Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 68
68 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Opinberun Jóhannesar í Hallgríms- kirkju Sunnudaginn 28. nóvember sl. var opnuð myndlistarsýning í forldrkju Hallgrímskirkju. Myndimar eru eft- ir Leif Breiðfjörð og fjalla um texta úr Opinberun Jóhannesar. í tengsl- um við þessa fallegu sýningu verða þrír biblíulestrar á aðventunni með skýringum og umræðum út frá text- um í Opinberunarbókinni. Annar biblíulesturinn verður í kvöld, mið- vikudagskvöldið 8. desember, kl. 20-21. Leiðbeinandi verður sr. Kri- stján Valur Ingólfsson. Að loknum biblíulestri kl. 21 verður náttsöngur í kirkjunni eins og verið hefur á mið- vikudögum í allt haust. Bústaðakirkja. Félagsstarf aldr- aðra kl. 13.30. Dómkirkjan. Samvera fyrir mæður með ung börn kl. 10.30-12 í safnað- arheimilinu. Hádegisbænir kl. 12.10 í safnaðarheimilinu. Orgel- leikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 14-16. Biblíulest- ur, samverustund, kaffíveitingar. Arleg jólasamvera verður miðviku- daginn 15. desember og hefst með helgistund kl. 12.10. Jólamatur í safnaðarheimili. Sr. Jón Bjarman les úr nýútkominni ævisögu sinni. Þátttaka tilkynnist í síma 553-2950 í síðasta lagi fyrir hádegi mánudag 13. desember. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Unglingastarf kl. 20. Hallgrímskirkja. Opið hús iyrir foreldra ungra bama kl. 10-12. Nátteöngur kl. 21. Opið hús frá kl. 20-21 í safnaðarsal, biblíufræðsla um Opinberunarbók Jóhannesar. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr- irbænir kl. 18. Langholtskirkja. Samvera eldri borgara kl. 13-17. Það verður spil- að að venju, lesin framhaldssaga og unnið jólaföndur. Kaffi og meðlæti kl. 15-16, yfir borðhaldi verður les- in jólasaga og kvæðakonan Ki-istín Kjartansdóttir kemur í heimsókn og kveður stemmur eftir Sigurð Breiðfjörð og Sigurð Jóhann Júlí- usson. Síðan er söngstund með Jóni Stefánssyni. Eldri borgurum í söfnuðinum, sem komast ekki að öðrum kosti til kirkjunnar, er boðið upp á akstur heiman og heim, sér að kostnaðarlausu. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Kirkjuprakkarar kl. 14.30. Starf fyrir 7-9 ára böm. TTT kl. 16. Starf fyrir 10-12 ára börn. Neskirlya. Mömmumorgunn kl. 10- 12. Öm Bárður Jónsson verður með fræðslu um aðventuna. Bæna- messa kl. 18.05. Sr. Öm Bárður Jónsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Starf fyrir 11- 12 ára börn kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13.30-16. Handavinna og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnað- arins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. Kirkjuprakkar- ar, starf fyrir 7-9 ára börn, kl. 16. Digraneskirkja. Unglingastarf á vegum KFUM og K og Digranes- kirkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádeginu kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Léttur hádegisverður. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Kirkjukrakkar í Engjaskóla kl. 17-18 fyrir 7-9 ára börn. Æskulýðsstarf fyrir unglinga í 8., 9 og 10 bekk kl. 20-22 í Engja- skóla. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) kl. 17.45-18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúk- um, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbænarefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Vidalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Hugleiðing, altarisganga, fyr- irbænir, léttur málsverður á eftir í Ljósbroti, Strandbergi kl. 13. Keflavíkurkirkja. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25 - hangikjöt. Allir aldurshópar. Síðasta sam- verustund með Lilju Hallgríms- dóttur djákna, sem hverfur til starfa í höfuðborginni. Sjá nánar upplýsingar um safnaðarstarfið í Vefriti Keflavíkurkirkju: keflavík- urkirkjads. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á miðvikudögum kl. 10. Sóknarprest- ur. Landakirkja Vestmannaeyjum. Opið hús fyrir unglinga í KFUM og K-húsinu við Vestmannabraut. Allir 8.-10.-bekkingar velkomnir. Hvitasunnukirkjan Fíladelfía. Létt máltíð kl. 18.30. Skemmti- kvöld kl. 19.30 þar sem allir hópar vetrarins eru saman. Leikir, spumingakeppni og fleira. Allir hjartanlega velkomnir. KFUM og KFUK, aðalstöðvar við Holtaveg. Dr. Sigurbjörn Einars- son biskup verður ræðumaðurr á aðventukvöldi aðaldeilda KFUM og KFUK á morgun, fimmtudag- inn 9. desember. Frú Ása Þor- steinsdóttir fer með upphafsorð og bæn. Um tónlistarflutning sjá hjónin Rúna Þráinsdóttir og Bjarni Gunnarsson menntaskólakennari. Fundarstjóri verður Jónas Þóris- son, framkvæmdastjóri Hjálpar- starfs kirkjunnar. Fundurinn er í boði aðaldeildar KFUM, en konum er sérstaklega boðið á fundinn, sem hefst kl. 20. Allir velkomnir. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Kl. 12 bæn og súpa. Allir velkomnir. GBC QUARTET Tölvutaflan er bylting í fundaformi og fjarsamskiptum ✓ Skráð er á töfluna ✓ Flutt I tölvuna ✓ Prentað út ✓ Sett upp á heimas ✓ Sent I tölvupóstl ✓ Hugbúnaðurogal tengingar fylgja VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Biblían og góðir siðir ÉG fagna því framtaki kirkjunnar að gefa öllum börnum á vissum aldri bók með góðum sögum til að lesa fyrir þau á þessum árstíma. Þetta er viðleitni kirkjunnar til að koma góðum boðskap sínum á framfæri og hjálpa heimil- um að rækja þá skyldu að ala börnin upp í guð- hræðslu og góðum siðum. Ég skora á foreldra að verja nú góðum tíma með börnunum, lesa sögurnar og ræða við þau um efnið. Ekki er vafi á því að marg- ur maðurinn þráir í hjarta sér að jólahald sitt verði kristilegra en oft vill verða. Ánnirnar og streit- an á þessum tíma setja mark sitt á okkur öll. Ég leyfi mér að benda á gott ráð til hjálpar. Það er að fólk taki Bibh'una ofan úr hillu og leggi hana á jóla- borðið. Þegar fjölskyldan kemur öll saman á að- fangadagskvöld les hús- bóndinn eða húsfreyjan (eða stálpað barn) jóiaguð- spjallið í 2. kapítula Lúkasarguðspjalls og að því búnu fara allir með einhverja bæn, t.d. Vertu Guð faðir, faðir minn eða bæn frá eigin brjósti og loks Faðir vor. Þetta er eins konar tákn þess að við viljum svo gjarna að inntak jólanna fari ekki fram hjá okkur. Við nem- um staðar og opnum hug okkar fyrir frelsaranum. Jafnframt verður þetta skuldbinding: Ég helga mig honum sem kom fyrst á jólum, ég vil setja traust mitt á hann og lifa og forð- ast allt það sem styggir hann. Ef fjölskyldan fram- kvæmir þessa athöfn af heilum huga er ég viss um að jólin verða okkur meira virði en áður? I þessu felst líka hvatning til um- hyggjusemi fyrir öðrum og til góðra verka á kom- andi tímum. Við erum sammála um að uppeldi barna er oft erfitt, ekki síst nú á tímum. Það er því brýnt að þau komist sem fyrst í kynni við hina helgu bók enda eru þaðan runn- in þau gildi sem við metum mest og eru undirstöður heilbrigðs samfélags. Talið er að það hafi mest áhrif á börnin sem þau sjá í hegð- un okkar eða fyrir þau er gert. Þau taka t.d. eftir því hvort foreldrar þeirra hafa Biblíuna í hávegum eða hún er aðeins notuð til að fylla skarð í hillu. Getum við vænst þess að þau til- einki sér það sem við full- orðna fólkið hirðum ekki um? Það getur því verið eftirminnilegt fyrir þau að sjá pabba eða mömmu láta bókina góðu á jólaborðið, lesa úr henni og stjórna sameiginlegri bæn. Hinir ágætu Gídeonmenn hafa í mörg ár gefið öilum tíu ára börnum Nýja testa- mentið. Sú bók er því til á fjölmörgum heimilum-ef Biblían skyldi ekki vera nærtæk. Ég hvet fólk til að hafa guðsorðið oftar um hönd, já, hafa það á nátt- borðinu og láta það tala til sín kvölds og morgna og tala síðan við hann sem allt hefur skapað, þykir vænt um okkur og hefur sent okkur frelsara. Ef að líkum lætur á Biblíufélagið eftir að gefa út iestrarskrá fyrir allt næsta ár. Skráin hefur verið ókeypis og fengist í aðsetri þeirra í Hallgrímskirkju. - „Dýrð sé Guði í upphæðum." Frændi. Fyrirspurn I lesendabréfi Morgun- blaðsins fyrir nokkru full- yrðir Jón Olafsson að Am- ór Hannibalsson hafi skrif- að og dreift í litlu upplagi níðriti um Halldór Kiljan Laxness. Ég spyr Jón Ólafsson: Hvað segir Arn- ór í ritinu, Handbendi harðstjórans, sem ekki er satt og rétt? Hilmar Jónsson, Kefiavík. Veistu hvað Ljóminn er Ijómandi góður? GYÐA hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri varúð til neyt- enda varðandi smjörlíki, sem er í nánast eins um- búðum og Ljóma-smjöriík- ið. Hún hafði keypt smjör- líkið í 10-11. Þegar heim kom og hún fór að baka úr því, reyndist það allt annað en Ljóma-smjörlíki. Hún hafði samband við Sól-Vík- ing og þeir sögðu henni að hún væri sú þriðja sem kvartaði yfir þessu þennan sama morgun. Þegar farið var að athuga málið kom í ljós að það er enginn sem skráir sig sem framieið- anda á smjörlíkinu. Komst hún að því, að þetta smjör- líki er framleitt fyrir stóru verslunarkeðjurnar og sett í nánast eins umbúðir og Ljóma. Smjörlíkinu er rað- að fremst í búðunum og Ljóma þar fyrir aftan. Vin- kona hennar hafði líka lent í þessu og vill hún hér með koma því til skila til þeirra sem vilja bara Ljóma að athuga vel að pakkning- unni á stykkinu sem þeir er að kaupa. Hún segir að pappírinn sé stífari á þess- ari tegund og smjörlíkið miklu verra. Tapað/fundið GSM-símar og kíkir fundust TVEIR GSM-símar fund- ust sunnudaginn 5. desem- ber sl. Einnig fannst for- láta kíkir fyrir um tveimur árum í vesturbæ Reykja- víkur. Finnanda hefur ekki tekist að hafa uppi á eig- andanum. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um þessa hluti geta haft sam- band í síma 552-3144 milU kl. 14-18. Dýrahald Kanmuungar fást gefíns. ÁTTA litlir, sætir fimm vikna kanínuungar fást gefins á gott heimili. Upp- lýsingar í síma 564-3927 fyrir hádegi og eftir kl. 19.30. Morgunblaðið/Ómar Víkverji skrifar... FLEST okkar þurfum við oft að skipta við fyrirtæki og stofnanir í gegnum síma. Það er hins vegar oft skortur á því að sú þjónusta sem neytendum er boðið upp á í síma sé fullnægjandi. Það væri óskandi að fyrirtæki sæju sóma sinn í því að leggja meiri áherslu á þennan þátt í rekstri. Til að mynda með því að þjálfa fólk í starfi og brýna fyrir starfsmönnum hvað þetta sé mikil- vægur hluti af starfsemi fyrirtækis- ins. XXX LESANDI Morgunblaðsins hafði samband við Víkverja vegna námsmannafargjalda Flugleiða. Var hann mjög ósáttur við flugfélagið þar sem íslenskir námsmenn er- lendis geta ekki flogið á náms- mannafargjöldum frá 18. desember til 9. janúar. Mjög mikið af námsmönnum koma heim um jólin enda sá tími ársins sem flestir vilja eyða með fjölskyldunni. En þeir þurfa margir að hugsa sig um tvisvar hvort þeir hafi hreinlega efni á því að láta það eftir sér vegna hárra fargjalda á þessum árstíma. Ekki síst í ljósi þess að námsmenn sem lifa á lánum frá Lánasjóði íslenskra námsmanna verða seint feitir af þeirri upphæð sem sjóðurinn úthlutar á mánuði. Sér í lagi ef viðkomandi námsmaður hefur vogað sér að vinna yfir sum- artímann. XXX AMENNTASÍÐU Morgun- blaðsins í gær er athyglisverð grein þar sem fjallað er um trúar- bragðakennslu. Þar er vitnað í nýja bók eftir Guðrúnu Pétursdóttur, starfsmann Miðstöðvar nýbúa. En þar segir: „Jafnvel þó kristinfræði- kennsla sé lögbundin í íslenskum skólum væri mjög æskilegt að byrja að fræða nemendur um önn- ur trúarbrögð samhliða kristin- fræðum strax í 1. bekk. Mikilvægt er í allri trúarbragðakennslu að hefja ekki ein trúarbrögð yfir önn- ur þó að þau séu „ríkistrú" og þar með sérstök áhersla lögð á kennslu þeirra.“ Víkverji tekur heilshugar undir þessi orð Guðrúnar. Sem foreldri grunnskólabams hefur það oft farið í taugarnar á honum það námsefni sem boðið er upp á í trúarbragða- kennslu. Sonur Víkverja er í 7. bekk og hefur enn ekkert læit um islam og búddisma svo dæmi séu tekin. Þetta er eitthvað sem mikil þörf er á að breyta í íslensku skólakerfi og þá ekki síst vegna þess að alltaf fjölgar nemendum sem ekki eru í þjóðkirkjunni. Meðal annars til þess að tryggja það að þeir verði ekki fyrir fordómum annarra nemenda. Því það er því miður staðreynd að ein helsta uppspretta fordóma er þekkingarskortur viðkomandi og vonandi viljum við ekki æsku lands- ins það illt að vera fordómafull í garð annarra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.