Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 61 BJORG HA UKSDÓTTIR + Björg Hauks- dóttir fæddist á Hvanneyri 24. jan- úar 1941. Hún lést á liknardeild Land- spítalans 25. nóvem- ber siðastliðinn og fór útför hennar frani frá Grensás- kirkju 3. desember. Elsku Björg. Ég sit hér og horfi á vindinn blása síðustu haustlaufunum burtu. Ég sit og reyni að átta mig á að þú sért farin, að þú sért lögð af stað í þá langferð sem fyrr eða síðar bíður okkar allra, en er okkur þó svo óskiljanleg og sár. Mér finnst dauðinn sérstaklega óskiljanlegur og sár þegar hann styttir líf sem manni finnst að ekki hefði átt að enda strax. En þinn tími var kominn, og nú bíður þín örugg- lega annað hlutverk, á einhverju öðru tilverustigi á þessu undarlega ferðalagi sem tilvera okkar er. Ég er viss um að þú átt eftir að fylgjast með litlu barnabörnunum þínum vaxa úr grasi, og vaka yfir þeim, en þú sagðir að eitt það sárasta við að þurfa að fara væri að missa af upgvexti þeirra. Ég vil þakka þér fyrir samveruna að sinni. Við áttum margar góðar stundir saman í sumar og mér fannst ég kynnast hugrökku frænkunni minni alveg upp á nýtt, og það er ég þakklát fyrir. Það vai- ómögulegt að setja sig í þín spor, að lifa með þennan harða dóm, en þú áttir alltaf til bros handa litlu frænkunni þinni og því dáðist ég virkilega að. En elsku Björg. Þó að laufin falli þegar haustar, og þó að trén standi eftir með naktar gi-einar, þá kemur alltaf vor á ný, og veröldin blómstrar aftur. Það sama á við um minningu þína, sem mun blómstra um ókomin ár í hjörtum allra þeirra sem þekktu þig og elskuðu í þessu lífi. Elsku Kolli, Kristján og Arnar Bergur, Ég hugsa til ykkar, munið bara að dauðinn er ekki aðeins endir á lífi, heldur líka upphaf á nýrri til- veru. Þín litla frænka, Ingunn. Ég sagði stundum við hana Björgu vinkonu mína að líf hennar væri eins og skáldsaga. Skáldsaga, sem maður opnar og trúir ekki því sem maður les. Ég kom inn í þessa sögu hennar fyrir meira en þrjátíu árum og með okkur tókst vinskapur sem aldrei hefur borið skugga á síð- an þótt oft hafi leiðir skilið um lengri eða skemmri tíma. Nú hefur hún lagt upp í sína hinstu ferð og á kveðjustund streyma minningarnar fram, sumu er hægt að deila með öðrum en hinu ekki, við áttum þennan einstaka trúnað til hvor annarrar sem alltof sjaldan gefst. Ég man þegar ég hitti hana fyrst, þá nýflutta til Isafjarðar, hún var dá- lítið á varðbergi, kannski feimin í þessu samfélagi þar sem allir þekktu manninn hennar, en hún engan. En Björg var fljót að yfirvinna það allt saman og eignaðist marga vini og kunningja og ég tel mig lánsama að hafa verið í þeim hópi. Hún var þó ekki allra, því hún var ávallt opin og hreinskilin svo af bar og það hentaði ekki öllum, klapp, kjass og yfirborðs- mennska var ekki hennar stíll, hún kom til dyranna eins og hún var klædd. Það var einmitt þetta sem ég kunni best að meta í fari hennar þótt við værum ekki alltaf sammála, en þó að Björg hefði sínar skoðanir á hlut- unum var hún alltaf reiðubúin að hlusta á sjónannið annarra. A Isafirði var Björg heimavinn- andi fyrstu árin, enda eiginmaðurinn á sjó og börnin orðin þrjú. Þegar hún eignaðist sitt þriðja barn, Kolbein Má, hafði ég eignast mitt fyi-sta í sama mánuði það ár. Þessir drengir okkar tengdu okkur enn frekar, menn okkar stunduðu sjóinn og við leituðum félgasskapar hvor hjá annarri og reyndum að styðja hvor aðra eins og best við gátum. Allt- af var hún boðin og búin til aðstoðar og má segja að við höfum oft- ar en ekki hjálpast að við að ala upp þessa stráka, stunið saman yfir uppátækjunum og prakkarastrikunum og horft á þá vaxa úr grasi, alltaf sömu vin- ina síðan í vöggu. Aldrei var Björg skoðanalaus og íyrstu árin þrösuðum við heilmikið um pólitík og önnur þjóðfélagsmál og vorum sjaldnast sammála en hvorugii varð haggað og þar kom að við tókumst í hendur og hættum þessu tali og ákváðum að virða skoð- anir hvor annarrar. En aldrei skal ég neita því að Björg vinkona mín gaf mér oftar en ekki aðra sýn en ég hafði, sýn sem kallaði á endurmat ýmissa þátta hjá sjálfri mér. Hún kenndi mér að horfa á lífið frá öðru sjónarhorni. Þessi kona, hvunndagshetjan okk- ar, þurfti að kljást við marga brekk- una í lífi sínu, maður hugsar oft sem svo að enginn ætti að þurfa að strita svona til að komast æviskeiðið. En það sem hélt henni gangandi var um- hyggjan fyrir sonum sínum, sem hún var svo stolt af og svo bamabörnun- um síðustu árin sem voru litlu aug- asteinarnir hennar og stærsta gleði. Við, sem höfum fylgst með sjúk- dómsstríði hennar undanfarið, vitum að nú hefur hún fengið laun sín fyrir þolgæðið og alla sína elsku við sína nánustu og minningin um hana mun lifa í hjörtum okkar allra. Ég þakka henni fyrir samfylgdina og ti-yggð við mig öll þessi ár og kveð hana með söknuði. Ég og fjölskylda mín færum son- um hennar, barnabörnum og öðrum ættingjum hennar innilegar samúð- arkveðjur og biðjum góðan guð að varðveita þau og styi-kja í sorginni. Hildigunnur Lóa Högnadóttir. Elsku Björg, stóra systir. Nú er komið að okkai- kveðjustund. Mig setur hljóða og mér vefst tunga um tönn. Þegar maður lætur hugann líða langt aftur, kemur fyrst í hugann þegar við vorum litlar stúlkur að al- ast upp á Hvanneyri í Borgarfirði. Oft var glatt á hjalla og mörg strákapörin gerð í stórum hópi frískra og glaðra barna. Ég minnist þess sérstaklega er við fórum að vitja um netin í Andakílsá. Margt ævintýrið og afrekið gerðist þá, bæði við veiðiskapinn og á leiðinni „suðui- í land“ eins og við kölluðum það. Það var alltaf heill her krakka í kringum t ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ þig, enda alltaf hress og hrókur alls fagnaðar. Við litlu systur þínar feng- um stundum að fylgja með, þótt það væri nú ekki alltaf vel séð en þú hafð- ir alltaf mikla ábyrgðartilfinningu gagnvart okkur og nutum við þess. Síðan, þegar þú sextán ára varst að búa þig á stefnumót, sat ég gelgjuleg og ólánleg og dáðist að þér. Ég bað til guðs um að einhvern tím- ann yrði ég svona flott og fín eins og þú varst; sem nýútsprungin rós. Þú gerðir þér þó enga grein fyrir hve falleg þú varst og varst enn fallegri fyiir vikið. Arin liðu og við urðum mömmur, báðar strákamömmur, en þú varst þó miklu afkastameiri. Ég hef alltaf verið svo innilega hamingjusöm að hafa hlotnast sá heiður að fá að taka á móti þremur af þínum fallegu og efnilegu strákum þegar þeir komu í heiminn. Þú varst alltaf mikil baraátt- umanneskja og vel meðvitandi um réttlæti, sérstaklega fyrir þeiiTa hönd sem minna máttu sín. Þú varst listakona í höndum og aldeilis ótrú- legt hvað þú afrekaðir bæði við prjón og saumaskap og svo allar bækumar sem þú last samhliða öðrum störfum. Þú hafðir næmt, listrænt auga fyr- ir litum og formi, enda var auðvelt að sjá það bara með því að sjá hve fal- lega og snyrtilega þú varst alltaf til fara. Við deildum oft gleði og sorg og var það alltaf gott að geta það með þér. Það var yndislegt að hlæja með þér en við sáum oft sameiginlega það spaugilega í lífsins leik. Öll störf sem þú tókst að þér voru gerð af trúm- ennsku og alúð en ég held að þú hafir átt þín bestu ár þegar þú bjóst á Isa- firði og fékkst þá að njóta sanngirni og njóta þeirrar virðingar, sem þú áttir sannarlega skilið, á þínum eigin forsendum. Enda fannstu það þegar þú snerir aftur til Isafjarðar mörg- um árum seinna. Þú varst hetja síðustu tvö æviárin þín þegar þú barðist við þinn síðasta vágest, krabbameinið. Að lokum þurftir þú þó að lúta í lægra haldi fyrir því, sem þú gerðir með fullri reisn, eins og þú gerðir með allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Elsku Björg mín, þakka þér sam- fylgdina í blíðu og stríðu. Ég mun sakna þín mjög sárt. Kæru drengirn- ir þínir missa mikið en geyma í huga sér fallega minningu um þig. Guð blessi þig, drengina þína alla, tengdadætur og barnabörnin þín efnilegu. Þín Áslaug systir. Elskulega systir mín. Nú er komið að kveðjustund og mér er tregt um tungu. Hugurinn þýtur um minn- OSWALDS simi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADAl.SI M I I 411» 101 REVKJAVfK Dtiv/ð Inger Ölnfnr Útfitrnrstj. Utnsjón Útfitritrstj. Ll'KKISTUVINNUSTOFA LWINDAR ÁRNASONAR •tt: ... fvAÍv-; 1899 ingagrunninn en vill svo hverfa á vit saknaðar og sorgar. Við vorum elstar í systrahópnum. Fyrst ég og svo komst þú. Þegar sem barn mun ég hafa tekið að mér hlut- verk stjórnandans. Oft lést þú ekki vel að sjórn og því var nokkuð um árekstra, eins og gengur. Þar að auki töluðu fullorðnir oft um það hvað þú værir falleg og þá var ekki laust við afbrýðisemi hérna megin. Mér er þó minnisstætt mjög að á einu sviði þýddi ekki fyrir mig að vera með ein- hverja afskiptasemi. Það varðaði leiklistina en þar stjórnaðir þú og núverandi prestur í Holti, hann séra Halldór, bæði leikritun, hlutverka- skipan og leikstjórn af miklu kappi ogöryggi. Þetta tilheyrði bernskuárunum, þar sem við ólumst upp á Hvanneyri, og oft erum við búnar að hlæja dátt að þessu brasi eftir að við vorum orðnar fullorðnar og skildum lífið og hvor aðra betur. Þar eð ég hef búið erlendis sl. 30 ár hefur ekki verið eins mikið sam- band okkar á milli og ella. Frá haust- inu 1997, þegar við hittumst þrjár systurnar í Danmörku, hefur það verið stöðugt. Þá varst þú orðin veik þó við vissum ekki hvað væri að. Það kom í ljós um áramótin að þú varst með krabbamein og eins og ég sagði þér oft fannst mér þú alveg stórkost- lega dugleg í baráttunni við sjúk- dóminn. Ég er viss um að þú fórst langt eingöngu á baráttuviljanum. Ég sakna þegar símtalanna sem okkur fóru á milli. Þau voru mörg og oftast löng milli Frakklands og ís- lands og oft brunnu símaþræðirniraf vandlætingu vegna vaxandi órétt- lætis í heiminum. Við erum hnípin í dag en munum lifa í minningunni um yndislega manneskju sem var glaðlynd og fyndin að eðlisfari og alla tíð gefandi. Það er erfitt að sjá af manneskju sem manni þykir vænt um, en þá verður manni líka hugsað til þess góða og fagra sem þú fékkst að upp- lifa síðustu árin þín hér með okkur. Þá komu líka í heiminn tvær litlar stúlkur, sem svo sannarlega færðu þér ljós gleðinnar. Ég veit ekki hvort ég er trúuð, og það skiptir reyndar ekki máli, en ég er viss um að þegar við hittumst „næst“ munum við taka aftur upp þráðinn síðan við töluðum saman tveim dögum áður en kallið kom. Þá sögðum við hvor annarri hve hin hafði verið henni mikils virði og hversu vænt okkur þætti hvorri um aðra. Vertu sæl mín góða systir og þakka þér fyrir allt. Þín Anna. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, FANNEY EINARSDÓTTIR, Stórholti 23, lést þriðjudaginn 23. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall hennar. Magnús Blöndahl, Friðbjörg Blöndahl, Guðmundur Guðbjörnsson, Ása Blöndahl, Halldór Guðnason, Arngrímur Blöndahl.Bryndís Guðjónsdóttir, Kjartan Blöndahl, Erla Þorsteinsdóttir, Guðrún Blöndahl, Sighvatur Blöndahl, Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir, Einar Einarsson, Alda Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa- langafi, STEFÁN STEFÁNSSON trésmiður, áður til heimilis á Holtsgötu 7, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 9. desember kl. 13.30. Soffía Bryndís Stefánsdóttir, Stefán Stefánsson, Óskar Karl Stefánsson, Jón Valgeir Stefánsson, Ágúst Stefánsson, Sigurður Stefánsson, Gunnar Guðmundsson, Guðrún L. Guðmundsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Anna M. Þórðardóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐFINNA ÓLAFÍA (LÓA) EINARSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 5. desember. Páll Þorleifsson, Kristín Pálsdóttir, Magnús Aadnegard Gréta Pálsdóttir, Magnús Jón Sigurbjörnsson, Páll Heiðar Aadnegard Lóa María Magnúsdóttir, Pálmar Óli Magnússon, Bjarki Þór Magnússon, ívar Smári Magnússon, Alma Björk Magnúsdóttir, makar barnabarna og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.