Morgunblaðið - 08.12.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.12.1999, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 LANDIÐ MORGUNBLADIÐ Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Börnunum var vel tekið enda þdtti flutningur þeirra til mikillar fyrirmyndar. Menningardagur í Svalbarðsskóla í Þistilfirði Þórshöfn - Dagur fslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Svalbarðs- skdla í Þistilfirði en þar stdðu nem- endurnir fyrir kvöldskemmtun og kaffisölu. Börnin lögðu öll eitthvað af mörkum og settu meðal annars á svið landnám Ketils þistils íÞistil- firði á gamansaman hátt og þeirra landnámsmanna sem komu að Sval- barðshreppi og byggðaþrdun í sveitinni. Börnin fluttu frumsamin ljdð og tröll úr þjdðsögunum fdru á kreik. Þau minntust lika forfeðra sinna, frumbyggja í sveitinni, og Iásu Ijdð eftir þá. Þessi kvöldskemmtun barnanna var vel unnin og fram- kvæmd af mikilli ieikgleði. Sextán börn eru nú í Svalbarðsskdla, frá fyrsta upp í sjötta bekk en síðustu bekkjum grunnskdlans ljúka börn- in á Þdrshöfn í grunnskdlanum þar. Skdlastjdri Svalbarðsskdla er Óskar Grétarsson og var hann að vonum ánægður með frammistöðu nemenda sinna á ágætri kvöld- skemmtun. Morgunblaðið/Sigurður Sigmunddsson íslenskunemarnir áhugasömu ásamt kennurum sínum, Jdhannesi Sigmundssyni og Eyvindi Bjarnasyni, og Jdni Hjartarsyni frá Fræðsluneti Suðurlands. Utlendingar á íslenskunámskeiði Hrunamannahreppi -Fræðslunet Suðurlands hefur það markmið að stuðla að endurmenntun og sí- menntun á Suðurlandi, þetta er fjölbreytt námskeiðahald sem er yfirleitt vel sótt að sögn þeirra Jón Hjartarsonar og Eyvindar Bjarna- sonar sem eru meðal þeirra sem vinna að þessu verkefni. Meðal annars eru haldin íslensk- unámskeið fyrir útlendinga. Hald- in hafa verið þannignámskeið á ár- inu á Hvolsvelli og í Þorlákshöfn og einu slíku námskeiði er nýlokið á Flúðum. Var það fyrir fólk sem starfar í uppsveitum Árnessýslu en útlendingar eru allmargir að störf- um hér. Þetta erlenda fólk er bæði á sveitabæjum en einnig eru marg- ir sem vinna hjá garðyrkjubænd- um á Flúðum. Um þessar mundir eru t.d. 14 útlendingar sem starfa hjá Flúðasveppum. Jóhannes Sigmundsson í Syðra- Langholti hefur verið kennari á slíkum námskeiðum undanfarin fjögur haust og var að Ijúka einu slíku þegar fréttaritari leit inn fyr- ir skömmu. Að þessu sinni voru 17 nemendur á námskeiðinu frá 8 þjóðlöndum. Hvert námskeið er 30 kennslustundir. Segir Jóhannes fólkið mjög áhugasamt um að læra íslensku. Þá var gaman að heyra fólkið syngja á íslensku sem er að sjálfsögðu æft í hverjum kennslu- tíma. Nokkuð er um að stúlkur eignist maka og hafa sest að, eink- um eru það stúlkur frá Noregi og búa nokkrar hér í Hrunamanna- hreppnum. Yiður kenningar veittar fyrir gott aðgengi Selfossi - Þrjú fyrirtæki í Reykjavík og fimm aðilar í Árnessýslu fengu viðurkenningar ferlinefndar fat- laðra fyrir gott aðgengi. Afhending viðurkenninganna fór fram við há- tíðlega athöfn í Ingólfskaffi í Ölfusi. Gumundur Magnússon formaður ferlinefndar fatlaðra sagði meðal annars í ávarpi sínu við setningu samkomunnar að Evrópusamband- ið legði nú áherslu á baráttu gegn ofbeldi sem beinist að fötluðum, sérstaklega fötluðum konum. Hann gat þess einnig að þó ótrúlegt væri þá fengju fatlaðar einstæðar mæður ekki að fara með börn sín í ferða- þjónustubílum fatlaðra. Arnór Pétursson formaður Landssambands fatlaðra sagði það sæta furðu að enn skyldu byggð hús án þess að hugsað væri fyrir að- gengi fyrir alla. Hann sagði fatlaða ávallt þakkláta fyrir þann skilning sem kæmi fram þegar hús væru hönnuð og reist og hugsað fyrir að- gengi fyrir alla. Þau fyrirtæki sem fengu viður- kenningar voru fyrirtækið Össur hf fyrir vel hannað og fallegt hús, Tannlæknastofan að Hátúni 8 í Reykjavík og tryggingastofnun rík- isins fyrir vel heppnaðar breyting- ar. Þeir staðir í Árnessýslu sem féngu viðurkenningar voru: Hlíðar- rendakirkja, Grunnskólinn í Þor- lákshöfn, Eden í Hveragerði, bóka- safnið í Hveragerði og Sólvallaskóli á Selfossi. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Handhafar viðurkenninga ásamt fulltrúum ferlinefndar fatlaðra. Yegabætur í Hrunamannahreppi Hrunamannahreppi - Nú er unnið að uppbyggingu á Hrunamannavegi frá Flúðum upp fyrir bæinn Skip- holt, það er þjóðvegurinn að Brúar- hlöðum og yfir í Biskupstungur, þessi vegakafli er 7,3 km. Það er Suðurverk hf. á Hvolsvelli sem annast þessar framkvæmdir en fyrirtækið átti lægsta útboð í verkið sem hljóðaði upp á 45.566 þúsund. Alls buðu átta verktakar í verkið. Um 60 þúsund rúmmetrar af malar- efni fai'a í veginn og þarf að setja 12 ræsi í gegnum hann á þessum kafla. Að sögn Grétars Ólafssonar, verkstjóra, hefur framkvæmdum miðað heldur hægar en áætlað var vegna tíðarfarsins en um 40 sm klaki er nú kominn í veginn. Fimm- tán manns vinna við verkið með stórvirkar vélar en því á að vera lokið fyrir 20. júni. Verktakinn skil- ar þá þessum vegarkafla með bundnu slitlagi. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Frá framkvæmdum við Hrunamannaveg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.