartur Verð áður^99S,- POSTSENDUM SAMDÆGURS Toppskórinn Veltusundi v/Ingólfstorg, sími 552 1212. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN SKOMARKAÐUR Verð 2.995,- áðurAWST- Verð 2.995,- áðuriWST- Verð 3.995,- áðurJrWT- Verð 2.395, áður,3?995f- ecco Verð 5.995,- áðurJtWST- Verð 3.995,- áður^WT- Verð 1.995,- áðurJeWST- Verð 1.295, áðuUcWf- Opið kl. 10-18 virka daga, laug. kl. 10-18, sunnud. kl. 13-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.