Morgunblaðið - 08.12.1999, Side 63

Morgunblaðið - 08.12.1999, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 63 , FRÉTTIR Aðalfundur Hússtjórnarkennarafélags Islands Viðmiðunarstundaskrá verði framkvæmd Ný stjórn Hússtjórnarkennarafélags fslands: Fremri röð f.v. Hjördís Stefánsdóttir, Guðný Jóhannsdóttir, Ásrún G. Ólafsdóttir. Aftari röð f.v. Ingibjörg Þorkelsdóttir, Hjördís Edda Broddadóttir, Katrín Leifsdóttir og Anna M. Þorsteinsdóttir. Á myndinni er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, Halldór Gunnarsson og Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroska- hjálpar, að afhenda Karli Sigurbjörnssyni, biskupi íslands, eintak almanaksins nr. 1000. Almanak Þroska- hjálpar helgað kristniafmæli AÐALFUNDUR Hússtjórnarkenn- arafélags Islands var haldinn í Hús- stjómarskóla Reykjavíkur við Sól- vallagötu 23. október 1999. Fráfarandi formaður félagsins Guð- rún M. Jónsdóttir setti fundinn og las ársskýrslu, þar kom fram að nefnd á vegum félagsins sá um aðal- fund Norræna samstarfsins um hús- stjórnarfræðslu ( Nordisk samar- beidskomite for Husstellundervisning ) sem haldinn var að Hrafnagili í Eyjafirði síðast- liðið sumar. í tengslum við fundinn var haldið námskeið með yfirskriftinni Hafið - lífríkið - matvælabúr og miðlun þekkingar. Fyrirlesarar voru allir af Eyjafjarðai’svæðinu nema einn. Fundinn sóttu um 90 manns frá öll- um Norðurlöndunum. Bókin Matk- ultur I Norden, samstarfsverkefni allra Norðurlandanna, kom út í sum- ar í tilefni af 90 ára afmæli Nomænu samtakanna. Steinunn Ingimundar- dóttir sá um þátt Islands í bókinni. Bókin er hafsjór af fróðleik um mat- armenningu Norðurlandanna, segir í fréttatilkynningu Á vegum Námsgagnastofnunar starfar nú starfshópur sem gerir til- lögur að nýju námsefni í heimilis- fræði fyiár grunnskóla. Nú þegar ný aðalnámsskrá grunnskóla hefur litið dagsins ljós er eitt af stærstu barátt- umálum félagsins, eins og hingað til, að fá skólastjórnendur til að fram- kvæma setta viðmiðunarstundaskrá. Einnig er nauðsynlegt að efla náms- framboð í hússtjórnargreinum á framhaldsskólastigi og byggja það markvisst upp. Vinna þarf að aukn- um skilningi á mikilvægi hússtjórn- argreina fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið. Mikilvægt er að kennar- ar í heimilisfræði kynni fyrir nem- endum sínum notagildi námsins fyrh’ þá sjálfa og í framhaldsnámi. Fáir kennarar menntaðir í heimilisfræðum I hagsmunanefnd félagsins voru: Bryndís Steinþórsdóttir, Guðný Jó- hannsdóttir og Sigríðui- Sigurðar- dóttir. Á vegum nefndarinnar var gerð könnun á stöðu hússtjórnar- greina í grunn- og framhaldsskólum landsins. Þar kom fram meðal ann- ars: Að menntaðir heimilisfræðikenn- arar eru ekki nema 21,6 % af þeim sem kenna heimilisfræði í grunn- skólum. Að aðbúnaður til kennslu í heimil- isfræði er víða ekki nægjanlega góð- ur. Að mjög brýnt er að endurskoða og gefa út nýtt námsefni. Að efla þarf heimilisfræðikennslu í yngstu bekkjum grunnskólans, sam- anber viðmiðunarstundaskrá. Félagið opnaði heimasíðu á árinu: www.snertill.is/hki LISTAVERKAALMANAK Landssamtakanna Þroskahjálpar er komið út. Eins og fyrri ár prýða almanakið myndir eftir íslenska grafíklistamenn. Almanakið í ár er sérstakt að því leyti að allar mynd- irnar eru tileinkaðar 1000 ára kristni á íslandi. Af því tilefni færðu samtökin biskupi Islands, Karli Sigurbjörns- syni, eintak almanaksins nr. 1000. Almanakið er sem fyrr einnig happdrætti. Dregið er einu sinni í mánuði út árið og vinningar eru 55 grafíklistaverk eftir íslenska lista- menn, m.a. þrjár myndir eftir Er- ró sem fært hefur samtökunum fjölmörg listaverk að gjöf, Karó- línu Lárusdóttur og fleiri af fremstu listamönnum þjóðarinnar. Listaverkaalmanakið er og hef- ur verið um árabil aðal fjáröflun- arleið Landssamtakanna Þroska- hjálpar. Verð almanaksins er sem fyi-r 1.200 kr. Um leið og samtökin þakka landsmönnum stuðninginn undanfarin ár vænta þau þess að sölumönnum almanaksins verði vel tekið, segir í fréttatilkynningu. Almanakið fæst einnig í bóka- búðum á höfuðborgarsvæðinu og skrifstofu samtakanna Suðurlands- braut 22, Reykjavík. Sigurveig Friðgeirsdóttir, annar eigandi verslunarinnar ásamt Margréti Gunnlaugsdóttur. Götusmiðj- an opnar fræðslu- og fjölskyldu- deild í TENGSLUM við flutninga meðferðarheimilis Götusmið- junnar í húsakynni á Kjalarnesi hefur Götusmiðjan opnað fræðslu- og fjölskyldudeiid í Stórhöfða 15, Reykjavík. Þangað geta unglingar og aðstandendur leitað eftir að- stoð, fræðslu um vímuefna- vandann og hvað sé til ráða. Götusmiðjan leggur einnig ríkulega áhersiu á fjölskyldun- álgun og er foreldrum og aðst- andendum boðið að sækja viku- lega fundi meðforeldraráðgjafa Götusmiðjunnar. Klúbbar, fé- lagasamtök og aðrir aðilar geta óskað eftir að fá starfsfólk í heimsókn. Allir krakk- ar flutt í Kópavoginn ALLIR krakkar, barnavöruversl- un, er flutt í nýtt húsnæði að Hlíð- arsmára 17, Kópavogi. Mikil upp- bygging og fólksfjölgun hefur verið í Kópavogi og er verslunin mjög vel staðsett miðsvæðis á höf- uðborgarsvæðinu, segir í fréttatil- kynningu. Allir krakkar, barnavöruversl- un, býður upp á mikið úrval af barnavögnum, barnarúmum, bíl- stólum, matar- og þrcpastólum, svanadúnskerrupokum og leik- föngum. Helstu vörumerki eru Bé- bécar, Trama, Wegner, ARO, Mer- tens, Eden og Tommee Tippee. Verslunin er opin virka daga frá kl. 9-18 og á laugardögum frá kl. 11-16. Eigendur verslunarinnar eru Jón Pétur Sveinsson og Sigurveig Friðgeirsdóttir. Allir krakkar, barnavöruverslun, var áður til húsa að Rauðarárstíg 16, Reykja- vík. Jólakort kristniboðs- félaga SAMBAND íslenskra kristniboðsfé- laga hefur gefið út 10 ný jólakort fyrir þessi jól. Þau er af mismunandi stærðum með fallegum myndum tengdum jólunum. Innan í flestum þeirra eru sálmavers með jólaboð- skap auk jóla- og nýársóska. Jólakortin eru gefin út til styrktar starfi SÍk en samtökin reka kristni- boðsstarf í Eþíópíu, Kenýu og Kína, auk kynningarstarfs á íslandi. Kort- in eni seld fimm í pakka á 300 og 450 krónur. Þau fást á aðalskrifstofu KFUM og K og SÍK, Holtavegi 28. Þjóðbúninganám- skeið í Búðardal I LOK nóvember lauk þjóðbún- inganámskeiði í Búðardal þar sem saumaðir voru fjórir fullorðinsupp- hlutsbúningar og tveir barnaupp- hlutsbúningar. Þátttakendur voru fimm. tuttug- asta. aldar upphlut saumaði Elín Guðlaugsdóttir á Bergþóru Jóns- dóttur, tengdadóttur sína, einnig saumuðu Jóhann Einarsdóttir og Erla Ólafsdóttir á sig 20. aldar upphlut. Guðrún Guðmundsdóttir saumaði á sig 19. aldar upphlut og Melkorka Benediktsdóttir saumaði barnabúninga á dótturdætur sínar, 20. aldar upphlut á Melkorku Rún og 19. aldar upphlut á Rakel Hrönn. Kennari á námskeiðinu var Jófríður Benediktsdóttir, klæð- skera- og kjólameistari. Fyrirhugað er að halda annað námskeið eftir áramót í Búðardal. Bæklingur um barnið og skóla- töskuna HEILSUGÆSLAN í Reykjavík hef- ur gefð út bæklinginn „Barnið og skólataskan" sem er unninn af sjúkraþjálfurum og iðjuþjálfa í í Heilsugæslunni í Reykjavík. Hann er gefinn út sem liður í starfi að for- vörnum gegn stoðkerfisvandamálum fyrir nemendur grunnskóla. Það er von höfunda að bæklingur- inn megi verða til þess að vekja meiri athygli á mikilvægi þess að barnið hafi góða skólatösku sem minnkar álag á bak þeirra við töskuburðinn til og frá skóla. Vitað er að fjölmargar töskur sem nemendur nota eru all- sendis ófullnægjandi vegna þess að þær valda óheppilegu álagi á líka- mann og líkamsburður verður afleit- ur, segir í fréttatilkynningu. Þeir sem standa að bæklingnum hafa leitað til Neytendasamtakanna um að gerð verði úttekt á þeim skóla- töskum sem eru á markaðnum hér. Refírnir á Hornströndum á kvöldvöku ferðafélagsins KVÖLDVAKA og myndasýning verður miðvikudagskvöldið 8. des- ember á vegum Ferðafélags íslands í FÍ salnum í Mörkinni 6 og hefst hún kl. 20:30. Páll Hersteinsson fjallar í máli og myndum um lífsbaráttu og afdrif ref- anna á Hornströndum en hann hefur undanfarin ár stundað rannsóknir á þeim ásamt samstarfsfólki sínu. Páll sýnir litskyggnur af refum og lands- lagi Hornstranda, en rétt er að minna á að nýlega kom út bók Páls um þetta efni er hefur að geyma fjölda litmynda. Kvöldvakan er öll- um opin og kaffiveitingar eru í hléi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.