Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 47 UMRÆÐAN Hvað eiga þeir að kenna okkur? UPPHAF minna skrifa má rekja til fréttar er birtist í blaðinu 19. nóvember sl. Þar er sagt frá við- tali við Svein Hannes- son, framkvæmda- stjóra Samtaka iðnaðarins (SI). Þar segir hann að viðræð- ur um stofnun Tækni- háskóla liggi niðri þar sem ASÍ hafi lýst því yfir að hætta væri á hagsmunaárekstri ef HI og HA tækju þátt í verkefninu. En til upplýsingar fyrir þá sem ekki lásu um- rædda grein hafa SI umboð menntamálaráðherra um forystu við stofnun félags um rekstur Tækniskólans (TI). Sveinn segir orðrétt: „Við höfum viljað bæta verk- og tæknimenntun í landinu og eitt af því sem hefur komið til tals er að við ásamt öðrum tækjum að okkur rekstur Tækniskólans með það fyrir augum að breyta honum í Tækniháskóla.“ I fram- haldinu telur hann nauðsynlegt að hafa háskólana, HI og HA, í sam- starfí við þá þar sem samtökin eru engir sérfræðingar í að reka skóla og án þeirra yrði vart ráðið við framkvæmdina. Undirritaður varð bæði reiður og móðgaður við lestur viðtalsins. Sem nemandi á öðru ári í bygg- ingatæknifræði ásamt því að hafa starfað í atvinnulífínu sem tré- smíðasveinn þekki ég allvel viðhorf atvinnulífsins til TI og einnig þá starfsemi sem þar fer fram. Til að byrja með ætla ég að leið- rétta þann misskilning sem virðist vera hjá Sveini um starfsemi skól- ans. Tækniskóli Islands er skóli á háskólastigi og hefur verið það all- ar götur síðan 1974 þegar hann út- skrifaði tæknimenntað fólk með B.Sc. (Bachelor of science) gráðu sem er algild háskólagráða. Ekki er óeðlilegt að hræðslu gæti meðal þeirra að taka að sér slíka stofnun þar sem þeir vita ekki einu sinni hvort þeir eru að tala um leikskóla eða skóla á háskólastigi. Það eina sem þarf að gera er að bæta há- skóli inn í nafnið á Tækniskólan- um, að öðru leyti ætti hann að upp- fylla allar kröfur til tækniháskóla. Árið 1995 var gerð úttekt á námi í bygg- ingatæknifræði við Tækniskólann. Ut- tektin var tilrauna- verkefni ESB/EFTA um gæðamat á námi á háskólastigi og voru á sama tíma gerðar út- tektir á ýmsum náms- brautum í 22 Evrópu- löndum. Niðurstöður voru í meginatriðum mjög jákvæðar og var námið talið í háum gæðaflokki. Fyrir nokki-um ár- um var gerð úttekt á viðskipta- og rekstrarnámi í landinu, þar kom fram að rekstrardeild við TÍ stóð sig mjög vel í kennslu við tölvu- notkun, fjármál og markaðsfræði. Haustið 1997 var gerð úttekt á námi í röntgentækni af breskri matsstofnun. Úttektin var víðtæk og náði til allra þátta námsins. Námið fékk gæðamat (accrediteer- ing) sem mun í framtíðinni styðja faglegt starf og greiða leið til framhaldsnáms. Þessi úttekt hefur verið mikil lyftistöng fyrir námið og skólann í heild. Ég gæti talið nokkur atriði til viðbótar en læt það ógert þar sem ég veit að atvinnulífið hefur hingað til kunnað að meta þá nemendur sem útskrifast hafa frá TÍ og eftir- spurnin hefur aukist að sama skapi. Það sem TÍ býður upp á er að fólk með þekkingu úr atvinnu- lífinu komi í skólann, afli sér í frekari menntunar, nýti sér þekk- ingu við úrvinnslu hagnýtra verk- efna. Það er einmitt það sem at- vinnulífið kann að meta. Þetta ættu þeir innan SI best að vita. Út frá ofangreindum forsendum spyr ég hverja þarf að fá til að kenna hverjum að reka skóla. Á að fá HÍ og HA til að kenna TÍ-fólki rekstur? Hvað með alla þá góðu kennara við TI sem margir hverjir hafa verið frá upphafsárum skól- ans? Það má þakka þeim þann ár- angur sem náðst hefur með skól- ann. Lengi má gott bæta. Ég get ekki orða bundist og segi að þeir stjórnendur skólans sem hafa náð að halda uppi námi með þessum Sævar Þór Ólafsson Tækniskólinn Það sem þarf er aukið fjármagn, segir Sævar Þór Ólafsson, svo eðli- legt og uppbyggilegt starf geti átt sér stað. árangri séu hreinir snillingar, að geta haldið uppi gæðum kennsl- unnar og fá sífellt minni fjárfram- lög. Það er kannski verkefnið sem Samtök iðnaðarins sjá að HÍ gæti komið að gagni í samstarfinu, að finna nýja hugmyndafræði um að gæði aukist í öfugu hlutfalli við aukinn kostnað. Ég efast ekki um að TÍ hefur meiri reynslu en hinir háskólarnir á námi í tengslum við atvinnulífið. Þess vegna spyr ég; hvað eiga þeir að kenna okkur? Hingað til hefur verið kvartað yfir samskiptaleysi annarra háskóla við atvinnulífið. Að tala um TÍ í þeim tón að hann sé á einhverju flæðiskeri og það þurfi að lyfta honum á háskól- astigið og til þess þurfi HÍ eða HA. Það er ekkert annað en móðgun við alla þá kennara sem starfa við TÍ og hafa unnið ötult starf í gegn- um tíðina. Af hverju að fleygja góðu uppbyggingarstarfi sem hef- ur ekkert annað en gefið gott af sér? Ef menn tala um að efla, hvers konar efling er það að vilja skipta út því sem byggir á reynslu og er gott? í flestum af þeim fræð- um sem ég hef lesið er stuðst við reynslu sem fyrir er, lært að ná taki á henni og/eða að betrumbæta hana ef kostur er. Þannig vinnum við innan veggja skólans og það er það sem við erum þekkt fyrir. Það má lesa út úr áðurnefndu viðtali að ekki séu til neinir aðrir en hinir háskólarnir sem geti kennt mönn- um að reka skólann. Að öllu framangreindu er ekki annað hægt að segja en að Samtök iðnaðarins fái Tækniskóla Islands á silfurfati. Hér er stofnun í blóma, með reynslu og skilgreind markm- ið. Það sem þarf er aukið fjármagn svo eðlilegt og uppbyggilegt starf geti átt sér stað. Ef Samtök iðnað- arins vilja efla verk- og tækni- menntun í landinu vantar aukið fjármagn til þess ásamt því að beina ungu fólk inn á þá mennta- leið. Þekkingin er öll til staðar. Höfundur er nemandi vii) TÍ. Vilja stjórnvöld ekki jafnrétti? Á SÍÐUSTU mánuð- um hafa Bandalag há- skólamanna (BHM), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og kennarafélögin, hér eftir Kennarasamband íslands (KÍ) verið í samningaviðræðum við samningafulltnia ríkis- ms, Reykjavíkurborgar og Launanefndar sveit- arfélaga um réttindi opinberra starfsmanna. Einn megintilgangur samtakanna er að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og er sú leið talin árangursrík- ust að koma á sjálfstæðu fæðingar- orlofi feðra. Ennfremur var lagt upp með að bæta veikindarétt, ekki síst vegna veikinda bama. Við hjá heildarsamtökum opin- berra starfsmanna töldum að auðvelt væri að ná samstöðu um þessi mál eftir ítrekuð loforð stjórnarflokkanna um lengingu fæðingai-orlofs, sérstak- lega til handa feðrum. I síðustu samningum var ennfremur gengið frá því að réttindi sem bundin hafa verið í reglugerðum um fæðingaror- lof og veikindarétt ætti að endur- skoða á samningstímanum og koma inn í kjarasamninga. Réttur barnsins sveitarfélaga komist að þeirri niðurstöðu að þeir hafi ekkert að bjóða. Það sé svo flókið að lengja fæðingarorlof og samræma vinnum- arkaðinn og svo kosti það svo mikið. Auk þess era þeir ósammála um leiðir. Reyndar mætti fulltrúi Reykj avíkur- ■* borgar ekki á fund 30. nóvember sem þó var ákveðinn af samninga- fulltrúum, en hafði þó ítrekað óskað eftir frestun hans, eða allt frá síðasta fundi 15. október. Bakland þeÚTa sem eru í samn- ingaviðræðunum er meirihluti borg- arstjórnar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, íTkisstjómin með Geir Haarde ábyrgan í þessum Vinnumarkadur Það virðist vanta pólit- ískan vilja hjá ríki, borg og sveitarfélögum, segir BjörkVilhelms- dóttir, til að jafna Björk Vilhelmsdóttir BHM, BSRB og KÍ taka hlutverk sitt alvarlega og hafa lagt mikla vinnu í að samræma hugmyndir sínar í þessum málum og ti’yggt samstöðu um þær hjá aðildarfélögunum. Heil- steyptar tillögur okkar voru kynntar fjármálaráðherra og ofangreindum samningafulltrúum sl. vor og aftur snemma í haust. Tillögurnar eru ábyrgar hvað varðar kostnaðarhlið- ina og reynt var að hafa að leiðarljósi rétt bamsins sem er væntanlega á fyrsta ári að njóta samvista við báða foreldra sína, sé þess nokkur kostur. Þær fela ennfremur í sér hvemig bæta megi réttindi launamanna á vinnumarkaði sem jafna myndi stöðu kynja og auðvelda fólki að axla fjöl- skylduábyrgð jafnhliða starfi. í íyrstu virtist sem vilji væri til samninga og að ganga ætti frá þessu fyrir næstu kjarasamninga eins og til stóð. En nú hafa fulltrúar ríkisins, Reykjavíkurborgar og launanefndar stöðu kynjanna á vinn- umarkaði. málaflokki og þau sveitarfélög sem veitt hafa launanefndinni umboð sitt.'T— Samkvæmt niðurstöðu þeirra við- ræðna sem átt hafa sér stað virðist nokkuð ljóst að það vantar pólitískan vilja til að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Boltinn er þó enn hjá viðsemjendum okkar og kallar Bandalag háskólamanna og önnur heildarsamtök opinberra starfs- manna eftir pólitískri stefnu og vilja sem veitir samningamönnunum um- boð. Mörg loforð hafa verið gefin en efndirnar eru engar. Forsenda þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumar- kaði er sú að bæði kyn geti tekið jafnt á atvinnu- og fjölskyldulífi. Höfundur er félagsráðgjafi og for- maður Bandalags háskólamanna. /*• R A Ð A U G iTf|s i i i M G A R ÝMISLEBT Leiklistarhátíð Á mörkunum, leiklistarhátíð Sjálfstæðu leik- húsanna, sem verður á dagskrá Reykjavík- Menningarborg Evrópu árið 2000, auglýsir eftir verkefnumtil uppsetningar á hátíðinni. Veittir verða sex styrkir til uppsetninga á leik- verkum sem fjalla um íslensk viðfangsefni. Allar uppsetningarnar verða á fjölunum í sept- ember og október árið 2000. Nóg er að fyrir hendi sé hugmynd að verkefni.' Umsóknarfrestur rennur út 10. janúar 2000. Nánari upplýsingarog umsóknareyðublöð fást á skrifstofu hátíðarinnar í Garðastræti 37, í síma 511 5200 eða með tölvupósti hjá kpj@centrum.is. ámöwkunum LEIKHUSIN REYKJAVÍK MENNINGARBORG EVRÓPU ÁRIÐ 2000 OPIN KERFIHF HEWLETT PACKARD yy FUMDIR/ MANIMFAGNAÐUR MARKAÐURIIMN f þorlAkshúfn hf Hluthafafundur Fiskmarkaðarins í Þorlákshöfn hf. verður hald- inn í húsnæði Kuldabola, Hafnarskeiði 12, Þor- lákshöfn, miðvikudaginn 15. desember kl. 17.00. Dagskrá: Kosning nýrrar stjórnar. Stjómin. BÍLAR Til sölu Ford Bronco 5,9 XLT Ford Bronco XLT stór, árgerð 1993, ekinn 91 þús. km, grænsans og drapp. Vel búinn og vel meðfarinn bíll, bú- inn krómfelgum, raf- drifnum rúðum, hraðastilli, abs o.fl. Ásett verð er kr. 1.490.000. Gott stgrverð. Upplýsingar í síma 899 5555. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 7 = 18012088% > □ HELGAFELL 5999120819 IV/V I.O.O.F. 9 ■ 1801288'/. = Jv. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. .....SAMBAND (SLENZKFiA KRISTTMIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Hjónin Elísabet Jónsdóttir og Bjarni Gíslason sjá um efni sam- komunnar. Kórsöngur. Allir hjartanlega velkomnir. http://sik.torg.is/ □ Njörður 5999128019 IJf. □ GLITNIR 5999120819 III FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Miðvíkudagur 8. desember kl. 20.30 Refirnir á Hornströndum. Kvöldvaka í Fl-salnum í Mörkinni 6. Páll Hersteinsson fjallar í máli og myndum um refina á Horn- ströndum. Kaffiveitingar í hléi. Verð 500 kr. (kaffi og meðlæti innifalið). Allir velkomnir. Sjó ferðir á textavarpi bls. 619. Fréttir á Netinu ^mbl.is ALL.TAf= &TTH\0\Ð ft/ÝTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.