Morgunblaðið - 11.12.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 11.12.1999, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórnendur stóru sjukrahúsanna í Reykjavík skila landlækni greinargerð um áhrif fjárhagsvanda á reksturinn Tækifæri til þróunar minnka og starfsfólk leitar annað Fjárhagsvandi undanfarin ár hefur valdið sjúkrahúsum erfíðleikum við að veita lög- boðna þjónustu. Kröfur um nýjungar, betri og dýrari þjónustu valda því að útgjöld aukast. Jóhannes Tómasson gluggaði í ____greinargerðir yfírstjórna stóru_ spítalanna í Reykjavík. GERA má ráð fyrir að áfram- haldandi skortur á fjármagni til rekstrar stóru sjúkrahús- anna í Reykjavík leiði til þess að tækifæri til þróunar í starfsemi minnki, að læknar og annað sér- menntað starfsfólk, sem nú starfar erlendis, muni ekki sækjast eftir störfum þar, að ímynd spítalanna muni líða fyrir þessa þróun og starfs- fólk leita í auknum mæli á aðra vinnustaði. Þetta er maðal annars þess sem kemur fram í greinargerð lækninga- forstjóra og hjúkrunarforstjóra Landspítala og Sjúkrahúss Reykja- víkur til forstjóra spítalanna. Land- læknir óskaði eftir greinargerð frá stjórnendum spítalanna um það hvaða áhrif núverandi rekstrarerfið- leikar hafi á þjónustu við sjúklingana og stofnana þeirra. Einnig óskaði landlæknir eftir áliti þeirra á því hvaða áhrif óbreytt rekstrarum- hverfi geti haft á framþróun og nýj- ungar í læknisfræði og þjónustu við sjúklinga á sjúkrahúsunum. Sigurður Guðmundsson landlækn- ir segir í bréfi til Magnúsar Péturs- sonar, forstjóra spítalanna, að meðal hlutverka landlæknis sé að fylgjast með starfi og starfsaðstöðu heil- brigðisstétta og þjónustu þeirra við sjúklinga. Hann eigi í reynd ekki að hafa eftirlit með fjárhagslegum rekstri nema að líklegt sé að hann hafi líklega eða sannanlega áhrif á þá þjónustu sem ætlast sé til að sé nauðsynlegt og sanngjamt að þær veiti.. Landlæknir tjáði Morgunblað- inu í gær að eftir fund með fram- kvæmdastjórnum spíta- lanna í næstu viku muni hann skila greinargerð til heilbrigðisráðherra og væntanlega þingmanna hka. Vill hann ekki tjá sig um efni greinargerðanna fyrr en eft- ir það. Kröfur valda því að útgjöld aukast I bréfi Magnúsar Péturssonar, forstjóra spítalanna, sem fylgir áður- nefndum greinargerðum og voru sendar landlækni nýverið, segir að fjárhagsvandi sjúkrahúsanna und- anfarin ár hafi valdið þeim veruleg- um erfíðleikum við að veita þá þjón- ustu sem af þeim sé ætlast. Þau hafi brugðist við aðhaldi með miklum breytingum á starfseminni og lækk- að kostnað. „Hitt er jafnljóst að kröf- ur um betri og dýrari þjónustu, nýj- ungar í starfi og fjölgun sjúklinga, veldur því að útgjöld aukast engu að síður,“ segir í lok bréfs forstjórans. Hann bendir einnig á að erfitt hafi reynst að hrinda í íramkvæmd ýms- um breytingum sem ákveðnar hafi verið af stjómvöldum vegna þess að undirbúningur hafi verið ónógur, fyrirmæli stjórnvalda óskýr og of- viða stjórnkerfi sjúkrahúsanna. „Hér er ekki deilt á heilbrigðisyf- irvöld ein, heldur einnig á stjórnkerfi sjúkrahúsanna, sem oft er ekki nægjanlega öflugt til þess að fylgja eftir aðhaldsaðgerðum enda koma þær iðulega niður á þjónustu við sjúklinga eða draga úr þróun læknis- fræðinnar." Ýmsir mælikvarðar við mat I greinargerð frá Landspítalanum segir að hérlendis líkt og erlendis hafi möguleikar heilbrigðisþjónust- unnar til að lækna og líkna stórauk- ist og að aldur þjóðarinnar f'ari hækkandi. Það hafi í för með sér að fleiri leiti eftir heilbrigðisþjónustu sem hafi áhrif á stigvaxandi útgjöld. Reynt hafi verið að stemma stigu við vaxandi útgjöldum með auknu að- haldi og breytingum, m.a. verið breytt rekstrarformi á deildum, fjölgað hafí verið fimm daga deildum og dagdeildum og göngudeildar- starfsemi aukin. Ekki er auðvelt að leggja hlutlægt mat á áhrif rekstrarvandans á starf- semi Landspítalans, segir í greinar- gerðinni en skoða megi ýmsa mælik- varða, svo sem biðlista, fjölda legudaga, fjölda sjúklinga á hvert stöðugildi og sjúklingaflokkun en þar er metið hver sé hjúkrunarþörf sjúklinga. Með styttri legutíma hækkar meðaltal hjúkr- unarklukkustunda á sól- arhring fyrir hvem sjúkl- ing þann dag sem hann er útskrifaður, þ.e. þegar hann þarf minnsta um- önnun en í stað hans kemur sjúkling- ur sem þarf að jafnaði meiri umönn- un. Teknar hafa verið saman upplýsingar um mat á hjúkrunarþörf og raunverulegri hjúkrun nokkur síðustu árin og kemur þar fram að sjúklingar sem leggjast á legudeildir handlækninga- og lyflækningasviða fái um einnar klukkustundar minni hjúkrun á dag en þörf sé fyrir. Sífellt fleiri sjúklingar em lagðir inn gegnum bráðamóttöku spítala og er hlutfallið um 70% á Landspítalan- um. „Komum á bráðamóttöku hefur enn fjölgað um 5% og legudögum um 11% á tímabilinu janúar til júlí 1999 miðað við sama tíma árið 1998. Legu- deildir spítalans em oft yfirfullar og eiga erfitt með að taka sjúkling frá bráðamóttöku og þeir bíða þar eftir Hlutlægt mat á vanda ekki auðvelt Úr könnun Félagsvísindastofnunar: Spurning: Ert þú hlynnt(ur), hiutlaus eða andvíg(ur) byggingu Fljótsdalsvirkjunar? Hlutfali þeirra sem svara: legurými. Því fjölgar legudögum í bráðmóttöku, sem að allra dómi er óæskileg þróun og oft er þrautalend- ingin að senda sjúkling heim fyrr en ella. Ástandið er verst þegar mestu lokanirnar eru á spítalanum, þ.e. á sumrin og í desember,“ segir m.a. í greinargerðinni. Þá er bent á að húsnæði setji starfseminni víða skorður, fé fáist ekki í eðlilegt viðhald eða til breyt- inga í samræmi við breytingar á starfsemi. Milli 450 og 500 nemendur era í ýmsu heilbrigðisnámi á Land- spítalanum árlega og styttri legu- tími, aukin þrengsli og meira vinnu- álag dragi úr gæðum kennslu. Hannað fyrir hálfri öld I greinargerð stjórnenda SHR er bent á að sjúkrahúsið hafi verið hannað fyrir nærri hálfri öld og þjón- usta á sjúkrahúsum hafi tekið gífur- legum breytingum síðan. „Hönnun Borgarspítalans miðast við þarfir fyrri tíma og kröfur um bættar og breyttar vinnuaðstæður eru hávær- ar.“ Bent er á að meðan viðhald og endumýjun hafa staðið yfir á gjör- gæsludeild, röntgen- deild og skurðstofum hafi þurft að fækka rúmum um 30 þar og aðstaðan til þjónustu verið bágborin. Þá hafi framkvæmdirnar dregist og séu nú fimm mánuðum á eftir. Þetta hafi leitt til gífurlegs álags á bráðadeildir og þannig hafi nýting á hjartadeild, lyflækninga- deild og almennri skurðlækninga- deild verið 110-114%. Eðlilega nýt- ingu megi telja 85%. „Undanfarin 5 ár hefur gætt mik- ils aðhalds í rekstri sjúkrahússins og hafa áhrif á þjónustu verið bæði bein og óbein. Sjúkrarúmum á skurð- og lyflækningadeildum hefur fækkað um 50% á Reykjavíkursvæðinu á þessum áratug, sem er síst minna en í öðram vestrænum löndum. Þjón- ustu hefur verið haldið í horfinu þrátt fyrir þetta þó aðstæður til slíkrar þróunar séu nokkuð erfiðar.“ Starfsfólk hefur kvartað um að skortur sé á öryggisgæslu á spítalan- um, sérstaklega slysa- og bráðamót- töku. „Vikulega stendur sjúklingum og starfsfólki ógn af sjúklingum sem sækja slysadeildina undir áhi-ifum fíkni- og vímuefna oft vopnuðum," segir meðal annars. Þá kemur fram að tugir sjúklinga séu rangt saðsettir á hinum ýmsu deildum SHR og bíði þar eftir þjónustu við hæfi. Þannig bíði 50 sjúklingar á öldranarsviði eft- ir plássi á hjúkranarheimilum borg- arinnar. Um áhrif á starfsfólk og starfsað- stöðu segir að aðstaða sé víða slæm og jafnvel ófullnægjandi. I mörgum tilvikum hafi menn ekki nægilega góðan aðbúnað til að geta sinnt starfi sínu sem skyldi, svo sem herbergi, skrifborð, lesaðstöðu og tölvu. „Al- mennir sérfræðingar hafa almennt ekki sérskrifstofur og búa oft við þröngan kost og þess eru dæmi að deildarstjórar hafa ekki skrifstofu- aðstöðu. Fastur liður í störfum þess- ara starfsmanna era bæði erfið sam- töl við sjúklinga og aðstandendur sem og viðkvæm og flókin samtöl við starfsmenn." Einnig segir að mikil samkeppni sé um faglegt sem ófa- glært starfsfólk í góðæri og þá leiti það gjarnan í betur launuð störf og léttari utan heilbrigðisstofnana. Mikil starfsmannavelta Starfsmannavelta hefur síðustu þrjú árin verið á bilinu 17-2% hjá hjúkrunarfræðingum, 12-15% hjá læknum, 13-30% hjá meinatæknum og 25-29% hjá sjúkraliðum. Hún er sögð mun meiri hjá aðstoðarmönn- um og starfsmönnum í Sókn eða á bilinu 72-88%. Er staðhæft að þegar starfsmannavelta sé orðin 10-15% segi stjórnunarfræðin að ástæða sé til að kanna hver orsökin kunni að vera. „Vaxandi órói er nú meðal starfsfólks vegna óvissu um framtíð- arvinnustað sinn og finnst mörgum komið nóg. Lækn- ar beina sjúklingum í vax- andi mæli á stofur úti í bæ vegna ónógrar aðstöðu og/ eða betri kjara í kjölfar samninga við sérfræðinga. Svokall- aðir helgunarsamningar við spítala- lækna skiluðu ekki tilætluðum ára- ngri.“ I lok greinargerðarinnar um SHR segir að sjúkrahúsið hafi alla burði til að reka góða heilbrigðisþjónustu á hóflegu verði að uppfylltum nokkr- um skilyrðum. Þau séu að hlutverk þess sé skýrt sem aðalbráðasjúkra- hús landsins með öfluga dag- og göngudeildarþjónustu, reksturinn ijármagnaður með fastri fjárveit- ingu og breytilegri eftir afköstum og árangri, gert sé ráð fyrir eðlilegum kostnaði í fjárfestingar og viðhald og unnt verði að fjármagna ný tæki og endurnýjun gamalla á kaupleigu eða með öðram aðferðum til greiðslu- dreifingar. Vaxandiórói meðal starfs- fólks Áhrif á Sjúkra- hús Reykja- víkur MEÐAL áhrifa fjárhagsvand- ans á rekstur Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem nefnd eru í greinargerð yfirstjórnar þess, er að byggingin í Foss- vogi hafi legið undir skemmdum vegna lítils við- halds. Það þýði að viðgerðir og endurnýjun sem nú standi yfir séu dýrari fyrir bragðið. Ymis önnur atriði eru nefnd: • Utskriftum sjúklinga er flýtt sem í vaxandi mæli leið- ir til endurinnlagna. • Legutími styttist og dhöppum fjölgar svo sem sjá megi af auknum fjölda kæru- mála. • Aðstaða fyrir kransæða- þræðingar er slæm og tæki úr sér gengin og öáreiðanleg. • Með tilkomu ákvæða EES um vinnutilskipun starfsfólks hafa lögbundin eða samningsbundin leyfi safnast hratt upp og ekki fyr- irsjáanlegt að unnt verði að leyfa fólki að taka þau út. • Aðhald í mannahaldi og vaxandi vinnuálag bitnar fljótt á þeim tíma sem menn gefa sér til fræðaiðkana. Áhrif fjárskorts á Land- spítala „SPÍTALANUM er haldið í fjárhagslegri bdndabeygju," segir í greinargerð yfir- stjórnar Landspftala um rekstrarerfiðleika spítalans. Segir að spitalinn hafi undan- farin ár fengið verulega lægri framlög á fjárlögum en þörf hafi verið fyrir sam- kvæmt rekstraráætlun. Með- al atriða sem fjárskorturinn er talinn hafa áhrif á eru: • Rúmum hefur verið fækkað á sama tíma og eftir- spurn eftir þjónustu hefur aukist. Það hefur m.a. leitt til styttri legutíma og meira um- fangs hjúkrunar sem hefur í sumum tilfellum komið niður á gæðum þjónustunnar. Enn fremur hafa verk flust út af sjúkrahúsinu. • Sjúklingar liggja á göng- um og jafnvel á deildum þar sem besta þekking á meðferð þeirra er ekki fyrir hendi. • Stoðmeðferð sérhæfð starfsfólks verður minni en nauðsynlegt er talið. • Ekki eru ráðnir sérfræð- ingar í ýmsar undirgreinar læknisfræðinnar. • Gerðar eru mjög vax- andi kröfur til bættra vinnu- ferla og gæðaeftirlits. Þróun í þeim málum er afar hæg og bilið á milli sjúkrahúsa hér og erlendis breikkar. • Tæki eru endurnýjuð sjaldnar en skyldi. Sum tæki eru svo gömul að erfitt er að fá í þau varahluti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.