Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Ósanngirni
í dagvistar-
málum
MIG langar að
bi-egða mér í stutta
ferð aftur í tímann.
Ekki nema sex ár eða
svo. Þegar klukkan sló
tólf á venjulegum
vinnudegi, þustu nokk-
ur hundruð foreldrar
út á götur borgarinnar,
keyrðu í hendingskasti
til þess að flytja börn
sín frá dagmömmu í
leikskóla eða úr leik-
skóla til dagmömmu.
Þessir foreldrar slitu
götum borgarinnar,
eyddu bensíni og slitu
bifreiðum sínum, auk
þess sem þessu fylgdi
mikið stress og armæða. Gott ef ein-
hver var ekki líka búinn að reikna út
framleiðnitap íslensks samfélags af
öllum þessum þeytingi.
Hvers vegna var þetta ástand?
Borgai'yfirvöld þessa tíma höfðu
annað þai'fara við fjármuni borgar-
búa að gera, en að þyggja leikskóla.
Leikskólamál
Reykj avíkurlistinn
verður auðvitað að búa
við það, segir Hafliði
Helgason, að til hans
séu gerðar ríkari kröf-
ur, en þeirra flokka sem
láta sig fjölskyldumál
litlu varða.
Þar á bæ voru menn uppteknir við
stærri og merkilegri byggingar og
sjóðir borgarbúa nýttust betur við
slík minnismerki, en ómerkilega
leikskóla sem væru til þess fallnir að
létta byrðum af fjölskyldufólki og
auka heill og hamingju barna.
Þessu er fólk búið að gleyma, eða
að minnsta kosti hefur engan áhuga
á að muna. Öðruvísi get ég ekki túlk-
að það offors sem ríkir í viðbrögðum
foreldra við 13% hækkun leikskóla-
gjalda sem borgaryfirvöld hafa boð-
að. Hækkun sem er þátttaka í því að
bæta kjör starsfólksins sem af ósér-
hlífni sinnir börnunum meðan við
sinnum upphefð okkar. Það er póli-
tísk ólykt og ósanngirni í þeim yfir-
lýsingum sem fullrúar foreldra hafa
látið frá sér fara í fjölmiðlum.
Þegar Reykjavíkurlistinn komst
til valda blöstu gríðarleg verkefni við
í dagvistarmálum eftir margra ára
vanrækslu. Nýkjörin yfirvöld borg-
arinnar hófust þegar
handa við að fjölga
plássum á leikskólum.
Margir þeirra foreldra
sem nú hrópa hæst
vegna hækkunar sem
kannski nemur verði
einnar pitsu, væru enn
með börn sín á biðlist-
um eftir heilsdags-
plássi, ef stefnu fyrri
borgaryfirvalda hefði
verið fylgt. Þeir hefðu
varla orku í að mót-
mæla eftir þeytinginn í
hádeginu.
Með þessu er ég ekki
að segja að foreldrar
leikskólabarna eigi ekki
að gagnrýna borgaryfirvöld. Þvert á
móti held ég að þeim sé hollt að taka
við gagnrýni og umræða um þessi
mál er nauðsynleg. Mér hefur líka
sýnst að borgarstjóri taki meira tillit
til skoðana almennings, en kollegar
hennar í ríkisstjórninni. Fólk á að
sýna sanngirni í slíkri gagnrýni og
láta yfirvöld njóta sannmælis. Ég
lýsi líka eftir heildstæðri umræðu
um fjölskyldupólitík.
Ríkisstjórnin rekur ákaflega
fjandsamlega skattapólitík, þegar
fjölskyldan er annars vegar. Barna-
bætur eru tekjutengdar sem hvergi
þekkist í þeim löndum sem við ber-
um okkur saman við, auk þess sem
þær eru lægri. Ríkið veltir verkefn-
um yfir á sveitarfélögin, án þess að
þeim fylgi nægjanlegir fjármunir.
Reykjavíkurlistinn verður auðvit-
að að búa við það að til hans séu
gerðar ríkari kröfur, en þeiira
flokka sem láta sig fjölskyldumál
litlu varða. Með ósanngjarnri og of-
stopafullri gagm-ýni, málsóknarhót-
unum og pólitískum loddaraleik
verðum við bara vopn í höndum
þeirra sem til eru í að nota okkur til
að ná völdum, en hafa engan áhuga á
málefnum okkar þess á milli.
Höfundur er blaðamaður og foreldri
leikskólabarns.
<§> mbUs
_ALLTA/= eiTTHVAÐ HfTT
Fyrirtækið
ÚTGÁFA Á ÍSLENSKU
telur að bókaverð sé of hátt
www.tunga.is
Hafliði Helgason
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 4ÍÞ
í tilefni ársins 2000 gefur Morgunblaðið út
veglega sérútgáfu mánudaginn 3. janúar.
Þessi sérútgáfa veiðui fyista blað Morgunblaðsins
á áiinu 2000 og í henni verður birt margvíslegt
efni úr blaðinu frá upphafi.
Skilafrestur auglýsingapantana er til
kl. 12 föstudaginn 10. desember.
Vinsamlegast pantið tímanlega!
Allar náaari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar
á auglýsingadeild í síma 569 1111.
AUGLYSINGADEILD
Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
LÚÐ - LÓÐASETT - MAGAÞJÁLFAR - ÆFINGATEYGJUR - SIPPUBOND - ÞREKPALLAR
BEKKIii OQ ÆFINQATÆKI
gyiBSTA ÚRYAL LAND8INS AF ALLSKYN8 ÞRBK- 08 ÆPINQATÆKJUM. ADiiNS TMBRKI.
Pro 335 ÆFINGA-
BEKKUR
Fjölnota æfingabekkur,
með mörgum æfinga-
möguleikum.
Fyrirferðarlítill og
þægilegur í notkun.
AB-SHAPER MAGAÞJÁLFI
Frábær magaþjálfi sem styrkir maga-
vöðvana og gefur skjótan árangur.
ÖRNINN0*
STOFNAÐ1925
- ÞREKTÆKJADEILD
Skeifan 11, sími 588 9890
GÚMMÍVARIN HANDLOÐ - HANDGRIP - PULSMÆLAR - OKKLAÞYNGINGAR - CURLSTANGIR