Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 39 LISTIR Hvítur og brúnn BÆKUR B a r n a b ú k KLEINUR OG KARRÍ eftir Kristínu Steinsdóttur. Myndlýsingar: Áslaug Jónsdóttir. Vaka-Helgafell, 1999 -123 s. ÞAÐ er ekki svo ýkjalangt síðan við kynntust innflyjendum með út- lit og siði sem frábrugðnir eru því sem við höfum búið við frá landnámstíð. í þessari sérlega vel skrifuðu sögu segir höfundur frá lífinu í íslenskum bæ þar sem allt gengur sinn vana gang þar til ind- versk fjölskylda sest þar að. Lýst er viðbrögð- um nágranna, bæði jákvæðum og nei- kvæðum, og margs konar fróðleikur kemur fram um Ind- land, tungumál, siði og venjur og er þessi fræðsla öll í beinum tengslum við söguna sjálfa. Titillinn um kleinurnar og karríið hefur tilvísun í þessa tvo ól- íku menningarheima sem hafa sín ólíku kennitákn, matarvenjur og klæðaburð. Höfundur vefur þessa umgjörð utan um sögu lítils drengs sem er ósköp vanmáttugur og fremur and-hetja en þessi dæmig- erði strákur úr íslenskum stráka- bókum sem getur allt. Bjössi missti mömmu sína í bílslysi og er alinn upp hjá pabba en hann á líka yngri bróður svo og afa og ömmu og langömmu sem styrkja hann. En Bjössi er skrýtinn og veit það sjálfur. Hann vill fá að vera eins og hann er, spila á sína fíðlu þótt það sé bara fyrir fugla og fiska og hann vill fá að hafa andstyggð á fótbolta. Hann vill ekki heldur vera sífellt minntur á að nú eigi hann að drífa sig. Hann vorkennir sjálfum sér pínulítið og þegar hann á erfitt þá leitar hann á náðir ósýnilegs vinar. Sterka persónan í sögunni er frænka Bjössa, Ulfhildur, sem er h'ka að reyna að fá að vera hún sjálf, en það er heldur ekki vanda- laust fyi-ir hana þegar grannt er skoðað. Myndskreyting Áslaugar er mjög vel heppnuð og sýnir á lát- lausan hátt efni hvers kafla. Á einni mynd er t.d. sýnt sýnishorn af Hindí-letri og á annarri mynd er sýnd mynd af fíl og engli - tákn sem sótt er beint í viðkomandi kafla og fjallar um viðhorf ólíkra trúarbragða til dauð- ans. Flestir kaflar bókarinnar byrja á „Að“ og vísa þannig beint til þess að hér eru ýmist vangaveltur um tilveruna eða sagt frá atburðum dagsins. Fyrsti kafli heitir „Að horfa á jökulinn“ með mynd af Snæfellsjökli og sögusviðið er þar með staðsett. Annar heitir „Að eignast vin“, einn heitir „Að fót- brjóta hrossaflugu", og einn ber það frum- lega heiti „Að vera hrekkjusvín" svo ein- hver dæmi séu tekin. Þetta er einstaklega nærfærin saga sem lýsir vel sálarlífi og til- veru lítils drengs séð frá honum sjálfum. Kristín fjallar um við- kvæm mál svo sem einelti, kyn- þáttafordóma og dauða, og óttann við dauðann sem í þessu tilviki endar í gleði þegar afi trillukarl bjargast úr sjávarháska. Höfundur er söguefninu trúr allt í gegn og hvergi boðið upp á neinar ódýrar lausnir. Kjarninn í þessari bók er að fólk sé mismunandi og misjafnt og þar skipti litarháttur eða matarvenjur engu máli. Allir eigi samt að fá að vera þeir sjálfir. I bókarlok situr lesandinn eftir með ánægjutilfinn- ingu sannfærður um að þetta sé allt á réttri leið. Sigrún Klara Hannesdóttir ÆKUR Ctgerðarsaga FRÁ LÍNUVEIÐUM TIL TOGVEIÐA EFTIR Jón Pál Halldórsson. Þættir úr sögu útgerðar á Isafirði frá 1944 til 1993. Sögufélag Isfirðinga, ísa- firði 1999.288 bls., myndir, kort. TÍMABILIÐ, sem þessi bók nær yfir, frá lýðveldisstofnun og fram yfir 1990, er tvímælalaust mesta um- brotaskeið í gjörvallri sögu sjávarút- vegs á Islandi. Óvíða hafa breyting- amar og umbrotin verið greinilegri en á Isafirði. Utgerð stendur þar á gömlum merg og lengst af 19. aldai- var bærinn miðstöð þilskipaútgerðar hér á landi. Þegar sú saga hófst, sem rakin er á blöðum þessarar bókar, byggðist sjávarútvegur á Isafirði öðru fremur á útgerð línubáta, auk þess sem nokkur hefð hafði skapast fyrir rækjuveiðum í ísafjarðardjúpi og síldveiðum á sumrum. Togaraút- gerð var svo endurvakin á Isafirði með nýsköpuninni og kom fyrri ný- sköpunai-togari ísfirðinga, ísborg, til landsins árið 1948. Eftir það gekk útgerðin á Isafirði að flestu leyti þá slóð, sem kalla mátti venjulega leið íslensks sjávarútvegs BÆKUR B a r n a b 6 k VIÐ VILJUM JÓL í JÚLÍ Eftir Yrsu Sigurðardóttur. Myndir og kápa: Amgunnur Ýr. Mál og menning, 1999-151 s. EF þú ætlar að láta þér takast það ómögulega þarftu að beita göldrum. Galdrauppskriftin í þessu tilviki nær yfir „Tönn ættingja, tungu fávita, þvag valdhafa, þræði úr klæðum hreinnar meyjar, mat úr munni keppinautar, slef flækingshunds, hár af höfði látins manns, nögl af hinum heittelskaða og eigið blóð“. Svo þarf að koma þessu kremi á þann heitt- elskaða og þar með verður hann þinn að eilífu. Sagan gengur út á það hvernig Theodóru, sem er ellefu ára, gengur að leysa þessar Herkúlesarþrautir og svo í lokin þegar allt hefur farið í steik og brotinn spegillinn boðar sjö ára ógæfu í viðbót, þá er bara að Kristín Steinsdóttir Landið milli fljóta BÆKUR Ábúendatal LANDEYINGABÓK. AUSTUR-LANDEYJAR Valgeir Sigurðsson. Viðbætur unnu: Ragnar Böðvarsson, Þorgils Jónasson, Ingólfur Sigurðsson. Rit- stjóri: Ragnar Böðvarsson. Ut- gefandi: Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma, 1999, 566 bls. ÁRIÐ 1982 kom út Rangvellinga- bók, tveggja binda verk, eftir Val- geir Sigurðsson á Þingskálum. Þá bók hef ég ekki séð, en heyrt hef ég ættfræðinga ljúka lofsorði á hana vegna áreiðanleika og nákvæmni. Þremur árum síðar ákváðu Landey- ingar að hefjast handa um heimilda- söfnun „um búsetu í sveitinni". Var Valgeir Sigurðsson fenginn til þess verks og vann hann að því, uns hann féll frá árið 1994. Hafði hann þá safnað feikimiklum gögnum. Mikið vantaði þó á, að verkinu væri lokið. Við því tók þá Ragnar Böðvarsson með aðstoð Þorgils Böðvarssonar og Ingólfs Sigurðssonar. Öllu þessu, ásamt verktilhögun og gerð bókar- innar er vandlega lýst í Inngangi Ragnars Böðvarssonar. Fremst í bók er kort yfir Austur- Landeyjar. Síðan hefst ábúendatal- ið. Gerð er grein fyrir 80 jörðum og ábúendum þeirra. Eru þá meðtald- ar eyðijarðir, hjá- leigur og smábýli og einstök íbúðar- hús, Á sumum jörð- um hefur verið fleirbýlt. Gerð er grein fyrir landa- merkjum jarða, jarðamati og eign- arhaldi, svo langt aftur sem sögur fara af. Áberandi er hversu mjög jarðir hafa gengið kaup- um og sölum og næsta líklegt að margar þeirra hafi verið í leiguábúð. Mikið vantar á, að allar þessar jarðir eða bólstaðir séu í byggð nú. I ábúð munu vera um 47 jarðir eða ábýlisstaðir. Ábúendatalið nær eins langt aft- ur og heimildir hrökkva til. I sum- um tilvikum nær það aftui' á fjórt- ándu eða fimmtándu öld eða jafnvel enn lengra. Vitaskuld verður þetta götótt, þegar svo langt er komið. Alls staðar þar sem því verður við komið er ábúðartími tilgreindur, svo og fæðingar- og dánardægur ábúenda, föður- og móðurforeldrar á sama hátt og jafnvel lengra. Börn öll eru tilgreind. Það lætur að lík- um, að hér er því geysimiklar ætt- fræðiupplýsingar að finna, auk ann- ars fróðleiks, sem með flýtur, t.a.m. persónulýsingar. Jarðir eru hér skráðar í stafrófsröð og myndir eru af ábúendum eftir því sem náðst hefur til. Aðrar myndir eru ekki í bókinni utan kort fremst í bók og nokkrar myndir aftast. Aftan við Ábúendatalið er nokkiir forvitnilegir smápistlar. Tafla er yfir mannfjölda frá 1703 til 1990. 1703 voru þar 455 íbúar. Flestir verða þeir 1880 (535), en síðan fer þeim fækkandi og eru einungis 210 árið 1990. Löng heimildaskrá er hér bæði handrita og prentaðra rita og mann- anafnaskrá er hér mikil, 110 bls., tvídálka með smáu letri. Engum getur dulist, að þetta er hið mesta ágætisrit, sem feiknamik- il vinna og metnaður hefur verið lagður í. Mun það koma mörgum að góðu gagni, ættfræðingum og íbú- um Austur-Landeyja. Engu breytir um það, þó að ég sem bláókunnugur hefði kosið, að annar háttur hefði verið hafður á um sumt mér til þæg- inda. T. a. m. hefði ég gjarnan viljað fá dálitla land- eða byggðarlýsingu í upphafi, svo og frásögn af búnaðar- háttum eins og þeir eru nú. Þá hefði mér fundist þægilegra að jarðir hefðu verið taldar upp eftir hverfum og boðleiðum eða venjulegri bæjar- öð. En ekki verður við öllu séð. Sigurjón Björnsson Valgeir Sigurðsson Fróðleg útgerð- arsaga á tímabilinu frá stríðslokum og fram undir okkar daga. Um 1950 voru miklar vonir bundnar við útgerð ný- sköpunartogaranna, en þær rættust ekki nema að nokkru leyti, þótt eng- um geti dulist að togaraútgerðin hafði mikil og góð áhrif á útgerðina í heild. Sjöundi áratugurinn var svo öðru fremur tímabil vélbátaútgerðar, en á 8. og 9. áratugnum má segja að skuttogaraútgerð hafi verið allsráð- andi. Miklar sveiflur voru í afkomu útgerðarinnar, en engu að síður ein- kenndist tímabilið í heild af mjög hraðri uppbyggingu og átti það jafnt við um fiskiskipaflotann og landvinnsluna. Það sem einna helst skapaði Isfirðingum nokkra sérstöðu á þessu skeiði voru miklar og vaxandi rækjuveiðar og rækjuvinnsla. Höfundur bókarinnar, sem hér er til umfjöllunar, Jón Páll Halldórsson, starfaði mestan hluta starfsævi sinn- ar að útgerðarmálum á Isafirði og gjörþekkir það efni, sem hann fjallar um. Hann rekur í bókinni alla megin- þætti sögu útgerðar á ísafirði á um- ræddu tímabili á skýran og skemmti- legan hátt, segir vel frá á lipru og góðu máli. Frásögnin er fjarri því að vera bundin við sögu útgerðarfyrir- tækja og -manna, hér segir einnig gjörla frá skipum og bátum, yfir- mönnum og undirmönnum, og sums staðar kryddar höfundur frásögu sína með hressilegum sögum. Þær mættu þó gjaman vera fleiri. Allur frágangur þessarar bókar er með miklum ágætum. Hún er prent- uð á fallegan pappír, í handhægu broti og ríkulega myndskreytt. Margar myndanna hafa sjálfstætt heimildagildi og sumar þeirra segja einar sér mikla sögu. I bókarlok eru allar nauðsynlegai' skrár og af heim- ildaskrá er sýnt, að höfundur hefur víða leitað fanga. Útgerðarsaga ísfirðinga á þeirri tæplega hálfu öld, sem sagt er frá á þessari bók, er ævintýri líkust. Mikill fengur er að því að eiga hana skráða af manni, sem sjálfur hefur lifað og hrærst í miðju atburðarásarinnar. Hann hefur valið þann kost að tak- marka frásögn sína við sögu útgerð- ar og sjósóknar, en fjallar lítt sem ekki um sögu fiskvinnslunnar. Sú saga er þó ekki síður athyglisverð og sjálfsagt að beina þeim tilmælum til höfundar að taka hana fyrir næst. Jón Þ. Þór Bull o g vitleysa reyna að finna nýja galdraþulu sem getur undið ofan af fyrri galdri. Söguhetjur eru systkinin Teitur, Tinna og Theodóra ásamt vininum Olla ormi og nánum fjölskyldumeð- limum. Allar aukapersónumar eru langt fyrir ofan allt sem getur talist normalt og flestar eiga sér aðeins til- verurétt í ævintýri. Pabbi brotnar á höndum og fótum í sturtu í fyrsta kafla, en annars hannar hann hall- ærislegustu fót sem sögur fara af. Langafi er kallaður afi pottur af því hann er hræddur um að frá honum verði stolið potti sem hann sefur með í rúminu. Hann er líka svo sköm- móttur að enginn vill hafa hann á elliheimili. Mamma er sjónvarp- skokkur og þarf að umbera börnin sín í beinni útsendingu - allt er þetta lið í yfirstærðum. Sagan er sögð á látlausu og lipi-u máli og af einlægni Theodóru sem vill í alvöru ná markmiði sínu, en sagan er hlaðin slíkum ósköpum að það hálfa væri nóg. Lesandinn sér alltaf fram á einhver ósköp sem hljóti að eiga sér stað á næsta leiti og bíður spenntur eftir að sjá hvernig næsta Herkúlesarþraut verði leyst. Þetta er saga úr Reykjavík þar sem hið ótrúlegasta er hversdagslegt og lesandinn situr með hnút í maganum frá upphafi til enda og bíður spennt- ur eftir að sjá hvaða skelfing muni dynja á fjölskyldunni næst. Þetta er dellusaga og bráðfyndin. Höfundur raðar saman atburðum í tengslum við þessar níu þrautir. Yrsa hefur skapað sér sinn sérstaka stíl meðal íslenskra bamabókahöf- unda þar sem umhverfið er hvers- dagslegt og þekkt. Inn í hversdags- legt umhverfið er svo raðað saman atburðum sem allir vita að geta ekki gerst en er ákaflega gaman og spennandi að lesa um í framkvæmd annarra. Sigrún Klara Hannesdóttir Tilvalin Kokteilhristari Arþúsunda kokteilhristarmn. Uppskriftir fylgja Jólaverð 1.495 kr. HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.