Morgunblaðið - 11.12.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 11.12.1999, Síða 8
Þrjár myndir um þroskaheft ungmenni 8 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vildi sýna líf þeirra FYRSTA myndin af þremur um ungt þroskaheft fólk og líf þess var frumsýnd á Stöð 2 síðastliðið mánu- dagskvöld. Yfirskrift myndanna er Mitt líf. Kolbrún Jarlsdóttir hefur gert þessar myndir. Hún var spurð hvað hefði orð- ið til þess að hún fór að gera þær? -„Þær eiga a.m.k. tvær „kveikjur". Ég er af þeirri kynslóð sem „send var í sveit“ á hverju vori og var m.a. um tíma á heimili þar sem voru tvær þroskaheftar frænkur mínar. I um- gengni við þær lærði ég snemma að virða þær og elska eins og þær voru. Þegar ég kom svo heim KolbrÚn JarlsdÓttír frá námi erlendis fór eg að vinna með fötluðum þar sem ég var liðsmaður og þá fór ég að átta mig á hvað mikið starf lægi í þeirri ákvörðun yfirvalda að stuðla að því að fatlaðir geti búið sjálfstætt. Til að þeir geti það þurfa þeir oft á tíðum mikla að- stoð. Loks ber þess að geta að Helga Pálína Sigurðardóttir, sem er söguhetja fyrstu myndar- innar, er frænka mín og ég hef fylgst með henni frá fæðingu, en hún er nú 27 ára gömul. Varstu lengi búin að ganga með þessa hugmynd? - „Ég var lengi búin að ganga með þá hugmynd að gera mynd um Helgu Pálínu. Hins vegar byrjaði þetta verkefni mitt sem annað verkefni sem átti að vera hópferð með þroskaheftum á Strandir. Það var kvikmyndafé- lagið Nýja bíó sem ákvað að framleiða þá mynd með mér. Stöð 2 keypti þá hugmynd en af óviðráðanlegum orsökum féll þessi ferð á Strandir niður, ég var þá byrjuð að kvikmynda sögu Steindórs Jónssonar. Þegar ekkert varð af umræddri ferð var ákveðið að gera sérþátt um Steindór og tvo aðra, annan um Helgu Pálínu og hinn um Mörtu Jane Guðmundsdóttur." Varstu strax með ákveðið form á þessum þáttum íhuga? -,,Ég var ákveðin í byrjun hvernig ég ætlaði að byggja þættina upp. Það vakti strax fyr- ir mér að tala við söguhetjuna í hverjum þætti og fá hana sjálfa til að segja frá lífi sínu og skoð- unum og sýna hvernig viðkom- andi aðila tekst að lifa í samfé- lagi sem miðað er við að fólk sé mun meira sjálfbjarga en þessir þrír einstaklingar eru.“ Var erfíðleikum bundið að gera þessar myndir? - „Það gekk mjög vel að fá við- komandi aðila með mér í verk- efnið, sem og alla aðstandendur sem eru foreldrar og ýmsir aðil- ar frá hinu opinbera sem aðstoða viðkomandi í lífi og starfi. Ég ákvað strax að ég vildi ekki ræða við sérfræðinga í þess- um myndum né heldur vildi ég hafa þuli. Ég vildi láta söguhetjurn- ar sjálfar tala fyrir sig og komast þannig nær þeim. Ég fékk hins vegar for- eldra eða liðsmenn til þess að vera með í myndinni. Myndirnar eru því byggðar upp á samtölum mínum og þessara aðila við sögu- hetjurnar. Þess á milli eru senur sem sýna þetta unga fólk takast á við ýmsar kringumstæður í lífi og starfi. Þess má geta að það tók tiltölulega langan tíma að ► Kolbrún Jarlsdóttir fæddist í Reykjavík 1955. Hún stundaði nám í Flensborgarskóla og vann að því loknu hjá Sjónvarp- inu við myndblöndun í upp- tökusal í fjórtán ár. Þá fór hún til Bandaríkjanna og tók BA- próf í almennri kvikmynda- gerð. Eftir það fór hún í mast- ersnám í almennri kvikmynda- gerð og leikstjórn, einnig í Bandaríkjunum. Að loknu þessu námi 1995 fór hún að vinna hjá Svæðisskrifstofu Reykjaness sem liðsmaður hjá fötluðum einstaklingum. Si'ðan Iá leiðin á Stöð 2 og þaðan á Ríkissjónvarpið á ný þar sem hún starfar nú. Hún heldur heimili með syni sínum. gera þessar myndir, rösklega ár vegna þess að ég þurfti að taka mér tíma til að kynnast þessum þremur aðilum vel og fá þau til að treysta mér og gleyma nær- veru minni og myndavélinni." Er margt sameiginlegt með þessum þremur ungmennum sem þú gerir myndinar um ? - „Þau eru öll nýflutt að heim- an og öll innan við þrítugt. Þau hafa að vísu misjafnan bakgrunn en mun fleira er þó sameiginlegt en hitt sem er öðruvísi. Þau eiga við svipaða erfiðleika að etja hvað snertir að bjarga sér. Þau eru að læra ýmsa hluti sem flest- ir taka sem sjálfsagða, t.d. að versla, gera heimilisstörfin og sjá um reikninga. Ýmsir hvers- dagslegir hlutir vefjast meira fyrir þeim en flestum öðrum. Á móti kemur að þau fá ómælda hjálp frá fjölskyldu sinni og svæðisskrifstofu í formi aðstoð- armanna sem koma heim til þeirra og á vinnustað og leið- beina þeim.“ Hvað virðist þér vera þessu fólki erfiðast í okkar samfélagi? - „Mér sýnist að mestu erfið- leikarnir gætu falist í hættu á einangrun. Þá meina ég að við hin tökum stundum ekki nógu vel á móti þessum hjartahlýju einstaklingum, sem þroskaheftir oftast eru. Ef við þekkjum ekki þessa aðila úr fjölskyldu eða af vinnustað reynum við ekki að nálgast þá. Þar af leiðandi einangrast þessir einstaklingar og lokast of mikið af með sínum líkum. Við þurfum að gera þroskahefta sýnilegri í öllu dag- legu lífi. Þetta fólk er ekki að- eins þiggjendur það getur líka kennt okkur hinum margt.“ Þroskaheftir geta kennt okkur margt Staða seðla- bankasljóra auglýst a allra næstu dösiim DAVÍÐ Oaasson torsætisráðherra rG Ekki hlæja, við skulum lofa þeim að halda að við trúum þessu. • n t . t ~t 35 Ijosa inniseria 20 Ijósa útisería 759 kr. Með áföstum soqskálum 2.599 kr. Stærri skrúfuperur 20 sogskalar 199 kr. Fyrir gluggaseríur jólasýpris 199 kr. Jolapottur fylgir Stærri 399 kr. Opiö til klukkan 22.00 öll kvöld til jóla. Nýtt kortatímabil.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.