Morgunblaðið - 28.01.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 28.01.2000, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framsóknarmenn ræddu um stöðu Framsóknarflokksins á opnum stjórnmálafundi í Reykjavík Þurfa ekki að horfa niður í götuna þótt þeir tengist flokknum^ f8S'roí' Næsti, takk. í tilefni af lOOO ára kristnitökuafmæli íslendinga verða eftirtaldir atburðir á dagskrá í febrúar: 2000 12 6. kirkjuganga Laugarneskirkja- Áskirkja - Langholtskirkja 13 Messur liðinna alda Árið 1200, Þorlákur helgi. Hallgrímskirkja Reykjavík 19 7. kirkjuganga Langholtskirkja - Grensáskirkja 20 Hátíðarguðsþjónusta í Borgarneskirkju 26 8. kirkjuganga Grensáskirkja - Fossvogskirkja - Bústaðakirkja 26 Barnakóradagur Allir barnakórar Reykjavíkurprófastsdæma koma fram á tónleikum í [þróttahöllinni Digranesskóla. 27 Frumflutt leikrit úr Jobsbók Samstarfsverkefni með Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000. Neskirkja Reykjavík 27 Messur liðinna alda 16. öld, siðbótin. Grensáskirkja Reykjavík Ekki er unnt að greina frá tímasetningu atburöa en gert er ráð fyrir að þeir veröi nánar kynntir af viðkomandi framkvæmdaaðilum. Málþing ÍSÍ um notkun fæðubótarefna Þörf eða óþörf efni í íþróttum? Pétur Magnússon PRÓTTA- og Ólymp- íusamband Islands efnir til málþings um fæðubótarefni - eru þau lögleg eða ólögleg, þörf eða óþörf? Málþingið fer fram í fundarsal ÍSÍ í íþróttamiðstöðinni í Laug- ardal og verður á morgun, það hefst klukkan 10.00 og stendur til 14.00. Pétur Magnússon lyfjafræðingur hefur verið í undirbúnings- nefnd fyrir málþingið sem öllum er opið og aðgangur ókeypis. „Markmiðið með þessu málþingi er að hvetja til umræðu um fæðubótar- efnanotkun í íþróttum. Notkun fæðubótarefna virðist vera orðin sjálf- sagður hluti af umhverfi og útbúnaði íþróttamannsins í dag. Stór hluti íþróttafólks, bæði í hópíþróttum og eins í einstakl- ingsíþróttum notar fæðubótarefni til að bæta árangur sinn. Einnig er það orðið mjög algengt að al- menningur sem stundar heilsu- rækt noti fæðubótarefni til að ná auknum árangri." - Hvað flokkar þú undir fæðu- bótarefni? „Það er ekki einfalt að skil- greina það. Þetta er einmitt ein af þeim spumingum sem á að reyna að svara á málþinginu. Einn fyrir- lesarinn kemur vel inn á þetta efni, það er Fríða Rún Þórðar- dóttir næringarráðgjafi og nær- ingarfræðingur á Landsspítalan- um og líkamsræktarstöðinni World Class. Fyrirlestur sinn nefnir hún: Hvað er fæðubótar- efni? Kynning á fæðubótarefnum og virkni þeirra er undirtitill þessa fyrirlestrar." - Hvað fleira ætlið þið að fjalla um á málþinginu? „Við settum fram nokkrar spurningar sem við vonum að þátttakendur í málþinginu fái svör við. Fyrsta spurning var eins og fyrr kom fram: Hvað er fæðubót- arefni? 2. Hvemig er virkni þeirra? 3. Hvað telst vera löglegt/ ólöglegt fæðubótarefni? 4. Em fæðubótarefni þörf eða óþörf? 5. Lýtur markaðssetning slíkra efna einhverjum siðferðislögmálum? Síðasta spurningin er: Er notkun fæðubótarefna orðin nauðsynleg- ur þáttur í þjálfun toppíþrótta- manna?“ - Hver er þín persónulega skoðun áþessum málum? „Markaður fyrir fæðubótarefni hefur vaxið gríðarlega á undan- förnum ámm og bæði þekking og framboð á fæðubótarefnum hefur aukist að sama skapi. Nú er svo komið að okkur hjá íþróttasam- bandinu finnst fyllsta ástæða til þess að ræða þessi mál á opinber- um vettvangi." - Finnst þér að íslenskir íþróttamenn noti ofmikið af fæðu- bótarefnum? „Það er allavega staðreynd í dag að margir af þeim íþrótta- mönnum sem nota fæðubótarefni em hvattir til þess af íþróttafélögum sínum og íþróttafélög eyða mörg hver talsverðum fjármunum í þennan þátt. Ég tel að fæðu- bótarefni séu ekki forsenda þess að árangur náist, en þegar um keppnisíþróttamenn er að ræða er mataræði veigamikill þáttur. Sé því ábótavant hjá þessum íþrótta- mönnum getur komið til álita að nota fæðubótarefni." -Hvaða fæðubótarefni er vin- sælast af íþróttamönnum hér? ► Pétur Magnússon fæddist í Reykjavík 16. febrúar 1971 en ólst upp á Akranesi. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi 1991 og kandidatsprófi í lyfja- fræði frá Háskóla íslands 1998. Hann hefur starfað við markað- ssetningu lyfja hjá Lyfiaverslun íslands og dótturfyrirtæki þess, ísfarm, frá 1997. Hann hefur tek- ið þátt í félagsmálum, m.a. frá 1996 setið í lyfjanefnd fþrótta- sambands íslands, sem st'ðar varð heilbrigðisráð Iþrótta- og Ólympíusambands íslands. Sl. ár hefur Pétur haft með höndum umsjón með lyfjaprófum og lyfja- eftirlitsmálum hjá fþrótta- og Ól- ympíusambandi Islands. Pétur er kvæntur Ingibjörgu E. Ingi- marsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau einn son. „Eitt vinsælasta efnið á síðustu árum hefur verið kreatín, um það efni verður sérstök umfjöllun á málþinginu á laugardaginn. Rafn Líndal læknir við Ullevaal-sjúkra- húsið í Ósló mun tala um kreatín og áhrif þess. Hann mun einnig ræða um það nýjasta í fæðubótar- efnaheiminum í dag, sem eru svokölluð forstigshormón. Hann mun ræða áhrif þeirra á líkamann og rannsóknir á þeim.“ - Hvað er forstigshormón? „Forstigshormón hafa fengið mikla athygli undanfarið, þau geta verið varasöm fyrir íþrótta- menn. f sumum löndum eru þau flokkuð sem fæðubótarefni en í öðrum löndum flokkast þau sem lyf. Eiginleikar þeirra eru þeir að eftir að í líkamann er komið þá breytast þau yfir í vefaukandi hormón (stera) og nokkrir íþrótta- menn hafa fallið á lyfjaprófi fyrir að nota þessi forstigshormón vegna þess að í þeim hafa greinst vefaukandi steralyf sem eru bönn- uð.“ - Hverjir fleiri tala á málþing- inu? ,Auk þeirra Fríðu Rún og Rafns Líndals mun Ólafur Gunnar Sæmundsson næring- arfræðingur, sem starf- ar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og á líkamsræktarstöðinni Hreyfingu, tala. Fyrir- lestur hans nefnist: Fylgir markaðssetning fæðubótarefna einhverjum sið- ferðislögmálum? Logi Ólafsson knattspyrnu- þjálfari ræðir um notkun fæðu- bótarefna meðal knattspyrnu- manna og að lokum verða „panel“-umræður, sem Erlingur Jóhannesson skorstjóri íþrótta- skorar KHÍ mun stjórna. Forstigs- hormón eru það nýjasta i fæðubótar- heiminum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.