Morgunblaðið - 11.12.1999, Page 12

Morgunblaðið - 11.12.1999, Page 12
12 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórnendur stóru sjukrahúsanna í Reykjavík skila landlækni greinargerð um áhrif fjárhagsvanda á reksturinn Tækifæri til þróunar minnka og starfsfólk leitar annað Fjárhagsvandi undanfarin ár hefur valdið sjúkrahúsum erfíðleikum við að veita lög- boðna þjónustu. Kröfur um nýjungar, betri og dýrari þjónustu valda því að útgjöld aukast. Jóhannes Tómasson gluggaði í ____greinargerðir yfírstjórna stóru_ spítalanna í Reykjavík. GERA má ráð fyrir að áfram- haldandi skortur á fjármagni til rekstrar stóru sjúkrahús- anna í Reykjavík leiði til þess að tækifæri til þróunar í starfsemi minnki, að læknar og annað sér- menntað starfsfólk, sem nú starfar erlendis, muni ekki sækjast eftir störfum þar, að ímynd spítalanna muni líða fyrir þessa þróun og starfs- fólk leita í auknum mæli á aðra vinnustaði. Þetta er maðal annars þess sem kemur fram í greinargerð lækninga- forstjóra og hjúkrunarforstjóra Landspítala og Sjúkrahúss Reykja- víkur til forstjóra spítalanna. Land- læknir óskaði eftir greinargerð frá stjórnendum spítalanna um það hvaða áhrif núverandi rekstrarerfið- leikar hafi á þjónustu við sjúklingana og stofnana þeirra. Einnig óskaði landlæknir eftir áliti þeirra á því hvaða áhrif óbreytt rekstrarum- hverfi geti haft á framþróun og nýj- ungar í læknisfræði og þjónustu við sjúklinga á sjúkrahúsunum. Sigurður Guðmundsson landlækn- ir segir í bréfi til Magnúsar Péturs- sonar, forstjóra spítalanna, að meðal hlutverka landlæknis sé að fylgjast með starfi og starfsaðstöðu heil- brigðisstétta og þjónustu þeirra við sjúklinga. Hann eigi í reynd ekki að hafa eftirlit með fjárhagslegum rekstri nema að líklegt sé að hann hafi líklega eða sannanlega áhrif á þá þjónustu sem ætlast sé til að sé nauðsynlegt og sanngjamt að þær veiti.. Landlæknir tjáði Morgunblað- inu í gær að eftir fund með fram- kvæmdastjórnum spíta- lanna í næstu viku muni hann skila greinargerð til heilbrigðisráðherra og væntanlega þingmanna hka. Vill hann ekki tjá sig um efni greinargerðanna fyrr en eft- ir það. Kröfur valda því að útgjöld aukast I bréfi Magnúsar Péturssonar, forstjóra spítalanna, sem fylgir áður- nefndum greinargerðum og voru sendar landlækni nýverið, segir að fjárhagsvandi sjúkrahúsanna und- anfarin ár hafi valdið þeim veruleg- um erfíðleikum við að veita þá þjón- ustu sem af þeim sé ætlast. Þau hafi brugðist við aðhaldi með miklum breytingum á starfseminni og lækk- að kostnað. „Hitt er jafnljóst að kröf- ur um betri og dýrari þjónustu, nýj- ungar í starfi og fjölgun sjúklinga, veldur því að útgjöld aukast engu að síður,“ segir í lok bréfs forstjórans. Hann bendir einnig á að erfitt hafi reynst að hrinda í íramkvæmd ýms- um breytingum sem ákveðnar hafi verið af stjómvöldum vegna þess að undirbúningur hafi verið ónógur, fyrirmæli stjórnvalda óskýr og of- viða stjórnkerfi sjúkrahúsanna. „Hér er ekki deilt á heilbrigðisyf- irvöld ein, heldur einnig á stjórnkerfi sjúkrahúsanna, sem oft er ekki nægjanlega öflugt til þess að fylgja eftir aðhaldsaðgerðum enda koma þær iðulega niður á þjónustu við sjúklinga eða draga úr þróun læknis- fræðinnar." Ýmsir mælikvarðar við mat I greinargerð frá Landspítalanum segir að hérlendis líkt og erlendis hafi möguleikar heilbrigðisþjónust- unnar til að lækna og líkna stórauk- ist og að aldur þjóðarinnar f'ari hækkandi. Það hafi í för með sér að fleiri leiti eftir heilbrigðisþjónustu sem hafi áhrif á stigvaxandi útgjöld. Reynt hafi verið að stemma stigu við vaxandi útgjöldum með auknu að- haldi og breytingum, m.a. verið breytt rekstrarformi á deildum, fjölgað hafí verið fimm daga deildum og dagdeildum og göngudeildar- starfsemi aukin. Ekki er auðvelt að leggja hlutlægt mat á áhrif rekstrarvandans á starf- semi Landspítalans, segir í greinar- gerðinni en skoða megi ýmsa mælik- varða, svo sem biðlista, fjölda legudaga, fjölda sjúklinga á hvert stöðugildi og sjúklingaflokkun en þar er metið hver sé hjúkrunarþörf sjúklinga. Með styttri legutíma hækkar meðaltal hjúkr- unarklukkustunda á sól- arhring fyrir hvem sjúkl- ing þann dag sem hann er útskrifaður, þ.e. þegar hann þarf minnsta um- önnun en í stað hans kemur sjúkling- ur sem þarf að jafnaði meiri umönn- un. Teknar hafa verið saman upplýsingar um mat á hjúkrunarþörf og raunverulegri hjúkrun nokkur síðustu árin og kemur þar fram að sjúklingar sem leggjast á legudeildir handlækninga- og lyflækningasviða fái um einnar klukkustundar minni hjúkrun á dag en þörf sé fyrir. Sífellt fleiri sjúklingar em lagðir inn gegnum bráðamóttöku spítala og er hlutfallið um 70% á Landspítalan- um. „Komum á bráðamóttöku hefur enn fjölgað um 5% og legudögum um 11% á tímabilinu janúar til júlí 1999 miðað við sama tíma árið 1998. Legu- deildir spítalans em oft yfirfullar og eiga erfitt með að taka sjúkling frá bráðamóttöku og þeir bíða þar eftir Hlutlægt mat á vanda ekki auðvelt Úr könnun Félagsvísindastofnunar: Spurning: Ert þú hlynnt(ur), hiutlaus eða andvíg(ur) byggingu Fljótsdalsvirkjunar? Hlutfali þeirra sem svara: legurými. Því fjölgar legudögum í bráðmóttöku, sem að allra dómi er óæskileg þróun og oft er þrautalend- ingin að senda sjúkling heim fyrr en ella. Ástandið er verst þegar mestu lokanirnar eru á spítalanum, þ.e. á sumrin og í desember,“ segir m.a. í greinargerðinni. Þá er bent á að húsnæði setji starfseminni víða skorður, fé fáist ekki í eðlilegt viðhald eða til breyt- inga í samræmi við breytingar á starfsemi. Milli 450 og 500 nemendur era í ýmsu heilbrigðisnámi á Land- spítalanum árlega og styttri legu- tími, aukin þrengsli og meira vinnu- álag dragi úr gæðum kennslu. Hannað fyrir hálfri öld I greinargerð stjórnenda SHR er bent á að sjúkrahúsið hafi verið hannað fyrir nærri hálfri öld og þjón- usta á sjúkrahúsum hafi tekið gífur- legum breytingum síðan. „Hönnun Borgarspítalans miðast við þarfir fyrri tíma og kröfur um bættar og breyttar vinnuaðstæður eru hávær- ar.“ Bent er á að meðan viðhald og endumýjun hafa staðið yfir á gjör- gæsludeild, röntgen- deild og skurðstofum hafi þurft að fækka rúmum um 30 þar og aðstaðan til þjónustu verið bágborin. Þá hafi framkvæmdirnar dregist og séu nú fimm mánuðum á eftir. Þetta hafi leitt til gífurlegs álags á bráðadeildir og þannig hafi nýting á hjartadeild, lyflækninga- deild og almennri skurðlækninga- deild verið 110-114%. Eðlilega nýt- ingu megi telja 85%. „Undanfarin 5 ár hefur gætt mik- ils aðhalds í rekstri sjúkrahússins og hafa áhrif á þjónustu verið bæði bein og óbein. Sjúkrarúmum á skurð- og lyflækningadeildum hefur fækkað um 50% á Reykjavíkursvæðinu á þessum áratug, sem er síst minna en í öðram vestrænum löndum. Þjón- ustu hefur verið haldið í horfinu þrátt fyrir þetta þó aðstæður til slíkrar þróunar séu nokkuð erfiðar.“ Starfsfólk hefur kvartað um að skortur sé á öryggisgæslu á spítalan- um, sérstaklega slysa- og bráðamót- töku. „Vikulega stendur sjúklingum og starfsfólki ógn af sjúklingum sem sækja slysadeildina undir áhi-ifum fíkni- og vímuefna oft vopnuðum," segir meðal annars. Þá kemur fram að tugir sjúklinga séu rangt saðsettir á hinum ýmsu deildum SHR og bíði þar eftir þjónustu við hæfi. Þannig bíði 50 sjúklingar á öldranarsviði eft- ir plássi á hjúkranarheimilum borg- arinnar. Um áhrif á starfsfólk og starfsað- stöðu segir að aðstaða sé víða slæm og jafnvel ófullnægjandi. I mörgum tilvikum hafi menn ekki nægilega góðan aðbúnað til að geta sinnt starfi sínu sem skyldi, svo sem herbergi, skrifborð, lesaðstöðu og tölvu. „Al- mennir sérfræðingar hafa almennt ekki sérskrifstofur og búa oft við þröngan kost og þess eru dæmi að deildarstjórar hafa ekki skrifstofu- aðstöðu. Fastur liður í störfum þess- ara starfsmanna era bæði erfið sam- töl við sjúklinga og aðstandendur sem og viðkvæm og flókin samtöl við starfsmenn." Einnig segir að mikil samkeppni sé um faglegt sem ófa- glært starfsfólk í góðæri og þá leiti það gjarnan í betur launuð störf og léttari utan heilbrigðisstofnana. Mikil starfsmannavelta Starfsmannavelta hefur síðustu þrjú árin verið á bilinu 17-2% hjá hjúkrunarfræðingum, 12-15% hjá læknum, 13-30% hjá meinatæknum og 25-29% hjá sjúkraliðum. Hún er sögð mun meiri hjá aðstoðarmönn- um og starfsmönnum í Sókn eða á bilinu 72-88%. Er staðhæft að þegar starfsmannavelta sé orðin 10-15% segi stjórnunarfræðin að ástæða sé til að kanna hver orsökin kunni að vera. „Vaxandi órói er nú meðal starfsfólks vegna óvissu um framtíð- arvinnustað sinn og finnst mörgum komið nóg. Lækn- ar beina sjúklingum í vax- andi mæli á stofur úti í bæ vegna ónógrar aðstöðu og/ eða betri kjara í kjölfar samninga við sérfræðinga. Svokall- aðir helgunarsamningar við spítala- lækna skiluðu ekki tilætluðum ára- ngri.“ I lok greinargerðarinnar um SHR segir að sjúkrahúsið hafi alla burði til að reka góða heilbrigðisþjónustu á hóflegu verði að uppfylltum nokkr- um skilyrðum. Þau séu að hlutverk þess sé skýrt sem aðalbráðasjúkra- hús landsins með öfluga dag- og göngudeildarþjónustu, reksturinn ijármagnaður með fastri fjárveit- ingu og breytilegri eftir afköstum og árangri, gert sé ráð fyrir eðlilegum kostnaði í fjárfestingar og viðhald og unnt verði að fjármagna ný tæki og endurnýjun gamalla á kaupleigu eða með öðram aðferðum til greiðslu- dreifingar. Vaxandiórói meðal starfs- fólks Áhrif á Sjúkra- hús Reykja- víkur MEÐAL áhrifa fjárhagsvand- ans á rekstur Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem nefnd eru í greinargerð yfirstjórnar þess, er að byggingin í Foss- vogi hafi legið undir skemmdum vegna lítils við- halds. Það þýði að viðgerðir og endurnýjun sem nú standi yfir séu dýrari fyrir bragðið. Ymis önnur atriði eru nefnd: • Utskriftum sjúklinga er flýtt sem í vaxandi mæli leið- ir til endurinnlagna. • Legutími styttist og dhöppum fjölgar svo sem sjá megi af auknum fjölda kæru- mála. • Aðstaða fyrir kransæða- þræðingar er slæm og tæki úr sér gengin og öáreiðanleg. • Með tilkomu ákvæða EES um vinnutilskipun starfsfólks hafa lögbundin eða samningsbundin leyfi safnast hratt upp og ekki fyr- irsjáanlegt að unnt verði að leyfa fólki að taka þau út. • Aðhald í mannahaldi og vaxandi vinnuálag bitnar fljótt á þeim tíma sem menn gefa sér til fræðaiðkana. Áhrif fjárskorts á Land- spítala „SPÍTALANUM er haldið í fjárhagslegri bdndabeygju," segir í greinargerð yfir- stjórnar Landspftala um rekstrarerfiðleika spítalans. Segir að spitalinn hafi undan- farin ár fengið verulega lægri framlög á fjárlögum en þörf hafi verið fyrir sam- kvæmt rekstraráætlun. Með- al atriða sem fjárskorturinn er talinn hafa áhrif á eru: • Rúmum hefur verið fækkað á sama tíma og eftir- spurn eftir þjónustu hefur aukist. Það hefur m.a. leitt til styttri legutíma og meira um- fangs hjúkrunar sem hefur í sumum tilfellum komið niður á gæðum þjónustunnar. Enn fremur hafa verk flust út af sjúkrahúsinu. • Sjúklingar liggja á göng- um og jafnvel á deildum þar sem besta þekking á meðferð þeirra er ekki fyrir hendi. • Stoðmeðferð sérhæfð starfsfólks verður minni en nauðsynlegt er talið. • Ekki eru ráðnir sérfræð- ingar í ýmsar undirgreinar læknisfræðinnar. • Gerðar eru mjög vax- andi kröfur til bættra vinnu- ferla og gæðaeftirlits. Þróun í þeim málum er afar hæg og bilið á milli sjúkrahúsa hér og erlendis breikkar. • Tæki eru endurnýjuð sjaldnar en skyldi. Sum tæki eru svo gömul að erfitt er að fá í þau varahluti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.