Morgunblaðið - 11.12.1999, Page 30

Morgunblaðið - 11.12.1999, Page 30
30 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Göran Persson forsætisráðherra Svfþ.ióðar Utilokar þjóðaratkvæði um EMU á næsta ári Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. GORAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, þvertekur fyrir að Svíar gangi til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári um aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU. Þessu lýsti hann yfir í þingumræðum um EMU í vikunni, en hins vegar hefur hann enn ekki kveðið upp úr með hvort gengið verði til þjóðaratkvæðis um aðild. Sænskir fjölmiðlar eru vakandi yf- ir öllum yfiriýsingum leiðandi stjóm- málamanna um EMU. Nýlega hnykkti Pierre Sehori, þingflokksfor- maður Svía á Evrópuþinginu, á stuðningi við EMU-aðild. í þingumræðunum sagði Persson að þar sem Svíar færu með for- mennsku í Evrópusambandinu, ESB fyrri hluta árs 2001 kæmi ekki til greina að standa í þjóðaratkvæða- greiðslu um EMU meðan undirbún- ingur þess stæði yfir. Með yfirlýs- ingu sinni útilokar Persson því þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári. Hann lét þó ekki uppskátt hvort hann væri hlynntur þjóðaratkvæða- greiðslu eða ekki, heldur sagði að hún væri eðlilegasta leiðin, þótt hann útilokaði ekki að þingkosningamar 2002 yrðu kosningar um EMU. I umræðunum endurtók Persson fyrri orð sín um að hann áliti það í grundvallaratriðum óheppilegt að hafna EMU-aðild. „Það er jafn mikil- vægt að segja að það fæli í sér í hæsta máta óheppilegar forsendur fyrir sænsku ESB-formennskuna, ef við haustið á undan köstuðum Svíþjóð út í pólitísk átök um EMU-aðild. Það vakti athygli í umræðunum að Bo Lundgren, formaður sænska Hægriflokksins, fór ekki fram á þjóð- aratkvæðagreiðslu um EMU-aðild. Carl Bildt, forveri hans, hefur áður sett þá ki'öfu fram. Lundgren talaði hins vegar fyrir aðild af einurð. Blöðin taka afstöðu í leiðara í Svenska Dagbladet var bent á að með ummælum sínum hefði Persson gert að engu þann mögu- leika að Svíar færu hraðferð inn í EMU. Þar sem ekki yrði þjóðara- tkvæðagreiðsla á næsta ári yrði ekki tekin nein skyndiákvörðun í málinu og dráttur á ákvörðun væri nú líkleg- asta framvindan. Persson segði sjálf- ur gildustu ástæðuna vera að sænsk launamyndun væri ekki samstiga EMU. Blaðið bendir á að Persson vilji heldur ekki eða geti gert nauðsynleg- ar ráðstafanir til að Svíar geti gengið í EMU. „Rauðgrænt" stjórnarsam- starfið undirbúi heldur ekki jarðveg- inn og sé gildasta ástæðan gegn sænskri EMU-aðild. Það verði held- ur ekki séð að borgaralegu flokkarnir vinni að því að bæta þar úr. EMU- aðild geri kröfur um nauðsynlegar umbætur og sé þeim ekki mætt heima fyrir hljóti það að hafa áhrif á hvenær Svíar gerist aðilar. Tónninn í leiðara Dagens Nyheter er öllu argari, bæði út í stefnuleysi stjórnarinnar og út í það sem í þess augum er vingulsháttur Svenska Dagbladet, sem ekki er hlynnt EMU- aðild, andstætt Dagens Nyheter. Nýlega hefur Aftonbladet einnig tek- ið upp skýra stefnu um aðild, sem álitið er að hafi mikil áhrif í þá átt að snúa almenningsálitinu aðild í hag. í leiðaranum er minnt á að það hafi aldrei verið ætlunin að þjóðarat- kvæðagreiðsla færi fram um EMU, þegar sænskir stjórnmálamenn ák- váðu upp á eigin spýtur og án bless- unar ESB að standa utan EMU, áður en þeir gengu í ESB 1995. Við þetta sé rétt að standa, enda ekki rétt að skilja þetta mál frá öðrum ESB-mál- Reuters Göran Persson kemur til fundar Evrópusambandsins í Helsinki í gær. um, sem þingið taki afstöðu til. Þó Persson hafi lýst því yfir að ekki sé hægt að vera á móti EMU- aðild þykir EMU-sinnuðum flokks- mönnum hans vera of hikandi í mál- inu og ekki beita sér sem skyldi. Pier- re Sehori er einn þeirra. Hann lýsti því bæði yfir í haust og svo aftur nú nýlega að það væru sænskir hags- munir að ganga í EMU og fyrir því ætti flokkurinn að beita sér skelegg- iéga. I haust lýsti Erik Asbrink fyrrum fjármálaráðherra því sama yfir, en bæði Schori og Ásbrink sitja í fram- kvæmdanefnd Jafnaðarmanna- flokksins. Undanfarið hafa einnig leiðandi flokksmenn, til dæmis í bæj- ar- og sveitarstjómum lýst yfir stuðningi við EMU-aðild. Aðildin verður borin upp á flokks- þingi jafnaðarmanna síðla vetrar. Vaxandi líkur þykja á að hún verði samþykkt þar, þó það sé ekki öruggt. Ef Persson væri ákveðinn í málinu álíta margir að stjórnin gæti strax á eftir lýst yfir að Svíar gengju í EMU. Með óljósum yfirlýsingum og tali um þjóðai'atkvæðagreiðslu gerir Persson tækifæri til snöggrar ákvörðunar að engu, auk þess sem hætta er á að langdregnar umræður veiti Vinstriflokknum og Gudrunu Schyman hinum skelegga flokksfor- manni þar, færi á strandhöggi meðal kjósenda jafnaðarmanna. Það gerir bið fram á kosningaárið 2002 heldur ekki vænlegan kost fyrir jafnaðar- menn, sem eru því í sjálfheldu um EMU-aðild. ERÐIN Bakpokar frá kr. 4.800 Eyjarslóð . sími 511 2200 ■ ■ ■■■ V ■■■ - ii .111 n I 'IIimk personuleg se/verslun i utivist Svefnpokar frá kr. 4.400 Vandaour utivistarfatnaour og bunaour a goou verði fyrir alla f jölskylduna Her> asla úr vandaðri flís Í7 A frá kr. 7.900 i Göngustafir frá kr. 2.980 Sleipnis-slysið við Noreg Ákveðið að lyfta flakinu af sjávarbotni AKVEÐIÐ hefur verið að lyfta flak- inu af norsku ferjunni Sleipni sem strandaði og sökk í slæmu veðri fyrir skömmu skammt frá Haugasundi. Tuttugu manns fórust í slysinu. Að sögn Aftenposten telur dóms- málaráðuneyti Noregs að brýnt sé að fá nánari upplýsingar um ástæður slyssins og það verði meðal annars gert með því að rannsaka flakið. Enn hafa lík þriggja manna ekki fundist en lögregluyfirvöld vilja ekki tjá sig um líkur á því að líkamsleifamar finnist um borð. Leitað hefur verið með dvergkafbáti á svæðinu og í flakinu. Yfirvöld hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að veita Sleipni og systurskipi þess, Draupni, undanþágu til að sigla þótt ölduhæð næði einum metra en björgunarbúnaður hafði ekki enn ver- ið reyndur. Kom í ljós að búnaðinum var mjög áfátt. Sleipnir var tekinn í notkun í ágúst. Vitað er að skipin tvö hafa meira en hundrað sinnum siglt við aðstæður þar sem ölduhæð fór yfir metra. Jóíagjafir í tilefni af 75 ára afmæli Metabo bjóðum við verulegan afslátt af afmælisframleiðslu eftirtalinna véla. 641 03375 600 wött, borvél með Impulse (skrúfulosun) og sjálfherðandi Futuro Plus patrónu. Frábær borvél! Verðáðurkr. 14.850 Verðnúkr. 11.880 641 05575 800 wött, hjólsög sem sagar frá 0-52 mm á dýpt. Sjálfvirk Metabo S-kúpling. Fyrir smiðina! Verðáðurkr. 17.736 Verðnúkr. 14.189

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.