Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 31 LISTIR Nýjar plötur • STEF er með píanóleik Gunn- ars Gunnars- sonar. Hér er um að ræða einleik- splötu í þeim stíl sem nefndur hef- ur verið skálm á íslensku og er þýðing á enska orðinu „stride". Áður hefur Gunnar sent frá sér plötu í þessum stíl undir heitinu Skálm. Á nýju plötunni leikur Gunnar 17 lög úr ýmsum áttum, bæði íslensk og erlend, þ.á m. nokkur stef úr kvikmyndum. Eitt lag á plötunni er eftir Gunnar sjálfan en aðrir ís- lenskir höfundar eru Jón Múli Árnason, Sigfús Halldórsson, Tó- mas R. Einarsson og Magnús Blöndal Jóhannsson. Stef voru hljóðrituð í Salnum í Kópavogi. Um upptökur sá Sveinn Kjartansson hjá Starfræna hljóðupptökufélag- inu. Umslag hannaði Hlynur Helga- son. Gunnar Gunnarsson hóf tónlist- arnám á Akureyri en lauk síðar organistaprófi frá Tónskóla þjóðkir- kjunnar og lokaprófi frá tónfræða- deild Tónlistarskólans í Reykjavík. Síðan hefur hann verið organisti og djasspíanisti og starfað með mörg- um þekktum tónlistarmönnum. Jafnframt útgáfu Stefja hefur plat- an Skálm frá 1996 verið gefið út að nýju. Dimma gefur báðar plöturnar út, en Japís sér um dreifíngu. Verð er 1.999 kr., hvor plata. • KOMINN er út nýr geisla- diskur með Tríói Ólafs Stephen- sen. Diskurinn hefur hlotið nafnið „Betr’ en annað verra!“ „Betr’ en annað verra!" er ekki tekinn upp í hljóðveri á hefðbund- inn hátt segir í fréttatilkynningu, heldur fór upptakan fram á Kjar- valsstöðum að næturlagi. Fyrra kvöldið var notað til tónstillingar og prófunar en hið seinna til upp- töku. Upptökustjóri var Sveinn Kjartansson, hljóðstjóri Þjóðleik- hússins, en honum til halds og trausts var Páll Borg. Upptakan var óhefðbundin á þann hátt að að tríóið lék tólf lög í striklotu, lög sem það hefur verið með á tónleikaskrá sinni undan- farna mánuði. Á upptökunni má því heyra feilnótur, stunur og hósta, að eigin sögn þeirra félaga. Þetta er því eins konar hljómleika- upptaka. Tríó Ólafs Stephensens hefur leikið saman í rúmlega tíu ár. Auk Ólafs eru þeir Tómas R. Einarsson bassaleikari og Guðmundur R. Einarsson trommuleikari í tríóinu. Þeir félagar hafa leikið um víða veröld á undanförnum árum, m.a. í Argentínu og Chile, Kanada og Bandaríkjunum, Taílandi og Mala- snr, svo dæmi séu nefnd. í næstu viku eru þeir félagar að leika í veislu á vegum Nóbelsverð- launastjórnarinnar. Veislan er haldin í Washington DC. í Banda- ríkjunum. I leiðinni leika þeir víð- ar í Bandaríkjunum. „Betr’ en annað verra!“ kostar 2.190 kr. • GEISLAPLATAN Fjall og fjara er komin út að nýju, en hún kom fyrst út fyrir þremur árum. Á plöt- unni fiytja þau Anna Pálína Árna- dóttir og Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson tónlist sem helst mætti kalla vísnadjass, en megnið af efni plöt- unnar er eftir Aðalstein Ásberg. Hljóðfæraleikur er í höndum Gunn- ars Gunnarssonar (píanó), Péturs Grétarssonar (trommur og slag- verk), Jóns Rafnssonar (kontra- bassi), Daníels Þorsteinssonar (harmóníka), Kristins Árnasonar (gítar) og Szymon Kuran (fiðla). Á plötunni eru 12 lög, þ.á m. Sól mín sól, Miðsvetrartangó, Barna- gæla, Konusöngur um karlmennina og Til Samarkand. Dirnrmi gefur út, en Jupis sér um dreifíngu. Verð 1.999 kr. Bókin MIKILVÆGUSTU TUNGUMÁL JARÐAR svarar: Hvaða tungumál munu deyja út? www.tunga.is Fasteignir á Netinu vg> mbl.is tm I fmmm Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrcen eðaltré, í hcesta gceðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. 10 ára ábyrgð 12 stcerðir, 90 - 500 cm Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Truflar ekki stofublómin r*- Eldtraust Þarf ekki að vökva ** íslenskar leiðbeiningar Traustur söluaðili r* Skynsamleg fjárfesting Bandalag íslenskra skáta \LL.TAf= e/TTH\SA£2 A/YT7~ BF Goodrich uekk Gæði á góðu verði! All-terrain jeppadekk Utsölustaðir um land allt Grip Þegar mest á reynir skiptir öllu á hvernig dekkjum maður er. Það er við erfiðustu aðstæðurnar þar sem munurinn kemur í Ijós. Rásfesta Formstöðugleiki dekksins er mikill sem þýðir að rásfestan er góð, líka undir álagi. Ending Slitflöturinn á BF Goodrich er úr tveimur gúmmíblöndum, önnur fyrir slitflötinn og hin fyrir dekkið sjálft. Með þessu næst yfirburða ending og dekkin reynast því hagkvæmari en ódýrari dekk. Þægindi Nákvæmni, mýkt og lágmarks hvinur eru á meðal þess sem setja BFGoodrich i hæsta gæðaflokk. Alaska fólksbílavetrardekkin frá BF Goodrich eru frábær við erfiðustu aðstæður. Suðurströnd 4 • Seltjarnarnesi • Sími 561 4110 Vagnhöfða 23, Sími 587-0-587 ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.