Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ \mmm\ &aií&S8B3B!fœ' ,.t í Myndveri grunnskólanna hafa bæði nemendur og kennarar aðgang að fullkomnum tækjum. Nemendum í grunnskólum Reykjavíkur geta tekið þátt í ýmsum verkefnum í Myndverinu m.a. gerð sjónvarpsþáttar með bókagagnrýni. Kvikmyndagerð í grunnskólum á sér 25 ára langa sögu Reykjavík I MORGUNBLAÐINU 4. maí árið 1980 birtist heilsíðuumfjöllun um Kvikmyndahátíð Kvik- myndaklúbbs Álftamýrar- skóla, en þetta ár voru fimm ár liðin frá því haf- ist var handa fyrir alvöru við kvikmyndagerð í ■ grunnskólum Reykjavík- ur. Sá kennari er aðstoð- aði nemendur skólans og kenndi þeim kvikmynda- gerð á þessum tíma var Marteinn Sigurgeirsson, sem nú er umsjónarmað- ur Myndversins sem verið var að opna í Réttarholts- skóla í fyrradag. MYNDVER grunnskóla Reykjavíkur var tekið form- lega í notkun í Réttarholts- skóla í fyrradag. Myndverinu er ætlað að vera vettvangur fyrir nemendur og kennara grunnskólanna til að vinna skapandi starf með ljós- myndir og kvikmyndir, en umsjónarmaður Myndvers- ins er Marteinn Sigurgeirs- son. Boðið verður upp á verk- efni fyrir ákveðna árganga, svo sem gerð sjónvarpsþátt- ar með bókagagnrýni fyrir 5. bekk, ljósmynda- og ljóða- gerð fyrir 7. bekk og gerð fréttaþátta fyrir 8. til 10. bekk. í Myndverinu er jafnframt aðstaða til þáttagerðar og fræðslufunda. Þar er einnig verið mikil ásókn í námskeið- in og að hjá honum hefðu nokkrir menn, sem nú væru framarlega í kvikmyndaiðn- aðinum á íslandi, stigið sín fyrstu skref í faginu. Meðal þeirra sem sóttu námskeiðin hjá Marteini á sínum yngri árum voru þeir Þorfínnur Ómarsson, sem nú er framkvæmdastjóri Kvik- myndasjóðs Islands, Kjartan Kjartansson hljóðmaður, sem m.a. sá um hljóðhönnun í myndinni Djöflaeyjan rís, og Böðvar Bjarki Pétursson kvikmyndagerðarmaður. Kynslóð sem kann að tjá sig með ljósmyndum Auk þess að kenna kvik- myndagerð hefur Marteinn kennt grunnskólabörnum ljósmyndun. „Þetta er tækni sem er meira en 150 ára gömul, en skólakerfið hefur lítið sem ekkert notað hana, en það er að breytast. Það er að verða til kynslóð sem kann að tjá sem með ljósmyndum." Marteinn sagði að hann hefði bæði farið út í skólana og kennt börnum að tjá sig með ljósmyndum og kvik- myndum, en að einnig hefði verið rekið fjölmiðlaverk- stæði, sem börnin hefðu get- að heimsótt, svipað og það sem nú var verið að opna í Réttarholtsskóla. Hann sagði að verkstæðið hefði fyrst ver- ið á Lindargötu 46, þar sem gamla ríkið hefði verið og síð- ar í bakhúsi við Tjarnargötu 12, sem áður hefði verið hest- hús slökkviliðs Reykjavíkur og því væri það mikil breyt- ing að komast í nýtt húsnæði í Réttarholtsskóla. Kvikmyndaklóbba Áiftaroýrareköia í dag: Sýndar verða 25 kvikmyndir gerðar af nem- endum skólans Þar af ein, Haukor Þór Hauksson, sem verður frumsýnd 6 hátíðinni Myndver grunnskólanna tekið í notkun Nemendum kennt að tjá si g með ljósmyndum og kvikmyndum ljósmynda- og myndbanda- safn sem kennarar grunn- skóla Reykjavíkur geta nýtt sér. Þá lánar Myndverið tæki til grunnskólanna í gegnum skólasafnamiðstöð á Lindar- götu og býður þeim upp á að- stoð vegna sérstakra verk- efna. Morgunblaðið/Golli Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri Reykjavíkur, opnaði Myndver grunnskóla Reylqavíkur í Rcttarholtsskóla form- lega í fyrradag, en í stað þess að klippa á borða klippti hún á fdmubút sem tveir nemendur skólans héldu á milli sín. Marteinn sagði að með til- komu Myndversins hefði aðstaðan til kvikmynda- kennslu í grunnskólunum batnað mikið. Tvær kennslustofur sameinaðar í eina Tvær kennslustofur hefðu verið sameinaðar í eina, sem nú þjónaði sem stúdíó fyrir grunnskólabörn og kennara. Hann sagði að í Myndverinu væri m.a. að fínna fullkomna stafræna kvikmyndatökuvél og leikhúskastara. Næsta skref væri að kaupa stafræn- ar klippigræjur. Marteinn, sem nú er umsjónarmaður Myndversins, hefur kennt grunnskólabömum að tjá sig með ljósmyndum og kvik- myndum í 25 ár, en hann hef- ur einnig starfað sem kennsl- uráðgjafi fyrir fjölmiðlafræði hjá Fræðslumiðstöð Reykja- víkur. „Þetta á sér dálítið langa sögu,“ sagði Marteinn og vís- aði til opnunar Myndversins. „Eg byrjaði að kenna við Álf- tamýrarskóla árið 1973.“ Byrjað með upptrekkta 8 mm kvikmyndatökuvél „Mér fannst sjálfsagt að krakkarnir fengju að tjá sig öðruvísi en bara á pappír og því var fyrsti kvikmynda- klúbburinn stofnaður tveim- ur árum síðar eða árið 1975.“ Marteinn sagði starfsem- ina hafa verið ansi frum- stæða í byrjun, notast hefði verið við upptrekkta 8 mm kvikmyndatökuvél og ekkert hljóð verið. Hann sagði að þrátt fyrir þessa frumstæðu tækni hefði ýmislegt merki- legt verið gert og margar stuttar myndir unnar. Að sögn Marteins þróaðist þetta námskeið hans síðan smám saman og með tíman- um urðu tækin fullkomnari og því meira hægt að gera. Hann sagði að ávallt hefði S Byggt við Alftamýrarskóla Háaleiti NÝ viðbygging við Álfta- mýrarskóla, sem hýsa mun bókasafn skólans og tölvu- ver, verður tekin í notkun haustið 2000, samkvæmt áætlun sem liggur fyrir borgarstjórn. Þetta kom fram í samtali Morgun- blaðsins við Gerði G. Ósk- arsdóttur, fræðslustjóra Reykjavíkur, en hún sagði að áætlaður framkvæmda- kostnaður væri um 50 mil- ljónir króna. Álftamýrarskóli er byggður eins og ferhyrn- ingur og inni í miðjunni er autt svæði, sem mun verða nýtt sem lóð undir hina nýju byggingu. Önnur viðbygging vænt- anlega tekin í notkun árið 2002 Gerður sagði hönnunina á viðbyggingunni sérstak- lega skemmtilega því með henni skapaðist ákveðinn miðpunktur skólans, því all- ar stofurnar myndu opnast út á ganga sem lægju út að nýju byggingunni. Að sögn Gerðar mun við- byggingin ekki fylla alveg út í svæðiðog því verður lít- ill garður í kringum hana. Á sama tíma og ráðist verður í framkvæmdir við bygginguna mun skólinn verða endurskipulagður innanhúss. Gerður sagði að bókasafnið, sem flutt yrði í nýju bygginguna, væri nú í þremur samliggjandi skóla- stofum, sem gerðar yrðu að hefðbundnum skólastofum þegar framkvæmdunum lyki. Að sögn Gerðar er hugað að frekar framkvæmdum við skólann á næstu árum, því búið er að teikna við- byggingu við innganginn, sem ráðgert er að reisa ár- ið 2002. Áætlaður kostnað- ur við hana er um 120 milljónir króna. Smáíbúðahverfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.