Morgunblaðið - 28.01.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 28.01.2000, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skólayfírvöld Garðyrkjuskólans eru ósátt við fyrirhugaða staðsetningu heilsuþorps í Hveragerði I hrópandi mótsögn við skólastarfíð Skólastjóri Garðyrkjuskólans hafnar alfarið hugmyndum um heilsuhótel í nágrenninu. Þá hafa forráðamenn Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins lýst yfír áhyggj- um vegna fyrirhugaðra framkvæmda. STÓRKONUG4L WÓTEL kúrhotel LÆXUR HÓTELteÚÐlR SKÓLAYFIRVÖLD Garðyrkju- skóla nkisins hafna alfarið að láta í té landspildu á Reykjum í Ölfusi til byggingar heilsuhótels og telja það umhverfisslys og stórfellda skerð- ingu á þróunarmöguleikum skólans, ef fallist verður á beiðni um að taka 18 hektara úr landi Reykja til bygg- ingar heilsuþorps. Þetta kemur fram í svarbréfi Sveins Aðalsteinssonar skólameist- ara til landbúnaðarráðherra, sem nýverið óskaði eftir áliti Garðyrkju- skólans á áformum Knúts Bruun um byggingu heilsuþorps á jörðinni Reykjum. Skólanefnd telur sig með engu móti getað fallist á að land- spildan verði nýtt til annars en skóg- ræktar og útvistar. Knútur Bruun undirritaði í fyrra samning við Guðmund Bjamason, þáverandi landbúnaðarráðherra, um leigu á 18 hektara landspildu úr rík- isjörðinni Reykjum til byggingar og reksturs heilsuhótels. Hann segist ekki hafa áhuga á að fá aðrar land- spildur, sem ekki eru í suðurhlíð Reykjafjalls til að byggja heilsu- þorpið á. Málið sé það stórt og mikið að ekki sé hægt að fara út í fram- kvæmdir nema á kjörlendi, eigi að vera hægt að fjármagna fram- kvæmdirnar og reka fyrirtækið. Reiðubúinn að skoða leigu á minni landspildu „Þannig að í dag stendur og fellur þessi hugmynd með því hvort að ég fæ nægjanlega stóran byggingarreit undir suðurhlíðum Reykjafjalls til þess að byggja þetta á. Eg er hins vegar tilbúinn að minnka landið ef það er talið heppilegt og það gæti sætt þetta mál,“ segir Knútur. Hann sagðist vera reiðubúinn að skoða þann möguleika að minnka land- spilduna í allt að 9 hektara frá þeim 18 hekturum sem getið er um í leigu- samningnum. Upphafið að málinu er að Knútur sótti um landspilduna til þáverandi landbúnaðarráðherra í september 1998. Leist þáverandi ráðherra vel á hugmyndir Knúts og gaf honum fyr- irheit um leigu á spildunni í desem- ber sama ár. Þá sótti Knútur um leyfi iðnaðarráðherra til nýtingar á heitu og köldu vatni á jörðinni og fékk það leyfi í byrjun maí á síðasta ári. I kjölfarið var undirritaður leigusamningur milli Knúts og Guð- mundar Bjamasonar, þáverandi landbúnaðarráðherra, um leigu á 18 hektumm í landi Reykja. Jafnframt tilkynnti Guðmundur Knúti að samningurinn yrði ekki afhentur úr ráðuneytinu fyrr en skólanefnd Garðyrkjuskólans væri búin að fara í gegnum samninginn og fjalla um hann á fundi. Skólanefndin tók málið fyrir á fundi 15. júní í fyrra og lagði fram eftirfarandi bókun: „Skýrt var frá leigusamningi við Rnút Bruun og frá viljayfirlýsingu fv. landbúnaðarráðherra. Skóla- stjóra falið að vinna að málinu, m.a. riti hann bréf til ráðherra, minni á gildandi samning við fv. skólastjóra og geri fyrirvara um verð, skilmála, lóðarmörk, tillögur o.s. frv. Málinu að öðm leyti vísað til ráðherra." Trúverðugleiki skólans í umhverfísmálum fyrir bí Sveinn Aðalsteinsson segir að þetta mál hafi ekki verið tekið form- lega fyrir á skólanefndarfundi áður en bréf um fyrirheit var gefið út, þó að það hafi líklega verið kynnt nefnd- inni á sínum tíma. Hann segir að skólanefndin hafi verið óvirk frá september 1998 og fram í janúar 1999, en hann tók við starfi skóla- stjóra 1. janúar á síðasta ári. Á þeim tíma sem liðinn er frá því að ráðherra gaf Knúti fyrirheit um landspilduna hafa átt sér stað ýmsar breytingar sem stuðlað hafa að nýj- um áherslum í starfi Garðyrkjuskól- ans. Hinn 25. apríl sl. var undirritað- ur samningur á milli skólans, Hveragerðisbæjar, sveitarfélagsins Ölfuss, Heilsustofnunar NLFI og Ölfusborga um víðtækt samstarf á sviði umhverfísmála. Telur Sveinn að landspildan sem gefið var fyrir- heit um sé miðja útvistar og skóg- ræktar fyrir alla aðila samningsins og því verulega verðmæt. „Ef hug- myndir um nýtingu lands til bygg- ingar og reksturs heilsuhótels verða að veruleika er samningurinn fallinn um sjálfan sig og trúverðugleiki skólans í umhverfismálum fyrir bí.“ Næsta haust hyggst Garðyrkju- skólinn hefja námsbraut við skólann í skógrækt og telur Sveinn að skól- inn muni þurfa á öllu sínu að halda, þ.m.t. umræddri landspildu, við framkvæmd verknáms á skógrækt- arbraut og að það sé forsenda slíks náms. „Samkvæmt þessu er ljóst að rekstur heilsuhótels og ofangreindar röksemdir eru í hrópandi mótsögn," segir í bréfi skólameistara til land- búnaðarráðherra frá 18. janúar sl. Sveinn segir að honum lítist vel á hugmyndir um byggingu heilsu- þorps á svæðinu, en þessi tiltekna landspilda komi ekki til greina af hálfu skólans. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra telur hugmyndir Knúts um heilsuþorp glæsilegar og stórar í sniðum og að marga hafi dreymt um að ná slíku fram. Skólinn verði ekki hornkerling á eigin landi Hann telur að sjónarmið skólans vegi þungt í þessu máli og að hann sem landbúnaðarráðherra verði að gæta hagsmuna skólans, þannig „að hann verði ekki homkerling á eigin landi". Guðni segist nú vera að bíða eftir umsögnum þeirra aðila sem standa næst málinu og muni bíða eft- ir því að taka ákvörðun um erindi Knúts þar til þær umsagnir liggja fyrir. Varðandi fyrirheit fyrrverandi landbúnaðarráðherra segir Guðni að það kunni vel að vera að hann sé bundinn af því fyrirheiti. „Það hefur ekkert reynt á það ennþá. Þegar vinnu og umsögnum lýkur hjá mér, mun ég meta það og ræða við Knút Bruun hver staðan er og hvort ég get fallist á þau fyrirheit eða eitthvað annað.“ Heilsustofnun Náttúrulækninga- félags íslands hefur sent landbúnað- arráðherra bréf þar sem óskað er eftir ákveðnum svörum og skýring- um á málinu. „Við höfum áhyggjur af þessu máli eins og sakir standa út af hagsmunum stofnunarinnar, ekki síst út af vatnsmálum og okkar vatnshlunnindum sem eru á þessu landi. Svo er það einnig að eitt af okkar verkefnum í gegnum tíðina hefur verið að gróðursetja þúsundir trjáa á þessu svæði. Það hefur verið litið á þetta sem framtíðar útivistar- svæði fyrir Hveragerði og Ölfus, þannig að þetta er afskaplega ein- kennilegt mál eins og staðan er í augnablikinu," segir Gunnlaugur K. Jónsson, formaður NLFI. Samið um ferðir / Islendings í Nýfundnalandi FULLTRÚAR stjórnvalda Ný- fundnalands og Islands skrifuðu í gær undir samning um ferðir vík- ingaskipsins Islendings í tengslum við landafundahátíðir f Nýfundna- iandi og Labrador næsta sumar. Kemur skipið við á tfu stöðum þar á tfmabilinu 28. júh' til 21. ágúst. Undir samninginn skrifuðu Charles Furey, ráðherra ferðamála og menningarmála, Einar Bene- diktsson, sendiherra og fram- kvæmdastjóri landafundanefndar, Skarphéðinn Steinarsson, deildar- stjóri í forsætisráðuneytinu, og Gunnar Marel Eggertsson, skip- stjóri Islendings. Guðjón Arngrímsson, dagskrár- stjóri landafundanefndar, sem var viðstaddur athöfnina, segir að greinilegt sé að yfirvöld vestra ætli að leggja mikið upp úr því að kynna ferðir Leifs Eirfkssonar og víkinga- öldina. Segir hann þau taka þátt í kostnaði við ferðina og fá í stað þess að skipuleggja viðburði í tengslum við ferðir skipsins. Verð- ur Islendingur víða miðpunktur há- tfðahalda og mun áhöfnin segja frá og sýna muni um víkinga á hveijum viðkomustað. Einar Benediktsson fagnaði við þetta tækifæri sam- vinnu íslands og Nýfundnalands og sagði viðkomuna þar mikilvæga á leið skipsins frá íslandi til Banda- rfkjanna. Kvað hann þetta geta Ieitt til endurnýjunar á samskiptum landanna. fslendingur heldur frá íslandi 17. júní, staldrar við á Grænlandi um miðjan júlf og heldur svo áfram til Vesturheims. Hér takast þeir í hendur Gunnar Marel Eggertsson, skipstjóri íslendings, og Brian Tobin, forsætisráðherra Nýfundnalands og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Kanada, eftir undirritun samnings um ferðir vfkinga- skipsins í Nýfundnalandi og Labrador næsta sumar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.