Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR BÓKASALA 29. nóv.-5. des. Rðð Var Titill/ Hðfundur/ Úlgefandi 1 1 Harry Potter og viskusteinninn/ Joanna Rowling/ Bjartur 2 2 Slóð fiðrildanna/ Ólafur Jóhann Ólafsson/ Vaka-Helgafell 3 4 Einar Benediktsson-ll/ Guðjón Friðriksson/ Iðunn 4 - Steingrímur Hermannsson-ll/ Dagur B. Eggertsson/ Vaka-Helgafell 5 Ólafur landlæknir/ Vilhelm G. Kristinsson/ Vaka-Helgafell 6 © Vandamál Berts/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg 7 7 Útkall í Atlantshafi á jólanótt/ Óttar Sveinsson/ Islenska bókaútgáfan 8 Jónas Hallgrímsson/ Páll Valsson/ Mál og menning 9 Kular af degi/ Kristín Marja Baldursdóttir/ Mál og menning 10 Eva og Adam-Með hjartað í buxunum/ Máns Gahrton og Johan Unenge/ Æskan Einstakir flokkar: ÍSLENSK QG ÞÝDD SKÁLPVERK 1 1 Slóð fiðrildanna/ Ólafur Jóhann Ólafsson/ Vaka-Helgafell 2 3-4 Kular af degi/ Kristín Marja Baldursdóttir/ Mál og menning 3-5 1 Hlaðhamar/ Björn Th. Björnsson/ Mál og menning 3-5 - Vetrarferðin/ Ólafur Gunnarsson/ Forlagið 3-5 - Þú ert mín/ Mary Higgins Clark/ Skjaldborg 6 - Örvænting/ Stephen King/ Fróði 7 6 Afródíta/ Isabel Allende/ Mál og menning 8 - Ramses ll-Musterið eilífa/Christian Jacq/Vaka-Helgafell 9 Minningar geisju/ Arthur S. Golden/ Forlagið 10 Símon og eikurnar/ Marianne Fredriksson/ Vaka-Helgafell ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR 1 1 Harry Potter og viskusteinninn/ Joanna Rowling/ Bjartur 2 2 Vandamál Berts/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg 3 EvaogAdam-Meðhjartaðíbuxunum/MánsGahrtonogJohanUnenge/Æskan 4 5-6 Ástarsaga úr fjöllunum/ Guðrún Helgadóttir og Brian Pilkington/ Vaka-Helgafell 5 - Tarzan og Kala/ Walt Disney/ Vaka-Helgafell 6 - Hjarta í molum/ Carsten Folke Moller/ Skjaldborg 7 - Kleinur og karrí/ Kristín Steinsdóttir og Áslaug Jónsdóttir/ Vaka-Helgafell 8 - Við enda regnbogans/ Helga Möller og Ólafur Pétursson/ Fróði 9 - Svanur og sumarið/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg 10 - Hesturinn og drengurinn hans/ C. S. Lewis/ Muninn ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR 1 Bretarnir koma/ Þór Whitehead/ Vaka-Helgafell 2 Já, ráðherra-Gamansögur af íslenskum alþingismönnum / Ritstj. Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason/ Hólar 3 2 Almanak Háskólans-Árið 2000/ / Háskóli íslands 4 Kokkteilar/ David Biggs/ Muninn 5 íslenskur fuglavísir/ Jóhann Óli Hilmarsson/ Iðunn 6 Ljósið yfir landinu/ Ómar Ragnarsson/ Fróði 7 3-10 í róti hugans/ Kay Redfield Jamison/ Mál og menning 8 - íslenska leiðin/ Stefán Ólafsson/ Tryggingastofnun ríkisins og Háskólaútgáfan 9 Samskipti foreldra og bama/ Dr. Thomas Gordon/ Æskan 10 - Öld öfganna-Saga heimsins á 20. öld/Eric Hobsbawm/Mál og menning ÆVISÖGUR OG ENDURMINNINGAR 1 2 Einar Benediktsson-ll/ Guðjón Friðriksson/ Iðunn 2 4 Steingrímur Hermannsson-ll/ Dagur B. Eggertsson/ Vaka-Helgafell 3 ÓLAFUR LANDLÆKNIR/Vilhelm G. Kristinsson/ Vaka-Helgafell 4 1 Útkall í Atlantshafi á jólanótt/ Óttar Sveinsson/ islenska bókaútgáfan 5 1 Jónas Hallgrímsson/ Páll Valsson/ Mál og menning 6 - Glott í golukaldann/ Hákon Aðalsteinsson/ Hörpuútgáfan 7 3 Sviptingar á sjávarslóð/ Höskuldur Skarphéðinsson/ Mál og menning 8 - Á lífsins leið-ll/ Þjóðþekktar konur og menn segja frá/ Stoð og styrkur 9 5 Jón Leifs-Tónskáld í mótbyr/ Carl Gunnar Áhlen/ Mál og menning 10 - Dagbók Anne Frank/ Þýð. Ólafur Rafn Jónsson/ Hólar Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni Höfuðborgarsvæðið: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegl Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla Bókabúðin Hlemmi Bókabúðin Mjódd Bóksala stúdenta, Hringbraut Bónus, Holtagörðum Bónus, Laugavegi Eymundsson, Kringlunni Griffill, Skeífunni Hagkaup, Kringlunni Hagkaup, Skeifunni Penninn-Eymundsson, Austurstræti Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka 29. nóv.-5. des. 1999 Unnið fyrlr Morgunbíaö- blaðið, Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tímabilí, né kennslubækur Penninn, Kringlunni Bókabúðin, Hamraborg Bónus, Kópavogi Hagkaup, Smáratorgi Penninn, Hafnarfirði Utan höfuðborgarsvæðisins: Bókabúð Keflavlkur, Keflavík Bókval, Akureyri Hagkaup, Akureyri Hagkaup, Njarðvík Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstbðum KÁ, Selfossi Ljósmynd/Haukur Snorrason Hreindýr á öræfum Austurlands Þau mistök urðu við birtingu um- um ljósmyndabókina Land birtunn- Austurlands í ljósmynd eftir Hauk sagnar Einars Fals Ingólfssonar í ar, að röng mynd birtist. Hér birtist Snorrason. Bókablaði Morgunblaðsins í gær rétta myndin; hreindýr á öræfum Að búa sér til leiksvið VETRARFERÐIN er þriðji hluti þrfleiks Ólafs Gunnarssonar sem hófst með Tröllakirkju og var fram haldið með Blóðakri. Fjalla þessar þijár sjálfstæðu skáldsögur á tengd- an hátt um líf Islendinga á öldinni sem er að líða. Að þessu sinni beinir höfundur sjónum sínum að veitinga- konunni Sigrúnu - sem bæði veitist allt sem hún þráir og er svipt öllu því dýrmætasta sem hún á - og fólk- inu í kringum hana. Ólafur byijaði að skrifa Vetrar- ferðina í ársbyijun 1997 og lauk við uppkast að bókinni í nóvember sama ár. Við það uppkast gat hann hins vegar ekki fellt sig og samdi bókina því upp á nýtt. Þeirri vinnu Iauk miðsumars 1998 og vann Ólaf- ur að hreinritun þar til bókin kom út fyrir um mánuði. En um hvað Ijallar Vetrarferðin? „Þetta er saga sem ég sviðset á hemámsárunum í Reykjavík, byija 1943 og sögunni lýkur 1950. Aðal- söguhetjan er kona sem yfirgefur mann sinn og lendir í Ástandinu. Hún Iætur líka langþráðan draum um að setja á stofh veitingastofu rætast, kynnist nýjum mönnum og nýju fólki - snýr í kringum sig miklu persónugalleríi - og á hennar daga drífur eitt og annað.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Ólafur skapar aðalsöguhetju sem er kven- maður. „Ætli skýringin á því sé ekki sú að rithöfundar eru sífellt að leita að nýjum sjónarhornum. Mig lang- aði að þessu sinni að prófa að bregða mér í kvenmannsiíki - eins og mögulegt er.“ - Hvernig lífsreynsla var það? „Það var býsna spennandi - en ég er samt ákaflega feginn að vera kominn aftur.“ Ólafur kveðst fyrst og fremst nota hemámsárin sem sögusvið í bókinni, hún snúist ekki um hernámið sem slíkt. „Eg geri þetta ekki með sama brag og maður sér oft í bókum sem fjalia gagngert, og einvörðungu um hernámið. Þess í stað nota ég þenn- an tíma sem svið fyrir persónurnar, dreg skii milli þessa hefðbundna hernámstúna og þessa tíma sem bakgranns fyrir skáldverk. Ef fólk vill kynnast hemáminu sérstaklega Ólafur Gunnarsson eru aðrar bækur ef- laust bet.ur til þess fallnar.“ Þó sögusvið sé af- markað kveðst Ólaf- ur gjaman leita í ákveðið frelsi til að geta hreyft sögu- hetjurnar til og frá eins og á leiksviði. Hann gæti þess þó að ekki verði úr hrópandi ósamræmi miðað við viðkom- andi tíma sem margir þekkja. „Eg gerði mína heim- ildavinnu, skoðaði verð á varningi, hvað var flutt inn og hvað ekki, hvar baggahverfin stóðu og annað í þeim dúr. En ef ég þurfti að færa til hús gerði ég það. Ætli sé ekki best að lýsa þessu þannig að ég hafí verið að búa mér til ieiksvið en ekki sinna sagnfræði." Með Vetrarferðinni lýkur fyrr- nefndum þríleik Ólafs. Hvernig líð- ur honum á þessum tímamótum? „Mér líður ágætlega. Það er gott að hafa komist í gegnum þetta. Þeg- ar ég er að skrifa bók trúi ég því nefnilega varla að mér muni takast að kiára hana, að minnsta kosti á fyrstu stigum hennar. Bókbandið og kápan em fjarhegur draumur. Á þetta ekki síst við um viðamikið verk eins og þennan þrfleik. Ég var ellefu ár að þessu, þótt ég gripi í annað inn á milli, og það komu svo sannariega þeir tímar að ég sá ekki fram á að geta lokið þessu. Það tókst nú samt.“ - Líkast til fylgirþessu líka ein- hversöknuður? „Það er alveg rétt. Eins og gefur að skilja hefur þetta viðfangsefni verið snar þáttur í lífi mínu um langt skeið og nú þarf ég að snúa mér að einhverju öðm. Ég finn því vissulega fyrir söknuði." Titill bókarinnar, Vetrarferðin, er sóttur í samnefndan ljóðaflokk eftir einn af risum tónbókmennt- anna, Franz Schubert. „Ljóðabálk- urinn, sem Schubert semur lög sín við, hefur ekki verið þýddur á ís- lensku en var þýddur lausiega fyrir mig fyrir nokkrum árum. Þar kemur fram að skáld- ið, Wilhelm Miiller, lítur á lífið sem einskonar ferð í gegnum vetur. Mér fannst nafnið henta bók- inni ágætlega, auk þess sem mér þykir mjög vænt um þessa tónlist." S‘ igurgestur Guð- mundsson rotaði Ameríkanana þrjá á tæpum tveimur mínút- um á malarplaninu úti fyr- ir veitingastaðnum Fjall- konunni við Suðurlands- braut eitt sumarkvöld í júnímánuði 1943. Bardaginn stóð skemur en venjuleg lota. Áður en slagsmálin hófust hafði Sigurgestur skipað konu sinni að læsa sig og drengina þeirra tvo til öryggis inni í bflnum en þegar hermennimir lágu í mölinni allir þrír og hann varð aftur var við umhverfi sitt stóð hún efst í tröppunum við innganginn á veit- ingahúsinu með synina sinn til hvorr- ar handar og þjónustustúlkuna á bak við sig í gættinni og horfði til hans. - Eg hélt ég hefði sagt þér, Sigrún, að fara inn í bflinn með strákana og læsa að þér, sagði hann með hægð og teygði sig eftir derhúfunni og dustaði af henni rykið. Honum fannst hann ekki hljóta það hrós úr augnaráðinu sem hann átti skilið. - Eg vildi koma þér til hjálpar ef þú tapaðir, sagði hún snögg upp á lagið. - Við bræðurnir vorum reiðubúnir að beijast líka, pabbi, sagði yngri sonurinn. Sigurgestur leit til hans og ljós hártoppurinn laust föðurinn hamingju í hjartastað. Sá eldri, sem var á fimmtánda ári, hélt sig þétt upp við móður sína. - Þið eruð svei mér samheldin fjöl- skylda, sagði þjónustustúlkan sem var orsök illindanna. Hún var í upp- námi og skimaði í kringum sig með tilbúinni glaðværð. Báðir drengirnir samsinntu stoltir og móðir þeirra tók um axlir þeirra beggja og leit til sona sinna á víxl og brosti. Úr Vetrarferðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.