Morgunblaðið - 28.01.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 28.01.2000, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 28. JANTJAK 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gæslu- varðhald vegna innbrota ÁTJÁN ára gamall piltur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald að kröfu lögreglunnar í Reykjavík vegna ýmissa inn- brota og þjófnaða undanfarið. Lögreglan handtók manninn á miðvikudagskvöldið og krafð- ist í framhaldinu gæsluvarð- halds yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur, sem samþykkti kröfuna. Gæsluvarðhaldið rennur út 3. febrúar. Pilturinn hefur komið við sögu lögreglunnar áður vegna minniháttar brota. E3 snticUn Verið er að mála fyrstu B747-300 þotu Atlanta í litum Saudia-flugfélagsins áður en hún heldur í pílagrímaflugið á þriðjudag. Verslunarkeðjur kynna starfsfólki vinnureglur við ráðningu Búðahnupl er almennt litið alvarlegum augum Fyrsta 747-300 þota Atlanta að verða tilbúin BÚÐAHNUPL er almennt litið mjög alvarlegum augum hjá for- svarsmönnum matvöruverslana á íslandi og gildir þá einu hvort um starfsfólk eða viðskiptavini er að ræða. Er starfsfólki gerð grein fyr- ir því, er það hefur störf í matvöru- verslununum, hvaða reglur og við- urlög gilda um þessa hluti. Morgunblaðið sagði frá því í fyrradag að starfsmaður 10-11- verslunar við Laugalæk í Reykja- vík hefði verið kærður til lög- reglunnar á dögunum og rekinn á staðnum eftir að eftirlitsmaður á vegum verslunarkeðjunnar taldi starfsmanninn hafa orðið uppvísan að því að hafa ætlað sér að stela pepsíflösku er hann tók sér kaffihlé í vinnunni. Pórður Þórisson, framkvæmda- stjóri 10-11, vildi í gær ekki tjá sig um þetta mál og vísaði til þess að sátt hefði náðst milli lögmanns Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur og starfsmannastjóra 10-11- verslunarinnar við Laugalæk. Þorsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri Kaupáss, sem rekur Nóa- túnsverslanirnar, KÁ, 11-11-versl- anirnar og verslunina Kostakaup, sagði hins vegar skýrar reglur gilda um þessa hluti hjá verslunum Kaupáss þótt hann teldi ekki endi- lega ástæðu til að gera þær opin- berar. Sagði hann þó að það færi alltaf eftir eðli mála hvernig brugð- ist væri við búðahnupli. Ekki algengt að starfsfólk hnupli Þorsteinn sagði það sem betur fer ekki algengt að starfsfólk yrði uppvíst að hnupli. Það kæmi þó fyr- ir. Aðspurður hvernig brugðist væri við því ef sannað þætti að starfsmaður hefði orðið uppvís að þjófnaði sagði Þorsteinn að starfs- fólk gengist undir það að fara eftir ákveðnum vinnureglum og ef ekki væri farið eftir þeim væri augsýni- lega búið að brjóta samninga. Menn yrðu að taka afleiðingum þess. Hann tók hins vegar fram að orkuðu aðstæður tvímælis væri reglan sú að starfsmaður nyti vaf- ans. Þjófnaður litinn alvarlegum augum hjá Hagkaupi Jón Björnsson, framkvæmda- stjóri Hagkaups, sagðist litið vilja láta hafa eftir sér um þessi mál enda væru þau oft og iðulega mjög viðkvæm. Hann sagði hins vegar að þjófnaður væri vissulega litinn al- varlegum augum hjá Hagkaupi, hvort sem þar væri um að ræða starfsmenn eða aðra. Mætti enda líta svo á að vörurýrnun væri al- mennt 2,5% af vöruverði á íslandi. Jón sagði að hjá Hagkaupi væru í gildi starfsmannareglur, sem kynntar væru öllum nýjum starfs- mönnum. Þar væri farið sérstak- lega yfir þessi mál og m.a. kveðið á um hvernig fyrirtækið brygðist við þjófnaði. Vart þyrfti nokkur að velkjast í vafa um að þjófnaður væri brot á starfsreglum. FYRSTA B747-300-þotan af þrem- ur, sem Atlanta tekur í notkun á næstu vikum, var nýlega afhent í Bandaríkjunum. Hún verður senn tilbúin í fyrsta verkefnið fyrir At- lanta sem er pílagrímaflug fyrir Saudi Arabian Airlines. Vélinni verður flogið á þriðju- daginn kemur áleiðis frá Arizona í Bandaríkjunum til Jeddah í Sádi- Arabíu með millilendingu og áhafnarhvíld í Bangor í Maine-ríki VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra sótti Fjarðabyggð heim í gær í boði Guð- mundar Bjarnasonar bæjarstjóra. Kom hún m.a. við hjá Atvinnu- þróunarfélagi Austurlands og skoð- aði síðan landið á Hrauni, þar sem í Bandaríkjununi. Flugleggurinn þaðan til Jeddah er um 11 tímar en flugþol 747-véla er 14 til 15 tímar. Flugstjóri í þessari fyrstu ferð verður Gunnar Karlsson. Næsta þota af sömu gerð verður afhent félaginu 5. febrúar og sú síðasta í lok febrúar. Fyrstu tvær vélarnar verða í pílagrímafluginu til að byrja með. Það hefst 7. febr- úar og því á að ljúka um miðjan apríl. fyrirhugað er að álverið í Reyðar- firði rísi. Þá heimsótti ráðherra fyrirtæki í Neskaupstað og á Eskifirði. Heim- sókninni lauk svo í gærkvöldi er ráðherra hitti bæjarráð Fjarða- byggðar í hótelinu á Reyðarfirði. Iðnaðarráðherra heim- sækir Fjarðabyggð Mannvernd og hdpur lækna hafa gert munnlegan samning við lögfræðistofu Kanna grundvöll fyrir málaferli Samtökin Mannvernd og hópur lækna íhuga málsókn til að fá úr því skorið hver er réttur lækna til að neita að afhenda sjúkra- gögn í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Mála- ____ferli munu ekki sjálfkrafa fresta_ framkvæmd gagnagrunnslaganna. SAMTÖKIN Mannvernd og hópur lækna hafa gert munnlegan samn- ing við lögfræðistofu vegna hugs- anlegs málareksturs fyrir dómstól- um um rétt lækna til að neita að afhenda upplýsingar um sjúklinga sína í gagnagrunn á heilbrigðis- sviði. Er verið að leggja mat á lagalegan grundvöll slíks mála- reksturs, sem og hvernig megi fjármagna hann, og verður líklega kynnt í næstu viku hvaða lögfræði- stofa fer með málið, verði það á annað borð niðurstaðan að grund- völlur sé fyrir málsókn. Tómas Zoéga, yfirlæknir á geð- deild Landspítalans og formaður Geðverndarfélags íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að hópur lækna hefði að undanförnu átt fundi til að ræða þessi mál. Þar væri ekki um eiginleg samtök að ræða heldur einfaldlega hóp lækna sem hefði miklar áhyggjur af gagnagrunnsmálinu. Staðfesti Tómas að til tals hefði komið að höfða mál fyrir dómstól- um enda virtist sem það væri nán- ast eina ráðið í stöðunni. Er að hans sögn verið að kanna lagaleg- an grundvöll þess núna. Tómas sagði hins vegar að slíkur málarekstur kostaði mikla peninga og því væru menn einnig að skoða vandlega þann þátt í málinu. Að- spurður sagði hann hins vegar liggja ljóst fyrir að ekki yrði hægt að fjármagna málareksturinn öðru- vísi en með samskotum. Læknar myndu sennilega sjálfir bera þar hæstan kostnað en sjálfsagt yrði einnig leitað til almennings og ann- arra sem vildu leggja málinu lið. Tilbúnir að fara með málið fyrir Evrópudómstóla Tómas sagði enga spurningu að menn yrðu að vera tilbúnir að fara með þetta alla leið fyrir Evrópu- dómstóla, ákveði þeir á annað borð að leita til dómstóla. „En við myndum náttúrulega óska þess að það væri hægt að breyta lögunum á þann hátt að til þess þyrfti ekki að koma,“ sagði Tómas. Tómas sagði að læknunum sýnd- ist að þær lágmarksbreytingar sem þyrfti að gera á lögunum væru annars vegar þær að fólk gæfi skriflegt samþykki sitt til að taka þátt í upplýsingasöfnun sem þess- ari, og hins vegar að einstaklingur gæti á hvaða tíma sem er fengið gögnum um sig eytt sem færu inn í þennan grunn. Væri löggjafinn tilbúinn að breyta lögunum á þennan hátt þyrfti ekki að koma til málaferla, sagði Tómas. Jafnframt sagði hann að honum fyndist ólíklegt að rekstrarleyfishafínn, íslensk erfða- greining hf., gæti ekki beitt sér fyrir breytingu á lögunum í þessa átt, í ljósi þess að fyrirtækið hafði sjálft mjög mikil áhrif á það hvern- ig lögin um gagnagrunn á heil- brigðissviði litu út. „Það er miklu einfaldara að gera þessar breytingar á lögunum held- ur en standa í blóðugu stríði mán- uðum eða árum saman, og rekstr- arleyfishafinn náttúrulega sér það að gagnagrunnurinn er gagnslaust tæki ef ekki ríkir friður um hann,“ sagði Tómas. Benti Tómas á að það væru ekki aðeins læknar sem teldu reglur um gagnagrunninn athugaverðar. Það væri ríkjandi skoðun í hinum al- þjóðlega læknaheimi, og meðal þeirra útlendinga sem kynnt hefðu sér málið. Lögbann varla raunhæft Guðríður Þorsteinsdóttir, lög- fræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, sagði aðspurð að hugsanleg mála- ferli myndu ekki sjálfkrafa fresta framkvæmd laga um gagnagrunn, ekki nema ef sú staða kæmi upp að lagt yrði lögbann við flutningi upp- lýsinga í hann. Sá möguleiki væri hins vegar varla raunhæfur. Hún sagði að við samningu lag- anna og reglugerðar um grunninn hefði vitaskuld verið passað upp á að allt væri í samræmi við alþjóða- skuldbindingar og stjórnarskrá landsins, svo eitthvað væri nefnt, og að þeir sem stóðu að því verki teldu því að allt væri eins og það ætti að vera. Hins vegar hefðu menn alltaf verið viðbúnir því að sú staða gæti kæmið upp að einhver léti reyna á ákveðna hluti í málinu fyrir dóm- stólum. Sagði Guðríður að viðbrögð ráðuneytis eða rekstrarleyfishafa við því hlytu að verða nokkuð hefð- bundin, þ.e. að halda uppi vörnum. Hitt yrði einfaldlega að skoða, þegar og ef sú staða kemur upp, hver áhrif slíkra málaferla yrðu á söfnun upplýsinga í gagnagrunn- inn. Málaferli gætu vissulega tafið fyi’ir því að gagnagrunnurinn yrði fullbúinn en á það bæri að líta að málsókn tiltekinna einstaklinga tæki ekki til alls kerfisins og myndi ekki stöðva gerð gagna- grunnsins í heild sinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.